Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 ÞAGNARBINDINDI Í FANGELSINU Jon Howard var breskur fangelsis- málastjóri á nítjándu öld. Hann trúði að þögn myndi hjálpa föngum til að hugleiða misgjörðir sínar sem myndi leiða til aukinnar eftirsjár, hryggðar og iðrunar. Árið 1834 var Coldbath Fields- fangelsinu breytt í þagnarfangelsi. Á þeim tíma voru í fangelsinu vistaðir karlmenn, konur og börn. Föngum var stranglega bannað að tala eða hafa nokkur samskipti. Auk þess voru fang- arnir látnir bera grímur með tölustöfum svo þeir þekktu ekki hver annan í sjón. Herfilegar refs- ingar fengu þeir sem brutu reglurnar, til dæmis fyrir það eitt að tala. Fangarnir voru sveltir og látnir dúsa í einangrun. Á bak við tjöldin gátu fangar haft samskipti með flóknu táknmáli sem þeir þróuðu með sér. Einnig var algengt að fangar skrifuðu dulin skilaboð á rör og veggi. HYLKI DAUÐANS DULARFULLIR ÚTDAUÐIR ÚLFAR n Falklandseyjaúlfurinn var eina landspendýrið sem lifði á Falklandseyja- klasanum þegar menn komu þangað fyrst. Síðasti úlfurinn af tegundinni dó árið 1876, og er eina dýrategundin af hundaætt sem dáið hefur út á sögu- legum tímum. Breski skipstjórinn John Strong sá dýrið fyrstur manna svo vitað sé árið 1692. Skipstjórinn tók einn úlf upp í skipið, en hann skelfdist á leiðinni til Evr- ópu þegar skotið var af fallbyssu skipsins og stökk útbyrðis. Líffræðingar hafa lengi velt fyrir sér hvernig dýrategundinni tókst að nema land á eyjaklasanum en hann er mjög afskekktur, liggur í um 500 kílómetra fjarlægð frá meginlandi Suður-Ameríku. Vitað er að úlfategundin þróaðist í langan tíma einangruð á eyj- unni, því henni svipar ekki sérstaklega til úlfategunda Suður-Ameríku. Telja sumir að indíánar hafi numið land á eyjunum fyrir þúsundum ára og skilið nokkra úlfa eftir, sem þeir höfðu sem gæludýr. Önnur kenning hermir að ísbrú hafi legið á milli Falklandseyja og meginlandsins á síðustu ísöld. Glænýjar erfðafræðirannsóknir benda hins vegar til að Falklandseyja- úlfurinn sé skyldur faxúlfinum, sem er suðuramerísk úlfategund. Eigi tegund- irnar sameiginlegan forföður sem uppi var fyrir 6 milljónum ára. Það þykir furðu sæta því talið er að úlfar hafi ekki komið til Suður-Ameríku fyrr en fyrir þremur milljónum ára. Falklandseyjaúlfurinn útdauði er því mikil ráðgáta. ASBEST ER FRAMLEITT Í ASBEST n Asbest er borgi í Sverdlovsk-umdæmi í Rússlandi. Borgin heitir svo vegna asbestiðnaðarins þar. Borgin liggur í austurhlíðum Úralfjalla og íbúar eru um 75 þúsund. Asbest hefur heitið Asbest síðan árið 1933. Stærsti atvinnurekand- inn í borginni er iðnaðarfyrirtækið og asbestframleiðandinn Uralasbest. Efnið asbest er samheiti yfir nokkrar steinteg- undir sem mynda fíngerða kristalsþræði. Asbest var víða notað í heiminum til hitaeinangrunar í húsum en efnið hefur nú verið bannað í flestum löndum heims því það brotnar mjög auðveldlega niður og myndar asbestryk sem líkist litlum nálum. Við innöndun festist rykið auðveldlega í lungum. Á löngum tíma getur asbestryk valdið miklum skaða í lungum sem kemur ekki fram fyrr en eftir nokkra áratugi og þá sem steinlunga. Steinlunga er mjög illvígur og óaftur- kræfur sjúkdómur sem kemur í veg fyrir eðlilega öndun. Í dag er leyfilegt að nota asbest í bremsuborðum í bílum og þurfa bifvélavirkjar því að passa sig. MISHEPPNUÐ BAÐSTRANDAR- PARADÍS STÓÐ YFIRGEFIN Í ÁRATUGI: Í lok áttunda áratugarins var efnahagur Taívans í mikl-um blóma. Bóla myndaðist á byggingamarkaði og mörg stórhýsi voru reist. Nokkrir verk- takar vildu taka þátt í veislunni og ákváðu að byggja stórt ferða- mannahverfi við baðströnd. Hús- in á svæðinu áttu að vitna til um framsækni og velgengi Taívana. En bólan sprakk og töpuðu verk- takarnir miklum fjármunum. Stóð hverfið autt þangað til í fyrra, en húsin vöktu mikla eftirtekt. Þau líktust fljúgandi furðuhlutum sem stóðu yfirgefnir í rústum ónýtrar fjárfestingar. Margir segja að yf- irnáttúruleg fyrirbæri hafi valdið þessum ömurlegu endalokum. Höfðað til bandarískra hermanna San Zhi-hverfi í nágrenni Taípei í Taívan var byggt árið 1981. Fram- sæknir verktakar byggðu þyrpingu undarlegra húsa, sem minna helst á fljúgandi furðuhluti eða dul- arfull hylki. Hverfið átti að verða paradís fyrir ferðalanga í sumar- fríinu en eigendurnir reyndu að höfða sérstaklega til bandarískra hermanna sem leituðu gjarnan að sólríkum íverustað í fríinu sem bandarískar herstöðvar í Austur- Asíu veittu þeim. Álög drekans Rekstur San Zhi hófst hins vegar aldrei því bankar skrúfuðu fyrir lánveitingar til verktakanna á um- deildan hátt en áður höfðu verka- menn og smiðir á staðnum lagt niður störf. Nokkrir verkamenn höfðu nefnilega látið lífið í slys- förum við byggingu hverfisins, en margir ráku það til þess er stytta af kínverskum dreka var söguð í sundur til að víkka umferðargötu en sagt er að bölvun liggi við slíku. Aðrar sögusagnir herma að hol- lenskir hermenn liggi grafnir und- ir grunni húsþyrpingarinnar. Rifin í fyrra Hylkin stóðu síðan yfirgefin frá byggingu 1981 þangað til þau voru rifin í fyrra. Hverfið hafði í milli- tíðinni orðið frægur ferðamanna- staður - en forvitnir gestir flykkt- ust til Sun Zhi til að berja skrýtnu húsin augum og upplifa óhugn- anlegan andann á svæðinu. Hverfið hefur einnig ver- ið notað sem leikmynd í kvik- myndum, tónlistarmyndbönd- um og verið ljósmyndað af ótal ferðalöngum. Hylkishúsin voru rifin snemma á síðasta ári en uppi eru áætlanir um að byggja nýtt og glæsilegt ferðamanna- svæði með hótelum og bað- strönd. Margir vara við slíku, óráðlegt sé að storka örlögun- um, Sun Zhi sé álagablettur sem muni ekki leyfa ferðamönnum að eyðileggja svæðið. Lítið er vitað um ævi Adams Rainer. Stað- reyndirnar sem við þó vitum um hann eru einhverjar þær furðulegustu sem um getur. Hann var fæddur í borginni Graz í Austurríki árið 1899. Snemma kom í ljós að Adam litli átti við illvíg vaxtarvandamál að stríða – hann var mun lágvaxnari en hin börnin, svo varð enn skýrara með hverju árinu sem leið. Rainer var skilgreindur sem dvergur af læknum árið 1920 þegar hann náði lögaldri, tuttugu og eins árs gamall, en þá var hann aðeins 1,18 metra hár. En næstu árin breyttist allt. Adam Rain- er fór skyndilega að vaxa með ógnarhraða án afláts. Á 32 ára afmælinu mældist Adam vera 2,18 metrar á hæð! Hann hafði því vaxið um heilan metra á rétt rúmum áratug. Líkaminn þoldi illa þennan ótrúlega vaxt- arhraða og lá Adam flestum stundum sárkval- inn á sóttarsæng og gat ekki staðið uppréttur. Líklegt þykir að flóðgáttir í heiladingli vesa lings Adams hafi brostið. Seyting vaxtar- hormóna sem hafði á unglingsárunum verið stórlega heft kom nú af stað geysilega óheil- brigðum ofurvexti. Adam Rainer lést hinn 4. mars 1950, 51 árs. Hann mældist 2,34 sentimetrar á dánarbeðinu eða tvöfalt hærri en við 21 árs aldurinn. Hann var eina manneskjan í skráðri sögu læknavís- indanna sem var bæði skilgreind sem dverg- ur og risi. Óheppinn Austurríkismaður var með furðulegan erfðagalla: VAR FYRST DVERGUR EN SVO RISI 118 cm 234 cm 21 ÁRS 51 ÁRS 218 cm 32 ÁRA UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.