Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 31
HELGARVIÐTAL 15. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 31 að er á Salatbarnum í Skeifunni sem blaðamaður bíður eftir Loga Geirs- syni, handknattleiksmanni og silfur- hetju úr Hafnarfirði. Logi er við æfingar með landsliði Íslands þessa dagana en það undirbýr sig nú af kappi fyrir Evr- ópumótið í Austurríki sem hefst á þriðjudag. Þótt blaðamaður hafi ekki útsýni að dyrunum fer ekk- ert á milli mála þegar Logi mætir. Heilt kvenna- handboltalið sem situr að snæðingi á staðnum lít- ur upp í einu og eigandinn tekur Loga strax tali. Hann er mættur með kærustuna sína, gullfallegu körfuknattleikskonuna Ingbjörgu Elvu Vilbergs- dóttur, sem gengur með þeirra fyrsta barn. Logi er að sjálfsögðu stífgelaður, í þröngum leðurjakka og brosandi út að eyrum. ÁTTI BARA EFTIR AÐ LÁTA BOLTANN TALA Logi Geirsson er af handboltaættum. Faðir hans er einn dáðasti handknattleiksmaður Íslands- sögunnar, Geir Hallsteinsson, sem er, í eins bók- staflegri merkingu og hægt er, þekktur fyrir sín þrumuskot. Hvernig ætli það hafi verið að alast upp í FH meðvitaður um að vera sonur föður síns? „Það var áskorun alveg frá upphafi,“ svarar Logi um hæl. „Það var alltaf verið að tala um pabba úti um allt. Mínar fyrstu minningar tengjast því að það voru alltaf sjónvarpsvélar heima að mynda hann, annaðhvort þar eða gangandi með fram tjörninni. Stundum fékk ég að vera með,“ segir Logi og minnist sérstaklega eins þáttar um föður sinn. „Ég man eftir sjónvarpsþætti um hann sem hét „Að láta boltann tala“. Það snerist um það eina sem hann átti eftir að gera við handbolta, að láta hann tala,“ segir Logi og skellir upp úr. ÆTLAR AÐ VERÐA BETRI EN PABBI Geir hætti frekar ungur í handbolta og eignaðist Loga tiltölulega seint, því sá Logi föður sinn aldrei spila. Hann komst líka frekar seint að því hversu rosalegur faðir hans hafði verið. „Pabbi er nátt- úrlega alveg hinum megin á skalanum miðað við mig. Hann dregur allt til baka og er mjög hógvær. Pabbi hefur aldrei verið að draga fram neitt um sig og það var ekki fyrr en ég komst á unglingsaldur- inn að ég fór að finna blaðaúrklippur og svona þeg- ar ég var að grúska í læstum skápum. Þar fann ég stílabækur með myndum af honum og svo fann ég líka hótunarbréf þar sem stóð að ef hann myndi fara frá FH myndi flugvélin hrapa. Þetta var alveg ótrúlegt að sjá margt af þessu,“ segir Logi en þrátt fyrir frægð föður hans fann Logi aldrei fyrir neinni pressu á að fara í handbolta. „Pabbi kastaði aldrei til mín bolta. Ég hef nú ekki einu sinni séð hann kasta bolta yfir höfuð. Hann hætti frekar ungur og þá var einhvern veg- inn handboltinn bara að baki hjá honum. Hann snéri sér bara að þjálfun,“ segir Logi en í gegnum þjálfun föður síns fór Logi að hafa meiri og meiri áhuga á handbolta. Það var samt að stórum hluta fólkið í kringum Loga sem kveikti í keppnisskapinu í honum. „Það var alltaf verið að segja við mig, bæði í gríni og alvöru, að ég yrði aldrei jafngóður og pabbi. Það kveikti bara í mér. Það spilar enn þá rosalega stórt hlutverk í lífi mínu að ég ætlaði að verða betri en pabbi í handbolta og það er enn á stefnuskránni, hvort sem ég er búinn að ná lengra eða ekki,“ seg- ir Logi. TÓK ALDREI STERA Í dag er Logi jafnþekktur fyrir hárið og vöðvana, eða byssurnar eins og hann kallar til dæmis upp- handleggina svo gjarnan. Hann hefur þó ekki allt- af verið jafnstór og hann er í dag. Langt í frá. „Við bræðurnir vorum mjög seinþroska líkamlega. Ég var alveg þremur til fjórum árum á eftir öllum. Ég hætti meira að segja í handbolta í 1–2 ár því það voru allir orðnir miklu stærri og þyngri en ég. En þá fór ég bara að lyfta og var ákveðinn í að draum- urinn væri ekkert búinn,“ segir Logi en þegar hann kom aftur inn í handboltann, 17 kílóum þyngri eft- ir 18 mánaða fjarveru, fóru strax sögusagnir um steranotkun í gang. „Það héldu það margir á þessum tíma enda þyngdist ég alveg fáránlega. Ég er samt síðasti maðurinn sem myndi fara í eitthvað svoleiðis. Ég get alveg sagt það að ég hafi búið mér til þennan líkama sjálfur með mínum æfingum,“ segir hann. LÉK VIÐ LITLU KRAKKANA Logi viðurkennir að hann sakni svolítið gömlu tímanna þegar hann var að mótast sem hand- boltamaður og persóna. „Ég hugsaði rosalega ein- beitt á þessum tíma og var með skýr markmið. Ég einangraði mig frá vinum mínum þegar þeir fóru að skemmta sér, var frekar bara heima að horfa á handboltaleiki eða gera eitthvað annað,“ segir hann. „Svo var ég oft úti á velli með litlu krökkunum í handbolta, ég er nú þekktur fyrir það í Hafnarfirði. Ég var farinn að mæta á bíl þegar sumir voru ný- byrjaðir að hjóla. En þetta var rosalega gaman. Við bjuggum þarna til Hauka á móti FH og spiluðum mikið,“ segir Logi og viðurkennir alveg að hann hafi sætt skotum fyrir þetta á sínum tíma. „Jú, jú, það var alltaf eitthvað. Það var oft sagt að Logi ætti enga vini, hann væri bara alltaf með einhverjum smábörnum,“ segir Logi og hlær. FÓR Í DRAUMALIÐIÐ Fólk hætti snögglega að hlæja að Loga nokkrum árum síðar þegar hann dúkkaði allt í einu upp í einu besta liðinu í þýsku úrvalsdeildinni, Lem- go. Logi uppskar þar svo sannarlega eins og hann hafði sáð til þar sem það var einmitt liðið sem hann langaði í. „Ég ætlaði mér alltaf að spila með Lemgo. Það var verið að sýna frá þýska boltanum á þess- um tíma og þá var Lemgo meistari. Svo var ég bara mættur þarna út rétt um tvítugt. Þetta var náttúru- lega ótrúlegt á sínum tíma og ég man að fólk skildi þetta ekkert. Við í FH vorum líka ekkert að gera miklar rósir og vorum í neðri hluta deildarinnar. Svo var ég ekki einu sinni búinn að stimpla mig inn í landsliðið,“ segir Logi. Sögurnar voru líka mikið þannig að hann myndi snúa fljótt heim aftur með skottið á milli lappanna. Logi minnist á spjallsíðu þar sem framtíð hans hjá Lemgo var rædd til þrautar af sjálfskipuðum spek- ingum. Þar höfðu margir litla trú á Hafnfirðingn- um unga. „Það var verið að reyna að brjóta mann niður. En maður fær bara þykkan skráp við svona. Ég man að á sínum tíma gátu hlutir sem voru sagðir við mig eða um mig setið í mér í viku. Í dag fer allt svona bara fram hjá manni. Það er ótrúlegt hvað atvinnumennskan og hvað maður upplifir í gegn- um þá vinnu herðir mann,“ segir hann. BREYTTI SÉR FYRIR DRAUMINN „Það fyndnasta við alla söguna er hvernig ég komst út til Lemgo,“ segir Logi. „Lemgo var að leita að hornamanni en ég var að spila sem skytta hér heima. Því breytti ég mér í hornamann í smátíma. Ég fór á séræfingar með bróður mínum í Kapla- krika og fékk Hilmar Guðmundsson markvörð til að standa í rammanum. Mér finnst sjálfum svolít- ið magnað hvernig ég spilaði þetta, ég ætlaði mér þetta bara svo mikið,“ segir hann. Þegar Logi kom síðan út vildi hann bara komast á æfingu. „Ég vissi ekki einu sinni hvar ég myndi búa, ég vildi bara komast á æfingu. Liðið bauð mér að koma út að skoða íbúðir en ég sagði að ég mætti engan tíma missa í það, það skipti mig engu mál, liðið yrði bara að finna handa mér íbúð. Þegar ég mætti svo skutlaði einhver maður mér, pabba og mömmu á nýja staðinn sem var lítil íbúð fyrir ofan banka. Ég var meira en ánægður með það á þeim tíma.“ ERFITT EN SKEMMTILEGT ÁR Skoðað út frá handboltanum hefur árið hjá Loga verið vont og erfitt. Hann er búinn að vera meiddur meira og minna frá því í febrúar og í sumar yfirgef- ur hann Lemgo. Á sama tíma hefur svo margt gerst í lífi hans sem er jákvætt. „Þetta ár er búið að vera fáránlega skemmtilegt þrátt fyrir allt. Ég kynnt- ist kærustunni minni og á von á barni, því myndi ég ekki skipta út fyrir Evrópumeistaratitil. Ég og Björgvin Páll settum Silver-gelið á laggirnar og einkaþjálfaranámið gengur frábærlega. Ég hef ver- ið að velta hlutunum mikið fyrir mér. Eins og ég sé þetta fyrir mér er þetta bara ég, tuttugu og sjö ára, punktur, bil, og nú hefst ný saga. Það er kominn punktur við þennan kafla í handriti lífsins,“ segir Logi en bætir við: „Hvað handboltann varðar hefur árið þó ekki verið jafngott. En þá er gott að vera með eitt og ann- að til að grípa í eins og bækurnar og gelbransann. Ef ég væri einn þarna úti að gera ekki neitt, meidd- ur, þá væri ég líklega orðinn þunglyndur. Sem betur fer á ég góða að, fjölskyldu og kærustu sem er íþróttafólk og veit hvað það er að vera meiddur, þannig að ég fæ mikinn stuðning sem er ómetan- legur.“ GÆTI HÆTT „Ég var nú bara að koma af fundi með umboðs- manni sem er með puttana í hinu og þessu fyrir mig,“ svarar Logi aðspurður um næsta skref. „Það er ýmislegt í gangi en ekkert stórkostlegt. Hand- boltamarkaðurinn í augnablikinu er ekkert sá já- kvæðasti. Ég er náttúrulega búinn að vera á dúnd- ursamningi hjá Lemgo þar sem ég toppaði rétt um það leyti sem ég skrifaði undir á sínum tíma. En núna vegna kreppunnar og þess sem er að gerast í handboltaheiminum veit ég að næsti samning- ur verður aldrei jafngóður, því miður. Ég ætla bara að sjá til hvað ég geri. Ég er samt búinn að taka þá ákvörðun að ég ætla að taka íþróttina og gleðina fram yfir peninginn,“ segir Logi. Hann segist vilja hafa gaman af því að spila handbolta og vera þá tilbúinn að taka á sig ein- hverja launalækkun en hann setur þó stefnuna hátt. „Ég myndi frekar hætta í handbolta en spila með einhverju lélegu liði í Þýskalandi. Ég veit ekki hvort það er stolt eða hvað, en ef það koma ekki góð tilboð frá góðum liðum þá er handboltinn eng- in endastöð,“ segir hann. Smá fát kemur á blaða- mann, hætta? Gætirðu lifað með því? „Að sjálfsögðu gæti ég það alveg. Ég er klár á því. Það er auðvitað aftast í goggunarröðinni að hætta en ég nenni ekki einhverju dútli. Þá frek- ar kem ég heim og bý til mína fjölskyldu. Ég verð að hafa eitthvað gott upp úr þessu,“ svarar Logi ákveðinn. FJÖLSKYLDAN FRAM YFIR SPORTBÍLANA Síðan Logi fór utan hefur hann stytt sér stund- ir með ýmiss konar áhugamálum. Aðallega hefur það verið að keyra sportbíla og mótorhjól. Logi lítur á Ingibjörgu, kærust- una sína sem situr við í lífi Loga Ég myndi frekar hætta í handbolta en spila með einhverju lélegu liði í Þýskalandi. DULARFULLUR Logi segir giftingu á næsta leiti. Grín eða ekki? MYND KRISTINN MAGNÚSSON NÝTT UPPHAF Logi og Ingibjörg eiga von á barni og nú hefst nýtt líf hjá Loga. MYND KRISTINN MAGNÚSSON Ætli þetta endi ekki með giftingu bráðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.