Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 57

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Qupperneq 57
Ísak Örn Sigurðsson FYRRV. FRAMKVÆMDASTJÓRI BRIDGESAMBANDS ÍSLANDS OG BLAÐAMAÐUR MINNING 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR 57 Þorvaldur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var við nám í Tón- listarskólanum í Reykjavík 1934-37 og lærði m.a. fiðluleik hjá Þórarni Guðmundssyni, lauk fullnaðarprófi í fiðluleik 1937 og var við framhalds- nám í The Royal Academy of Music í London 1946. Þorvaldur var fiðluleikari Útvarps- hljómsveitarinnar frá 1944, forfiðl- ari þar frá 1947, fiðluleikari Sinfón- íuhljómsveitar Íslands frá stofnun, 1950, aðstoðarkonsertmeistari Sin- fóníuhljómsveitar Íslands frá 1966 og konsertmeistari við Þjóðleikhúsið á árunum 1966-80. Hann kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1943-46 og var skólastjóri Tónlistarskólans í Hafnarfirði 1980-88. Þorvaldur starfaði hjá Hollywood Bowl Orchestra í Kaliforníu 1961- 65, var fyrsti fiðluleikari hjá Sinfón- íuhljómsveit Dallas-borgar 1962-65 og aðstoðarkonsertmeistari hjá Sin- fóníuhljómsveit Oklahoma-borg- ar 1969-71. Þorvaldur starfaði lengi í Frímúrarareglunni og gegndi auk þess ýmsum trúnaðarstörfum í fé- lögum tónlistarmanna, var formaður FÍH, Félags íslenskra hljóðfæraleik- ara 1953-55, formaður Lúðrasveit- ar Reykjavíkur 1976-78 og formaður Félags íslenskra tónlistarskólastjóra um skeið frá 1982. Þorvaldur var sæmdur heiðursmerki FÍH 1976. Fjölskylda Fyrri kona Þorvaldar var Ingibjörg, f. 5.5. 1919, d. 8.1. 1966, hárgreiðslu- meistari. Hún var dóttir Halldórs Jónssonar, fiskkaupmanns í Reykja- vík, og k.h., Sigríðar Sighvatsdóttur, húsmóður frá Gerðum í Garði. Börn Þorvaldar og Ingibjargar eru Sigríður, f. 12.4. 1941, leikkona, búsett á Seltjarnarnesi, gift Lárusi Sveinssyni trompetleikara en þau eiga þrjár dætur, Ingibjörgu, Þórunni og Dísellu; Kristín, f. 31.10. 1942, hárgreiðslukona, búsett í Reykja- vík og eru börn hennar Sigurður, Sif og Hrefna; Halldór, f. 27.9. 1950, tæknifræðingur og forstjóri í Delton á Flórída, kvæntur Regínu Valgerði Scheving, en þau eiga þrjú börn, Est- er, Ellen og Davíð. Seinni kona Þorvaldar er Jóhanna Cortes, f. 11.8. 1921, dóttir Lárus- ar Hanssonar, innheimtumanns í Reykjavík, og k.h., Jónínu Gunn- laugsdóttur húsmóður. Systkini Þorvalds: Baldur Stein- grímsson, f. 3.8. 1907, d. 20.7. 1968, deildarverkfræðingur hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, var kvæntur Krist- björgu Guðmundsdóttur; Bragi Steingrímsson, f. 3.8. 1907, d. 11.11. 1971, héraðsdýralæknir í Biskups- tungum, var kvæntur Sigurbjörgu Lárusdóttur; Ingvi Steingrímsson, f. 21.8. 1908, d. 20.1. 1911; Anna Guð- rún Steingrímsdóttir, f. 16.7. 1910, d. 13.10. 2006, var gift Árna Kristjáns- syni, píanóleikara og tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins; Jón, f. 27.7. 1914, d. 29.1. 2004, stýrimaður í Reykjavík, var kvæntur Guðbjörgu Þórhalls- dóttur; meybarn, f. 1.9. 1916, d. s.á.; meybarn, f. 1.9. 1916, d. s.á.; Herdís Elín (Dísella), f. 23.11. 1921, d. 17.12. 1995, húsmóðir, var gift Sigurði Óla- syni, lækni á Akureyri. Foreldrar Þorvaldar voru Stein- grímur Matthíasson, f. 31.3. 1876, d. 27.7. 1948, læknir á Akureyri, og k.h., Kristín Thoroddsen, f. 8.9. 1885, d. 7.10. 1959, húsmóðir. Ætt Steingrímur var bróðir Þóru, móð- ur Guðrúnar Þorsteinsdóttur söng- konu. Önnur systir Steingríms var Elín Laxdal, amma Ragnars Arnalds, fyrrv. ráðherra, alþm. og fyrrv. for- manns Heimssýnar. Steingrímur var sonur Matthíasar, skálds og prests m.a. á Sigurhæðum á Akureyri Jo- chumssonar, b. í Skógum í Þorska- firði Magnússonar. Móðir Matthías- ar var Þóra, systir Guðrúnar, ömmu skáldkvennanna Herdísar og Ólínu Andrésdætra. Bróðir Þóru var Guð- mundur, pr. og alþm. á Kvenna- brekku, faðir Theodóru Thoroddsen skáldkonu, og afi Muggs myndlist- armanns. Þóra var dóttir Einars, b. í Skáleyjum Ólafssonar. Móðir Steingríms var Guðrún, systir Þórðar, föður Björns forsætis- ráðherra. Guðrún var dóttir Runólfs, hreppstjóra í Saurbæ á Kjalarnesi Þórðarsonar, hreppstjóra í Saurbæ á Ólafssonar, b. á Vallá Eyjólfsson- ar. Móðir Runólfs var Sigríður Þór- ólfsdóttir, b. í Engey Þorbjörnssonar, bróður Guðlaugar, langömmu Guð- rúnar, langömmu Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra, föður Val- gerðar alþm. og Björns, fyrrv. alþm. og ráðherra, en bróðir Bjarna for- sætisráðherra var Sveinn, afi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins. Meðal systkina Kristínar voru Emil Thoroddsen tónskáld og Þor- valdur Thoroddsen, forstjóri Trípól- íbíós og Tónabíós og stofnandi Tón- listarfélags Reykjavíkur með Ragnari í Smára. Kristín var dóttir Þórðar Thoroddsen, alþm. og héraðslæknis í Keflavík, bróður Sigurðar landsverk- fræðings, föður Gunnars Thorodd- sen forsætisráðherra. Annar bróðir Þórðar var Þorvaldur náttúrufræð- ingur og þriðjji bróðirinn Skúli, alþm. og ritstjóri Þjóðviljans á Ísafirði, fað- ir Jóns Thoroddsen skálds, Katrínar, alþm. og læknis, Guðmundar lækna- prófessors, Unnar, móður Skúla Hall- dórssonar tónskálds, og Sigurðar, alþm. og verkfræðings, föður Dags Sigurðarsonar skálds. Loks var Sig- urður verkfræðingur afi Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Þórður var sonur Jóns Thoroddsen, sýslumanns og skálds á Leirá, sonar Þórður Þóroddsson, beykir á Reyk- hólum, sem Thoroddsenættin er kennd við. Móðir Þórðar var Kristín Ólína Þorvaldsdóttir, umboðsmanns í Hrappsey Sívertsen. Móðir Kristínar var Anna, dóttir Péturs Guðjohnsen tónskálds, kór- stjóra, dómorganista og helsta tón- listarmanns Reykjavíkur á sinni tíð, ættföður Guðjohnsenættar, og k.h., Guðrúnar Knudsen, systur Kristjönu Knudsen sem Jónas Hallgrímsson orti til ástarljóðið Söknuð. Guðrún var dóttur Lauritz Knudsen, kaup- manns í Reykjavík og ættföður Knud- senættar, og k.h., Margrethe Hölter. Vilhjálmur frá Skáholti SKÁLD f. 29.12. 1907, d. 4.8. 1963 Vilhjálmur fæí Skáholti á Drafnarstíg í Vesturbæn- um. Hann ól allan aldur sinn í Reykjavík að undanskild- um vetrinum 1932-33 er hann stundaði nám við Lýðhá- skól- ann við Askov. Vil- hjálmur setti sterk- an svip á mann- lífið i miðbæ Reykjavíkur á sinni tíð enda var hann lengi blómasali og starfrækti eins konar versl- un við Aðalstræti. Og hann var svo sannarlega Reykjavíkur- skáld. Hann var tilfinningaríkt og eirðarlaust náttúrubarn og drykkfellt alþýðuskáld sem lá ekki lengi yfir ljóðum sínum né skeytti um brothætt mann- orðið. Þess vegna drógu marg- ir í efa að hann væri alvöru- skáld. En þótt hann sé mistækur er hann víða afburðaskáld þegar honum tekst best upp. Hann sendi frá sér ljóðabækurnar Næturljóð, Vort daglegt brauð og 1950 Sól og menn og Blóö og vín, . Vilhjálmur var uppreisnar- skáld í tvenns konar skilningi: Hann skipar sér á bekk með róttækustu málsvörum verka- lýðsbaráttu og heimsbyltingar og ræðst auk þess á hræsni og skinhelgi góðborgaranna með hispurslausum hugleiðingum um sjálfan sig og frelsarann. Hann er oft sjálfmiðaður, sjálf- gagnrýninn og angurvær þótt hann verji breyskan bróður og haldi fullri reisn í allri sinni ógæfu. Vilhjálmur var fríður, svip- hreinn og höfðinglegur, trúr vinum sínum og barngóður. Honum bregður aðeins fyrir í einni af Andra-bókum Péturs Gunnarssonar enda muna margir Vesturbæingar eftir þessum óstýrilátna og háværa manni þegar hann var við skál og sem helst vildi bjóða öllum krakkaskaranum í Hagahverf- inu upp á ís. Fyrir tveimur árum, er öld var liðin frá fæðingu Vilhjálms, flutti ríkisútvarpið prýðileg- ann þátt um skáldið í umsjá Gunnars Stefánssonar. Lengi vel voru ljóðabækur Vil- hjálms ófáanlegar en árið 1992 gaf Hörpuútgáfan út heildar- safn ljóða hans, Rósir í mjöll. Helgi Sæmundsson, rithöf- undur og ritstjóri bjó safnið til prentunar og samdi inngang að því. Tvö ljóða hans hafa oft ver- ið sungin við gullfalleg lög tveggja vina hans: Ó borg, mln borg, við lag Hauks Morthens, og Litla fagra, ljúfa vina, við lag Sigfúsar Halldórssonar. MINNING Þorvaldur Steingrímsson FIÐLULEIKARI MERKIR ÍSLENDINGAR f. 7.2. 1918, d. 27.12. 2009 Eftirmæli Jónas Þórir Dagbjartsson, hljóðfæraleikari „Ég kynntist Þorvaldi árið 1943. Hann var minn fyrsti kennari og við höfum allar aldir síðan verið í miklu sambandi. Einnig höfum við unnið mikið saman síðan við kynntumst fyrst. Bæði unnum við saman í Sinfóníunni og svo á mörgum öðrum vett- vöngum eins og hinum ýmsu hljómsveitum. Hann er einhver sá besti félagi sem ég hef átt. Þorvaldur var mjög góður fiðluleikari fyrst og fremst en einnig spilaði hann á saxafón og líka klarinett. Hann var jafngóð- ur á þau tvö hljóðfæri líka. Þor- valdur var einfaldlega frábær maður í öllu sem hann gerði. Hann var samt ákaflega hóg- vær maður og góður. Hann var góður í sér við alla, auðveldur og mjög notalegur í öllum sam- skiptum á allan máta. Við áttum ótal samverustundir og höfðum virkilega gaman af því að njóta gleðinnar. Það má alveg segja að hann hafi haft mikil og góð áhrif á tónlistarlíf hér heima sem og allt er hann kom nálægt.“ Eftirmæli Jón Þórarinsson, tónskáld „Við Þorvaldur kynntumst fyrst á Ak- ureyri þegar ég var í menntaskóla og hann var á svipuðum aldri. Þorvald- ur er af góðum mönnum. Faðir hans er Steingrímur Matthíasson, lækn- ir og þjóðskáld. Við kynntumst svo betur ég og Þorvaldur þegar ég kom hingað suður og fór að fást við tón- list. Hann var fyrst og fremst fiðlu- leikari og var leiðandi manna í nær öllum hljómsveitum sem reynt var að stofna frá 1930 og allt til ca. 1950. Svo þegar Sinfóníuhljómsveitin var stofnuð tók hann strax sæti þar og sat á meðan hann hafði aldur til. Hann var mjög góður fiðluleikari en fyrst og fremst hafði hann aflað sér mikillar reynslu. Þorvaldur var lík- lega reynslumesti fiðluleikarinn hér á landi. Hann var afar yfirlætislaus maður og gekk ætíð strax að sínu verki og vann það eins vel og hann gat. Hann var vandaður og góður maður og svo sannarlega öðrum fyr- irmynd.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.