Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Side 48
48 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 VÖLVAN
Undanfarin ár hefur DV birt spá-dóma völvu nokkurrar sem vak-ið hafa nokkra athygli enda völv-an í hópi þeirra skarpari sem láta
til sín taka á þessum vettvangi. Undanfarin
ár hefur völvan verið búsett í einu af háhýs-
unum við Skúlagötu með útsýni yfir samfé-
lagið. Nú hafa aðstæður hennar greinilega
breyst því að þessu sinni heimsótti blaða-
maður völvuna í lágreist gamalt hús við
sjávarsíðuna sunnanlands. Í fjarska gnæfa
eldfjöll Suðurlands við himin, forn og kyrr-
lát þótt eldur logi undir, í austri jöklarnir
hvítu en fyrir ströndu heldur brimið áfram
að mylja hraunið í sand. Látlaus ágangur
þess líkt og ágengur hjartsláttur í rökkrinu.
Við knýjum dyra hjá völvunni.
Á símastaurnum við húsið sitja hrafnar
tveir, þöglir, úfnir, svartir, þétt saman. Þeir
horfa hvasst og kuldalega á komumenn.
Á þessu ári mun koma betur í ljós hverj-
ir raunverulegir eigendur krafna á hendur
bönkunum eru og völvan spáir því að áhugi
manna á því vaxi með veldishraða eftir því
sem líður á árið. Að sama skapi verður reynt
að halda því leyndu meðan kostur er því
ekki er víst að öllum líki sannleikurinn.
Seint á árinu kemur í ljós að útrásarvík-
ingur einn hefur enn sterk ítök í félagi sem
er eigandi Íslandsbanka. Upphlaupið sem
verður vegna þessa verður aðallega á árinu
2011 en völvan sér elda loga.
HÓPUR Í HANDJÁRNUM
Völvan sér flesta forráðamenn gömlu bank-
anna í handjárnum vegna uppgjörsmála í
kjölfar hrunsins. Stærstu
fréttirnar og mest af-
hjúpandi rannsóknirnar
koma fram utan Íslands.
Þar standa fremstir í röð
sakamanna þeir Hannes
Smárason, Sigurjón Árna-
son, Bakkavararbræður báð-
ir og Ármann Þorvaldsson, svo fáeinir séu
nefndir. Jón Ásgeir Jóhannesson heldur
uppteknum hætti og lætur Jó-
hannes föður sinn annast
almannatengsl fyrir hönd
fjölskyldunnar á Íslandi.
Völvan sér hann hafðan að
háði og spotti erlendis fyrir
einkaneyslu sína.
STJÓRNMÁLIN
Fyrri hluta ársins verður friður á ríkis-
stjórnarheimilinu því mönnum verður létt
eftir að hafa komið Icesave-málinu í frið-
arhöfn að sinni. Ráðherraskipti verða ekki
í ríkisstjórninni um áramót eins og boðað
hefur verið og Ögmundur verður því áfram
utan stjórnar.
Þegar líður á árið 2010 fara agnúar í sam-
starfi flokkanna að gera skýrar vart við sig
en áður. Inngangan í ESB liggur eins og
nakið sverð milli Jóhönnu og Steingríms
í hinu pólitíska hjónarúmi. Andstæðing-
ar ESB-aðildar ná smátt og smátt vopnum
sínum innan flokksins og andstaða hans og
óþol gagnvart Evrópuáhuga Samfylkingar
verður æ skýrari.
Völvan sér ríkisstjórnina samt sem áður
sitja við stjórnvölinn út árið 2010. Því skal
samt spáð hér að hún sitji ekki nema fram
að væntanlegri boðaðri þjóðaratkvæða-
greiðslu um inngönguna í ESB árið 2012 eða
2013.
Þá munu vinstri-grænir
vilja standa utan stjórnar
til að geta barist gegn inn-
göngunni með óbundnar
hendur undir forystu Ög-
mundar Jónassonar en með
því verður endanlegur klofn-
ing- ur VG staðfestur.
Eitt af því sem tryggir ríkisstjórninni
vinnufrið er að Þráinn Bertelsson gengur
formlega til liðs við Samfylkinguna og ger-
ist þannig stjórnarþingmaður. Það vegur
nokkuð upp á móti andstöðu Ögmundar og
hans manna. Á móti kemur að Lilja Móses-
dóttir segir sig úr lögum við vinstri-græna
og gerist stuðningsmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir, þing-
menn Hreyfingarinnar, halda áfram að
vekja athygli landsmanna með undar-
legum málflutningi og tiltektum. Völvan
sér þau styðja stjórnina í einhverju átaka-
máli á vordögum og þá missa þau tiltrú
sem stjórnarandstæðing- ar.
Margrét Tryggvadótt-
ir þingmaður hættir þing-
mennsku í skugga mikill-
ar gagnrýni sem tengist
myndlistarheiminum.
Uppstokkun í ríkis-
stjórninni á vordögum leiðir
til þess að Kristján Möller og Jón Bjarnason
standa upp úr stólum sínum. Í stað þeirra
koma Ögmundur Jónasson og Helgi Hjörvar
inn í ríkisstjórn.
JÓHANNA HÆTTIR
Á nýju ári mun Jóhanna Sigurðardóttir, for-
maður Samfylkingarinnar, draga sig í hlé
af heilsufarsástæðum og láta í veðri vaka
að merkum áföngum í endurreisn landsins
sé lokið. Við það tækifæri stígur hinn örótti
bardagamaður Össur Skarp-
héðinsson fram í sviðsljósið
og tekur við sem forystu-
maður Samfylkingarinnar
öðru sinni og mun gegna
því embætti að forminu til
uns Dagur B. Eggertsson,
skráður varaformaður, tekur
við en það verður ekki fyrr en í aðdraganda
þingkosninga 2013. Þetta verður jafnframt
svanasöngur Össurar á hinu pólitíska sviði.
Ýmsir verða til þess að veita Degi sam-
keppni um formannsstól í Samfylkingunni
og þar fara fremst Árni Páll Árnason og Sig-
ríður Inga Sigurðardóttir en Helgi Hjörvar
lætur einnig til sín taka. Þetta verður allt
frekar ógeðfellt brölt með opinberu og óop-
inberu skítkasti.
ERFITT ÁR FYRIR FORMENN
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son mun hrökklast úr emb-
ætti formanns Framsókn-
arflokksins á nýju ári í
skugga vandlætingar sam-
félagsins þegar fjármál
hans koma upp á yfirborð-
ið í afar vafasömu samhengi.
Guðmundur Steingrímsson þingmaður
kemur eins og riddari á skjóttum hesti inn
í það moldviðri sem upp þyrlast og verður
umsvifalaust kosinn formaður flokksins.
Hann er sonur Steingríms Hermannssonar
og verður því fyrstur Íslendinga þriðji ætt-
liður til að leiða sama flokkinn.
Vinstri-grænir eiga nokkuð erfitt upp-
dráttar á árinu vegna vax-
andi ólgu innan flokksins.
Þó mun Sóley Tómas-
dóttir vinna varnarsigur
í sveitarstjórnarkosning-
um í Reykjavík og fá ágæta
kosningu fyrir þeirra hönd.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, á erfitt uppdráttar á nýju
ári. Hans verður getið í tengslum við fjár-
hagserfiðleika N1 og við það tækifæri mun
reyna mjög á hann sem formann. Þátttaka
hans í vafasömum viðskiptum í samvinnu
við Wernersbræður mun
fylgja honum eins og skuggi
fram eftir nýju ári. Bjarni
reynir eftir megni að bera
af sér sakir en óhreinind-
in loða við hann og fleira
flýtur upp þegar rót kemst á
gruggugt vatn.
Illugi Gunnarsson, þingmaður og von-
arstjarna sjálfstæðismanna, mun hverfa
af sviði stjórnmála á nýju ári og hasla sér
völl erlendis á nýjum vettvangi. Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir heldur áfram að
styrkja stöðu sína þótt fjármál hennar og
eiginmannsins verði í sviðsljósinu með nei-
kvæðum hætti á árinu. Völvan sér eigin-
mann Þorgerðar, Kristján Arason, frammi
fyrir dómara vegna starfa sinna í gamla
Kaupþingi. Margir munu þá telja að pólit-
ískum ferli Þorgerðar sé lokið en hún tvíefl-
ist og hennar tími mun koma í Sjálfstæðis-
flokknum.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmað-
ur og fagurkeri, á ekki gott ár í vændum því
hann misstígur sig herfilega í beinni út-
sendingu. Hann mætir klökkur í Kastljósið
þar sem hann játar afglöp og fer í framhald-
inu í frí til að vinna í sínum
málum.
Katrín Jakobsdótt-
ir menntamálaráðherra
mun eiga stjörnuleik á
nýju ári þegar hún enn
einu sinni segir eitthvað
n Enn kvarnast úr Hreyfingunni. Margrét Tryggvadóttir hættir þingmennsku á árinu.
n Völvan spáir falli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Ættarauðurinn mun koma honum í vandræði.