Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 26
SVEITT PAR Á NÆRBUXUM Góðan dag. Tóm-as Þór heiti ég og er klaufa-bárður. Hæ Tómas. Á lífsleið minni sem spannar fjórðung úr öld hef ég oft, ótrúlega oft, eiginlega alltof oft komið mér í þannig aðstæður að fólk hefur hlegið að mér, ekki með mér. Lengi vel leið mér eins og vandræðin eltu mig. Vissulega hefur vottur af athyglissýki á yngri árum spilað einhverja rullu en oft hef ég bara verið ævintýralega óheppinn. Það er eitthvað sérstakt sem gerist þegar heill hópur fólks, jafnvel ríflega 2.000 manns, hlær að þér. Maður getur ekki annað en reynt að halda auðmýktinni, halda andliti og svo hlæja að öllu síðar. Það gerir líka lífið skemmtilegra myndi einn maður segja. E f ég tek nokkur dæmi getum við byrjað niðri í bæ á vetrarmán-uðum árið 2000 þegar ég var við nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Þar hófst minn blaðamannaferill, ef svo má segja, ég var í ritnefnd skólans og því vel inni í félagslífinu. Einn með- limur nefndarinnar var barþjónn á hinum goðsagnakennda Wund- erbar sem stóð við Lækjargötu. Sá ágæti bar hafði það orðspor að ekki væri litið of náið á skilríki fólks og svo var ölið alveg einstaklega ódýrt. Þarna fóru skólafélagar mínir oft og eitt kvöldið var mér, barn-inu, boðið með. Þegar ég rölti inn um dyrnar leið mér eins og ég hefði elst um tíu ár, kallinn kominn á krána með félögun-um á fimmtudegi. Það var eins og kvöldið væri gert fyrir mig einan, líðanin var mögnuð eins og ég upplifði þetta þá. Hlátur breytt- ist þó fljótt í grát. Þegar ég kom að borðinu með minn fyrsta krana- bjór í hendi gat enginn séð fyrir það sem var að fara að gerast. Ég sett- ist niður, glottandi út að eyrum, tók sopa af bjórnum og spurði menn hvort þeir væru ekki bara góðir. Alveg með þetta. Það var þá sem ekki bara félagar mínir heldur staðurinn og eiginlega tíminn stöðvaðist í smástund þegar ég ætlaði að leggja olnbogann á borðið. Málið var að ég hitti ekki borðið og missti handlegginn niður sem leiddi síðan til þess að ég skall- aði sama borð og hrundi úr sætinu og niður á gólf. Eðlilega drápust menn einfaldlega úr hlátri og eins og ég man þetta stoppaði tónlist- in líka. Þetta var svo vandræðalegt að mig langaði til þess að gólfið myndi gleypa mig. Það gerði það nú ekki. Í staðinn gekk fólk upp að mér allt kvöldið og spurði hvort ég væri ekki til í að endursýna þetta. Þeir sem misstu af þessu voru afar svekktir með það. Aumingja þeir. Nokkrum árum áður gerði ég mig þó að fífli fyrir framan met-fjölda áhorfenda. Sumarið 1994 keppti ég á Shell-mótinu í Vestmannaeyjum og frammistaða mín þar varð til þess að ég var valinn í Pressuliðið. Eins og tíðkast leikur Landsliðið gegn Pressunni á lokakvöldinu fyrir framan alla. Ætli það hafi ekki verið vel ríflega 2.000 manns á staðnum. Þegar verið var að kynna leikmennina, þar á meðal mig, stóð maður í röð fyrir framan allt fólkið. Eins og atvinnumennirnir voru allir að hrista fæturna, ekki til þess að halda á sér hita, meira bara til þess að vera töff. Ég hins vegar gleymdi mér aðeins í gleðinni. Ég tók upp á því að hrista báða fæturna á sama tíma og hrundi því eðlilega á rassinn. Það er ekkert svo yndislegt að láta 2.000 manns hlæja að sér þegar maður er tíu ára gamall. Svo var þetta líka tekið upp á vídeó. Æði. Ég hef líka orðið vel vandræðalegur í útlöndum. Heimsreisu- kjáni, ef svo má að orði komast. Eitt sinn þegar ég fór með frænku minni sem býr í Frakklandi á McDonald‘s þar í landi ætlaði ég heldur betur að slá um mig. Ég pantaði ákveðið til- boð og þegar ég var spurður hvað ég vildi drekka svaraði ég: „ À moyen Sprít.“ Ég var sem sagt að biðja um stóra Sprite, eða spræt ef við íslenskum það. Málið var að ég ætlaði þarna að reyna segja spræt á frönsku og bað ég því um „sprít“. Þetta megið þið lesa með eins frönskum hreim og þið viljið. Konan eðlilega baðaði bara út hönd- um og sagðist ekkert vita um hvað ég væri að tala þar til hún spurði á ensku: „Do you mean Sprite?“ „Já,“ svaraði ég. „Segðu það þá bara!“ hreytti hún í mig en Sprite er auðvitað bara Sprite á öllum tungumál- um. A llt hófst þetta þó snemma, það er að segja heimskupör mín og óheppni. Í desembermánuði þegar ég var sex ára fór ég með skólanum að sjá íslensku jólasveinana á Þjóðminjasafninu. Þegar komið var heim beið ég spenntur eftir fréttum í fyrsta skiptið því pabbi hafði spurt myndatökumann sem var á staðnum hvenær þetta yrði sýnt. Jólasveinarnir skiptu þó minnstu máli í frétt- inni. Ekkert var meira í mynd en ég að bora í nefið, já, bora í nefið fyr- ir allan peninginn. Aldrei hefur nokkur hlutur verið jafnlengi í mynd í fréttunum, allavega leið mér þannig. Þetta var svo lengi að pabbi gat kallað á mömmu og mamma á systur mína. Svo hlógu þau öll dátt að mér. Klaufanum. VÆNDRÆÐA- SÖGUR Atli Björn Gústavsson pizzu- sendill hjá Wilsons pizz- um segir starfið vera mjög skemmtilegt og líflegt. Hann hefur aldrei verið rændur en hefur komið með pizzu til pars sem var á nærfötunum einum fata - kófsveitt. Atli er búinn að vera pizzusendill í tvö ár og líkar vel. Starfsfólkið á Wilsons spilar fótbolta einu sinni í viku og hittist stundum til að mála miðborgina rauða. „Ég er búinn að vinna hérna á Wil- sons í tvö ár. Vinur minn var að vinna hérna og ég fylgdi houm. Svo hætti hann en ég ákvað að vera áfram,“ seg- ir Atli Björn Gústavsson pizzusendill hjá Wilsons pizzum. Atli vinn- ur tvo daga í viku og aðra hverja helgi hjá Wilsons en hann er í fjarnámi í Verslunarskól- anum og vinnur líka á frí- stundaheimili í Öldusels- skóla. „Ég mæti yfirleitt hingað svona upp úr fimm og ef það er ekki sending til að fara með þá er ég hér að hjálpa til. Ég er náttúrlega að klára skólann, tók mér smá- frí í skólanum en ætla mér að klára. Það er því nóg að gera.“ Nóg að gera á föstudögum Atli segir að Íslendingar borði mikið af pizzum á föstudög- um og þá sé mest að gera. „Þá er mikil törn. Hún byrjar um hálfsex til sex og stendur eitthvað frameftir. Þannig er það á öllum Wilsons stöðunum sem eru þrír talsins.“ Atli segir að Íslendingar séu kurteisir upp til hópa, hann hafi allavega ekki lent í neinu veseni á sínum tveggja ára ferli sem pizzu- sendill. „Það er kannski þegar pizzan er of sein til viðkom- andi sem einhverjir verða fúlir,“ segir hann og glottir. „Áður en við förum er gefinn upp ákveðinn tími sem við reynum eftir fremsta megni að virða. Ég hef, sem betur fer, aldrei verið rændur og enginn sem ég þekki hérna á Wilsons sem hefur lent í því,“ segir Atli en fyrir nokkrum árum var það nánast daglegur við- burður að pizzusendlar voru rændir. Sveitt par á nærbux- unum Atli segir að það sé oft skemmtilegt að koma með pizzu í partí þar sem stuðið er mikið. Hann hefur lent í ýmsu og rifjar upp sína uppáhaldssögu. „Ég kom einu sinni með pizzu til fólks sem svar- aði ekki strax þannig ég bankaði meira, bankaði og bankaði en aldrei var svarað. Svo prófaði ég að hringja og enginn svar- aði þannig ég prófaði að banka einu sinni enn. Þá komu karl og kona, kófsveitt á nærfötunum, til dyra. Maður þurfti nú bara að leggja tvo og tvo saman til að átta sig á því hvað þau höfðu verið að gera. Maður vissi hvað var í gangi þar.“ Ratar út um allt Vetrarfærðin getur verið erf- ið en Wilsons er með Suzuki- bíla til að sendast með pizzur. Atli segir að færðin á götum borgarinnar sé mjög góð yfirleitt. „Það er heldur ekki erfitt að rata í nýju hverfunum því við erum með GPS-tæki í bílunum. Ef þau bila þá tékkar mað- ur bara á ja.is,“ segir Atli og Villi, eigandi Wilsons, bætir við að hann sé eins og Wikipedia varðandi borgina. Hann rati hreinlega út um allt. Borðar lítið af pizzum Þrátt fyrir að vinna á Wilsons segir Atli að hann smakki alveg aðrar tegund- ir af pizzum. Hann var mikið nart andi fyrst þegar hann byrjaði en minna núna. „Ég borða stundum á öðrum stöðum. Það kemur alveg fyrir en annars borða ég lítið af pizzum, allavega miðað við þegar ég var að byrja. Þá var maður sífellt borðandi,“ segir hann og hlær. „Þetta er skemmtilegt starf, maður þekkir eiginlega alla eftir að hafa verið hér í tvö ár og ég er ekkert að fara að hætta. Við hittumst í fótbolta einu sinni í viku í Sporthúsinu. Spilum á mánudögum þar sem er svitnað og tekið á því. Svo hitt- umst við stundum og málum bæinn rauðann,“ segir Atli um leið og hann stormar út með eina nýbakaða pizzu. Sending þarf að komast til skila. benni@dv.is Atli Björn Gústavsson hefur starfað sem pizzusendill hjá Wilsons í tvö ár. Viðskipta- vinir eru kurteisir nema þegar hann er of seinn. Vetrarfærðin gerir vinnuna erfiðari. 26 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 UMRÆÐA pizzusendils Gjörðu svo vel Atli hefur unnið í tvö ár hjá Wilsons pizzum og líkar vel. Á leið með sendingu Atli hefur lent í ýmsu skemmti- legu sem pizzusendill. Duglegur drengur Atli vinnur hjá Wilsons pizzum, á frístunda- heimili og er í skóla. MYNDIR RAKEL ÓSK Tekið við pöntun Nóg er að gera hjá Wilsons sem býður líka upp á samlokur og hamborgara. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON skrifar HELGARPISTILL 515 55 50 Smáauglýsingasíminn er smaar@dv.is Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.