Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Blaðsíða 49
VÖLVAN 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 49
sem öllum ráðgjöfum og spunadoktorum
finnst algerlega ómögulegt en almenningur
elskar. Nefnilega sannleikann.
Gylfi Magnússon viðskipta-
ráðherra mun vaxa mjög í
áliti almennings eftir tök
hans á viðkvæmu deilu-
máli sem tengist embætti
sérstaks saksóknara. Með
því styrkir hann stöðu sína
og situr áfram sem ráðherra.
Mikið fjaðrafok verður í tengslum við
fjárveitingar fyrirtækja til stjórnmála-
flokka. Þekktur útrásarvíkingur mun skýra
frá aðferðafræði fyrirtækja sinna í þeim
efnum og þar mun Samfylkingin líta vægast
sagt illa út. Völvan sér Steinunni Valdísi og
Helga Hjörvar undir svörtu skýi vegna þess-
ara mála um langan tíma.
SÍÐASTA ÆÐISKAST DAVÍÐS
Davíð Oddsson dregur að sér athygli þjóð-
arinnar á nýju ári. Hans bíður mikið áfall
snemma árs því þegar skýrsla rannsókn-
arnefndar um bankahrunið kemur út verð-
ur hans ekki að góðu getið. Hörð gagnrýni
beinist að honum, studd óvænt-
um uppljóstrunum um hót-
anir hans í garð banka-
manna í starfi sínu sem
seðlabankastjóri. Davíð fer
mikinn í andsvörum sín-
um og ræðst af mikilli hörku
á alla gagnrýnendur, ekki síst
nefndina og þá sem í henni sitja. Þetta verð-
ur síðasta æðiskast hans því sífellt fleiri
áskrifendur snúa baki við Morgunblaðinu
og á vordögum stígur Davíð upp úr stóli
ritstjóra og gerist formaður og talsmaður
Heimssýnar. Davíð mun á síðari hluta árs-
ins dúkka upp með sinn eigin sjónvarpsþátt
á ÍNN.
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Sveitarstjórnarkosningar í vor ná einhvern
veginn aldrei neinu flugi því mörg sveitarfé-
lög eru á hausnum og geta ekki lofað neinu
sem bragð er að. Fleiri sveitarfélög en Álfta-
nes lenda í gjörgæslu ráðuneyt-
is vegna fjárhagserfiðleika
og má nefna bæði Reykja-
nesbæ og Ísafjarðarbæ
sem völvan sér ganga með
betlistaf í hendi á fund ráð-
herra.
Hart verður barist í Reykja-
vík um sæti í sveitarstjórn. Sjálfstæðis-
flokkurinn gerir afdrifaríka tilraun til þess
að hreinsa til í borgarstjórnarflokki sínum.
Sú atlaga virðist hafa þann tilgang að losa
Reykvíkinga við Gísla Martein, Jórunni Frí-
mannsdóttur og Þorbjörgu Helgu Vigfús-
dóttur á einu bretti. Upplýsingum um fjár-
styrki til þessara fulltrúa og þjónkun þeirra
við greiðendur verður lekið til fjölmiðla úr
Valhöll.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri
stígur fram í þessari deilu af miklum mynd-
ugleik og þótt smælingjarnir standi laskað-
ir eftir styrkir Hanna Birna mjög stöðu sína.
Í kjölfarið sér völvan nýtt fólk stíga fram í
sviðsljósið fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins
og Hanna Birna siglir skútu sinna manna
í höfn af miklum myndugleik og Sjálfstæð-
isflokkurinn endurheimtir hreinan meiri-
hluta í Reykjavík.
Einar Skúlason kemst ekki
að fyrir Framsóknarflokk
og Samfylking og Vinstri-
grænir verða látnir gjalda
óvinsælda ríkisstjórnar-
innar.
Völvan sér Árna
Sigfússon, bæjarstjóra í
Reykjanesbæ, hrökklast frá völdum og hætta
í stjórnmálum og setjast í stól forstjóra ein-
hvers staðar á Suðurnesjum.
Gunnar Birgisson gerir heiðarlega til-
raun til þess að komast aftur að kjötkötlun-
um í Kópavogi en það verður mikil sneypu-
för því almenningur hefur engan áhuga á
Gunnari.
Framboð Jóns Gnarrs til borgarstjóra í
Reykjavík verður með réttu talið brandari
en fær nokkurt fylgi kaldhæðinna kjósenda.
Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi mun
ljúka skrautlegum ferli sínum á stjórn-
málasviðinu í vor. Eftir nokkrar þreifingar
mun hann hætta við fram-
boð. Hann mun hverfa al-
gjörlega af hinu opinbera
sviði. Völvan sér hann
stunda heimilislækning-
ar fjarri höfuðborgarsvæð-
inu, líklega á Vestfjörðum.
STÓRU BLÖÐIN VERÐA AÐ EINU
Með atbeina nýrra lánardrottna fækkar
dagblöðum á Íslandi þegar Morgunblaðið
og Fréttablaðið sameinast í lokin á næsta
ári. Í raun stjórna bankarnir þessari þróun
en við samrunann hverfa núverandi eig-
endur beggja blaða að mestu
úr sviðsljósinu og nýtt fólk
tekur við. Með þessum
breytingum lýkur tímabili
fríblaða á Íslandi því nýtt
blað verður selt í áskrift ein-
göngu.
Völvan sér ekki betur en þungamiðjan í
þessari sameiningu sé prentsmiðja Morg-
unblaðsins sem er talin verðmætasta eign-
in í Hádegismóum.
Völvan sér Jón Kaldal í stól ritstjóra á
hinu nýja blaði við hlið einhvers sem ekki
hefur gegnt því starfi áður en er þekktur og
vel liðinn á sviði menningar og lista.
Þessi breyting mælist vel
fyrir hjá almenningi lands-
ins sem kaupir nýja blað-
ið í stórum stíl og hefur
fulla trú á fréttaflutningi
þess enda pólitískar teng-
ingar að mestu horfnar.
EMBÆTTISMENN
Baldur Guðlaugsson mun vekja gríðarlega
athygli á árinu þegar hann skýrir hispurs-
laust frá starfsaðferðum í innsta hring Sjálf-
stæðisflokksins fyrir um það bil áratug sem
tengjast einkavæðingu bankanna. Við þetta
mun alþýða manna fá aukið álit á Baldri en
aðrir minna. Hann kemst á spjöld sögunnar
sem fyrsti maðurinn til að sæta eignaupp-
töku og fá fangelsisdóm vegna
innherjaviðskipta.
Sérstakur saksóknari Ólaf-
ur Hauksson verður talsvert í
fréttum á árinu eftir því sem
handtökum, yfirheyrslum og
rannsóknum á vegum embættis
hans vex fiskur um hrygg. Eva Joly tengist
í sýn völvunnar einu af þessum málum sem
kemur fram í sviðsljósið snemma árs en í
tengslum við það segir Valtýr Sigurðsson
ríkissaksóknari af sér embætti. Það verður
látið heita svo að hann hafi frumkvæði að
því en það er fyrirsláttur.
Völvan sér eitthvert undarlegt
fjaðrafok á Veðurstofu Íslands
sem skemmtir þjóðinni meira
en þátttakendum. Málið
snýst um innanhússdeilur
þar sem margt er dregið inn í
en að lokum lægir storminn á
Veðurstofunni.
BRETARNIR KOMA
Breskir rannsóknarmenn verða talsvert
í sviðsljósinu á Íslandi snemma árs þeg-
ar þeir taka til óspilltra málanna við að
rannsaka íslenskt fjármálalíf. Harka þeirra
við rannsóknina verður umtöluð og sög-
ur leka út af grátandi bankastjórum í yfir-
heyrslum og fleira sem almenningi finnst
safaríkt. Völvan sér engar niðurstöður úr
rannsókn þeirra á nýju ári en eitthvað kem-
ur fram sem kemur Björgólfsfeðgum afar
illa, svo vægt sé til orða tekið. Það teng-
ist umsvifum þeirra í Rússlandi og mun
flestum þykja staðfest samstarf þeirra við
mafíuna þar.
FYRRVERANDI
Kjartan Gunnarsson, fyrr-
verandi framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokks-
ins, kemst í fréttir á árinu
vegna innansveitarmála
vestur á Rauðasandi þar
sem hann á óðal sitt. Völv-
an sér ekki betur en það teng-
ist kirkjunni á staðnum. Einkalíf Kjartans
verður einnig í fréttum með afar undarleg-
um formerkjum.
Skemmdarverk verða unnin á sveitasetr-
um fyrrverandi útrásarvíkinga í Borgarfirði
en austur í Fljótshlíð fara skemmdarvarg-
ar húsavillt með hörmulegum
afleiðingum og verða slys á
saklausu fólki.
Ásgeir Friðgeirs-
son, fyrrverandi „butl-
er“ Björg ólfs Thors, talar
sig aftur í náð þjóðarinnar
með frásögnum sínum
af lífinu í návígi við útrásar-
víkinga. Völvan sér þjóðina í hlátur-
Nokkrir molar úr völvuspá síðasta árs:
SANNSPÁ VÖLVA
Nokkrir molar úr völvuspá síðasta árs sem vekja
athygli fyrir nákvæma spádómsgáfu völvunnar.
„Þorsteinn M. Jónsson, Magnús Ármann, Pálmi
Haraldsson og fleiri nafntogaðir viðskiptasnillingar
munu koma fram sem hálfgerðir bónbjargamenn á
árinu og verður útganga þeirra úr viðskiptum heldur
snautleg svo ekki sé fastar að orði kveðið. Jón Ásgeir
Jóhannesson berst til síðustu stundar fyrir fyrirtæki
sínu og hlýtur við það nokkra virðingu alþýðunnar
en í árslok standa hann og faðir hans nánast aftur á
sínum byrjunarreit í Bónus þar sem sigurganga þeirra
hófst. Fyrir utan verslunarrekstur á Íslandi verða nær
allar eignir feðganna horfnar í skuldahítir um allan
heim þótt ekki verði um formlegt gjaldþrot að ræða.“
n Ekki verður annað séð en þetta sé næsta nákvæm
lýsing á stöðu þeirra sem þarna eru nefndir.
„Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Landsbankans, mun
einnig segja sig frá embætti á nýja árinu.“
n Reyndist hárrétt.
„Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hættir sem formaður
flokksins af persónulegum ástæðum og Össur
Skarphéðinsson tekur við stjórntaumunum á ný en
völvan sér þó Jóhönnu Sigurðardóttur í einhverju
lykilhlutverki.“
n Þetta rættist að mestu en völvan virðist ekki hafa
séð Össur og Jóhönnu í réttum stólum.
„Völvan sér eitthvert hneyksli tengjast margboðaðri
rannsóknarnefnd ríkisstjórnarinnar sem skoða á
aðdraganda bankahrunsins. Einhver þar innanborðs
segir af sér vegna þess og rannsókn málsins tefst svo
að engra niðurstaðna er að vænta á nýju ári.“
n Þetta hefur komið fram. Umræður um stöðu eins
nefndarmanna og tilraunir til að koma honum frá
voru hneyksli og skýrsla nefndarinnar kom ekki
fram eins og boðað hafði verið.
„Gunnar Birgisson flækist í spillingarmál.“
n Þarf að ræða þennan spádóm eitthvað frekar?
„DV heldur áfram að koma út og almennt séð styrkir
það stöðu sína á nýju ári enda fer eftirspurnin eftir
hlífðarlausum fjölmiðlum vaxandi.“
n Þarna hafði völvan rétt fyrir sér.
„Hanna Birna Kristjánsdóttir getur sér gott orð sem
skörulegur borgarstjóri og völvan sér hana í mjög
jákvæðu ljósi.“
n Sennilega geta flestir verið sammála um þetta
og kannanir á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
staðfesta þessa spá.
„Á árinu frestast enn ákvörðun um byggingu álvers á
Bakka við Húsavík og missa margir trúna á að af því
verði yfirleitt.“
n Þetta rættist.
„Gísli Garðarsson heldur áfram að vekja athygli og
verður á árinu talinn frægasti leikari Íslands fyrr og
síðar.“
n Leikur Gísla í stórmyndinni Prince of Persia er
með því stærsta sem íslenskur leikari hefur gert.
„Eiður Smári Guðjohnsen heldur áfram að gera
garðinn frægan fyrir Barcelona en völvan sér hann
í fréttum vegna viðskipta á Íslandi sem tengjast
ekkert fótbolta.“
n Nýlegar fréttir innan lands og utan af fjárhags-
vandræðum Eiðs vegna meintrar spilafíknar og
bruðls geta ekki flokkast undir íþróttafréttir.
„Mjög þekktur listamaður úr hópi poppara deyr á
árinu og verður nánast þjóðarsorg.“
n Nú er óhætt að ljóstra því upp að þegar Rúnar
Júlíusson tónlistarmaður lést í lok síðasta árs var
völvan búin að skila spá sinni fyrir komandi ár og
því má heita ótvírætt að hún hafi séð þetta fyrir.
n Rannsóknarnefnd Alþingis mun fara hörðum orðum um Davíð Oddsson, sem mun stíga upp úr ritstjórastólnum á Mogganum og gerast þáttarstjórnandi á ÍNN.