Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 KVIKMYNDIR HVÍTA TJALDIÐ Á NÝJU ÁRI Dolph Lundgren, Lísa í Undralandi Tims Burton og eitt stórt spurn- ingamerki frá Christopher Nolan er meðal þess sem vænta má á nýju bíóári á Íslandi. DV kannaði útgáfu- plan kvikmyndaveranna og valdi það áhugaverðasta. joningi@dv.is HARRY POTTER AND THE DEATHLY HALLOWS: PART I  Leikstjóri: David Yates.  Leikarar: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson, Ralph Fiennes.  Frumsýnd: 19. nóvember. Það er óþarfi að eyða mörg- um orðum í Harry Potter. Hann þekkja allir. Fyrri hlutinn í loka- kaflanum verður frumsýndur síðla árs og eru væntingarnar himinháar, eðlilega. NINE  Leikstjóri: Rob Marshall.  Leikarar: Daniel Day-Lewis, Marion Cotillard, Penelope Cruz, Nicole Kidman.  Frumsýnd: 15. janúar. Það er alltaf mikill viðburður þegar hinn kvikmyndaleiði Daniel Day-Lewis birtist á hvíta tjaldinu. Í þetta skiptið leikur hann aðalhlutverkið í dans- og söngvamynd eftir leikstjóra Chicago. Segir frá ítalska leik- stjóranum Guido Contini sem á í erfiðleik- um með samspil einkalífsins og vinnunnar. Byggt á samnefndum söngleik. THE WOLFMAN  Leikstjóri: Joe Johnston.  Leikarar: Benicio Del Toro, Anthony Hopkins, Hugo Weaving.  Frumsýnd: 12. febrúar. Endurgerð klassískrar hryllingsmynd- ar sem flestir ættu að kannast við. Benicio Del Toro ætti að virka vel sem úlfamaðurinn og ekki skemmir fyrir að hafa gæðaleikara á borð við Anthony Hopkins og Hugo Weaving við hlið hans. Verður áreiðanlega vel sótt mynd, en flest bendir til þess að hún verði aðeins í meðallagi góð. IRON MAN 2  Leikstjóri: Jon Favreau.  Leikarar: Robert Downey Jr., Gwyneth Paltrow, Mickey Rourke, Sam Rockwell.  Frumsýnd: 30. apríl. Fyrri myndin sló í gegn, svo að þetta framhald ætti ekki að koma neinum á óvart. Jon Favreau leikstýrir áfram og hefur fengið sjálfan Mickey Rourke í að leika illmennið. Það eitt og sér er næg ástæða til að sjá myndina. THE BOOK OF ELI  Leikstjóri: Albert Hughes, Allen Hughes.  Leikarar: Denzel Washington, Gary Oldman, Mila Kunis, Tom Waits.  Frumsýnd: 29. janúar. Önnur tveggja kvikmynda þetta árið sem gerist eftir miklar hamfarir. Fjallar um mann sem berst til síðasta blóðdropa til að vernda bók sem gæti bundið enda á þjáningar heimsins. Kemur mörgum fyrir sjónir eins og bandarísk útgáfa af Mad Max eða Fallout-tölvuleikjunum. SHUTTER ISLAND  Leikstjóri: Martin Scorsese.  Leikarar: Leonardo DiCaprio, Mark Ruffalo, Ben Kingsley.  Frumsýnd: 26. febrúar. Tveir lögreglumenn eru kallaðir á af- skekkta eyju vegna undarlegra atburða á gömlum geð spítala. Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio eru óaðskiljanlegir þessa dag ana, líkt og Russell Crowe og Ridley Scott. Þeim hefur ekki mistekist enn og því er engin ástæða til að ætla að það gerist núna. ROBIN HOOD  Leikstjóri: Ridley Scott.  Leikarar: Russell Crowe, Cate Blanchett, William Hurt. Ridley Scott og Russell Crowe eru óaðskiljanleg- ir þessa dagana. Í fimmtu myndinni þeirra saman, og þeirri fjórðu á fimm árum, bregður Crowe sér í hlutverk Hróa Hattar. Hrói er eins og sniðinn fyrir tvímenn- ing ana sem munu eflaust rúlla þessu upp. Vonandi á jafn eftirminnilegan hátt og Gladiator. CLASH OF THE TITANS  Leikstjóri: Louis Leterrier.  Leikarar: Sam Worthington, Liam Neeson, Ralph Fiennes, Danny Huston. Endurgerð samnefndrar myndar frá 1981. Dauðlegur sonur Seifs berst gegn illum öflum undir heimanna til að bjarga jörðinni og himnun- um. Leikstjóri Hulk og nýstirnið Sam Worthington leiða saman hesta sína og ætti það að lofa nokkuð góðu. Sýn- ishornin lofa að minnsta kosti miklu sjónarspili. PRINCE OF PERSIA: THE SANDS OF TIME  Leikstjóri: Mike Newell.  Leikarar: Jake Gyllenhaal, Gemma Arterton, Ben Kingsley, Gísli Örn Garðarsson. Þessi verður risastór. Gerð eftir vin- sælum tölvuleikjum og með sjálfan Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkinu. Hér heima er hún þó líklega merki- legust fyrir þær sakir að Gísli Örn Garðarsson leikur illmennið. TOY STORY 3  Leikstjóri: Lee Unkrich.  Leikarar: Tom Hanks, Tim Allen, Joan Cusack.  Frumsýnd: 6. ágúst. Það hafa margir beðið lengi eftir þessu framhaldi. Ellefu árum eftir Toy Story 2 er þriðja myndin loks á leiðinni. Það vita allir að þetta verður skemmtileg og vel hepp n- uð mynd því mistök virðast vera óþekkt fyrirbæri hjá Pixar. INVICTUS  Leikstjóri: Clint Eastwood.  Leikarar: Morgan Freeman, Matt Damon.  Frumsýnd: 12. febrúar. Það hlaut að koma að því að Morgan Freeman léki Nelson Mandela og ekki dugði minni maður en Clint Eastwood til. Myndin segir frá tilraunum Mandela til að sameina þjóð sína í kringum úrslitaleik HM í rugby árið 1994. Eastwood, Freeman og Matt Damon hafa allir verið tilnefndir til Golden Globe verð- launanna fyrir þátt sinn í mynd- inni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.