Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR Þingmenn hafa ýmsar skoðanir á föstum greiðslum sem þeir fá greiddar ofan á laun sín. Þótt þeir deili ekki um að eðlilegt sé að vinnuveitandi komi til móts við þau út- gjöld sem starfsmenn, í þessu tilfelli þingmenn, standa straum af vegna starfa sinna eru skiptar skoðanir um formið. „Þetta er vel í lagt,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi, um fasta ferða- kostnaðinn sem þingmenn fá greidd- an óháð ferðalögum og búsetu. Ferðakostnaðurinn er ein þeirra föstu greiðslna sem þingmenn eiga rétt á að fá ofan á laun sín vegna starfa sinna á Alþingi. Misjafnt er hvort þingmenn þiggi allar slíkar greiðslur og jafnframt hvernig þær nýtast þeim. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þing- maður Samfylkingarinnar í Norðaust- urkjördæmi, er einn þeirra sem tóku sæti á þingi í fyrsta sinn eftir síðustu þingkosningar. Hans reynsla er ólík Ögmundar. „Mín reynsla, fyrstu mán- uðina í starfi, er sú að ferðakostn- aðargreiðslur Alþingis standi ekki straum af ferðakostnaði þingmanns, svo fremi hann sinni kjördæmi sínu vel. Í mínu tilviki er um gríðarstórt kjördæmi að ræða sem er landfræði- lega fjærst sölum Alþingis – og kallar á mikla fjarveru frá heimili.“ Rúmar 60 þúsund á mánuði Þingmenn fá 61.400 krónur í fastan ferðakostnað vegna ferða í næsta ná- grenni sínu auk þess sem upphæð- in á að standa undir dvalarkostnaði á ferðalögum í kjördæmi þeirra. Kjörn- ir fulltrúar eiga einnig rétt á endur- greiðslu kostnaðar frá Alþingi vegna ferða á staði sem eru meira en fimmt- án kílómetra frá heimili eða starfsstöð en þurfa þá að framvísa reikningum. Þá getur þingmaður einnig fengið endurgreiddan kostnað vegna gisting- ar í eina nótt við sérstakar aðstæður. Þórunn Sveinbjarnardóttir er þingmaður Samfylkingarinnar í Suð- vesturkjördæmi. Hún segir erfitt að fullyrða nákvæmlega um hvern- ig fasta greiðslan endurspegli ferða- kostnað hennar. „En sem hluti af starfskjörum dugar ferðakostnaður vel fyrir mínum kostnaði, að minnsta kosti.“ Miklar deilur um Icesave, frá því skömmu eftir síðustu kosningar, hafa sett mark sitt á starfið í þinginu og eins samskipti þingmanna við kjós- endur sína. Þess vegna telja sumir nýir þingmenn erfitt að fullyrða um hversu vel upphæðin endurspegl- ar kostnað þeirra. „Ég bý ekki í kjör- dæminu og hef aðeins setið í nokkra mánuði á þingi. Á þeim tíma hafa aðstæður verið mjög óvenjulegar og lítill tími gefist til þessara svoköll- uðu starfa í kjördæmi. Eins og stað- an er núna er ég ekki að fullnýta þessa greiðslu í hverjum mánuði,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi. Misjafnt frá manni til manns Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, á að baki tíu ára reynslu á þingi. Hún segir að ferðalög sín hafi breyst mik- ið tvisvar eftir að hún var kosin á þing. „Frá 1999 til 2003 var ég með Suður- nesin líka, þá man ég að það var miklu meiri keyrsla en eftir að kjördæmun- um var breytt.“ Aksturinn jókst síðan aftur þegar Þorgerður var kosin vara- formaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir það hins vegar einstaklings- bundið hversu mikill ferðakostnað- ur þingmanna sé, þeir séu mismikið í ferðum milli staða og misjafnt eftir árum og árstímum. Þannig hafi kosn- ingar og prófkjör áhrif á hversu mikið þingmenn þurfi að ferðast. Hún seg- ir aðalatriðið vera að þingmenn beri ekki slíkan kostnað af ferðum tengd- um störfum sínum að þeir veigri sér við að mæta á fundi eða uppákomur. Hún segir kerfið þurfa að vera ein- falt og gegnsætt. „Reynslan er sú að með því að safna upp reikningum er það ákveðið óhagræði fyrir þing- menn. Ég held að meginatriðið sé að þetta sé gegnsætt, eins nálægt raun- kostnaði og hægt er.“ Valgerður Bjarnadóttir er þing- maður Samfylkingarinnar í Reykjavík og telur ekki rétt að tala um ferðalög þegar rætt er um ferðir innan Reykja- víkurkjördæmanna. „Hins vegar er ljóst að talsvert er um akstur á fundi og aðra atburði innan Reykjavíkur og einhver smákostnaður af því að sækja slíka fundi. Ég hef ekki tekið saman yfirlit um þann kostnað sem ég hef af því , en tel að 61.400 kr. á mánuði sé frekar ríflegt en hitt,“ segir Valgerður og bætir við: Það væri óðs manns æði, tel ég, ef greiða ætti fyrir styttri ferðir hér innan höfuðborgarsvæðisins eftir akstursbók eins og tíðkast ef launþeg- ar nota eigin bíl „í vinnunni“. Umdeildar greiðslur DV hefur áður fjallað um fastar við- bótargreiðslur þingmanna og hef- ur þar komið fram gagnrýni ýmissa verkalýðsforkólfa á að þingmenn fái fastar starfsbundnar greiðslur á sama tíma og verið sé að fella slíkar greiðsl- ur úr gildi annars staðar, til dæmis hjá ríkisstarfsmönnum. Samningum þeirra um fasta aksturspeninga hefur verið sagt upp og þess í stað ákveðið að þeim skuli aðeins greitt gegn fram- vísun reikninga. Greiðslur til þing- manna, óháð útgjöldum eða framvís- un reikninga, eru því umdeildar. Gist hjá foreldrum „Ég tel að ferðakostnaðargreiðslurn- ar standi að jafnaði, yfir árið, undir þessum kostnaði,“ segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri-grænna úr Norðausturkjördæmi, um hvern- ig föstu ferðakostnaðargreiðslurn- ar nýtast honum. Hann telur rétt að þingmenn og aðrir starfsmenn fái starfs- og ferðakostnað greiddan af vinnuveitanda sínum en finnst ekki skipta máli hvort það sé gert með fastri greiðslu eða gegn framvísun reikninga. „Ég er ekki með slíkar greiðsl- ur,“ segir Róbert Marshall, þingmað- ur Samfylkingarinnar, úr Suðurkjör- dæmi. „Ég bý í bænum og þegar ég hef verið á ferð í mínu kjördæmi hef ég einu sinni gist á hóteli. Alltaf þeg- ar ég er í Vestmannaeyjum, svona tvisvar í mánuði gisti ég hjá foreldrum mínum.“ Hann segist þó hafa velt fyr- ir sér að koma sér upp heimili í Vest- mannaeyjum og fari svo myndi hann óska eftir húsnæðisstyrk frá Alþingi. „Ég bý á Akranesi og keyri oftast á milli, ef ekki gisti ég á eigin kostnað í Reykjavík,“ segir Guðbjartur Hannes- son, þingmaður Samfylkingarinnar úr Norðvesturkjördæmi. Skattaafsláttur gegn flokksstyrk Þingmenn eiga rétt á 66.400 krónum á mánuði í starfskostnaðargreiðslur. Þeir þurfa ekki að framvísa reikning- um en geri þeir það lækkar skattstofn þeirra af starfskostnaðargreiðslum sem því nemur. Starfskostnaðar- greiðslur eru frábrugðnar ferðakostn- aðar- og húsnæðis- og dvalarkostn- aðargreiðslum þannig að greiða þarf skatt af þeim fyrrnefndu en ekki þeim síðarnefndu. „Ég fæ greidda fasta mánaðarlega greiðslu. En ég hef framvísað reikn- ingum og þar með fengið skatt end- urgreiddan fyrir eftirfarandi þætti: mánaðarlegar greiðslur í flokkssjóð Samfylkingarinnar, ráðstefnugjöld, móttöku gesta eftir flokksstjórnar- fund Samfylkingar (26.000 kr., nokkrir þingmenn buðu fundargestum heim til sín – ekki sérstökum stuðnings- mönnum, þ.e. risna),“ segir Valgerður Bjarnadóttir. Greiðslur gagnast misvel Það getur verið nokkuð misjafnt hversu vel greiðslur til þingmanna vegna húsnæðiskostnaðar endur- spegla útgjöld þeirra. „Upphæðin er á mörkum þess að duga fyrir útlögð- um kostnaði við leigu á íbúð og við að halda annað heimili í tengslum við starfið,“ segir Björn Valur Gísla- son, sem hefur haldið tvö heimili síð- an hann var kjörinn á þing síðastlið- ið vor. „Hún er nokkuð lægri en mán- aðarleg útgjöld mín vegna húsnæð- is- og dvalarkostnaðar,“ segir hins vegar Eygló Harðardóttir, þingmað- urFramsóknarflokksins úr Suður- kjördæmi. Skiptar skoðanir þingmanna Forsætisnefnd setur reglur um greiðslur til þingmanna og miðar við reynslu þeirra og störf. Afstaða þing- manna til forms greiðslnanna er hins vegar misjöfn. Ögmundur Jónasson er algjörlega andvígur því að greiða starfskostnað óháð útgjöldum. Um ferðakostnað segir hann: „Ég er því ekki andvígur að greidd sé jafnaðar- greiðsla ef hún er í samræmi við ferð- ir vegna starfsskyldna. Framvísun leigubílanótna er hins vegar gegnsæj- asti greiðslumátinn og myndi ég best fella mig við hann.“ Ýmsir þingmenn eru á sömu skoð- un og Ögmundur en margir líka á öndverðri skoðun. Þannig nefna bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir að hagræði sé að því að ákvarðaðar séu fastar upp- hæðir sem taki mið af raunkostnaði. Það minnki utanumhald og einfaldi málin bæði fyrir þingmenn og starfs- menn þingsins. Sigmundur Ernir Rúnarsson seg- ir eðlilegt að vinnustaður fólks, hver sem hann er, komi til móts við ferða- og starfskostnað, svo fremi að um það gildi góðar reglur sem farið sé eftir. „Mjög ríkt aðhald er af hálfu Alþing- is hvað ferða- og starfskostnað varð- ar – og er það vel,“ segir Sigmundur. „Hér hefur eftirlit verið hert – og mjög dregið úr þessum kostnaði á síðustu árum.“ Margrét Tryggvadóttir vill hafa greiðslur til þingmanna einfaldar og gegnsæjar. „Mér finnst að laun þing- manna eigi að vera það há að ekki BRYNJÓLFUR ÞÓR GUÐMUNDSSON fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is „Mín reynsla, fyrstu mánuðina í starfi, er sú að ferðakostnað- argreiðslur Alþingis standi ekki straum af ferðakostnaði þing- manns.“ ÓSAMMÁLA UM SPORSLURNAR Breytilegt eftir þingmönnum „Ég held að meginatriðið sé að þetta sé gegnsætt, eins nálægt raunkostnaði og hægt er,“ segir Þorgerður Katrín. KOMIÐ ÚT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.