Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 32
hlið hans, og minnist aftur á þenn- an nýja kafla sem hann er að fara að skrifa í lífssögu sína. Nú er það fjöl- skyldan sem verður ofan á. „Ég seldi nú mótorhjólið mitt fyrir hana og keypti fataskáp,“ segir hann og þau hlæja bæði. „Nú snýst þetta bara um fjölskylduna. Mótorhjólin og sport- bílarnir voru í síðasta kafla lífsins. Nú er ég bara með tvo ljótari bíla og svo vespuna.“ Hann heldur áfram: „Öll þessi ár að keyra þessa blæjubíla gerði líf- ið í leiðinlegum bæ í Þýskalandi skemmtilegra. Ég er bara þannig týpa að mér finnst svona hlutir svo skemmtilegir. Ég hef líka átt önn- ur mótorhjól sem ég fór á fjöll með og svo var ég að keyra á bílasýning- ar og stússast í hinu og þessu. Þetta var bara mitt áhugamál á meðan ég var ekki með námið eða fyrirtækið. En nú er það bara tuttugu og sjö ára, punktur, eins og ég var að tala um. Þetta er að baki eins og Lemgo-ævin- týrið,“ segir Logi. KONAN HAFÐI EKKI MIKIÐ ÁLIT Á LOGA Það var í byrjun síðasta árs sem Logi fann ástina í lífi sínu, körfuknatt- leikskonuna gullfallegu úr Kefla- vík Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur. Hún fer aðeins hjá sér þegar Logi á að lýsa þeirra fyrstu kynnum. „Hún átti frumkvæðið með því að hafa sam- band við mig. Við hittumst svo og fór- um á stefnumót og áður en ég vissi af var hún flutt út til mín,“ segir Logi og og hlær. „Ást við fyrstu sýn eða ekki, við erum allavega mjög hamingju- söm. Eins og við erum nú ólíkar týp- ur, hún svona hlédræg og ég eins og ég er. Hún er með athyglissýki svona upp á einn á meðan ég er tía.“ Ingibjörg lítur á Loga þegar hún er spurð um álit sitt á honum. „Ég hafði einu sinni ekkert rosalega mikið álit á honum. Eins og fólk heldur oft að hann sé öðruvísi en hann er, þá að hann sé algjör hálfviti og töffari. Það er líka sá frontur sem hann er með,“ segir hún og Logi grípur inn í: „En svo er ég bara gull af manni,“ og Ingibjörg tekur hjartanlega undir: „Já, gull af manni.“ Logi grípur aftur orðið og vill tjá sig um þessa ímynd sem fylgir hon- um. „Mér finnst gaman að gera eitt- hvað flott, klæða mig flott og gera eitthvað skemmtilegt. En ég kem eins fram við alla, hvort sem þeir heita Ól- afur Stefánsson eða Ólafur Ragnar Grímsson. Ég tala eins við börn og fullorðna. Ég er bara ég sjálfur, alltaf.“ ATHYGLIN STUNDUM TRUFLANDI Það var skemmtiritið Séð og Heyrt sem fyrst greindi frá því að Logi og Ingibjörg væru byrjuð saman. Vík- urfréttir náðu svo papparassa-mynd- um af þeim á körfuboltaleik í Keflavík sem DV birti. „Mér fannst það ekkert æðislegt,“ svarar Ingibjörg hreinskil- in þegar hún er spurð út í umfjöll- unina. „Mér fannst það bara fynd- ið,“ segir Logi. „Þetta náttúrulega vakti athygli, við að rúnta á Hummer í Keflavík. Það er líka það sem fólk hefur svo gaman af. Maður er opin- ber persóna að spila fyrir landsliðið og svona, fólk vill vita hvað maður er að gera. Hversu oft hef ég ekki lent í því að einn af 5.000 vinum mínum á Facebook heilsar mér úti á götu? Oft kannast ég ekkert meira við viðkom- andi en andlitið af Facebook,“ segir hann. Logi nýtur allrar þeirra athygli sem hann fær og reynir að gefa eins mikið af sér og hann getur. „Fólk vill vita aðeins hvað er að gerast á bak við tjöldin og hvernig það sé að búa þarna úti. Bara almenn og skiljanleg forvitni,“ segir hann en mun hann lokast eitthvað meira nú þegar barn- ið kemur og fjölskyldan tekur á sig mynd? „Nei, ég mun ekkert breyta minni persónu og ég er búinn að segja Ingibjörgu það. Henni fannst til dæmis ekkert sérstakt að koma í Séð og Heyrt og svona en svoleiðis fréttir skipta mig engu máli.“ FACEBOOK-SÍÐA FYRIR BARNIÐ Logi er líka afskaplega vinsæll á Face- book. Hann er með eins marga vini og hægt er, fimm þúsund, og annar eins fjöldi er á biðlista ef svo má að orði komast. Logi er afar duglegur að birta myndir af sér og Ingibjörgu 32 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2010 HELGARBLAÐ í Þýskalandi. Fer það í taugarnar á henni? „Stundum,“ svarar hún. „Sumt á Ísland kannski ekkert að sjá finnst mér. Ég set ekki svona margar myndir inn hjá mér og ég á ekki nema 300 vini,“ segir hún og þau hlæja bæði. Logi segir: „Þetta gengur samt eins og í sögu hjá okkur,“ og Ingibjörg tekur heils hugar undir það. „Alveg eins og í sögu.“ „Ætli þetta endi ekki með giftingu bráðum,“ segir Logi svo dularfullur. Ingibjörg er komin um fjóra mán- uði á leið með þeirra fyrsta barn. Logi verður ögn alvarlegri spurður um stundina þegar hann frétti af því. „Það var mjög góð tilfinning. Mað- ur byrjar að hugsa einhvern veginn öðruvísi samt. Tilfinningin að það sé líf á leiðinni sem maður hefur búið til er mjög góð. Ætli ég búi ekki til Face- book-síðu handa barninu svo þegar það kemur,“ segir hann og skellihlær. „Nei, ég er nú ekki alveg snældurugl- aður!“ VERÐUR ÍSLANDI AÐ GAGNI HEILL HEILSU Það var ekki hægt að skilja við Loga án þess að spyrja út í Evrópumót- ið sem skellur von bráðar á í Aust- urríki. Með hverjum deginum sem nær dregur verða væntingar land- ans meiri eins og venjan er. Logi var þó í miklu limbói hvað varðaði þátt- töku á mótinu. Hann var meiddur en á síðustu stundu var ákveðið að hann myndi fara með til Austurríkis. „Þetta er samt mjög mikilvægt fyrir mig. EM er gluggi til að sýna sig upp á nýjan samning einhvers staðar, í rauninni,“ segir Logi sem veit vel af pressunni frá þjóðinni en sjálfur er hann nokkuð bjartsýnn. „Auðvitað er pressa á liðinu að ná árangri en mér finnst uppbyggingin á liðinu þannig að við getum unn- ið svona keppni. Ég er búinn að vera með þá tilfinningu síðan á HM 2007. Þá fór mér að finnast að við gætum unnið svona mót. Allir leikmennirn- ir komnir í sterk lið og það hefur ver- ið mikill stígandi í þessu. En það má ekki gleyma að Evrópumótið er jafn- sterkt og Ólympíuleikar, hver leikur er alvöru,“ segir hann. Talið barst svo í bláendann að þjálfaranum, Guðmundi Guð- mundssyni, sem Logi lofar upp í hástert. „Gummi er svo fáránlega góður þjálfari. Ég er ekki viss um að nokkur annar maður gæti gert það sem hann er að gera með okkur. Svo líka að vera með liðið á Ólympíuleikunum 2004, ganga illa og vera rekinn eða hvernig sem það var. Koma svo aftur á næstu Ólympíuleika og taka silfrið. Það er svo mik- ið „feis“. Hann vonar náttúru- lega að ég verði með. Ég klár- lega hjálpa liðinu ef ég er heill. Ég hjálpa þeim ekki ef ég er bara hálfur maður. Þá er betra að senda einhvern annan út,“ seg- ir Logi Geirsson, silfurdrengur og verðandi faðir. tomas@dv.is Ég ætlaði að verða betri en pabbi í handbolta og það er enn á stefnuskránni. YFIRGEFUR DRAUMALIÐIÐ Logi vildi alltaf spila með Lemgo og það tókst. Nú hverfur hann á braut í sumar. PAPPARÖSSUÐ Fyrst fréttist af Loga og Ingibjörgu í byrjun árs í Keflavík. Það var þá ungur drengur sem náði af þeim ljósmynd. Ingibjörgu fannst fréttaflutn- ingurinn ekkert skemmtilegur. ENGUM LÍKUR Logi er alltaf gelaður og vel til fara. Algjör töffari og alltaf í góðu skapi. MYND KRISTINN MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.