Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 39
HENGDI SON SINN Aline Leliévre, 21 árs, var búin að fá sig fullsadda á foreldrahlutverkinu. Hún átti það til að skilja David, rúmlega eins árs son sinn, eftir einan heima þegar hún fór út að skemmta sér. Dag nokkurn ákvað hún að tími hennar sem móður væri liðinn. Eftir að hafa myrt son sinn skaust hún út í búð og keypti sér ávaxtasafa og sætindi. Síðan fór hún heim og horfði á gaman- mynd í sjónvarpinu. Daginn eftir virtist hún örvingluð þegar hún tilkynnti lögregl- unni að syni hennar hefði verið rænt. Lesið um Aline í næsta helgarblaði DV. MÁLGLAÐA MORÐKVENDIÐ Hugsanlega hefði Margaret Rheeder komist upp með að myrða eiginmann sinn hefði hún ekki verið jafnmálglöð og raunin var. Margt af því sem hún lét sér um munn fara vakti grunsemdir nágranna og vangaveltur þeirra bárust lögreglunni til eyrna. Margaret Rheeder fæddist 1922 í Platbos, litlu þorpi í Höfða- héraði í Suður-Afríku. Hún var ein sex systkina og þegar faðir henn- ar dó og móðir hennar giftist á ný, Cornelius Share, bættust fimm stjúpsystkin í hópinn. Árið 1934 lést Cornelius og Margaret og Gwen, systir hennar, voru sendar á munaðarleysingja- heimili þar sem þær lærðu heim- ilisstörf, en Margaret fékk sína fyrstu launuðu vinnu þegar hún var sextán ára. Margaret kynntist og gift- ist fyrri eiginmanni sínum þegar hún var 21 árs og þau eignuðust tvö börn, en hjónabandið var ekki hamingjuríkt. Eiginmaðurinn var vandræðagepill og eyddi ekki miklum tíma innan veggja heim- ilisins. Margaret átti því vingott við fjölda karlmanna og gortaði jafnvel af „sigrum“ sínum. Svo fór að hún skildi við eiginmann sinn þegar hann einu sinni sem oftar afplánaði fangelsisdóm. Skammgóður vermir Árið 1951 kynntist Margaret Benjamin Freedman Rheeder og virtist sem þau ættu margt sam- eiginlegt. Þau gengu í hjónaband í september 1952. En Adam var ekki lengi í Paradís og fyrr en varði einkenndist hjónabandið af sund- urlyndi og erjum. Margaret leyndi ekki óánægju sinni og kvartaði oft og tíðum við Gwen. „Ég óska honum... hægs dauðdaga,“ sagði Margaret og full- yrti að næsti eiginmaður hennar yrði einhver sem hún elskaði, ekki einhverjar leifar. Í október 1955 fengu hjónin leigjanda, rúmlega tvítugan járn- brautarverkamann, Johannes Strydom. Johannes var ungur og kraftmikill og fékk Margaret strax áhuga á honum. Innan skamms hófst með þeim ástarsamband og hrifning Margaretar jókst dag frá degi. Eitt sinn trúði Margar- et Johannesi fyrir því að hún vildi losna við eiginmanninn, og að hún hefði einu sinni smurt rottu- eitri á brauðið hans. Í sumarlok 1957 ríkti hreinn fjandskapur með Margaret og eig- inmanni hennar. Slæmir verkir og dauði Laugardaginn 27. apríl 1957 dró til tíðinda. Þann morgun gerði Margaret sér ferð í lyfjaverslun í nálægum bæ og keypti flösku af mauraeitri, kvittaði fyrir kaupun- um og hélt heim á leið. Tveimur dögum síðar varð Benjamín al- varlega veikur, kvartaði undan verkjum og var frá vinnu. Heilsu hans hrakaði svo að hann sá sitt óvænna og kom sér á heilsu- gæslustöð þar sem hann hitti fyrir lækninn Edmund Bloch. Bloch gaf Benjamín verkjalyf og sagði hon- um að hafa samband daginn eftir. Á miðvikudegi var Benjamín aðeins hressari en treysti sér þó ekki til að fara á heilsugæslustöð- ina og bað Bloch því Margaret að halda áfram lyfjagjöfinni. Sex dög- um síðar var aftur haft samband við Bloch enda hafði Benjamín hrakað verulega og leist læknin- um þannig á að best yrði að leggja hann inn á sjúkrahús um leið og rúm losnaði. Hundsaði sársaukavein eiginmannsins Margaret Rheeder virtist gera sér grein fyrir að dauði eigin- mannsins væri yfirvofandi og fór ekki leynt með þá skoðun sína. Hún spjallaði við nágrannakonu sína um líftrygginguna sem hún fengi greidda þegar Benjamín geispaði golunni og virtist láta sér í léttu rúmi liggja þegar hann rak upp sársaukavein þar sem hann lá í rúminu. Bróðir Margaretar, Kenneth Harker, heimsótti Benjamín kvöld eitt og sá að hann var svo illa hald- inn að hann gat vart kyngt. Marg- aret gaf Benjamín eitthvert dökkt sull sem Kenneth ályktaði að væri meðal og Benjamín engdist um af kvölum og talaði um „vítiskval- ir“. Margaret sýndi litla samúð og sagði að hann væri bara að þykj- ast. Að morgni 8. maí var Benjamín allur, Bloch læknir var kallaður til og skrifaði undir dánarvottorðið þar sem sagði að hjarta Benjamíns hefði gefið sig. Margaret bar sig illa og til að leiða athyglina frá sjálfri sér skellti hún skuldinni á Bloch og sagði að meðhöndlun hans hefði verið ófullnægjandi og hann hefði gef- ið Benjamín einhverja ólyfjan sem dregið hefði hann til dauða. „Ég þarf engar sannanir fyrir því,“ sagði Margaret og fullyrti að Bloch hefði spurt hana hvað hann ætti að skrifa á dánarvottorðið. Grunur vaknar Vangaveltur fólks um ótíma- bært andlát Benjamíns bárust að lokum rannsóknarlögreglumann- inum Petrus Rheeder til eyrna. Þótt hann bæri sama eftirnafn og Benjamín voru þeir óskyldir. Eftir smá eftirgrennslanir komst Petrus að þeirri niðurstöðu að ekki væri allt með felldu og opinber rann- sókn var fyrirskipuð. Tíu dögum eftir jarðarför Benjamíns var haft samband við Margaret og hún spurð spjör- unum úr og húsleit gerð á heim- ili hennar. Lögreglan fann ekkert eitur, en ákvað að hafa samband við lyfsala í nágrenninu. Áður en langt um leið rakst lögreglan á nafn Margaretar á eiturkaupalista lyfsalans í nágrannabænum. Rúmum mánuði eftir jarðar- förina var lík Benjamíns grafið upp og við rannsókn fundust leif- ar arseniks í lifur, nýrum, hári og nöglum. Bendir á bróður sinn Þann 7. ágúst 1957 var Margar- et handtekin og ákærð fyrir morð á eiginmanni sínum. Réttarhöld- in hófust 2. nóvember og tóku átta daga. Margaret hélt fram sakleysi sínu þrátt fyrir yfirgnæfandi sann- anir um hið gagnstæða. Hún gekk jafnvel svo langt að gefa í skyn að Kenneth, bróðir hennar, hefði haft tækifæri til að fyrirkoma Benja- mín. Margaret hafði ekki erindi sem erfiði og Margaret var sakfelld fyrir morðið og fóru kviðdómar- ar fram á að Margaret yrði engin miskunn sýnd. „Það er dómur réttarins að farið verði með þig í fangelsið og þú hengd. Og megi guð vera sálu þinni miskunnsamur,“ sagði dóm- arinn. Margaret varð svo mikið um að það þurfti að bera hana út úr rétt- arsalnum. Hún hélt fram sakleysi sínu til síðasta dags, en þegar hún var færð úr klefanum til gálgans, 6. maí 1958, játaði hún loks sekt sína. „Ég get ekki gengið í dauðann með lygar á vörum mínum. Já, ég gaf Ben eitur,“ sagði hún áður en hún var hengd. UMSJÓN: KOLBEINN ÞORSTEINSSON, kolbeinn@dv.is SAKAMÁL 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 39 KOMIÐ ÚT Aftökuherbergi fangelsis Margaret Rheeder endaði ævi sína í svipuðu herbergi. „Ég óska honum... hægs dauðdaga,“ sagði Margaret og fullyrti að næsti eig- inmaður hennar yrði einhver sem hún elsk- aði, ekki einhverjar leifar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.