Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 VÖLVAN Undanfarin ár hefur DV birt spá-dóma völvu nokkurrar sem vak-ið hafa nokkra athygli enda völv-an í hópi þeirra skarpari sem láta til sín taka á þessum vettvangi. Undanfarin ár hefur völvan verið búsett í einu af háhýs- unum við Skúlagötu með útsýni yfir samfé- lagið. Nú hafa aðstæður hennar greinilega breyst því að þessu sinni heimsótti blaða- maður völvuna í lágreist gamalt hús við sjávarsíðuna sunnanlands. Í fjarska gnæfa eldfjöll Suðurlands við himin, forn og kyrr- lát þótt eldur logi undir, í austri jöklarnir hvítu en fyrir ströndu heldur brimið áfram að mylja hraunið í sand. Látlaus ágangur þess líkt og ágengur hjartsláttur í rökkrinu. Við knýjum dyra hjá völvunni. Á símastaurnum við húsið sitja hrafnar tveir, þöglir, úfnir, svartir, þétt saman. Þeir horfa hvasst og kuldalega á komumenn. Á þessu ári mun koma betur í ljós hverj- ir raunverulegir eigendur krafna á hendur bönkunum eru og völvan spáir því að áhugi manna á því vaxi með veldishraða eftir því sem líður á árið. Að sama skapi verður reynt að halda því leyndu meðan kostur er því ekki er víst að öllum líki sannleikurinn. Seint á árinu kemur í ljós að útrásarvík- ingur einn hefur enn sterk ítök í félagi sem er eigandi Íslandsbanka. Upphlaupið sem verður vegna þessa verður aðallega á árinu 2011 en völvan sér elda loga. HÓPUR Í HANDJÁRNUM Völvan sér flesta forráðamenn gömlu bank- anna í handjárnum vegna uppgjörsmála í kjölfar hrunsins. Stærstu fréttirnar og mest af- hjúpandi rannsóknirnar koma fram utan Íslands. Þar standa fremstir í röð sakamanna þeir Hannes Smárason, Sigurjón Árna- son, Bakkavararbræður báð- ir og Ármann Þorvaldsson, svo fáeinir séu nefndir. Jón Ásgeir Jóhannesson heldur uppteknum hætti og lætur Jó- hannes föður sinn annast almannatengsl fyrir hönd fjölskyldunnar á Íslandi. Völvan sér hann hafðan að háði og spotti erlendis fyrir einkaneyslu sína. STJÓRNMÁLIN Fyrri hluta ársins verður friður á ríkis- stjórnarheimilinu því mönnum verður létt eftir að hafa komið Icesave-málinu í frið- arhöfn að sinni. Ráðherraskipti verða ekki í ríkisstjórninni um áramót eins og boðað hefur verið og Ögmundur verður því áfram utan stjórnar. Þegar líður á árið 2010 fara agnúar í sam- starfi flokkanna að gera skýrar vart við sig en áður. Inngangan í ESB liggur eins og nakið sverð milli Jóhönnu og Steingríms í hinu pólitíska hjónarúmi. Andstæðing- ar ESB-aðildar ná smátt og smátt vopnum sínum innan flokksins og andstaða hans og óþol gagnvart Evrópuáhuga Samfylkingar verður æ skýrari. Völvan sér ríkisstjórnina samt sem áður sitja við stjórnvölinn út árið 2010. Því skal samt spáð hér að hún sitji ekki nema fram að væntanlegri boðaðri þjóðaratkvæða- greiðslu um inngönguna í ESB árið 2012 eða 2013. Þá munu vinstri-grænir vilja standa utan stjórnar til að geta barist gegn inn- göngunni með óbundnar hendur undir forystu Ög- mundar Jónassonar en með því verður endanlegur klofn- ing- ur VG staðfestur. Eitt af því sem tryggir ríkisstjórninni vinnufrið er að Þráinn Bertelsson gengur formlega til liðs við Samfylkinguna og ger- ist þannig stjórnarþingmaður. Það vegur nokkuð upp á móti andstöðu Ögmundar og hans manna. Á móti kemur að Lilja Móses- dóttir segir sig úr lögum við vinstri-græna og gerist stuðningsmaður Hreyfingarinnar. Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir, þing- menn Hreyfingarinnar, halda áfram að vekja athygli landsmanna með undar- legum málflutningi og tiltektum. Völvan sér þau styðja stjórnina í einhverju átaka- máli á vordögum og þá missa þau tiltrú sem stjórnarandstæðing- ar. Margrét Tryggvadótt- ir þingmaður hættir þing- mennsku í skugga mikill- ar gagnrýni sem tengist myndlistarheiminum. Uppstokkun í ríkis- stjórninni á vordögum leiðir til þess að Kristján Möller og Jón Bjarnason standa upp úr stólum sínum. Í stað þeirra koma Ögmundur Jónasson og Helgi Hjörvar inn í ríkisstjórn. JÓHANNA HÆTTIR Á nýju ári mun Jóhanna Sigurðardóttir, for- maður Samfylkingarinnar, draga sig í hlé af heilsufarsástæðum og láta í veðri vaka að merkum áföngum í endurreisn landsins sé lokið. Við það tækifæri stígur hinn örótti bardagamaður Össur Skarp- héðinsson fram í sviðsljósið og tekur við sem forystu- maður Samfylkingarinnar öðru sinni og mun gegna því embætti að forminu til uns Dagur B. Eggertsson, skráður varaformaður, tekur við en það verður ekki fyrr en í aðdraganda þingkosninga 2013. Þetta verður jafnframt svanasöngur Össurar á hinu pólitíska sviði. Ýmsir verða til þess að veita Degi sam- keppni um formannsstól í Samfylkingunni og þar fara fremst Árni Páll Árnason og Sig- ríður Inga Sigurðardóttir en Helgi Hjörvar lætur einnig til sín taka. Þetta verður allt frekar ógeðfellt brölt með opinberu og óop- inberu skítkasti. ERFITT ÁR FYRIR FORMENN Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son mun hrökklast úr emb- ætti formanns Framsókn- arflokksins á nýju ári í skugga vandlætingar sam- félagsins þegar fjármál hans koma upp á yfirborð- ið í afar vafasömu samhengi. Guðmundur Steingrímsson þingmaður kemur eins og riddari á skjóttum hesti inn í það moldviðri sem upp þyrlast og verður umsvifalaust kosinn formaður flokksins. Hann er sonur Steingríms Hermannssonar og verður því fyrstur Íslendinga þriðji ætt- liður til að leiða sama flokkinn. Vinstri-grænir eiga nokkuð erfitt upp- dráttar á árinu vegna vax- andi ólgu innan flokksins. Þó mun Sóley Tómas- dóttir vinna varnarsigur í sveitarstjórnarkosning- um í Reykjavík og fá ágæta kosningu fyrir þeirra hönd. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, á erfitt uppdráttar á nýju ári. Hans verður getið í tengslum við fjár- hagserfiðleika N1 og við það tækifæri mun reyna mjög á hann sem formann. Þátttaka hans í vafasömum viðskiptum í samvinnu við Wernersbræður mun fylgja honum eins og skuggi fram eftir nýju ári. Bjarni reynir eftir megni að bera af sér sakir en óhreinind- in loða við hann og fleira flýtur upp þegar rót kemst á gruggugt vatn. Illugi Gunnarsson, þingmaður og von- arstjarna sjálfstæðismanna, mun hverfa af sviði stjórnmála á nýju ári og hasla sér völl erlendis á nýjum vettvangi. Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir heldur áfram að styrkja stöðu sína þótt fjármál hennar og eiginmannsins verði í sviðsljósinu með nei- kvæðum hætti á árinu. Völvan sér eigin- mann Þorgerðar, Kristján Arason, frammi fyrir dómara vegna starfa sinna í gamla Kaupþingi. Margir munu þá telja að pólit- ískum ferli Þorgerðar sé lokið en hún tvíefl- ist og hennar tími mun koma í Sjálfstæðis- flokknum. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmað- ur og fagurkeri, á ekki gott ár í vændum því hann misstígur sig herfilega í beinni út- sendingu. Hann mætir klökkur í Kastljósið þar sem hann játar afglöp og fer í framhald- inu í frí til að vinna í sínum málum. Katrín Jakobsdótt- ir menntamálaráðherra mun eiga stjörnuleik á nýju ári þegar hún enn einu sinni segir eitthvað n Enn kvarnast úr Hreyfingunni. Margrét Tryggvadóttir hættir þingmennsku á árinu. n Völvan spáir falli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins. Ættarauðurinn mun koma honum í vandræði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.