Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 52
52 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 ÁRAMÓT Það er náttúrlega einstakt að koma að því að bjarga lífi þessa manns. En verkefni lögreglunnar eru svo marg-vísleg og við höfum örugglega mörg farið heim af vaktinni og hugsað „þarna stóð ég mig virkilega vel“ eða „þarna stóð þessi félagi minn sig svakalega vel, hann er algjör hetja“. En fæst af þessu sem við upplifum kemur fram í fjölmiðlum.“ Þetta segir Svava Snæberg lögreglukona sem valin hefur verið hetja ársins 2009 hjá DV ásamt samstarfsmanni sínum, Sigurði Betúel Andréssyni, fyrir að bjarga lífi manns sem féll í öngvit nánast fyrir framan tærnar á þeim í september síðastliðnum. Að sögn sjónarvotta leit þetta illa út og sagði einn þeirra við DV daginn sem þetta gerðist að maðurinn væri vart á meðal vor lengur ef lögreglumennirnir hefðu ekki verið á staðnum. Öll lífsmörk hurfu Svava og Sigurður voru stödd í bakarí- inu Reynir bakari við Dalveg í Kópavogi að morgni 1. september þegar örlögin gripu í taumana. Svava var búin að kaupa sér morg- unmat og var farin út í bíl en Sigurður var ennþá inni þegar hann heyrir einkennilegt hljóð fyrir aftan sig. „Ég lít við og sé manninn herpast allan saman og verða alveg pinnstífan. Ég held fyrst að þetta sé krampi, legg hann í gólfið og kalla í talstöðina að ég þurfi sjúkrabíl á forgangi. Stuttu seinna kemur Svava inn. Svo get ég ekki séð annað en að öll lífsmörk séu horfin, hann hvorki andar né er með púls,“ segir Sig- urður. Hann reyndi að finna púls á mannin- um á fleiri en einum stað en fann engan. „Þá rennur upp fyrir mér að ég þurfi bara að fara að blása og hnoða. Við svo búið hækka ég forganginn á sjúkrabílinn og hefst handa,“ segir Sigurður en til eru tvær útgáfur af for- gangi á sjúkra- og slökkviliðsbíla, eftir því hversu alvarlegt ástand er metið. Hugsuðu bara um að hnoða og blása Svava, sitjandi í lögreglubílnum þegar þarna er komið sögu, sér einhverjar tilfæringar inni í bakaríinu en áttar sig ekki strax á hvað er á seyði. „Ég sé að það er verið að færa til ein- hver borð, svo heyri ég í Sigga í talstöðinni að kalla á sjúkrabíl, sé hann síðan krjúpandi á gólfinu og fer þá að tengja og hleyp inn.“ Sigurður og Svava hefja í framhaldinu endurlífgunartilraunir á manninum sem varð strax mjög blár. Hann beitti hjartahnoði en hún blés í munn mannsins. Hvorugt þeirra kveðst muna nákvæmlega hvað fór í gegnum huga þeirra á þessari stundu, annað en að reyna að koma lífsmarki í manninn. „En að sjá hvernig maðurinn brást fljótlega við end- urlífgunartilraununum var mjög sérstakt að upplifa,“ segir Sigurður og er undrandi á svip þegar hann rifjar þetta upp. Eftir að þau Svava höfðu unnið á mann- inum með hnoði og blæstri í skamma stund er eins og bláminn fari minnkandi. „Og allt í einu heyrði ég manninn draga djúpt andann. Það var æðislegt að heyra það,“ segir Svava og brosir breitt. Sigurður bætir við aðspurð- ur ekki langan tíma hafa liðið frá því hann sá manninn hnipra sig saman og þar til hann er kominn til meðvitundar, í mesta lagi fjórar mínútur. Um hálfri mínútu eftir að maðurinn er kominn til meðvitundar kemur sjúkrabíll- inn svo á staðinn. Kemur enn í bakaríið Bakaríið var þétt skipað af viðskiptavinum þegar þetta á sér stað. Að sögn Sigurðar voru viðbrögð þeirra misjöfn. „Það var alla vega einn maður á næsta borði við blettinn þar sem ég lagði sjúkling- inn niður sem maulaði bara sína tebollu og drakk sitt kaffi. Hann virtist ekkert vita hvern- ig hann ætti að haga sér þegar þetta fer allt í gang. Venjulegt fólk bregst mjög misjafnlega við svona aðstæðum, eðlilega þar sem það er ekki vant svona ástandi í kringum sig. Mað- ur skynjaði smá panik hjá sumum á meðan aðrir héldu ró sinni og reyndu að greiða fyrir með því að ýta borðum frá. En öllum var mjög brugðið að sjálfsögðu.“ Maðurinn sem hneig niður er um sextugt en önnur deili vita Svava og Sigurður ekki á honum. Þeim er heldur ekki kunnugt hvað nákvæmlega amaði að honum, annað en að hann fékk augljóslega hjartastopp. Þau vita þó að hann fór fljótt heim af spítalanum og er við góða heilsu núna, að minnsta kosti það góða að hann kemur stundum í bakaríið. „Hann venur enn komur sínar þangað. Eins og við,“ segja þau og hlæja. „Ég hef kíkt eftir honum í bakaríinu en aldrei séð hann,“ segir Svava sem útilokar ekki að hún myndi þá heilsa upp á hann. „En hann heldur bara áfram með sitt líf og við höldum áfram að gera það sem við gerum. Og það er bara frábært.“ Hefur áður beitt endurlífgun Hvorugt þeirra upplifði þetta sem einhverja hetjudáð fyrst um sinn. „En þegar fólk fór að koma til manns að hrósa manni fyrir þetta fór maður að hugsa að kannski gerðum við eitt- hvað þarna sem var meiriháttar. Maður áttaði sig ekki alveg á þessu og vildi ekki vera að gera eitthvað mikið úr þessu. En þetta ýtti meira við manni þegar fólk fór að benda manni á að þetta væri nú ekki sjálfsagður hlutur,“ segir Sigurður. Hann bætir við aðspurður að hann hafi reyndar áður upplifað aðstæður í líkingu við þessar, að þurfa að hnoða og blása lífi í mann. Þetta sé bara í fyrsta sinn sem það kemst í fjöl- miðla. „Ég hef til dæmis farið í íþróttahús þar sem eldri borgari í kappleik hefur hnigið nið- ur og farið í heimahús þar sem endurlífgun er hafin þegar ég mæti á staðinn. En það sem er óvenjulegt við þennan atburð er að þarna gerðist þetta bara beint fyrir framan mann.“ Þrifist aldrei ein Sigurður, sem er tuttugu og átta ára, útskrif- aðist úr Lögregluskólanum fyrir þremur árum en byrjaði sem afleysingamaður í lög- reglunni árið 2003 og hefur starfað þar síð- an. Svava, sem er áratug eldri en kollegi sinn, hóf störf hjá lögreglunni 2006 en bakgrunn- nur hennar er líklega nokkuð frábrugðinn ferilskrá margra annarra lögreglumanna og -kvenna. Hún er nefnilega menntaður mynd- listarmaður og hefur lært bæði hér á landi og erlendis. „En ég er svo mikil félagsvera og gæti því aldrei þrifist algjörlega ein með mitt lista- jukk,“ segir hún og hlær. „Ég elska því svona vinnu þar sem ég þarf að takast á við stórar áskoranir og fást sífellt við ný verkefni. Það varð til þess að ég sótti um að komast í lögg- una og hef ekki séð eftir því.“ Var í skotlínu mótmælanna Mikið hefur mætt á lögreglunni á árinu sem senn er á enda. Það á ekki síst við á fyrstu vik- um ársins og undir lok síðasta árs þegar mót- mælendur fóru mikinn við Alþingishúsið og víðar. Og reyndar, eins og kunnugt er, voru í hópi mótmælenda einstaklingar sem sýndu af sér hegðun sem seint verður talin til mót- mælaaðgerða heldur flokkast beinlínis undir ofbeldi og árásir. Grjótkast var þar á meðal. Sigurður var í fremstu víglínu átakanna og segist aldrei eiga eftir að gleyma þessum tíma. „Undir lokin var þetta orðið mjög óraun- verulegt, að þetta væri komið á það stig að fólk væri að henda grjóti í lögreglumenn. Til dæmis er mjög minnisstætt þegar einn lög- reglumaður kinnbeinsbrotnaði fyrir utan Hótel Borg við það fá hluta af gangstéttar- hellu í andlitið,“ segir Sigurður og vísar þar til atburðanna sem áttu sér stað þegar þáttur- inn Kryddsíld á Stöð 2 var sendur út frá Hótel Borg á gamlársdag í fyrra. Sigurður var einnig á Austurvelli nóttina sem lögreglan beitti táragasi og þegar sleg- in var skjaldborg lögreglumanna um Stjórn- Lögreglumennirnir Sigurður Betúel Andrésson og Svava Snæberg eru hetjur ársins 2009 að mati DV. Einn morgun í september síðastliðnum björguðu þau lífi manns á gólfi bakarís í Kópavogi þar sem þessir tveir laganna verðir voru staddir á sama tíma fyrir tilviljun. Maðurinn hneig niður, varð blár á örskots- stundu og sýndi ekkert lífsmark þegar Sigurður og Svava hófu lífgunartilraunir á honum. AÐ HEYRA HANN ANDA Æðislegt „SVO GET ÉG EKKI SÉÐ ANN- AÐ EN AÐ ÖLL LÍFSMÖRK SÉU HORFIN, HANN HVORKI ANDAR NÉ ER MEÐ PÚLS.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.