Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 42
JÓGA FYRIR BÖRN Jógagúrúinn Guðjón Bergmann verður með námskeið þar sem hann ætlar að kenna foreldr- um og öðrum sem vinna með börnum sérsniðnar jógaæfingar fyrir börn. Þetta er í annað skiptið sem námskeiðið er haldið en samkvæmt Guðjóni var mikið fjör á því síðast. Nánari upp- lýsingar eru á síðunni gudjonbergmann.is en þar er hægt að nálgast upplýsingar um alls kyns jóganámskeið. Samkvæmt rannsóknum verða konur meira aðlaðandi eftir því sem magn kynhormónsins estrógens er hærra. Vísindamenn sem stóðu að rannsókninni segja niðurstöðurnar ekki koma á óvart út frá skilningi þróunarkenningarinnar – karlmenn laðist jú að frjósömum konum. Það sem vakti hins vegar athygli var að hátt magn estrógens hefur einnig jákvæð áhrif á húðina og veld- ur því að konur virðast fallegri á ákveðnum tíma í tíðahringnum. Hópur sálfræðinga við St. Andrews-háskólann í Skotlandi tók andlitsmyndir af 59 konum á aldrinum 18 til 25 ára og rannsak- aði magn estrógens þeirra. Síðan leituðu sálfræðingarnir til 30 sjálfboðaliða, 15 karlkyns og 15 kvenkyns, sem völdu þau andlit sem þeim þótti mest aðlaðandi. Bæði kynin völdu andlit þeirra kvenna sem mældust með hæsta magn estrógens. Þegar rann- sóknin var endurtekin og konunum leyft að bera farða fundust engin tengsl milli aðdráttarafls og magns kynhormónsins. „Niðurstöðurnar gefa til kynna að karlmenn velji sér kon- ur sem geta gefið þeim mörg börn. Andlitsfarði brenglar hins vegar kerfið og gefur konum sem ekki þykja jafnaðlaðandi meiri möguleika,“ segir Tony Little, læknir og kennari við háskólann í Liverpool. Í ljós kom að konur virðast mest aðlaðandi þegar þær eru á sínu frjóasta skeiði í tíðahringnum. Loksins komin skýring á því af hverju við erum svona misfríðar: FALLEGAR KONUR FRJÓRRI UMSJÓN: INDÍANA ÁSA HREINSDÓTTIR, indiana@dv.is 4 RÁÐ FYRIR HAMINGJUSAMT HJARTA NÁÐU TENGINGU VIÐ GÆLU- DÝRIÐ ÞITT Við getum lært ýmislegt af dýrunum. Ef kötturinn þinn situr kyrr skaltu gera það líka og þegar hann teygir sig skaltu einnig teygja á. Klappaðu dýrinu þínu og finndu fyrir ástinni sem það ber til þín. LÁTTU TILFINNINGARNAR FLÆÐA Ef þú finnur fyrir leiða eða skömm skaltu leyfa þér að gráta. Samkvæmt vísindamönnum er það að gráta eitt af því besta sem við getum gert fyrir hjartað. Samkvæmt einni rannsókn þjást þeir einstak- lingar síður af hjartavandamálum sem gráta reglulega en hinir sem væla aldrei. Á sama hátt skaltu skrúfa upp alla glugga í bílnum og öskra eins hátt og þú getur þegar þú finnur fyrir reiði. SKELLTU UPP ÚR Hlátur leysir róandi efni úr læðingi og ef þú hlærð nógu mikið ferðu jafnvel að gráta líka, sem er helmingi betra. Flestum líður betur eftir hláturs- eða grátkast. FARÐU Í GÖNGUTÚR Njóttu þess að gleyma stað og stund á meðan þú fylgist með þrastapari í tilhugalífinu, fallegum byggingum eða börnum að leik. HLEYPUR OG HAMAST Á STIGVÉL Leikkonan fallega Julia Louis-Dreyf- us segist vera í sífelldum bardaga við fitupúkann. Julia, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Elaine Benes í Seinfeld, segist vera súkkulaði- fíkill og að hún elski einnig steikt beikon. Hún verði hins vegar að vera meðvituð um það sem hún setji ofan í sig og þar sem viljastyrkurinn sé ekki alltaf sá mesti geti hún ekki leyft sér að eiga beikon í ísskápnum. Leikkonan er 48 ára og heldur sér í formi með því að hlaupa um hverf- ið sitt auk þess sem hún hamast á stigvél heima hjá sér. Julia segist samt svindla af og til og fá sér sæl- gæti því annars verði hún hreinlega þunglynd. Afreksíþróttakonan Þórey Edda Elísdóttir og kærasti hennar eignuðust son í septem- ber. Þórey Edda er alsæl í móðurhlutverkinu og segir allt annað blikna í samanburð- inum. Þórey varð Íslandsmeistari í stangarstökki þegar hún var komin þrjá mánuði á leið og langar nú að koma sér aftur í form. 42 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 LÍFSSTÍLL Að vera mamma er það besta í heimi, það er engin spurn-ing. Þetta er tilgangur lífs-ins,“ segir stangarstökkvar- inn Þórey Edda Elísdóttir en Þórey og kærastinn hennar, Guðmundur Hólmar, eignuðust son þann 9. sept- ember. Litli drengurinn hefur fengið nafnið Bragi Hólmar en foreldrarnir eru hrifnir af norrænni goðafræði og völdu nafn skáldskaparguðsins. Foreldrar í frjálsum „Meðgangan gekk mjög vel og fæð- ingin líka, svo mín kynni af þessum málum eru einfaldlega stórkostleg,“ segir Þórey Edda glöð í bragði og bæt- ir við að Bragi Hólmar sé algjör gim- steinn. „Hann sefur, drekkur, brosir og hjalar og við foreldrarnir erum afar stolt. Þetta er það sem lífið gengur út á og allt það sem ég hef áður gert, hvort sem það eru afrek í íþróttum eða vel- gengni í námi eða starfsframa, blikn- ar við þessa reynslu.“ Guðmundur er einnig frjálsíþróttamaður en hann æfir spjótkast. Þórey segist vonast til þess að Bragi sýni íþróttum áhuga og að það yrði ekki verra ef frjálsar yrðu fyrir valinu. „Allar íþróttagreinar veita gífurlega forvörn en við munum hvetja hann áfram í frjálsar, það ekki spurning. Hann er nú þegar farinn að koma með mér í vagninum á æfingar þegar ég er að æfa.“ Varð Íslandsmeistari ófrísk Þórey keppti tvisvar í stangarstökki á fyrstu vikum meðgöngunnar og varð Íslandsmeistari þegar hún var komin þrjá mánuði á leið. „Eftir á að hyggja var ekki skynsamlegt að taka þátt, þótt ég hafi farið varlega. Það er ólíklegt að eitthvað komi fyrir en þó getur auð- vitað alltaf orðið slys,“ segir Þórey sem æfði fram að 20. viku. Þegar þar var komið sögu var hún komin með verk í mjaðmir og lífbein. „Þá ákvað ég að taka því rólega og fannst ég líka eiga það skilið eftir að hafa æft stíft frá átta ára aldri. Ég stundaði þó meðgöngu- jóga og var mjög ánægð með það og er viss um að sú tækni hafi hjálpað mér mikið í fæðingunni. Ég vissi í rauninni ekkert út í hvað ég væri að fara í fæðingunni og hélt að mænudeyfing og fæðing á bakinu uppi í rúmi væri það eina sem kæmi til greina hjá mér. Eftir að hafa feng- ið fræðslu í jóga endaði ég á að fæða í vatni,“ segir hún og bætir við að hún mæli með vatnsfæðingum þótt vissu- lega hafi hún engan samanburð. „Nú er ég byrjuð í mömmujóga og við Bragi erum að fara af stað í ungbarna- sund. Ég hef voðalega gaman af öllu þessu ungbarnastandi og vil njóta þessa tíma til hins ýtrasta,“ segir hún og bætir við að lífið hafi aldeilis tek- ið stakkaskiptum frá því er hún dvaldi mánuðum saman ein í útlöndum við æfingar. „Nú er ég komin í mömmu- klúbb og annað sem þessu tengist og er komin í allt annan gír,“ segir hún hlæjandi. Langar að stökkva Þórey segir félagsskapinn sem hún fái í mömmuklúbbnum nauðsynlegan fyrir andlegu hliðina en að hún vilji einnig koma sér í líkamlegt form aft- ur. „Bragi er orðinn fjögurra mánaða og ég er aðeins að reyna að koma mér af stað aftur. Það er skrítið að finna að allir vöðvar eru farnir að slappast og mig er farið að langa til að styrkja mig og komast í það gott form að ég kom- ist yfir einhverja rá,“ segir hún og bæt- ir aðspurð við að hún ætli líklega ekki að keppa á stórum mótum erlendis aftur. „Ég hef mjög gaman af því að stökkva og gæti tekið þátt hér heima en þar sem ég er orðin 32 ára sé ég frekar annað barn í spilunum en stór mót. Það er þó ekkert ákveðið enn þá,“ segir hún brosandi. indiana@dv.is FLOTT MÆÐGIN Þórey hætti að æfa þegar hún var komin 20. vikur á leið en vil hún komast aftur í form. Hún segir skrítið að finna fyrir slöppum vöðvum enda slíkt óvanalegt fyrir þessa miklu íþróttakonu. MYND RAKEL ÓSK Að vera mamma er best í heimi Karlar laðast að frjósömum konum Þegar konur eru á sínu frjóasta skeiði í tíðahringnum er húð þeirra fallegri en aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.