Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009
NAFN OG ALDUR?
„Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, 18 ára.“
ATVINNA?
„Starfsmaður í The Body Shop.“
HJÚSKAPARSTAÐA?
„Í sambandi við Björn Bergmann.“
FJÖLDI BARNA?
„0.“
HEFUR ÞÚ ÁTT GÆLUDÝR?
„Já, ég hef alltaf átt gæludýr. Mamma er sjúk í kis-
ur þannig að ég á þrjá ketti og einn hund í augna-
blikinu.“
HVAÐA TÓNLEIKA FÓRST ÞÚ Á SÍÐAST?
„Eric Clapton-tónleika í London með pabba mín-
um.“
HEFUR ÞÚ KOMIST Í KAST VIÐ LÖGIN?
„Nei.“
HVER ER UPPÁHALDSFLÍKIN ÞÍN OG AF HVERJU?
„All Saints-leðurjakkinn minn, ótrúlega þægi-
legur og passar við flest allt.“
HEFUR ÞÚ FARIÐ Í MEGRUN?
„Nei, get nú ekki sagt það, hef samt oft breytt um
mataræði og reynt að borða hollari mat.“
HEFUR ÞÚ TEKIÐ ÞÁTT Í SKIPULÖGÐUM
MÓTMÆLUM?
„Nei.“
TRÚIR ÞÚ Á FRAMHALDSLÍF?
„Já, klárlega. Það hlýtur að vera annað líf eftir
þetta.“
HVAÐA LAG SKAMMAST ÞÚ ÞÍN MEST FYRIR AÐ
HAFA HALDIÐ UPP Á?
„Baby got back með Sir Mix-a-lot.“
HVAÐA LAG KVEIKIR Í ÞÉR?
„Held mikið upp á Closer með Kings of Leon
þessa dagana.“
TIL HVERS HLAKKAR ÞÚ NÚNA?
„Að fara til Noregs að hitta Björn.“
HVAÐA MYND GETUR ÞÚ HORFT Á AFTUR OG AFTUR
OG AF HVERJU?
„White Chicks, hlæ endalaust að þessari mynd og
Forgetting Sarah Marshall.“
AFREK VIKUNNAR?
„Byrjuð aftur í hollu mataræði og ræktinni eftir
jólasukkið.“
HEFUR ÞÚ LÁTIÐ SPÁ FYRIR ÞÉR?
„Já, geri það meira að segja reglulega, bara snilld.“
SPILAR ÞÚ Á HLJÓÐFÆRI?
„Nei, en ég lærði samt á píanó og
fiðlu þegar ég var yngri.“
VILTU AÐ ÍSLAND GANGI Í EVRÓPU-
SAMBANDIÐ?
„Ég er ekki viss um að það myndi leysa
peningavandamál okkar Íslendinga en ég geri
mér samt grein fyrir því að krónan er vandamál í
dag.“
HVAÐ ER MIKILVÆGAST Í LÍFINU?
„Að vera hamingjusamur.“
HVAÐA ÍSLENSKA RÁÐAMANN MYNDIR ÞÚ VILJA
HELLA FULLAN OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ?
„Ef ég myndi vilja hella einhvern fullan og fara á
trúnó, þá væri það allavega ekki ráðamaður.“
HVAÐA FRÆGA EINSTAKLING MYND-
IR ÞÚ HELST VILJA HITTA OG AF
HVERJU?
„Audrey Hepburn. Hún var bara
svo flott kona sem naut mikillar
velgengni.“
HEFUR ÞÚ ORT LJÓÐ?
„Ekki nýlega, en var alltaf að semja ljóð til
mömmu og pabba þegar ég var yngri.“
NÝLEGT PRAKKARASTRIK?
„Ég er alltaf þæg.“
HVAÐA FRÆGA EINSTAKLINGI LÍKIST ÞÚ MEST?
„Engum sem ég veit um.“
ERTU MEÐ EINHVERJA LEYNDA HÆFILEIKA?
„Það er alltaf jafnleiðinlegt að segja þetta en nei,
ég hef bara enga leynda hæfileika.“
Á AÐ LEYFA ÖNNUR VÍMUEFNI EN ÁFENGI?
„Nei.“
HVER ER UPPÁHALDSSTAÐURINN ÞINN?
„Paradísarlaut, gullfallegur staður í Borgarfirði.“
HVAÐ ER ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ GERIR ÁÐUR EN ÞÚ
FERÐ AÐ SOFA?
„Segi góða nótt við Láru og set á mig handáburð.“
HVER ER LEIÐ ÍSLANDS ÚT ÚR KREPPUNNI?
„Vera bjartsýn og þolinmóð, nýta kraftinn í okkur
sjálfum og hugmyndaflugið til að skapa verð-
mæti.“
asdisbjorg@dv.is
Guðrún Dögg Rúnarsdóttir, fegurðardrottning Íslands, er
nýkomin heim frá Afríku þar sem hún keppti um titilinn
ungfrú heimur. Hún segist þæg stelpa sem telur hamingjuna
það mikilvægasta í lífinu.
ER ALLTAF ÞÆGUmboðs- og söluaðiliBirkiaska ehf.sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkilauf
– VERKIN TALA
Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200
www.velfang.is • velfang@velfang.is
Fr
um
Nýtt og traust umboð
fyrir á Íslandi
varahlutir
þjónusta
verkstæði
vélar
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Minnistöflur
NICOLAI
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455