Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 51
VÖLVAN 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 51 n Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson munu verjast ásökunum um tengsl við mafíuna í Rússlandi. Á árinu verða háværar umræður um skiptingu svokallaðra lottópeninga og að lokum láta stjórnvöld undan og breyta lög- um þar að lútandi. Breytingarnar taka ekki gildi á nýju ári en margir forystumenn fé- laga og samtaka berjast gegn þessari breyt- ingu með kjafti og klóm. Eiður Smári forðast sviðsljósið á nýju ári og gengur ekki vel á knattspyrnuvellinum. Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í sumar lýkur með sigri Þjóðverja. Völvan sér heimsfrægan knattspyrnumann fá hjarta- áfall og látast í beinni útsendingu frammi fyrir öllum heiminum. Íslenskur lyftingamaður vekur athygli fyrir lyfjaneyslu í stærri stíl en áður hefur sést. Íþróttakonur njóta mikillar velgengni á árinu og völvan sér Helenu Sverrisdótt- ur körfuboltakonu í góðum málum og fót- boltastelpurnar Margrét Lára Viðarsdóttir, Þóra B. Helgadóttir og Hólmfríður Magnús- dóttir njóta allar velgengni með erlendum liðum á nýju ári. NÁTTÚRUVERND OG ÁLVER Á árinu verður byggingu álvers á Bakka endanlega skotið á frest þegar Alcoa segir sig frá því verkefni endanlega. Ástæðan er að hluta til sú að Alcoa verður fyrir mikilli gagnrýni þegar vinnubrögð fyrirtækisins til að ná hylli sveitarstjórnarmanna komast í hámæli og þykja ekki smekkleg. Ekki verður heldur af byggingu álvers í Helguvík en völvan sér framkvæmdir í Straumsvík eftir umdeilda kosningu í Hafn- arfirði. Nýjar upplýsingar um starfshætti Lands- virkjunar koma fram í dagsljósið. Völvan heyrir orðið mútur sagt opinberlega og sér háttsettan starfsmann fyrirtækisins segja af sér ásamt forsvarsmönnum sveitarfélags á Suðurlandi. SKRÝTNIR HLUTIR Margt undarlegt verður til þess að skemmta landanum í svartnætti efnahagsþrenginga á nýju ári. Þátttaka Íslands í Eurovision nær athygli fólks því lag Bubba Morthens verð- ur valið til þátttöku og kóngurinn vekur að vanda athygli með misgáfulegum athuga- semdum um málið. Áramótaskaupið misheppnast algerlega að þessu sinni og Rimahverfið tekur andköf af hneykslun og reiði. Fréttir af undarlegum draugagangi í húsakynnum opinberrar stofnunar í Reykjavík snemma árs valda mikilli kát- ínu því þegar prestlærður maður er mætt- ur á vettvang til að kveða niður hinn meinta draug kemur í ljós að um hrekki starfs- manna er að ræða. Völvan sér einn hinna rosknu Stuð- manna gefa út lag sem þjóðin fær svo ger- samlega á heilann að hún syngur það og blístrar allt árið. Í framhaldinu gengur tón- skáldið í endurnýjun lífdaga og fer á ný að spila og syngja fyrir alþýðu manna á sinn kankvísa hátt. Völvan sér opinskáar umræður um kyn- skipti á nýju ári og þjóðin tekur andköf þeg- ar þjóðþekkt persóna stígur fram í nýju hlutverki. n Íslenskar knattspyrnukonur eiga eftir að njóta velgengni erlendis á nýju ári sem og íþróttakonur almennt. n Bubbi Morthens heldur áfram að víkka út tónlistarsvið sitt. Völvan sér að lag hans verður valið til að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovison. n Hjaltalín tekur við kyndlinum af Björk og Sigur Rós sem frægustu tónlistarmenn Íslands. Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - DETOX KOMIÐ ÚT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.