Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 29
M Æ LI R M EÐ ... MÖMMU GÓGÓ Frikki er kominn til baka. CALL OF DUTY: MODERN WARFARE 2 Í einu orði sagt rosalegur. STALÍN UNGA Verðskuldað verðlaunabók. BJARNFREÐARSYNI Öllu tjaldað til í lokahnykk um persónurnar í Vaktaseríunum og tekst frábærlega. AVATAR Stórmynd sem fólk verður að sjá í bíó. FLÓTTANUM MIKLA MEÐ MORÐINGJUNUM Frábær plata hljómsveitar í framþróun. FÓKUS 15. janúar 2009 FÖSTUDAGUR 29 FÖSTUDAGUR n Siggi Hlö á Spot Útvarpsmaðurinn Sigg Hlö sem stýrir útvarpsþættinum Veistu hver ég var? verður á Spot í Kópavogi á föstudag. Aðstandendur staðarins lofa því að Siggi muni gera allt „crazy“ og að hann verði hreint „ótrúlegur“. Miðaverð er 1.200 krónur. n Trix & Ghozt í Sjallanum Trix & Ghozt efna til dansveislu á Sjallanum um helgina. Það er langt síðan þeir félagar komu saman og spiluðu. Von er á gleðilegum træbal-tekk-hús-tónum í bland við þétta teknótónlist með dass af vókal og kryddað með grúvi. Það má búast við hita, svita og dónatónum þannig að það er þitt að mæta og kynnast þessu af eigin raun. n Kokteilbandið á Prikinu Það er Kokteilbandið sem byrjar föstudagskvöldið á Prikinu. Róleg stemming og almenn huggulegheit fram eftir kvöldi en að því loknu er það Kokoon sem tekur við. Ekki er ólíklegt að stemmingin verði hreinlega yfirþyrmandi fram eftir nóttu og það er skylda að sveifla ljósakrónunum. n Umbúðalaust í Kópavogi Leikfélag Kópavogs frumsýnir leik- ritið Umbúðalaust. Ellefu persónur. Ellefu hindranir. Óteljandi möguleik- ar. Óræðar persónur á óljósum stað eru knúnar til að taka málin í sínar hendur þegar óvænt atvik gerist. Er sá sem síðast hlær kannski sá sem náði ekki brandaranum? Nánar á kopleik.is. LAUGARDAGUR n GusGus á Selfossi GusGus spilar í Hvíta húsinu á Selfossi í fyrsta skipti laugardaginn 16. janúar. Hljómsveitin hefur gert það gott undanfarin ár bæði heima og erlendis og hefur fyllt flesta stærri skemmtistaði landsins á síðustu misserum. Þá átti hljómsveitin eitt af vinsælli lögum á landinu á árinu 2009, Add this song, sem toppaði flesta vinsældalista.  n Óli ofur á Nasa Plötusnúðurinn Óli ofur sér um stemminguna á Nasa á laugardaginn. Það orðspor sem hann hefur innan íslensku danstónlistarsenunnar er síst óverðskuldað. Hæfileika hans við plötusnúninga þekkja flestir, en ekki allir vita að hann er einnig sérlega fær hljóð- og ljósamaður. Til hans leita flestir skipuleggjendur dansviðburða hérlendis þegar þá vantar afburðaljós og -hljóð fyrir kvöldið. n Háskólasprellhelgi á Sjallanum Háksólasprellhelginni lýkur á Sjallan- um á laugardag. Þar hittast nemend- ur úr flestum háskólum landsins til að sletta úr klaufunum við magnaða partítónlist N3 plötusnúða á síðasta snúningi ásamt furðufuglinum Sigga Gunnars. 20 ára aldurstakmark. 1000 krónur í forsölu og 1500 við dyr. n Hunang á Spot Hljómsveitin Hunang leikur á Spot á laugardaginn og enn og aftur lofa aðstandendur staðarins því að allt verði „crazy“ á staðnum. Já, hreint út sagt brjálæðislegt. Hunangsmenn eru með hlutina á hreinu og hafa verið að gera allt „crazy“ í Kópavogin- um undanfarið. Hvað er að GERAST? um. Umbi spyr til dæmis á einum stað: „Á þá bara að hafa skáldlegt hugarflug í staðinn fyrir réttlæti?“ Þegar farið er að glíma við þessa spurningu í sam- hengi verksins af fullri alvöru þá held ég að hún geti valdið meiri straum- hvörfum í sýn manna á lífið og til- veruna en 10.000 prófkjörsfundir.“ Hinn þrískipti Halldór Í fyrsta hluta bókarinnar fjallar Hauk- ur um viðtökusögu bóka Halldórs sem um ræðir. Þar kemur meðal annars fram að ólíkar myndir manna af skáld- inu hafi áhrif á viðtökur bókanna og gildir það raunar um allar bækur Hall- dórs þegar líður á ferilinn og að menn endurskoði þessar hugmyndir sínar ekki þrátt fyrir ný verk hans. „Það eru í raun þrjár myndir af Halldóri sem ég skoða. Í fyrsta lagi þjóðskáldið, í öðru lagi stjórnmála- maðurinn og svo bókmenntamaður- inn. Ég bý til rammana og flokka dóm- ana en ég forðast að búa til úr þessu skotgrafir eins og þá að Morgunblaðið sé alltaf á einhverri línu frá Sjálfstæð- isflokknum eða að Árni Bergmann sé alltaf að skoða Halldór og verkin hans sem vinstrimaður af því að Árni skrifar í Þjóðviljann. Í raun læt ég lesendum bókarinnar eftir að draga þessar álykt- anir, ef þeir kæra sig um það. Sumir ritdómaranna voru afkvæmi aldamótakynslóðarinnar með inn- blásnar hugmyndir um íslenskt sjálf- stæði og ungmennafélagsanda, aðr- ir eru ungir róttæklingar með miklar og sterkar stjórnmálaskoðanir, og enn aðrir eru útlærðir bókmenntafræð- ingar sem koma til landsins með nýj- ar kenningar sem þeir beita á bækur Halldórs. Þetta eru því mjög ólík sjón- arhorn en langflestir dómaranna eru með ótrúlega mikla þekkingu bæði á verkum Halldórs og ferli hans og mér var mikið í mun að draga fram hversu lífleg og skemmtileg bókmenntaum- ræðan var á þessum tíma.“ Tónverk í textaformi Í viðtali við Matthías Johannessen í Morgunblaðinu árið 1970 kveðst Hall- dór mikið hafa hugsað um hvernig rétt sé að segja sögu til að fá lesendur til að hugsa sjálfa. Þetta finnst Hauki al- gert grundvallaratriði í verkunum sem hann er með undir í bók sinni og á þessu síðasta skeiði á ferli Nóbelsverð- launaskáldsins. Ein af leiðunum sem Halldór notar til þess að ná fram þessu markmiði sínu er að nota frásagnar- lögmál sem lesendur þekkja, að sögn Hauks. „Halldór nýtir sér glæpasagna- formið í Kristnihaldinu en líka Drakúla eins og Bjarni Bjarnason rithöfund- ur hefur bent á. Í Guðsgjafaþulu tekur hann mið af kvikmyndum og ástarsög- um, en það sem er svolítið sérstakt við Innansveitarkroniku er að menn fóru fljótlega að tala um að hún væri eins og hljómkviða úr orðum. Menn sóttu lík- ingar til tónlistar og ég fór því að kanna hvort menn hefðu gert tilraunir til að greina bókmenntatexta með hliðsjón af tónlist,“ segir Haukur sem fann slíka greiningu eftir Umberto Eco þar sem hann greinir sjónarhornaskipti í skáld- sögunni Sylvie eftir Gérard de Nerval. Haukur hefur teoríu Eco til hlið- sjónar greiningu sinni á Innansveit- arkroniku. Í þeirri mjög svo athyglis- verðu nálgun sinni á sögunni komst Haukur að því að Halldór lætur skipt- ast á milli radda í verkinu með afar markvissum hætti þannig að stundum er eins og það tali ein rödd og stundum er eins og það tali kór. „Það sem er svo skemmtilegt við bókmenntir og til dæmis þessa rit- dóma er að menn lýsa einhverjum hugmyndum eða tilfinningum sem texti vekur. Og stundum eru menn furðu samhljóma. Það er ákveðinn samhljómur í dómunum um Innan- sveitarkroniku þót það sé mjög erfitt að sýna fram á með röklegum hætti hvers vegna textinn minnir á tónverk. Mér fannst skemmtilegt að taka upp þráðinn þar sem gagnrýnendurnir sleppa honum og sjá hvort maður gæti fært rök fyrir því að það sé eitthvað til staðar í textanum sem tilfinningar þeirra byggðu á og reyna þá að skýra hvað það var í textanum sem gerði að verkum að þeir gripu til þessa orðalags frekar en einhvers annars.“ Enn óvíst hvort Auður sé höfundurinn Að lokum kveðst Haukur vilja minn- ast á grein eftir Björn Þór Vilhjálms- son bókmenntafræðing sem birtist nýverið í tímaritinu Skírni þar sem Björn fjallar um Guðsgjafaþulu. „Mér þótti gaman að sjá hversu mikill sam- hljómur er með athugunum mínum og grein Björns. Ég held líka að sumu leyti að Guðsgjafaþula sé verk sem tali skemmtilega við okkar samtíma. Ég held að mjög margt í þessari bók geti höfðað afskaplega sterkt til ungs fólks. Það er mjög margt sem er ofarlega í baugi í kvikmyndum og bókmenntum nú sem er til staðar í bókinni.“ Ætli tími Guðsgjafaþulu sé kom- inn? „Ég get náttúrlega ekki svarað því öðruvísi en játandi,“ segir Haukur. „En ég held að það myndi koma mörgum á óvart þegar þeir lesa bókina hvað það er mikið í henni, hvað hún er í raun- inni framúrstefnuleg eða síung.” Spurður hvort niðurstaða hans sé að Auður Laxness hafi ekki skrifað þessar síðustu skáldsögur Halldórs segir Haukur kíminn að niðurstað- an gefi kannski tilefni til frekari rann- sókna út frá þeirri kenningu. kristjanh@dv.is Haukur Ingvarsson „Ég hef stundum reynt að skýra þetta með því að segja að sögumaður Guðs- gjafaþulu eigi í svipuðu sambandi við Íslandsbersa og Sæmi rokk átti við Bobby Fischer.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.