Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009
HÚSAMENNINGARNÓTT
Menningarnótt í Reykjavík var haldin í fjórtánda sinn í ágúst en þetta er langfjöl-
mennasta hátíð sem haldin er á landinu. Þema Menningarnætur í ár var „Húsin í
bænum“. Með því var meiningin að vekja athygli á fegurð og margbreytileika húsanna
í bænum og menningunni sem tengist þeim. Sem fyrr fóru einnig fram fjölmargir við-
burðir innandyra sem utan, á götum, í görðum og á torgum, á söfnum, á kaffihúsum,
í galleríum, í kirkjum, í verslunum og á veitingahúsum. Á meðfylgjandi mynd má líta
gjörning sem fram fór fyrir utan Hitt húsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis.
ÓPERUDÍVA
Á LISTAHÁTÍÐ
Sópransöngkonan heimsfræga
Deborah Voigt hélt tónleika fyrir troðfullu
Háskólabíói síðastliðið vor í tengslum við
Listahátíð í Reykjavík. Voigt er þekkt fyrir
frábæra túlkun sína á verkum eftir Strauss
og Wagner en hún hefur sungið aðal-
kvenhlutverkin í alls sex óperum Wagners
auk þess sem hún hefur sungið fjölmörg
hlutverk ítölsku óperubókmenntanna
í stærstu óperuhúsum heims, svo sem
Toscu, Aídu og Lady Macbeth.STÓRMENNI Á RIFF
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, fór fram í sjötta sinn í september.
Rúmlega hundrað myndir voru sýndar auk þess sem boðið var upp á fjölda annarra
viðburða, svo sem fyrirlestra, málþing, masterklassa, tónleika, bílabíó, sundbíó og
nýjungar á borð við leikstjórabíó og foreldrabíó. Tékkneski leikstjórinn Milos Forman
var heiðursgestur hátíðarinnar en hann er einn fremsti kvikmyndaleikstjóri samtímans.
Forman á að baki margar stórmyndir, þar á meðal One Flew Over the Cuckoo‘s Nest,
Amadeus, Hair og Man on the Moon.
NÍUNDA BÓK-
MENNTAHÁTÍÐIN
Á þriðja tug erlendra rithöfunda og skálda
kom hingað til lands á haustmánuðum til að
taka þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík. Tíu
íslenskir höfundar tóku jafnframt þátt í hátíðinni
sem var nú haldin í níunda sinn. Í fyrsta sinn var
nú gefin út bók í tengslum við hátíðina en hún
innihélt þýðingar á ljóðum Griffin-skáldanna
svokölluðu sem voru á meðal gesta hátíðarinn-
ar. Í þeirra hópi er Michael Ondaatje, sjá mynd,
sem þekktastur er fyrir Booker-verðlaunabók
sína The English Patient.
MUNAÐARLEYSINGI
Á HVERFISGÖTU
Oliver!, söngleikur byggður á skáldsögunni klassísku
Oliver Twist eftir Charles Dickens, var frumsýndur á
Stóra sviði Þjóðleikhússins annan í jólum. Söngleikur-
inn, sem er eftir breska tónskáldið Lionel Bart, hefur
ekki verið settur upp hér á landi í um tuttugu ár og
fannst vafalítið einhverjum kominn tími til.
DRAUMALANDIÐ SLÓ MET
Margir höfðu beðið óþreyjufullir eftir heimildamyndinni
Draumalandinu sem byggð er á einni mest seldu bók hér á
landi frá upphafi. Höfundur bókarinnar, Andri Snær Magnason,
leikstýrði myndinni ásamt Þorfinni Guðnasyni sem þekktastur
er fyrir mynd sína um Lalla Johns. Skemmst er frá því að segja
að Draumalandið fékk meiri aðsókn í bíó en nokkur önnur
íslensk heimildamynd hefur fengið frá því mælingar hófust.
Meðfylgjandi mynd er stilla úr myndinni.
MENNINGIN
Í MÁLI OG
MYNDUM
Listir og menning blómstra í kreppu segja vitrir menn. Ekki
ber á öðru þegar horft er yfir sviðið árið 2009. Hér er stiklað á
því sem bar hæst í menningarlífi þjóðarinnar á árinu sem nú
senn er á enda.
MYND HEIÐA HELGADÓTTIR
MYND ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ