Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 36
ÞJÓÐ ÁRSINS Þjóð ársins er Íslendingar. Þriðji hver Íslendingur styður Sjálfstæðisflokkinn, sem hef-ur það helst á stefnu sinni að gagnrýna eigin ákvörðun um að láta Íslendinga borga Icesave-reikningana. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga kýs að lesa fréttir á netinu sem ritstýrt er af Davíð Oddssyni. Það var árið 2009 sem Davíð var loksins hrakinn úr Seðla-bankanum. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins líkti hann sér við Jesú Krist eftir þá reynslu, við dynjandi fögnuð sjálfstæðismanna, og harmaði að tveir sómakærir menn hefðu verið krossfestir við hlið hans. Vanhæfni Davíðs varð öllum ljós þegar allir bankarnir hrundu á hans vakt. Síðar tilkynnti hann um Rússalán, sem aldrei kom. Hann sveiflaði stýri- vöxtunum brjálæðislega fram og aftur. Hann bullaði og fór með ástandið í flimtingum á blaðamannafundum og hætti síðan alfarið að tjá sig á meðan hann einbeitti sér að því sem nú er kallað „dýrkeyptur hringlandahátt- ur“ Seðlabankans í gjaldeyrisstjórnun fyrsta þriðjung ársins. En allt þetta var ekki Davíð að kenna. Hann kunni aldrei að vera seðlabankastjóri. Hann hafði ekki auðmýktina eða sjálfsgagnrýnina til að stíga til hliðar og ekki hófstillinguna til að sjá hve- nær hann hafði gengið of langt. Enda gengur Jesús Kristur aldrei of langt, jafnvel þótt hann komi að vatni. Þetta var ekki Davíð að kenna, heldur þeim sem kusu hann aftur og aftur og sættu sig gagnrýnislaust við að hann réð sjálfan sig seðlabankastjóra. Nú endurskrifar hann söguna af ritstjórastóli Morgun-blaðsins, vanhæfur til að fjalla um mál tengd hruninu. Að sjálfsögðu hefur þetta í för með sé að álit Íslands rýrnar erlendis, enda er þetta til marks um sjúkt samfélag, þar sem fjölmiðlar eru misnotaðir. Það er þó ekki aðalatriðið, heldur að núlif- andi kynslóðir og börnin þeirra skuli alast upp í löskuðu lýðræði. Lýðræðissamfélag endurspegl-ar fyrst og fremst það fólk sem myndar þjóðina. Davíð er skil-getið afkvæmi okkar sjálfra, virkra og óvirkra borgara sem daglega samþykkja áhrif hans á samfélagið. Hann var kosinn af henni, umborinn af henni, stundum dýrkaður af henni og nú lesa 90 prósent þjóðarinnar fjöl- miðla undir hans ritstjórn. Þótt nú byrji árið 2010 hefst sama ferli að nýju. Hver Ís-lendingurinn á fætur öðrum hringir inn á Rás 2 og velur Steingrím J. Sigfússon mann ársins. Steingrímur J, lét gamlan flokksgæð- ing stýra samninganefnd í Icesave- málinu og sagði að „glæsileg niður- staða“ væri í sjónmáli, þegar hún var í raun hörmuleg fyrir þjóðina, eins og búist var við. Meðvirka þjóðin er aftur haldin leiðtogadýrkun. Ekkert mun breytast, því hún hefur ekki breyst. SANDKORN n Lítið er um nýliðun á fram- boðslista Samfylkingar til borgarstjórnarkosninganna í vor. Nú heyrist því þó fleygt að Kristján Guy Burgess, að- stoðarmað- ur Össurar Skarphéð- inssonar utanríkis- ráðherra, sé að íhuga að bjóða sig fram til borg- arstjórnar. Kristján er náinn samherji Dags B. Eggertsson- ar, oddvita Samfylkingar. Þá skemmir ekki fyrir að þeir eru kvæntir systrum. Líklegt er að svilarnir muni snúa bökum saman og fær þá Kristján Guy byr í seglin. n Meðal þeirra sem reiknað er með að fái bréf frá rannsókn- arnefnd Alþingis milli hátíða er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylking- ar. Ingibjörg Sólrún mun þar með fá sendan úrdrátt þar sem fjallað er um hennar þátt í hruninu. For- maðurinn fyrrverandi hefur raunar verið duglegur við að tjá sig að undanförnu. Sumt sem hún hefur þar sagt í varn- arskyni hefur farið mjög fyrir brjóst fyrrverandi samherja. n Embætti prests Íslendinga í Kaupmannahöfn verður lagt niður þann 15. janúar næst- komandi í sparnað- arskyni. Íslendinga- prestur- inn, Þórir Jökull Þor- steinsson, hefur not- ið mikilla vinsælda sem sálusorgari. Það var því tilfinngaþrungin messa á jóla- dag þegar hann kvaddi söfnuð sinn. Óvíst er hvort séra Þór- ir Jökull fái annað brauð við starfslokin þar sem prestar eru þaulsætnir í brauðum sínum nú um stundir. n Embætti Lundúnaprests var lagt af á árinu og séra Sigurður Arnarson sneri heim. Sigurður er tengdasonur Karls Sigur- björnsson- ar, biskups Íslands. Þótt erfitt sé fyrir presta að fá brauð í dag gekk séra Sigurði ágætlega að fóta sig í íslensku prestakalli. Hann sótti um og fékk Kársnesprestakall í Kópa- vogi. Að sjálfsögðu snerist það mál ekkert um þá staðreynd að hann er tengdasonur hæstráð- anda Þjóðkirkjunnar. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Það er alltaf jafnyndislegt að koma til Íslands og þessi ferð var engin undantekning.“ n Casper Christensen, besti vinur trúðsins Frank Hvam, eyddi jólunum á Íslandi með spúsu sinni, Iben Hjejle. - Fréttablaðið „Það er fínt upp á að fitna ekki um jólin.“ n Oddur Grétarsson, handboltamaður á Akureyri, var sáttur að spila á milli jóla og nýárs. - Morgunblaðið „Eins og í viðureigninni við Harald blátönn forðum eiga Íslendingar fá vopn önnur en kveðskapinn.“ n Hannes Hólmsteinn Gissurarson ljóðrænn í viðureign sinni við Breta. - Pressan.is „Það er endanlega ljóst að ég fer frá félaginu næsta sumar.“ n Silfurdrengurinn Logi Geirsson hætti hjá Lemgo eftir tímabilið og rær á önnur mið. - Frétta- blaðið „Þessi tillaga frá þeim á síðustu metrum þessa máls er ekkert annað en pólitískur spuni af ómerkileg- ustu sort.“ n Þráinn Bertelsson, þingmaður Hreyfingarinnar, gefur ekki mikið fyrir breytingartillögu Péturs Blöndal. - DV.is Hetjur Íslands LEIÐARI DV hefur ákveðið að útnefna lög-reglumenn sem hetjur ársins. Því vali ræður tvennt. Tveir lögreglu-menn, karl og kona, brugðust skjótt við þegar maður fékk hjartaáfall í bak- aríi og gripu til lífgunaraðgerða. Þau björg- uðu mannslífi. Þessir sömu lögreglumenn stóðu í fremstu víglínu þegar búsáhaldabylt- ingin stóð sem hæst. Þar sýndu þau og félag- ar þeirra æðruleysi á ögurstundu. Lögreglu- mennirnir voru grýttir og það var hrækt á þá. Þrátt fyrir það héldu þeir stillingu sinni að langmestu leyti. Mörgum er minnisstætt þegar fólk úr hópi mótmælenda sló skjald- borg um lögreglumenn framan við Stjórnar- ráðið. Við þær aðstæður sem mörkuðust af stjórnlausri reiði í garð stjórnvalda hefði að- eins þurft einn neista til að kveikja bál. Lög- reglumenn á vettvangi slösuðust við störf sín. Það segir sína sögu um stillingu þeirra að mótmælendur slösuðust ekki. Niðurstað- an er sú að lögreglan stóðst þolraunina og tryggði með því að róstur urðu ekki meiri en raun ber vitni. Það má ekki gleymast að inn- an lögreglunnar er venjulegt fólk sem deilir kjörum með almenningi. Lögreglumenn eru rétt eins og annað fólk með meðaltekjur að borga af lánum sínum og berjast við að eiga til hnífs og skeiðar. Að þessu sinni telur DV rétt að útnefna lögreglumenn Íslands sem hetjur ársins. Þótt viðurkenningin sé merkt þeim tveimur sem björguðu mannslífi í bak- aríi nær hún til allra þeirra lögreglumanna sem gengu fram af yfirvegun á einhverjum mestu örlagatímum í sögu íslenska lýðveld- isins. Með hófstilltri framgöngu fyrirbyggði lögreglan slys sem annars hefðu getað orðið. Í svartnætti undanfarinna missera hafa Íslendingar gjarnan gleymt því góða sem þrífst á meðal þjóðarinnar. Umræða um skuldir hefur yfirskyggt flest annað og auk- ið enn á vonleysi þjóðarinnar. Öfgahópar í samfélaginu hafa alið á sundrung í stað þess að leggjast á árarnar og rífa samfélagið upp úr volæðinu. Vissulega hefur Ísland farið út af braut farsældar. Þar er um að kenna fólki sem svaf á vakt sinni og stofnaði þannig þjóð- inni í þann háska sem er yfirstandandi. Upp- gjör við þá seku má ekki stjórnast af heift og hefndarþorsta. Uppgjör þjóðarinnar verður að fara fram með yfirveguðum hætti rétt eins og þegar lögreglan afstýrði stórslysi í ársbyrj- un. Réttlætið verður að ná fram að ganga en ekki hefndin. REYNI TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Lögreglumennirnir voru grýttir. BÓKSTAFLEGA Árið sem aldrei kom Með uppbrettar ermar og sveittan skalla hafa þau Jóhanna og Stein- grímur J. bograð yfir þeim ruðum sem helmingaskiptaveldið lét þjóð- inni í té eftir að valdasjúkir níðing- ar höfðu fengið óáreittir að riðlast á fjallkonunni um ára bil. Stjórnar- parinu tókst að hindra það að fjall- konunni blæddi út og þótt bata- horfur séu kannski ekki allar þær bestu þá má margur vel við una. Auðvitað hefur eitt og annað verið unnið í kyrrþey og auðvitað á enn eftir að efna ýmis loforð sem ríkis- stjórnin hefur gefið þjóðinni. Okk- ur ætti þó öllum að vera ljóst að líð- an þjóðarsálarinnar er eftir atvikum góð, jafnvel þótt fjallkonan sé enn í gjörgæslu. En, kæru landsmenn, ef eitthvað er að marka okkar ágætu stjórn- arandstöðu þá erum við núna að kveðja árið sem aldrei kom. Það er nefnilega samdóma álit vitringa á borð við Bjarna Ben, Sigmund Dav- íð Oddsson, Birgittu Jónsdóttur og Þráin Bertelsson að á því herrans ári 2009 hafi stjórnvöldum tekist að gera minna en akkúrat ekkert. Og þetta er á margan hátt bæði satt og rétt, þ.e.a.s. ef við miðum við alla þá vitleysu sem ríkisstjórnum helm- ingaskipta tókst að framkvæma. Og ef við miðum við allan þann öf- uguggahátt sem viðgekkst í stjórn- sýslunni á meðan menn græddu á daginn og grilluðu á kvöldin og braskarar og bankamenn fengu að stunda óhóflegt sukk í einkaþotum á ferð um heiminn. Hér í eina tíð státuðum við af fréttum af stórþjófum. Menn eins og Árni Johnsen komust í fréttir sem alvöruglæpamenn. Í dag kemst Árni í fréttir vegna þess að hann fyrirgef- ur aumkunarverðum presti, Gunn- ari Björnssyni, sem er grunaður um að hafa seilst að brókum barnungra stúlkna. Í dag rata þeir í fréttir sem virki- lega gerðu eitthvað merkilegt á ár- inu. Sá nettvaxni Þór Saari reyndi að hlúa að grasrótinni í heimsku- legustu stjórnmálahreyfingu ver- aldar. Bjarni Ben reyndi að fela pen- inga í Kína. Séra Gunnar fékk starf hjá biskupsstofu. Súlukóngurinn Geiri fékk ekki að hitta son sinn á Hrauninu. Guðmundur í Byrginu fékk dóm og Gunnar I. Birgisson eignaðist dótturfélag. Ein frétt sannar þó tilvist þjóð- arinnar öðrum fremur: Gunnar í Krossinum skildi við konu sína og skömmu síðar fékk hann sér tík. Í Krossi Gunnar kempa rík krafta fær úr trúnni og núna hefur trúlaus tík tekið við af frúnni. GLEÐILEGT NÝÁR KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „Okkur ætti þó öllum að vera ljóst að líðan þjóðar- sálarinnar er eftir atvikum góð “ SKÁLDIÐ SKRIFAR 36 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 UMRÆÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.