Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 4
SANDKORN n Bæjarfulltrúinn og frétta- maðurinn fyrrverandi Rósa Guðbjartsdóttir stefnir á fyrsta sætið hjá Sjálfstæðis- flokknum í Hafnarfirði fyrir kosningarnar í vor. Rósa er einkum kunn af óeigin- gjörnu starfi í þágu krabba- meins- sjúkra barna og síðan sem bæjarfull- trúi undanfarin ár. En fyrsta sætið er þó ekki í hendi því þangað leitar hugur Svavars Valdimarssonar, fyrrverandi bankamanns og eins eigenda Fítons, sem ætlar ekki að gefa henni eftir sætið átakalaust. Það má því búast við fjörugri baráttu í Firðinum. n Það má búast við hörkubar- áttu Flateyringa við að halda elliheimili sínu í þorpinu. Mikill hugur er í íbúum vegna þeirrar ákvörðun- ar að loka stofnuninni í sparnað- arskyni og flytja vist- mennina hreppa- flutning- um í burtu. Allir íbúarnir hafa skrifað upp á mótmælaskjal. Forsvars- menn söfnunarinnar fóru svo til Reykjavíkur á fimmtudag og afhentu undirskriftalist- ann í heilbrigðisráðuneyt- inu. Spurning hvort undir- skriftalisti með nöfnum allra Flateyringa hafi sama vægi í ráðuneytinu og undirskrifta- listi fjórðungs kjósenda hafði á forsetann í Icesave-málinu. Nú hefur fólkinu bæst sá liðs- auki að Lýður Árnason, kvik- myndaframleiðandi og læknir, ætlar að taka slaginn um elli- heimilið líka. n Um næstu helgi verður frumsýnd heimildarmynd- in Maybe I should have sem Gunnar Sigurðsson leikstýr- ir og fer raunar með aðal- hlutverkið í. Rætt er við fjölda manns í myndinni bæði á Ís- landi og erlendis, þar á meðal á Tortóla. Aðstandendur myndarinnar vildu fá Björgvin G. Sigurðs- son, fyrrverandi viðskiptaráð- herra, til að segja frá reynslu sinni. Mun hann hafa tekið vel í það mál en síðan hætti hann að svara í síma og er greini- lega á flótta frá eigin fortíð. n Margir hafa reyndar sam- úð með Björgvin G. Sigurðs- syni sem tókst á hendur að vera viðskiptaráðherra án þess að hafa til þess nauðsyn- legan grunn. Þá er þekkt að Davíð Oddsson, þáverandi seðlankastjóri, hélt Björgvini markvisst fyrir utan málin í að- draganda hrunsins. Ráðherr- ann var því í svarta- þoku þegar hrunið varð þótt hann fengi það nöturlega hlutskipti að mæta á blaða- mannafundi með Geir H. Haarde, þáverandi forsætis- ráðherra, og reyna þar að tala upp ástandið. 4 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR Kúlulánakóngurinn Guðni Níels Aðalsteinsson er búinn að færa glæsieign sína í Hafnarfirði yfir á tengdaföður sinn, Gunnar Hjalta- lín endurskoðanda. Þá er glæsibif- reið heimilisins skráð á eiginkon- una. Guðni Níels er fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar hjá Kaupþingi og var hann á lista þeirra starfsmanna sem fengu kúlulán hjá bankanum til að kaupa bréf í honum. Sjálfur fékk hann fjögur hundruð og sautján milljón- ir króna í lán sumarið 2006 og sam- kvæmt heimildum DV var hann í persónulegum ábyrgðum fyrir kúluláninu. Ábyrgð æðstu stjórn- enda bankans var síðar felld niður og gera má ráð fyrir að Guðni Níels hafi verið í þeim hópi. Um tíma sat hann í skilanefnd bankans er Fjár- málaeftirlitið fór fram á að hann tæki pokann sinn og úr því varð. Vond samviska Hjónin eru skráð með lögheimili annars staðar en samkvæmt heim- ildum DV býr Guðni Níels með fjöl- skyldu sinni að Skógarási 11 í Hafn- arfirði og var húseignin glæsilega skráð á þau hjónin, Guðna Níels og Ragnheiði Hjaltalín, um miðjan júlí 2007. Í byrjun október 2008, þegar bankahrunið varð hér á landi, dró hann sig út úr eignarhaldinu og af- skráði nafn sitt af eigninni þannig að konan var þá ein skráð. Því var svo breytt í fyrra þegar hann færði villuna yfir á tengdapabba. Þá er nýleg glæsibifreið heimilisins, MB- glæsijeppi, skráð á Ragnheiði. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, segir ljóst að Guðni Ní- els beiti blekkingum til að koma eignum sínum undan. Hann tel- ur þennan gjörning í stíl við önnur vinnubrögð kúlulánakónga Kaup- þings. „Ég vona að endurskoðand- inn hafi ekki hjálpað þarna til. Öll þessi kúlulán bankans voru náttúr- lega blekking og þessi eignafærsla er í takti við það dæmi. Það er al- veg greinilegt að maðurinn hefur ekki góða samvisku og er þarna að reyna að koma eignum sínum und- an. Hann er að viðurkenna með þessu að hann hafi vonda sam- visku, annars væri hann ekki að þessu,“ segir Vilhjálmur. Lítur ekki vel út Stefán Einar Stefánsson, við- skiptasiðfræðingur hjá Háskólan- um í Reykjavík, segist enga samúð hafa með mönnum sem ekki taka ábyrgð á gjörðum sínum. Í þessu tilviki segir hann ljóst að Guðni Ní- els sé að koma eignum sínum und- an. „Það er auðvitað mjög vafa- samt að menn komi svona undan eignum sínum sem talið er víst að ættu að ganga upp í þær ábyrgð- ir sem viðkomandi er í. Í þessu til- viki er ljóst að viðkomandi er að koma eignum sínum undan og ég hefði talið að hann ætti einfaldlega að taka afleiðingum gjörða sinna,“ segir Stefán Einar. „Það er fjöldi fólks að verða gjaldþrota og tekur þannig sína ábyrgð. Þessi maður tók áhættu til að reyna að græða stórfé og fyrir mitt leyti er þetta mjög vafasamt, að eignir séu færðar undan. Út frá viðskiptalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum lítur þetta alls ekki vel út. Það hlýtur að vera hægt að rifta svonalöguðu og þeir sem eiga kröfur á manninn hljóta að kanna það.“ Í samtali við DV sagði Gunn- ar tengdafaðir Guðna að eðlilegar skýringar lægju að baki en vísaði á hjónin til að svara. Við vinnslu fréttarinnar náðist hvorki í Guðna Níels né Ragnheiði til að bera hana undir þau en þau eru hvergi skráð með símanúmer. Blaðamaður kom við í Skógarási 11 í Hafnarfirði en þar vakti athygli að hvorki dyrasími né póstkassi voru merktir neinum nöfnum. Engu að síður var jeppa- bifreið þeirra hjóna í hlaðinu. Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og kúlulánahafi, Guðni Níels Aðalsteinsson, hefur fært húseign fjölskyldunnar yfir á tengdaföður sinn. Við- skiptafræðingar hjá Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur segja ljóst að verið sé að koma eignum undan með vafasömum hætti. KÚLULÁNÞEGI FLUTTI VILLU Á TENGDAFÖÐUR TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is n 18. júlí 2007 Guðni Níels Aðalsteinsson afskráð, Ragnheiður H. Hjaltalín skráning. n 03.október 2008 Guðni Níels Aðalsteinsson afskráð, Ragnheiður H. Hjaltalín skráning. n 23. janúar 2009 Ragnheiður H. Hjaltalín afskráð, Gunnar Hjaltalín skráning. EIGENDASKIPTI Á SKÓGARÁSI 11 Flott eign Hjónin Gunnar Níels og Ragnheiður hafa fært glæsivillu sína yfir á föður hennar, Gunnar Hjaltalín endurskoðanda. MYND RAKEL ÓSK Kúlalána- kóngur Gunnar Níels fékk 417 millj- ónir að láni frá Kaupþingi og var síðar vísað úr skilanefnd bankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.