Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 14
Konan á upplýsingamiðstöðinni í Richmond-hverfinu í útjarðri Lund- únaborgar kannaðist ekkert við Greenlink Walk-götuna í auðmann- anýlendunni Kew Riverside þegar blaðamann DV bara að garði á mið- vikudaginn. Kew Riverside er stærsta nýlenda íslenskra auðmanna í Lund- únum. Hvergi í borginni búa eins margir Íslendingar tengdir útrásinni alræmdu á eins litlu svæði í þessari borg. Meðal íbúa lúxusheimilanna á Kew Riverside-svæðinu, sem er af- girt og vaktað af öryggisvörðum allan sólarhringinn, eru Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþingsbankans Singer og Fried- lander, Gunnar Sigurðsson, fyrrver- andi forstjóri Baugs í Bretlandi, og Linda Stefánsdóttir, fyrrverandi eig- inkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Fyrst og fremst hafði DV áhuga á að líta á heimkynni Ármanns og Gunnars. Ármann rekur ráðgjafar- fyrirtæki í London í dag ásamt öðr- um fyrrverandi Kaupþingsmanni en Gunnar er stjórnarformaður leikfangaverslunarinnar Hamleys sem var áður í eigu Baugs. Húsið sem Gunnar býr í er í eigu Bjarna Ármannssonar en það var hluti af starfslokasamningi hans við Glitni árið 2007 að hann leigði Baugi hús- ið til 10 ára. Vissi ekkert Þrátt fyrir að blaðamaður DV full- yrti að svæðið væri í Richmond fann konan á upplýsingamiðstöðinni engar upplýsingar um Greenlink- götuna, þar sem þeir Ármann og Gunnar búa hlið við hlið steinsnar frá Thames-ánni, í kortabókum sín- um um Richmond. Ekkert bólaði á Greenlink, alveg eins og blaðamað- ur DV hafði gripið í tómt þegar hann reyndi að nota GPS-tæki sitt til að leiðsegja sér að svæðinu. Greenlink-gatan kom svo ekki í leitirnar fyrr en eftir að starfs- maður upplýsingamiðstöðvarinnar hafði „gúgglað“ götuheitið og fann það á nýlegu korti af Richmond í tölvunni sinni. Kew Riverside-hverf- ið er svo nýlegt að það kemur ekki fyrir á kortum upplýsingamiðstöðv- arinnar. Greenlink í stað ruslahauga Þegar konan á upplýsingamiðstöð- inni bar kortin tvö saman komst hún svo að því að þar sem Kew Riverside og Greenlink-gatan standa voru áður ruslahaugar. „Refuse dump“ stóð á kortinu hennar á nákvæmlega sama stað og stóð „Greenlink“ á nýja kort- inu. Starfsmaðurinn hafði orð á því að ekki væri því skrítið að hann hefði ekki fundið svæðið í fyrstu tilraun. Við nánari athugun á nágrenni Kew Riverside kom reyndar í ljós að ekki var skrítið að ruslahaugarnir hefðu áður staðið á þessu svæði þar sem einhver snjall og gírugur fjárfest- ir hafði nú líklega byggt þessar sálar- lausu húsaþyrpingar sem blaðamað- ur átti síðar eftir að berja augum. Að Kew Riverside liggja nefnilega verksmiðja sem endurvinnur rusl – einhvers konar Sorpa þeirra Breta – verksmiðja sem tekur við skólp- inu frá húsunum í Richmond og svo Hammersmith-kirkjugarðurinn með tilheyrandi brennsluofni. Auðmannanýlendu þessari, þar sem húsin kosta í kringum 2 milljónir punda eða um 400 milljónir og útlagar úr íslenska fjármálaheiminum draga fram lúxuslíf sitt í skugga efnahagshrunsins, var því plantað ofan á svæði þar sem mannlegur úrgangur í víðum skilningi er geymd- ur og endurunninn. Þangað flykkjast Íslendingarnir sem stjórn- uðu út- rásinni til að fá að vera í friði frá um- heiminum á afviknum, öruggum og afgirtum stað þar sem skilti segja blaðamönnum og öðrum vegfar- endum að þeir séu ekki velkomnir: „Gestir skulu tilkynna sig til örygg- isvarðanna“, stendur skrifað á einu þeirra við rammgert hliðið. Blaða- maður stoppar því ekki lengi við hús Ármanns og Gunnars á Green Link, enda ljóst að umheimurinn er ekki sérlega velkominn í þessa lokuðu paradís. Viðræður blaðamanns við Íslend- inga í London benda reyndar til að mikið hafi verið rætt um það í Bret- landi á síðustu árum hvort það sé boðlegt að byggja hús á svæðum þar sem áður voru ruslahaugar. Lund- únaborg er þéttbyggð og er sífelldur skortur á byggingalandi ástæðan fyr- ir því að í einhverjum tilfellum, líkt og á Kew Riverside, hefur verið grip- ið til þess ráðs að ryðja ruslahaugun- um í burtu og byggja á því mannabú- staði. Sitt sýnist hverjum í Bretlandi um að búa á slíku svæði og eru ein rökin sem nefnd hafa verið gegn því þau að hugsanlega sé það slæmt fyr- ir heilsu manna. Íslenskir auðmenn hafa þó ekki látið þetta stöðva sig í því fjárfesta í húsunum á svæðinu. Björgólfur og Hannes í Notting Hill Á meðan stærsta Íslendinganýlend- an er á ruslahaugunum í Richmond búa margir aðrir íslenskir auðmenn á víð og dreif um borgina. Ýmsir þeirra búa reyndar í hverfum sem tvímæla- laust eru meira heillandi en Rich- mond-hverfið sem er dálítið eins og evrópsk útgáfa af búsetuformi sem tíðkast mjög á Flórída í Bandaríkj- un um. Verktakar byggja mörg hús, eða íbúðir, sem líta nokk- urn veginn eins út og girða þau af með víggirð- ingum. Þau 14 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FRÉTTIR ÍSLENSKIR AUÐMENN Í LONDON Íslensku útrásarvíkingarnir í London búa á misheillandi stöð- um. Sumir búa í hverfum sem eru með þeim fallegri í heiminum á meðan aðrir búa á Flórídalegum, afgirtum svæðum þar sem áður voru öskuhaugar. Blaðamaður DV fór á slóðir útrásarvík- inganna í London og forvitnaðist um stöðu þeirra. INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is eru síðan seld sem lúxusheimili eða lúxusíbúðir til að vel stæðs fólks sem telur öryggi sínu betur borgið innan rammgerðra veggja. Tveir af þessum mönnum eru Hannes Smárason, fyrrverandi stjórnarformaður FL-Group og fjár- festir og Björgólfur Thor Björgólfs- son, fjárfestir og fyrrum meirihluta- eigandi Landsbankans. Báðir búa þeir í hinu mjög svo fallega og sjar- merandi Notting Hill-hverfi sem margir kannast örugglega við úr samnefndri kvikmynd með Hugh Grant í aðalhlutverki. Flestir eru sammála um að fá hverfi í Lundún- um séu fallegri og það er staðsett í hjarta borgarinnar. Björgólfur og Hannes búa steinsnar hvor frá öðr- um í Notting Hill – þó ekki eins nálægt og Ármann og Gunnar. Hægt er að ganga á milli húsanna þeirra á um hálf- tíma eða svo. Þegar blaða- mann DV bar að húsi Hannesar var ekki ljóst hvort ein- hver var heima eða ekki. Gljáfægð Range Rover-bifreið stóð fyrir framan húsið sem er hið glæsilegasta, enda keypti Hannes það fyrir meira en 600 milljónir króna síðastliðið vor, samkvæmt því sem kom fram í pistli Sigrúnar Davíðs- dóttur í Speglinum fyrir skömmu. Sigrún greindi líka frá því að hús- ið væri skráð á eignarhaldsfélagið Cod rington, sem er í skattaskjólinu Guernsey á Ermarsundi, og að ekki væri hægt að komast yfir upplýsingar um hver ætti þetta eignarhaldsfélag. Ekki er vitað við hvað Hannes er að sýsla í London þessa dagana en hann hefur látið afar lítið fyrir sér fara frá hruninu 2008 og ekki veitt fjölmiðlum viðtal. Hannes hefur hins vegar sést í fylgd Magnúsar Ár- manns, sem kenndur er við eignar- haldsfélagið Imon, sem einnig býr í Lundúnum. Ekki er vitað til þess að Hannes hafi verið rann- sakaður vegna efnahags- hrunsins en Magnús er með réttarstöðu grunaðs manns vegna rannsókn- ar sérstaks saksóknara á kaupum Imons á hluta- bréfum í Landsbankan- um skömmu fyrir hrun. Hús Björgólfs er svo enn dýrara en hús Hann- esar en Sigrún greindi frá því að það væri metið á um 1,5 milljarða króna. Björgólfur hefur átt húsið lengi, frá ár- inu 2001 Á meðan stærsta Ís- lendinganýlendan er á ruslahaugunum í Rich- mond búa margir aðrir íslenskir auðmenn á víð og dreif um borgina. Big Ben Eitt frægasta tákn borgarinnar þar sem margir íslenskir útrásarvíkingar búa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.