Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.2009, Page 64
64 MIÐVIKUDAGUR 30. desember 2009 VERÖLD
ÁRIÐ 1909 VAR EKKI BÚIÐ AÐ
FINNA UPP EFTIRTALDA HLUTI:
Rennilás, plástra, umferðarljós, tyggigúmmí, pensilín, sólgleraugu, kúlupenna, búðar-
kerrur, nælonsokka, kattasand og mjólkurfernur. Aðaldánarorsakir manna í heiminum
þá voru af völdum lungnabólgu, flensu, berkla, niðurgangs, hjartasjúkdóma og hjarta-
áfalla. Konur í heiminum höfðu nær hvergi kosningarétt árið 1909. Íslenskar konur yfir
fertugt fengu ekki rétt til að kjósa fyrr en 9. júní 1915 og allar konur árið 1920. Nýlendu-
stefnan var enn í algleymingi á þessum tíma, Bretar, Frakkar, Portúgalar, Þjóðverjar og
fleiri Evrópuþjóðir stjórnuðu nær öllum löndum í Afríku og mörgum í Asíu.
UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is
LÝSNAR
PLATAÐAR
n Það var ekki tekið út með sældinni að
vera skógarhöggsmaður á nítjándu öld.
Í bókinni Kúrekar og líkkistusmiðir eftir
Laurie Coulter er fjallað um ýmis erfið
störf. Vitnisburður bandaríska skógar-
höggsmannsins Walker D. Wyman, úr
dagbók hans frá 1885: „Ein besta leiðin til
að plata lýsnar var að snúa föðurlandinu
á rönguna þegar farið var að sofa á
nóttunni. Lýsnar eyddu mestum hluta
næturinnar í að finna leiðina frá yfirborði
föðurlandsins og innundir á hina hliðina,
inn að húðinni.“
FERÐAMENN
Á ÍSLANDI
n Erlendir ferðamenn voru ekki marg-
ir á Íslandi fyrir hundrað árum síðan.
Árið 1909 kom danski rithöfundurinn
Martin Andersen Nexö til landsins
ásamt hópi danskra ferðamanna
sem fóru á vegum danska blaðsins
Politiken. „Mikið haf, sem lítið hefir
verið ferðast um, er milli Danmerkur
og Íslands, eyðilegur, þungur sjór, og
enn er sem vér heyrum dunur af ferð-
um útflytjenda fyrir þúsund árum;
svo lítið hefir verið þar um umferð
síðan.“ Pétur Pétursson þulur skrifaði
grein í Morgunblaðið árið 2001 um
ferðalagið: „Hópurinn ferðaðist víða
um land. Til Þingvalla, Gullfoss og
Geysis en sumir fóru allt til Ísafjarðar.“
Í dag, hundrað árum síðar, er Ísland
áfangastaður fjölmargra ferðamanna
frá ýmsum heimshornum. Rúmlega
hálf milljón erlendra ferðamanna
voru á Íslandi árið 2009.
KONA HLAUT
NÓBELINN
n Selma Lagerlöf hlaut Bókmennta-
verðlaun Nóbels árið 1909, fyrst
kvenna og fyrst Svía. Frægustu bækur
hennar eru Gösta Berlings saga frá
1891, er fyrst hlaut dræmar viðtökur en
telst nú til klassískra bókmenntaperlna,
og Nilli Hólmgeirsson og ævintýraför
hans um Svíþjóð (Nils Holgerssons
underbara resa genom Sverige) frá
1906-1907. Lagerlöf lést árið 1940. Í ár
hlaut hin þýskumælandi Herta Müller
frá Rúmeníu Bókmenntaverðlaun
Nóbels og er hún tólfta konan frá
upphafi er hlýtur þau. Alls hafa 102
rithöfundar hlotið verðlaunin.
Fyrir hundrað árum
1909
William Howard Taft varð 27. forseti Bandaríkjanna árið 1909 eftir
góðan kosningasigur. Hann sór embættiseiðinn 4. mars en mikið
kuldakast í Washington setti svip sinn á athöfnina. Taft naut ekki
mikillar velgengni í embætti sínu í Hvíta húsinu. Þrátt fyrir háleit
markmið missti hann stuðning þingsins og þjóðarinnar. Taft
tapaði með miklum mun fyrir Woodrow Wilson í forsetakosning-
unum 1912. Taft var þyngsti Bandaríkjaforsetinn, talinn hafa vegið
140 kíló. Hann gagnrýndi kynþáttahatur harðlega í innsetningar-
ræðu sinni og sagði: „Svertingjarnir eru Bandaríkjamenn. Forfeður
þeirra komu hingað gegn sínum vilja fyrir mörgum árum síðan en
þetta er þeirra eina land og eini þjóðfáni.“
2009
Gríðarlegur mannfjöldi fagnaði Barack Obama þegar hann tók við emb-
ættinu í janúar og varð 44. Bandaríkjaforsetinn. Hann er, eins og allir vita,
fyrsti svarti forseti landsins. Hann sór eið sinn við sömu biblíu og Abraham
Lincoln gerði í sinni athöfn árið 1861. Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir
jarðarbúar horft á nokkurn viðburð í gegnum sjónvarp og internet. Í ræðu
sinni sagði Obama meðal annars: „Þið skuluð hafa það hugfast að Banda-
ríska þjóðin er vinur allra þjóða, allra karla, kvenna og barna sem hafa frið
og mannvirðingu að leiðarljósi og við erum reiðubúin að leiða á ný.“
1909
Smíði risaskipsins Titanic hófst í
Harland og Wolff-skipasmíðastöðinni
í Belfast á Norður-Írlandi. Það átti að
verða stærsta skip sögunnar en 3.000
manns unnu sleitulaust í þrjú ár að
smíðinni. Skipið var fullklárað árið
1912. Sama ár hélt Titanic í jómfrúar-
ferð sína sem endaði með skelfingu
þegar skipið rakst á borgarísjaka og
sökk tveimur klukkustundum síðar. Af
2.223 farþegum drukknuðu 1.517.
1909
Manchester United
vann bresku bikar-
keppnina í fyrsta sinn
er liðið lagði Bristol
City 1-0 í Crystal
Palace fyrir framan
71.000 áhorfendur.
Sandy Turnbull
skoraði markið.
1909
Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar og
stjórnmálamaður úr Landvarnarflokki,
var kjörinn ráðherra Íslands sem var
æðsta embætti Íslendinga á þeim
árum. Ráðherra Íslands fór með fram-
kvæmdavaldið í umboði Alþingis til
1917 þegar embætti forsætisráðherra
var búið til.
1909
Bygging Metropolitan Life
Tower-skýjakljúfsins í New York
var lokið árið 1909. Arkitektar
hönnuðu bygginguna með hliðsjón
af feneyska klukkuturninum Il
Campanile. Turninn var hæsta
bygging heims, 213 metra hár,
þangað til Woolworth-byggingin
var reist í New York árið 1913.
2009
Hinn 31. mars 2009 lést síðasti
eftirlifandi farþeginn á Titanic, Millvina
Dean, 97 ára gömul. Hún var aðeins
níu vikna gömul þegar skipið sökk og
yngsti farþeginn um borð. Flak skipsins
var uppgötvað árið 1985 og hafa menn
fært ýmsa gripi úr skipinu frá hafsbotni.
James Cameron gerði eina frægustu
kvikmynd allra tíma um Titanic en hún
hlaut 11 óskarsverðlaun.
2009
Chelsea vann Everton
2-1 á Wembley fyrir
framan 90.000 áhorf-
endur í úrslitaleik bikar-
keppninnar. Drogba og
Lampard skoruðu mörk
Chelsea og Louis Saha
mark Everton.
2009
Jóhanna Sigurðardóttir varð forsæt-
isráðherra Íslands, fyrst kvenna. Hún
er talin fyrsti samkynhneigði leiðtogi
lands í sögunni.
2009
Byggingu
ytra borðs
langhæstu
byggingar
heims,
Burj Dubai,
var lokið
í október.
Skýjakljúf-
urinn er
813 metra
hár. Hann
kostaði
um fjóra
milljarða
dollara. Yfirvöld í Dubai búast við að
skrifstofurými skýjakljúfsins verði tekið í
notkun á næsta ári, en miklir efnahags-
örðugleikar hafa legið í loftinu í arabíska
furstadæminu undanfarið.
Íbúar jarðar
1909
1,7 milljarðar
2009
6,7 milljarðar
Íbúar á Íslandi
1909
80.000
2009
319.000