Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 19
þurfi að koma til aukagreiðslna og er almennt á móti aukasporslum,“ segir hún og bendir á að erfitt sé að bera saman laun þeirra sem fá fasta- greiðslu og þeirra sem fá dagvinnu og yfirvinnu borgaða. Forðum okkar smæstu bræðrum „Ég fæ hana greidda sem fasta greiðslu og borga skatta af henni eins og um laun sé að ræða. Svo reyni ég að halda saman nótum. Ég er ekki flink- ur við það en ég reyni að halda saman nótum í þeirri von að endurskoðandi minn geti fundið út að ég eigi ekki að borga alla þessa skatta,“ segir Þráinn Bertelsson, óháði þingmaðurinn, um starfskostnaðargreiðslurnar. „Ég er sammála því prinsippi að greiða fasta upphæð frekar en að greiða eftir nót- um. Við höfum nýlegt dæmi um það frá breska þinginu hvað gerist þegar menn eiga að fara að skila inn kostn- aðarnótum, eða hvað getur gerst. Það getur allt saman lent í vitleysu. Ég held að það sé miklu betra að áætla fast- an kostnað sem menn þá miði við og hagi gerðum sínum eftir.“ Þráinn vísar þarna til mikilla hneykslismála sem hafa minnkað trú bresks almennings á þingi sínu eftir að upp komst að mik- ill fjöldi þingmanna hafði fengið end- urgreiðslur fyrir útgjöld sem tengdust starfi þeirra ekki neitt. „Þetta er ákveð- in regla og ég kann vel við þessa aðferð að áætla fasta fjárhæð sem gildir fyrir alla. Mér finnst það vera góð og gegn- sæ regla sem forðar okkar smæstu bræðrum frá því að leiðast í freistni með því að safna saman einhverjum undarlegum kvittunum.“ FRÉTTIR 15. janúar 2009 FÖSTUDAGUR 19 Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra, sem ákvað á síðasta ári að segja upp aksturssamningum ríkisstarfsmanna, neitar að tjá sig um hvort fara eigi sömu leið með starfskostnaðargreiðslur Alþingis. Þingmenn fá fastar starfskostn- aðargreiðslur frá Alþingi, sem svipar um margt til fastra aksturs- samninga ríkisstarfsmanna sem nú hefur verið sagt upp. DV fýsti að vita hvað Steingrími þætti um að þær föstu starfskostnaðargreiðsl- ur, upp á 61.400 krónur á mánuði, væru líka lagðar af líkt og fastir akst- urssamningar ríkisstarfsmanna. Þó að starfskostnaðargreiðslur þing- manna séu ákveðnar af forsætis- nefnd Alþingis og heyri ekki undir framkvæmdavaldið þótti áhugavert að vita hver afstaða Steingríms væri til þessa. Ástæður þess eru meðal annars að hann hefur fyrirskipað uppsögn aksturssamninga ríkis- starfsmanna, er formaður annars stjórnarflokkanna og stendur í miklum niðurskurði á ríkisútgjöld- um vegna afleiðinga bankahruns- ins. Tjáir sig ekki „Eins og þú bendir á er þetta mál sem varðar alfarið Alþingi en ekki framkvæmdavaldið. Af þeim sök- um telur fjármálaráðherra ekki rétt að hafa afskipti eða tjá sig um hvernig Alþingi hagar þessu,“ svar- aði Elías Jón Guðjónsson, upplýs- ingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, beiðni um viðtal við fjármálaráð- herra um málið. Þegar óskað var eftir viðtali við Steingrím bað Elías um að fá skriflega beiðni. Hún var svohljóðandi: „Mig langar til að ná tali af Steingrími vegna fréttar sem ég er að skrifa um starfskostnað- argreiðslur þingmanna. Þar sem er búið að segja upp samningum um aksturspeninga langar mig að spyrja út í afstöðu hans til þess hvort ætti að gera það sama með ferðakostnaðargreiðslur þing- manna, segja upp föstum greiðsl- um og greiða bara eftir reikning- um og/eða akstursbókum. Ég geri mér grein fyrir að það er Alþingi en ekki framkvæmdavaldið sem ræður þessu en langar til að vita afstöðu Steingríms til þessa út af uppsögn aksturssamninga ríkis- starfsmanna.“ Steingrímur ákvað hins vegar að tjá sig ekki. Stór hluti kjaranna Eins og sjá má hér á opnunni eiga allir þingmenn rétt á föstum starfs- kostnaðargreiðslum upp á 66.400 krónur á mánuði og mánaðarleg- um ferðakostnaðargreiðslum upp á 61.400 krónur. Þær fyrrnefndu eru skattskyldar en skatturinn get- ur lækkað gegn framvísun reikn- inga. Ekki er innheimtur skattur af síðarnefndu greiðslunum. Að auki fá þingmenn landsbyggðarkjör- dæma sem halda tvö heimili fast- ar greiðslur til að standa straum af kostnaði við heimilishald sem til er komið vegna þingsins. Ekki er inn- heimtur skattur af þeim. Þó gætu þingmenn þurft að gera grein fyrir útgjöldum á móti þessum greiðsl- um þegar kemur að gerð skatt- skýrslu. Á launaseðli þingmanns er því ekki óalgengt að þingfararkaupið standi aðeins undir 80 prósentum af föstum greiðslum þingmanns á höfuðborgarsvæðinu og aðeins 67 prósentum af kjörum þingmanna í landsbyggðarkjördæmum. Starfstengdar greiðslur þing- manna hafa staðið í stað síðustu ár. Áður voru þær endurskoðaðar einu sinni á ári til að endurspegla raunkostnað en síðustu tvö ár hef- ur verið ákveðið að láta þær standa óbreyttar í sparnaðarskyni fyrir þingið. brynjolfur@dv.is LÆKKAR RÍKISSTARFSMENN EN ÞEGIR UM ÞINGMENN Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra neitar að tjá sig um hvort hann telji að fella eigi niður ferðakostnaðargreiðslur þingmanna. Hann hefur hins vegar fyrir- skipað að föstum aksturssamningum ríkisstarfsmanna verði sagt upp. Þögull sem gröfin Segir ekki hvort sama eigi að ganga yfir þingmenn og ríkisstarfsmenn. Missti sjálfur greiðslurnar þegar hann varð ráðherra og fékk bíl og bílstjóra hjá ráðuneytinu. MYND SIGTRYGGUR ARI ÓSAMMÁLA UM SPORSLURNAR Fundað á Alþingi Þingmenn fá fastar greiðslur til að standa straum af kostnaði sínum. Þeir geta þó í sumum tilfellum aðeins fengið greitt gegn framvísun reikninga. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.