Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 50
50 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 VÖLVAN skasti vegna frásagna Ásgeirs sem gefur játningar sínar út á bók. STASI AFTUR Í FRÉTTUM Leyniþjónusta Austur-Þýskalands, Stasi, kemst enn og aftur í fréttir á Íslandi þeg- ar Íslendingur sem var við nám í Austur- Þýskalandi játar þátttöku sína í njósnum fyrir Stasi og nefnir félaga sína í leiðinni. Þessi maður er lítt þekktur at- vinnurekandi á Íslandi en sumir þeirra sem hann nefnir í þessu sambandi eru allþekktir fyrrver- andi námsmenn í Aust- ur-Þýskalandi. Völvan sér bæði Svavar Gestsson og Hjörleif Guttormsson með vandræðalegan svip á andlitinu vegna þessa máls. DAUFT ER Í SVEITUM Völvan sér forsvarsmann bænda í kreppu vegna vafasamra viðskiptahátta og hann endar með því að segja af sér embætti. Fjármál bænda komast í sviðsljósið þegar Landsbankinn leysir til sín eignir í land- búnaði, sérstaklega hjá skuldsettum kúa- bændum. Völvan greinir dimmt ský yfir sveitum landsins á nýju ári og harmleikur á sveitabýli sunnanlands mun tengjast yfirtöku bankans. Vanhirt og skuldsett sveitabýli í eigu gjaldþrota eignarhaldsfélaga verða áberandi í sveitum og auka á úlfúð milli landsbyggðar og þéttbýlis. Húsbrunar sem taldir eru tengjast trygg- ingasvikum verða mikið í fréttum þegar líður á árið og völvan sér þjóðþekkta menn komast í fréttir vegna þeirra. Þessi hús brenna úti á landi og fátt sannast saknæmt í þeim efnum. RÚV Mjög umdeild verður sú ákvörðun RÚV að ráða Sigurð Ragnarsson veðurfræðing til starfa á fréttastofunni. RÚV bakkar ekki en völvan sér einhvern reynslubolta í Efstaleit- inu ganga út í fússi vegna málsins. RÚV ræðst í uppstokkun á Kastljósinu og skyldum þáttum á nýju ári. Þór- hallur fær áfram að deila og drottna en völvan sér gráhærðan starfsmann við hlið hans og í kjölfar- ið fækkar „fallega“ fólkinu í Kastljósinu. Í tengslum við þessar breyting- ar flytur Logi Bergmann sig um set og kem- ur á ný til starfa í Efstaleiti. Í kjölfarið kemst einkalíf hans með undarlegum hætti í kast- ljós fjölmiðla. Deilumál sem tengist spurningaþættin- um Útsvari verður að gríðarlegu hitamáli í tvo eða þrjá daga og Sigmar og Þóra eiga í vök að verjast vegna umdeildra ákvarðana. Völvan sér einnig mikið havarí í tengsl- um við Gettu betur en í vetur kemur upp njósnamál í aðdraganda úrslita þegar efni þáttar lendir í höndum þátttakenda og úr verður afar vandræðaleg uppákoma. Völv- an sér ekki betur en að eitt liðanna segi sig frá keppni vegna málsins. HANNES OG EIÐUR Í KLÍPU Hannes Hólmsteinn Gissurarson kemst með óþægilegum hætti í fréttir á árinu þeg- ar einkalíf hans verður sett í sviðsljós fjöl- miðla með þeim hætti sem ekki hefur verið gert áður. Eiður Guðjohnsen knattspyrnu- maður verður áfram í fréttum vegna per- sónulegra vandræða sem ekki tengjast fót- bolta. Völvan sér annað „KSÍ-mál“ koma upp á árinu og þykir það ekki síður vandræðalegt. Málið snýst um óvarlega meðferð íþrótta- hreyfingarinnar á vafasömum skemmti- stöðum en í þetta sinn eru það leikmenn landsliðsins sem í hlut eiga. VIÐSKIPTALÍFIÐ Árið 2010 í viðskiptalífinu mun einkenn- ast af gjaldþrotum fyrirtækja, sameining- um og ýmsum kúvendingum. Þar mun sannast að þeir sem létu fara lítið fyrir sér í góð- ærinu og tóku ekki þátt í skuldsettum yfirtökum og þess háttar aðgerðum standa keikir meðan aðrir síga niður á hnén. Margvíslegar aðgerðir verða fyrir at- beina bankanna og hinna nýju eigenda þeirra. Ýmsar óvæntar sameiningar verða í atvinnulífinu og ber þar hæst sameiningu og einföldun á sviði bankastarfsemi og fjár- mála. Birna Einarsdóttir mun láta af starfi sínu sem bankastjóri í Íslandsbanka og hverfa til starfa erlendis. Ráðning bankastjóra Arion banka mun valda miklum hávaða því þar kemur aftur til starfa háttsettur bankamaður sem starfaði erlendis á árum áður. Nýr bankastjóri Landsbankans mun verða gagnrýndur fyrir pólitísk tengsl sín við valdamikla menn á vinstrivængnum enda vendilega merktur Samfylkingu und- ir jakkafötunum. Nýr bankastjóri Íslands- banka verður ekki Íslendingur og völvan sér engar deilur tengjast ráðningu hans. Nokkur titringur verð- ur í bóksölumálum þeg- ar Eymundsson skiptir um eigendur á árinu og nýr forstjóri þar verður í skotlínu fjölmiðla part úr degi. Völvan sér olíufélagið N1 í verulegum vandræðum sem munu jaðra við gjaldþrot en með því að selja eignir tekst að halda skútunni á floti. Málið hefur pólitískt yf- irbragð vegna tengslanna við fjölskyldu Bjarna Benediktssonar en aðilar tengdir honum kaupa hluta eigna N1 og mun orða- lagið „Kolkrabbinn lifnar við“ heyrast í því sambandi. GUÐMUNDUR Á NÚPUM Völvan sér Guðmund Birgisson á Núpum í Ölfusi í fréttum vegna styrktarsjóðs Sonju Zorrilla. Sjóðurinn mun reynast tómur en þegar sagan af því hvað Guðmundur og kompánar hans gerðu við peningana verð- ur sögð stendur þjóðin á önd- inni af hneykslun og reiði. Guðmundur sem hefur alla ævi forðast sviðsljós- ið verður um hríð þjóð- þekktur og mun reyna eft- ir megni að skríða í felur en það tekst ekki. Félagar hans í Lífsvali, fyrirtæki sem keypt hefur bújarðir um land allt, komast einnig í fréttir þegar glæpsamleg vinnu- brögð fyrirtæksins verða tekin til rann- sóknar. SKRIÐA AF ÁKÆRUM Völvan sér flesta fyrrverandi útrásarvík- inga í áframhaldandi útlegð nema þegar þeir neyðast til að koma til Íslands vegna yfirheyrslna. Völvan sér Ólaf Ólafsson, Jón Ásgeir, Pálma Haraldsson, Bakkavarar- bræður og Finn Ingólfsson ganga inn í hús í fylgd opinberra starfsmanna en Hannes Smárason er hvergi sjáanlegur. Á fyrri hluta nýs árs kemur aragrúi kæra á hendur starfsmönnum banka og fjár- málafyrirtækja fram í dagsljósið. Einkum verður kært fyrir markaðsmisnotkun, brot á lögum um upplýsingaskyldu og brot á hlutafélagalögum. Hinir ákærðu skipa tug- um ef ekki hundruðum og eru margar fyrr- verandi stjörnur íslensks viðskiptalífs þar á listanum og sumar þjóðþekktar. Völvan sér flesta hinna ákærðu enda með fangelsis- dóma þótt þeir falli ekki allir á nýju ári. Völvan sér Jafet Ólafsson viðskiptamógúl í afar vafa- sömum málum hjá sérstök- um saksóknara svo ekki sé fastar að orði kveðið. Árni Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, kemst aftur í frétt- ir á nýju ári eins og nafni hans Árni Magnússon en allt verður það í nei- kvæðu ljósi. Björgólfsfeðgar verða bornir þungum sökum um tengsl við rússnesku mafíuna og völvan sér mann stíga fram í sviðsljós- ið í Bretlandi sem varpar nýju ljósi á þau tengsl. Þeir verða þó ekki ákærðir en mann- orð þeirra bíður enn frekari hnekki frá því sem þegar er orðið. NÝ ANDLIT Á SVIÐ Völvan sér eftirspurn aukast eftir forstjór- um sem eru óflekkaðir af hruninu og vend- ingum sem tengjast því. Hreggviður Jóns- son er meðal þeirra sem munu eiga óvænta endurkomu í sviðsljósið og völvan sér ekki betur en hann verði yfirmaður í stóru fjar- skiptafyrirtæki. Þórólfur Árnason verður í fréttum vegna nýrra starfa og Frosti Bergs- son, Frosti Sigurjónsson og fleiri fyrrver- andi forstjórar skríða aftur upp á sjóndeild- arhringinn í atvinnulífinu og rísa hratt. Völvan sér Benedikt Jóhannesson, stærðfræðing og atvinnurekanda, í sviðs- ljósinu þegar líða fer á árið og mun hispurs- laus málflutningur hans afla honum bæði aðdáunar og óvinsælda eins og stundum áður. FRÆGIR SKÍNA SKÆRT Fræga fólkið heldur áfram að vera frægt á nýja árinu en völvan sér ýmsar skemmtileg- ar uppákomur í þeim efnum. Borgarleikhús og Þjóð- leikhús eiga í harðri sam- keppni og átök þeirra um hylli áhorfenda og starfs- krafta leikara taka stund- um á sig skemmtilegar myndir. Magnús Geir mun standa uppi sem alger sigurvegari að vori eftir metvetur í aðsókn og jákvæðar um- sagnir. Að sama skapi verður margt til þess að valda Þjóðleikhúsinu mótbyr og völvan sér neikvætt umtal á nýju ári þegar boðuð stjörnuleiksýning á Gerplu verður lögð í salt vegna anna Baltasars Kormáks, fyrirhug- aðs leikstjóra, við kvikmyndaverkefni úti í heimi. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhús- stjóri grípur þá til skyndiráða sem þykja lítt grunduð og innihalda óþægilega marga fjölskyldumeðlimi hennar. Völvan sér Magna Ásgeirsson rokk- stjörnu á vinsældalistum úti í heimi og hljómsveitin Hjaltalín tekur við kyndlinum af Björk og Sigur Rós sem vinsælasta krútt- hljómsveitin sem trúir á álfa. Björk Guðmundsdóttir fær viðurkenn- ingar og verðlaun á nýju ári og vekur einn- ig athygli fyrir nýstárlega listsköpun. Völv- an sér Björk tengjast íslensku atvinnulífi og leggja fé í atvinnurekstur á sviði iðnaðar. Þekktur tónlistarmaður úr gróinni popphljómsveit verður handtekinn í tengsl- um við fíkniefnamál og í kjölfarið talar hann opinberlega um neyslu sína og ann- arra í greininni með þeim hætti að þjóðin verður kjaftstopp. Margir verða til þess að hrósa honum fyrir hreinskilnina og í kjöl- farið heldur Nýdönsk mjög umtalaða tón- leika. Hjónaskilnaðir verða óvenjulega mikið í sviðsljósinu á fyrri hluta ársins þegar þekkt hjónabönd fara í vaskinn. Í einu tilfelli á þekktur stjórnmálamaður í hlut en þykir standa sterkari eftir en áður vegna orðspors makans. Egill Einarsson, Gillzenegger eða Störe, verður í fréttum þegar einhver tjáir sig um náið samband sitt við hann. Sveppi og Auddi komast líka í fréttir. Annar þeirra fyrir hófsemi og vel heppnað framlag til lista og afþreyingar en hinn fyrir hið gagnstæða. Egill Helgason heldur áfram að valda umtali með þætti sínum, Silfri Egils, og árásir hægrimanna á hann munu harðna jafnt og þétt eftir því sem líður á nýja árið. Völvan sér hann þó standa keikan til vors. Völvan sér Guðrúnu Gunnarsdóttur söngkonu í sviðsljósinu vegna einkamála en Ragnhildi Gísladóttur taka við viður- kenningu fyrir tónsmíðar. Friðrik Þór Friðriksson slær í gegn með kvikmynd sinni um Mömmu Gógó og fer- ill hans nær flugi á ný. Baltasar Kormákur á góða spretti í Hollywood en á innanlands- markaði slær enginn Bjarnfreðarsyni við sem nýtur þvílíkra vinsælda að Íslendingar vilja enga aðra kvikmynd sjá. Í framhaldinu ná vinsældir Péturs Jóhanns og Jóns Gnarrs enn meira flugi og þeir verða ásamt Ragnari Bragasyni vinsælustu kvikmyndastjörnur ársins 2010. Hermann Gunnarsson verður í fréttum á nýju ári en völvan sér alvöruþrunginn blæ yfir þeim tíðindum. Ómar Ragnarsson mun halda vel heppn- aða afmælistónleika á nýju ári og í fram- haldinu verður efnt til mikillar fjársöfnun- ar sem gerir Ómari kleift að ljúka einhverju áríðandi verkefni sem hann vinnur að. Völvan sér þá Ómar Ragnarsson og Jak- ob Frímann Magnússon standa saman á sviði við tónlistarflutning sem vekur mikla kátínu. ÁSDÍS OG EGILL SAMAN Ásdís Rán Gunnarsdóttir verður áfram í sviðsljósi fjölmiðla á nýju ári. Hún flytur heim til Íslands þegar eiginmaður henn- ar fær vinnu við fótbolta hérlendis. Völvan sér Ásdísi og Egil „Störe“ í mjög undarlegu samstarfi í fjölmiðlum. ANDRI SNÆR VEKUR ATHYGLI Íslenskir listamenn halda áfram að efla frægð sína og völvan sér Andra Snæ Magna- son vekja heimsathygli fyrir verk sín og málflutning. Það sama má segja um Ólaf Elíasson myndlistarmann sem heldur áfram að stað- festa sig sem eitt af stærstu nöfnum tuttugustu og fyrstu aldarinnar í list- heiminum. Völvan sér Ragnar Kjart- ansson fjöllistamann vekja athygli og umtal fyrir listgjörning sem jafn- framt vekur deilur. Honum verður betur tekið erlendis en hér heima. Síðast en ekki síst sér völvan Guðberg Bergsson í umræðunni í kringum Nóbels- verðlaunin í bókmenntum. ÍSLENSK NÁTTÚRA Völvan sér myndir af Reykjavík með gos- mökk í baksýn á forsíðum heimspressunnar á nýju ári. Þar fyrir utan verður ár- ferði með eindæmum gott til sjávar og sveita og laust við allar hamfarir náttúr- unnar. Sumarið verður eitt hið blíðasta í manna minnum og sólin vermir landið sem aldrei fyrr. Sér- kennilegt slys þar sem erlendir ferðamenn koma við sögu varpar nokkrum skugga á komandi sólskinstíð og veldur mikilli um- ræðu um öryggismál í íslenskri ferðaþjón- ustu. ÍÞRÓTTIR OG ÍÞRÓTTAMENN Golfiðkun Íslendinga nær nýjum hæð- um á árinu og íslenskur kylfingur kemst í sviðsljós erlendra fjölmiðla. Knattspyrnan verður með allra dauflegasta móti og er síminnkandi fjárstuðningur og færri er- lendir leikmenn talin helsta orsökin. Skuggi hneykslismála hvílir yfir forystu KSÍ allt árið og völvan sér engan veginn fyrir end- ann á þeim leiðindamálum en snemma árs mun formaður og hluti af stjórn KSÍ neyðast til að segja af sér. n Eiður Smári Guðjohnsen verður áfram í fréttum fyrir annað en afrek á knattspyrnuvellinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.