Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 44
1 Sonur minn fæddist 29. júlí. Hann er
yndislegur og fæðing hans reynsla sem
ég trúi vart að verði toppuð. Hún gekk
svo hratt og vel fyrir sig og ég upplifði
hverja hríð og hvern rembing svo sterkt
að tilhugsunin ein veitir mér sæluhroll.
Ég hefði aldrei trúað því fyrirfram
að fæðing barns gæti verið svona
ánægjuleg.
2 Á árinu hafa margir góðir vinir mínir
og kunningjar hætt störfum á Morg-
unblaðinu – fólk sem stóð sig frábær-
lega að vanda. Ég mun sakna Ólafs,
Ingibjargar, Oddnýjar, Magga, Þrastar og
svo margra annarra þegar ég sný aftur til
starfa á nýju ári.
3 Ekki hef ég áður varið eins löngun
tíma með fjölskyldunni og á þessu ári.
Nærri hálft ár heima – bæði í fríi og
fæðingarorlofi – og þar af hálfan mánuð
í febrúar á Tenerife. Þessi tími hefur verið
ómetanlegur og ég finn hve hamingju-
söm ég hef verið, sérstaklega fyrsta
mánuðinn eftir fæðingu sonarins. Sólin
skein, maðurinn minn var heima og við
dunduðum okkur með börnunum allan
daginn. Ég gortaði mig af því að heimilið
stæði undir nafninu hamingja.is.
4 Óvissa, þreyta, grindargliðnun
og ógleði einkenndi fyrri hluta ársins.
Maðurinn minn missti vinnuna í byrjun
febrúar en fékk fljótt nýja. Ég ákvað
að láta ekki óléttuna draga af mér og
tók að mér að stýra umræðuþættinum
Málefninu á Skjá einum með Sölva
Tryggva. Það kryddaði tilveruna og var
skemmtileg reynsla sem ég legg inn í
reynslubankann.
5 Þrátt fyrir atburði sem komast inn
á topp tíu á lífsreynslulistanum fær árið
2009 enga sérstaka einkunn. Raunar
hefur þetta ár reynt á þolrifin og síðustu
dagar hafa minnt fjölskylduna óþyrmi-
lega á hve lífið getur verið hverfult. En
með því að horfa fram á veginn er ekki
laust við að árið 2010 veki með mér
eftirvæntingu.
44 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 ÁRAMÓT
Nú þegar árið er að enda vill hugurinn reika til baka. Hvernig var árið 2009? Einkenndist þetta ár aðeins af
krepputali eða gerðist eitthvað meira? Árið 2009 hefur verið Íslendingum erfitt á mörgum sviðum en margt
jákvætt hefur einnig gerst. DV leitaði til sjö þekktra einstaklinga og spurði hvaða fimm atriði stæðu upp úr
í þeirra persónulega lífi á árinu sem senn fer að ljúka.
FIMM ATRIÐI SEM BREYTTU
LÍFINU ÁRIÐ 2009
Illugi Jökulsson ritstjóri:
Hjartaþræðing og
vitlausir útrásarvíkingar
1 Mér finnst árið einhvern veginn allt
renna saman í eitt, bæði persónulegt
líf mitt og gangur samfélagsins. Ætli
sú sé ekki raunin um fleiri eftir þetta
undarlega ár?
2 Þannig fór ég til dæmis í lífsnauð-
synlega hjartaþræðingu á árinu, og það
tvær frekar en eina, en það tengi ég
beint við búsáhaldabyltinguna um mán-
aðamótin janúar-febrúar, því það var
meðan ég tók þátt í að slá takt þeirrar
byltingar fyrir framan Alþingishúsið sem
það rann endanlega upp fyrir mér að
eitthvað var athugavert við minn eigin
hjartsláttartakt. Minn takt tókst að laga
á endanum, og ég vona að samfélagið
komist brátt í gang líka.
3 Hvað hrunið varðar var það
vitaskuld skelfileg opinberun á þessu ári
hvað íslenskir ráðamenn og bankamenn
og útrásarvíkingar reyndust flestallir
hafa verið skelfilega vitlausir. Það er illt
til þess að vita að við skulum hafa afhent
þessum mönnum fjöregg þjóðarinnar
og þeir farið svona kæruleysislega með
það.
4 Sömuleiðis er vont að hafa orðið
vitni að því að þjóðsagan sem Vigdísi
Finnbogadóttur er svo gjarnt að end-
urtaka, að þegar áföll dynja yfir standi
Íslendingar saman sem einn maður sé
bara bull. Það hefur verið átakanlegt að
fylgjast með þrætubókinni sem stunduð
hefur verið einkum á Alþingi frá og með
kosningum - þetta er niðurlægjandi fyrir
okkur öll og var þó ekki á bætandi.
5 Svo hlýt ég að nefna að það voru
mér persónulega vonbrigði að það
ágæta tímarit SKAKKI TURNINN skuli ekki
hafa verið talið á annan vetur setjandi.
Ég verð að segja það ...!
Arnar Grant líkamsræktarfrömuður:
Skemmtilegt að
prófa eitthvað nýtt
1 Við settum Hámark á markað í
janúar svo árið fór vel af stað. Viðtökur
við drykknum hafa verið góðar enda
hefur verið mikil vakning í samfélaginu
gagnvart heilbrigðum lífsstíl. Þessi
drykkur er fyrir alla, sama hvort þú ert
sjö ára eða 77 ára og tveggja ára dóttir
mín er búin að alast upp á þessu.
2 Dóttir mín varð tveggja ára á árinu
sem er stórt skref fyrir litla manneskju.
Ég hef ofsalega gaman af því að fylgjast
með henni vaxa og dafna og vona að
hún gangi menntaveginn í stað þess
að feta mína leið sem var bæði erfið og
grýtt.
3 Ég fór nokkrar ferðir til útlanda á
árinu. Fór til London með félaga mínum í
viðskiptaferð og til Boston með konunni.
Báðar ferðir voru skemmtilegar en í þeirri
síðari var mikið slappað af enda gott
að komast aðeins í burtu frá íslensku
fjölmiðlunum og þessari neikvæðu
umfjöllun.
4 Ég eyddi góðum tíma með fjölskyld-
unni. Í svona árfari og álagi í vinnu þarf
fólk að halda betur utan um fjármálin og
fer þá ósjálfrátt að eyða meiri tíma með
fjölskyldunni. Við erum búin að passa
okkur á að eiga alltaf tíma fyrir okkur til
að eyða saman og mun meira á þessu
ári en áður.
5 Ég tók þátt í Bollywood-sýningunni
í Turninum í Kópavogi sem var mjög
skemmtilegt en sýningar byrja aftur 23.
janúar. Það var rosalega skemmtilegt
að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi og
komast að því að það er margt annað
líkamlegt en skemmtilegt hægt að gera
en að láta dæma mann í keppnum.
Marta María Jónasdóttir blaðakona:
Hugarfarið skiptir
mestu máli
1 Það rættist úr árinu sem er að líða
þó það hafi ekki litið vel út í janúar.
Eftir þetta ár er ég sannfærð um að
hugarfar skipti miklu máli þegar kemur
að hamingju hvers og eins. Hjá mér var
2009 hamingjuríkt á öllum sviðum þó
svo að það hafi auðvitað rignt inni á milli
eins og gerist á öllum sómaheimilum.
Fæðing sonar númer tvö er án efa í
toppsætinu yfir hápunkta árins. Hann
kom í heiminn á heitu sumarkvöldi,
heilbrigður og fagur. Ég rétt náði að taka
af mér grillhanskana og koma mér upp á
spítala áður en hann mætti.
2 Atvinnulega séð var árið gott.
Ég fékk að taka þátt í því að koma
vefmiðlinum Pressunni á laggirnar.
Pressan fór í loftið 28. febrúar og er í dag
einn vinsælasti vefmiðillinn á Íslandi.
Þetta hefur verið ævintýri líkast.
3 Á árinu fór ég í nám sem heitir
Prisma sem er samstarfsverkefni Lista-
háskóla Íslands og Háskólans á Bifröst.
Þar opnuðust augu mín fyrir hlutum sem
ég hafði ekki veitt athygli. Það að fara
vakandi í gegnum lífið er mun skemmti-
legra svo ekki sé minnst á allt greinda og
hæfileikaríka fólkið sem ég kynntist.
4 Í framhaldinu á náminu fór ég að
halda markvissa dagbók og gefa mér
tíma til að koma hugsunum mínum í orð.
Ég mæli með því að fólk punkti hjá sér,
því þessi iðja kemur skipulagi á óreiðuna
sem getur ríkt í kollinum.
5 Taíland tók á móti mér á haust-
dögum. Þar átti ég himneska daga
ásamt eiginmanni mínum, ferðaðist
um í bleikum leigubílum, prúttaði við
götusala, borðaði heimsins besta mat og
náði algerlega að gleyma útrásarvíking-
um og þeirra athöfnum. Það var hverrar
krónu virði.
indiana@dv.is
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaðamaður:
Næsta ár vekur eftirvæntingu