Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 HELGARBLAÐ Björn fæddist á Raufarhöfn. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1948, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1957, kandidatsprófi og öðlaðist al- mennt lækningaleyfi 1958, varð við- urkenndur sérfæðingur í heimilis- lækningum 1974 og viðurkenndur sérfræðingur í embættislækningum 1974, sótti námskeið við lyflækninga- deild Hammersmith Hospital, Post- graduate Medical School of London 1965 og kynnti sér auk þess matvæla- eftirlit og fleiri þætti heilbrigðiseft- irlits, fór námsferð til Kanada og Bandaríkjanna 1973 og ferð til Nor- egs og Svíþjóðar 1975 til að kynna sér starfsemi tryggingastofnana. Björn var héraðslæknir í Flateyr- arhéraði 1958-64, starfandi lækn- ir í Reykjavík 1964-65 og 1967-74, aðstoðarborgarlæknir 1965-66 og tryggingayfirlæknir 1975-93. Eftir að Björn lét af störfum sem tryggingayfirlæknir var hann stað- gengill heilsugæslulækna víða um land, s.s. á Kirkjubæjarklaustri 1995, á Þingeyri 1996-97, á Flateyri 1996, á Sauðárkróki 1996, á Djúpavogi 1997, á Ólafsfirði 1998, í Þorlákshöfn 1998 og á Hellu og Hvolsvelli 1999. Björn var skólalæknir við Kenn- araháskóla Íslands og Réttar- holtsskólann í Reykjavík 1966-73, stundakennari í sýklafræði við Hús- mæðrakennaraskóla Íslands 1966- 73 og prófdómari í heilsufræði við Kennaraháskóla Íslands 1967-78. Björn sat í skólanefnd Flateyrar- skólahverfis 1962-64, í stjórn útgerð- arfélagsins Ásborgar hf og Fiskborg- ar hf á Flateyri 1960-62, var formaður utanfararstyrkveitinga sjúklinga frá 1975, formaður nefndar um heild- artillögur varðandi framtíðarfyr- irkomulag talmeina- og heyrnar- þjónustu og skipulag heyrnarmála hérlendis og í samninganefnd Trygg- ingastofnunar ríkisins og sjúkrasam- laga um þá þjónustu sem veitt er af þessum aðilum samkvæmt samning- um, sat í fulltrúaráði St. Jósefsspítala, stjórn Landakotsspítala, í Nordiska nämnden för handikappfrågor frá 1978 og í vinnuhópi sem gerði tillög- ur um fyrirkomulag og framkvæmd hjartaskurðlækninga hér á landi og sat í Læknaráði Íslands, var formaður lýtalækninganefndar og sat í Slysa- varnaráði Íslands. Fjölskylda Björn kvæntist 6.11. 1949 Sigríði Sigurjónsdóttur, f. 16.10. 1929, hús- móður. Foreldrar hennar voru Sig- urjón Jónsson, f. 6.8. 1907, d. 29.2. 1992, hafnarstarfsmaður í Reykjavík, og k.h., Elínborg Tómasdóttir, f. 16.9. 1906, d. 9.5. 1995, húsmóðir. Börn Björns og Sigríðar: Ön- undur Sigurjón Björnsson, f. 15.7. 1950, sóknarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð, var kvæntur Gígju Her- mannsdóttur íþróttakennara sem lést 10.12. 2000 en önnur eiginkona Önundar er Harpa Viðarsdóttir lyfja- fræðingur og eru börn Önundar Sig- ríður, f. 6.4. 1969, Eiríkur Sverrir, f. 19.9. 1974, Elínborg Harpa, f. 10.9. 1993, Björn Heimir, f. 5.5. 1996, Við- ar Gauti, f. 17.9. 1997; Elínborg Jó- hanna Björnsdóttir, f. 26.2. 1954, d. 11.1. 2006, lögmaður í Reykjavík, var gift Arnari Haukssyni yfirlækni og eru börn þeirra Björn Önundur, f. 6.4. 1980, Sigríður Ösp, f. 4.6. 1983, Haukur Júlíus, f. 13.12. 1989, og Arn- ar Vilhjálmur, f. 19.10. 1993; Sigurjón Björnsson, f. 2.10. 1955, viðskipta- fræðingur í Reykjavík og eru börn hans Sigríður, f. 23.12. 1983, Jóhann Hrafn, f. 24.12. 1997 og Juri Samp- ieri Björnsson, f. 30.12. 1998; Jó- hanna Björnsdóttir, f. 5.5. 1960, flug- freyja í Reykjavík, gift Gísla Gíslasyni hdl. og eru börn þeirra Birna, f. 17.3. 1980, Inga Hanna, f. 18.6. 1985, Lúð- vík, f. 3.7. 1992, Sigurjón, f. 11.2. 1996 og Gísli, f. 12.9. 2002; Björn Sveinn Björnsson, f. 3.6. 1966, fyrrv. sókn- arprestur á Útskálum, nú í sálfræði- námi við University of California í Bandaríkjunum, kvæntur Susönnu Lind Björnsson hárgreiðslukonu og eru börn þeirra Hanna Sóley, f. 20.4. 1994, Björn Douglas, f. 29.5. 1996, og Bríet Elínborg, f. 4.7. 2000; Tómas Björnsson, f. 5.1. 1969, iðnrekstrar- fræðingur í Reykjavík en dóttir hans er Sylvía Guðrún, f. 12.2. 1996. Björn átti hálfsystkini, samfeðra, sem eru öll látin. Þau voru Krist ján Önundarson, f. 1.8. 1901, d. 15.4. 1945, sjómaður og verkamaður á Raufarhöfn; Lúðvík Önundarson, f. 1.8. 1904, d. 10.3. 1995, sjómaður á Raufarhöfn; Björn Önundarson, f. 25.7. 1907, d. fyrir 1927; Helga Ön- undardóttir, f. 15.2. 1910, d. 18.4. 1945, húsmóðir á Raufarhöfn; Rósa Anna Önundardóttir, f. 23.11. 1911, d. 22.4. 1945, húsmóðir á Raufar- höfn; Ólöf Guðrún Önundardóttir, f. 14.2. 1916, d. 19.4. 2002, húsmóðir í Kópavogi. Foreldrar Björns voru Önundur Magnússon, f. 6.6. 1879, d. 2.9. 1945, bóndi í Kumblavík í Sauðaneshreppi, síðar verkamaður og sjómaður á Þórshöfn og Raufarhöfn, og s.k.h., Jó- hanna Stefánsdóttir, f. 19.12. 1889, d. 14.3. 1977, húsmóðir á Raufarhöfn. Ætt Önundur var sonur Magnúsar, b. á Valþjófsstöðum, Borgum og Skoru- vík Jónssonar, á Snartarstöðum Steinmóðssonar, b. í Skoruvík Torfa- sonar. Móðir Steinmóðar var Þuríður Ólafsdóttir, b. í Skoruvík Finnboga- Valur Gíslason LEIKARI - f. 15.1. 1902, d. 13.10. 1990 Valur fæddist í Reykjavík, son- ur Gísla Helgasonar, kaup- manns í Reykjavík, og k.h, Valgerðar Freysteinsdóttur húsmóður. Valur kvæntist 8.10. 1938 Lauf- eyju Árnadóttur, f. 7.6. 1916, d. 6.12. 1996, húsmóður. Foreldr- ar Laufeyjar voru Árni Eiríks- son, einn helsti leikari Reykja- víkur á sinni tíð og kaupmaður í Reykjavík, og k.h., Vilborg Runólfsdóttir. Laufey var systir Gunnars framkvæmdastjóra, föður Styrmis, fyrrv. Morgun- blaðsritstjóra. Sonur Vals og Laufeyjar er Val- ur, fyrrv. bankastjóri Íslands- banka. Bróðir Vals leikara var Garðar Svavar, kaupmaður og íþróttamaður í Hafnarfirði, faðir Guðmundar H. Garðars- sonar, framkvæmdastjóra og fyrrv. alþm. Að loknu 4. bekkjar prófi í MR starfaði Valur hjá Íslandsbanka hinum eldri 1920-1930 og hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur 1936-1950. Valur var í röð fremstu leikara þjóðarinnar um árabil. Honum var tvisvar veittur silfurlamp- inn, verðlaun Félags íslenskra leikdómenda, fyrir besta leik: Fyrir Harry Brook í Fædd í gær, 1955, og fyrir Föðurinn i sam- nefndu leikriti Strindbergs, 1958. Valur lék hjá LR 1926-1949, við Ríkisútvarpið frá 1930 og var fastráðinn við Þjóðleikhúsið frá stofnun þess 1950. Þá þýddi hann nokkur leikrit, aðallega fyrir Ríkisútvarpið. Valur sat í stjórn Leikfélags Reykjavíkur í níu ár og var for- maður þess á árunum 1949- 1955. Hann var formaður Félags íslenskra leikara 1949- 1955 og 1958-1962, sat í stjórn Bandalags íslenskra lista- manna 1950-1959 og var lengi formaður þess, sat í Þjóðleik- húsráði og í stjórn Norræna leikararáðsins. Hann var heið- ursfélagi Leikfélags Reykjavík- ur, Félags íslenskra leikara og Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Hann var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku fálka- orðu 1953 og stóriddarakrossi 1976. MINNING Björn Önundarson FYRRV. YFIRTRYGGINGALÆKNIR MERKIR ÍSLENDINGAR „Við Björn kynntumst fyrst í há- skólanum en kynntumst svo betur þegar ég tók við sem rafveitustjóri á Vestfjörðum 1959. Þá bjuggum við á Flateyri, nálægt hvor öðrum í tvö ár, ég frá 1960-63 og þá var hann hér- aðslæknir þar. Þar kynntumst við ákaflega vel og krakkarnir okkar voru mikið saman á þessum árum. Öll okkar samskipti voru mjög ánægju- leg. Björn var svolítið sérstakur – hann var ekki allra. Ekki fljóttek- inn en hann var sannur vinur vina sinna alla tíð. Hans eiginlega köllun var að vera læknir. Hann vildi bæta fólk og gera eitthvað gott fyrir fólk. Hann fylgdi þessu eftir alla leið og hafði það mjög sterkt innlegg þegar hann varð tryggingayfirlæknir. Hann átti ekki gott með að horfa upp á það þegar fólk varð undir – hann vildi alltaf hjálpa,“ segir Egill Skúli og rifjar upp góða tíma með Birni. „Hann hafði afskaplega gaman af því að fá að vita eitthvað um fólk sem kom til hans og hann hitti. Hann spurði mikið um ættir og slíkt og var mjög minnugur á þá hluti. Maður gafst upp á því að reyna að halda í við hann, því hann mundi allt svo vel. Allar tölur mundi hann, símanúm- er og annað slíkt. Það var alveg hægt að fletta upp í honum – maður þurfti ekki neina skrá þegar hann var ná- lægt. Okkar samskipti voru skemmti- leg og þægileg. Við fjölskyldurnar fórum nokkr- ar ferðir saman til sólarstranda og það var mjög gaman. Hann var mjög harður af sér að synda í köldu vatni. Þó var hann ekki vel syndur. Hann ólst upp á Raufarhöfn og þar var eng- in sundlaug á þeim tíma. En hann naut þess að fara í köld böð erlendis. Hann forðaðist að vera í sviðsljós- inu en hann hikaði þó ekki við það þegar á því þurfti að halda en hann sóttist ekki eftir því. Góður maður er fallinn frá.“ Eftirmæli EGILL SKÚLI INGIBERGSSON, FYRRVERANDI BORGARSTJÓRI f. 6.4. 1927, d. 10.1. 2010 sonar, b. á Haugsstöðum í Vopna- firði Steinmóðssonar Árnasonar, pr. í Vallanesi Þorvarðarsonar. Móðir Árna var Ingibjörg Árnadóttir, ætt- föður Burstafellsættar í Vopnafirði Brandssonar. Móðir Önundar var Jóhanna Sig- ríður Jónsdóttir. Jóhanna, móðir Björns, var systir Eiríks, vitavarðar og b. á Rifi á Rifs- tanga, föður Leifs, skólastjóra á Rauf- arhöfn og yfirkennara í Garðabæ, og systir Guðmundar, b. á Harðbak á Melrakkasléttu, afa læknanna Guð- mundar, Gests og Eiríks Þorgeirs- sona. Þá var Jóhanna systir Arn- þrúðar, ömmu Vigdísar Grímsdóttur rithöfundar. Jóhanna var dóttir Stef- áns, b. á Skinnalóni Jónssonar, og Kristínar Guðbjargar Jónsdóttur hús- freyju. Útför Björns fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21.1. kl. 11.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.