Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 34
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Jón M. Jónsson FYRRV. BÓNDI Í HVÍTANESI Í VESTUR-LANDEYJUM Jón fæddist í Miðkoti í Vestur-Land- eyjum í Rangárvallasýslu og ólst þar upp í foreldrahúsum við öll almenn sveitastörf. Hann flutti með foreldr- um sínum að Hvítanesi í V-Land- eyjum árið 1937, sem þá var eyði- býli, en þeir feðgar byggðu það upp næstu árin. Jón tók svo við búi foreldra sinna árið 1946 og bjó með blandaðan bú- skap til ársins 1986. Með búskapn- um stundaði Jón smíðar vítt og breitt um sveitir. Jón var virkur í ýmsum félags- málum, tók m.a. þátt í ungmennafé- lagsstarfi, sveitarstjórnarmálum og kórastarfi en söngur var, og er enn, stór þáttur í lífi hans. Jón býr enn í Hvítanesi með eig- inkonu sinni og er mjög virkur í starfi eldri borgara í sýslunni. Fjölskylda Jón kvæntist 13.11. 1943 Ástu Helga- dóttur, f. 26.5.1920, húsfreyju. Hún er dóttir Helga Pálssonar frá Ey I, í Vestur-Landeyjum og k.h., Margrét- ar Árnadóttur, frá Lágafelli í Austur- Landeyjum. Börn Jóns og Ástu eru Elín, f. 3.12. 1944, maki Sigurður Sigmundsson; Margrét Helga, f. 9.11. 1945, maki Ingimundur G. Vilhjálmsson; Vil- borg Alda, f. 9.11. 1949; Barbára f. 22.8. 1951, maki Örn Hlíðdal; Sig- rún Margrét, f. 14.5. 1958, maki Árni Þorgilsson. Barnabörn Jóns og Ástu eru nítj- án talsins og barnabarnabörn eru nú orðin tuttugu og sex talsins. Systur Jóns eru allar látnar en þær voru: Anna Ágústa, Ingibjörg, Salvör Sumarrós og María. Foreldrar Jóns voru Jón Tómas- son frá Arnarhóli og Elín Ísaksdóttir frá Miðkoti. 90 ÁRA SL. MIÐVIKUDAG 70 ÁRA Á SUNNUDAG Örn Guðmundsson FYRRV. SKÓLASTJÓRI LISTDANSSKÓLA ÍSLANDS Örn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við versl- unarskóla í London 1957-62 og lærði auk þess geðhjúkrun í London í eitt ár. Þá lauk hann danskennaraprófi frá Dansskóla Hermanns Ragnars Stef- ánssonar 1964. Örn stundaði síðar MA-nám við University of Leeds frá 2006 og lauk þar prófum 2007. Hann hóf síðan leiðsögunám haustið 2008 og lauk því vorið 2009. Örn tók þátt í flestum söngleikj- um og ballettuppfærslum í Þjóðleik- húsinu á árunum 1969-73, var í hluta- starfi sem framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins frá stofnun 1973-77 og var fastráðinn framkvæmdastjóri og dansari við flokkinn 1977-89. Örn stofnaði heildverslunina Lenu 1986 og starfrækti hana til 1990, varð héraðslistamaður á Álandseyjum og búsettur þar 1990-97 en þar starf- aði hann við danskennslu og kynn- ingu á listdansi og samkvæmisdansi. Auk þess stofnsetti hann dansskóla á Álandseyjum sem hann stýrði til 1997 en skólinn er nú ríkisrekinn. Er Örn kom aftur til Íslands 1997 varð hann skólastjóri Listdansskóla Íslands og gegndi því starfi til 2006. Hann hefur verið leiðsögumaður hér á landi frá 2009. Örn var ritari Danskennnarasam- bands Íslands í tvö ár, formaður Fé- lags íslenskra listdansara í sex ár, sat í stjórn Bandalags íslenskra lista- manna, í stjórn Danskennarasam- bands Íslands, sat í norrænu dans- og leiklistarnefndinni, NORDSCEN, 1986-90, fyrst sem fulltrúi Íslands, síðan sem fulltrúi Álandseyja og loks aftur sem fulltrúi Íslands,var fulltrúi dansmenntunar á Íslandi í ELIA, Eur- opean Leaqeu of the Art, 1999-2006 og sat í stjórn ELIA fyrir hönd Norður- landanna 2004-2006. Fjölskylda Örn kvæntist þann 18.9. 1965 Petru Gísladóttur, f. 15.9. 1944, hárgreiðslu- meistara og danskennara. Foreldr- ar hennar voru Gísli Guðmundsson vörubílstjóri og Guðrún Sumarliða- dóttir húsmóðir sem eru látin. Dætur Arnar og Petru eru Hild- ur, f. 16.5. 1966, sjúkraliði í Reykja- vík en maður hennar er Árni Gunnar Sveinsson húsasmíðameistari og eiga þau þrjú börn; Rut, f. 12.5. 1974, versl- unarmaður hjá Útilífi, búsett í Reykja- vík og á hún tvö börn. Systur Arnar eru Guðrún, f. 9.3. 1945, búsett í Bandaríkjunum, gift Georg Petersen, og eiga þau einn son; Svava, f. 10.6. 1950, húsmóðir í Reykjavík og á hún tvö börn en sam- býlismaður hennar er Jón Jónsson; Erla, f. 31.1. 1959, starfar á lögfræði- skrifstofu, gift Hlöðveri Ólafssyni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Arnar eru Guðmundur Nikulásson, f. 24.6. 1919, d. 20.7. 1994, lengst af starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og Margrét Ingimundar- dóttir, f. 8.8. 1921, húsmóðir í Reykja- vík. Ætt Guðmundur er sonur Nikulásar, línumanns í Reykjavík Pálssonar, tré- smiðs á Eyrarbakka og í Reykjavík Jónssonar, b. á Sámsstöðum Hall- dórssonar, b. í Vatnsdal Pálssonar, b. á Uxahrygg Arnbjörnssonar, b. á Uxahrygg Ögmundssonar. Móðir Páls Jónssonar var Guðrún Jónsdótt- ir, hreppstjóra í Flagveltu Ingvars- sonar, á Stóru-Völlum Magnússon- ar, í Þjórsárholti Einarssonar. Móðir Guðrúnar var Þórunn Jónsdóttir, b. í Holti á Landi Bjarnasonar, ættföður Víkingslækjarættar Halldórssonar. Móðir Nikulásar Pálssonar var Fides Guðmundsdóttir, b. á Vilborgarstöð- um í Vestmannaeyjum Ólafssonar, í Dölum í Vestmannaeyjum Jónsson- ar, í Forsæti í Landeyjum Ólafssonar, á Ytrihóli í Landeyjum,Ormssonar, á Stóra-Moshvoli Jónssonar. Móðir Guðmundar Nikulássonar var Guð- rún Guðmundsdóttir, b. á Glóru á Kjalarnesi Guðmundssonar, b. á Ár- velli á Kjalarnesi Guðmundsson- ar, b. í Hvammi í Kjós Jónssonar, b. á Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd Þorlákssonar. Móðir Guðmund- ar á Glóru var Guðný Jónsdóttir frá Reynivöllum. Margrét, móðir Arnar, er dótt- ir Ingimundar Jónssonar, bílstjóra í Reykjavík, og Ingibjargar Guðmunds- dóttur. Valur fæddist að Strýtu við Hamarsfjörð en ólst upp að Merki við Hamarsfjörð. Hann stundaði barna- og unglingaskólanám á Djúpavogi en flutti suður 1952. Valur starfaði á Keflavíkurflugvelli til 1955 en flutti í Garðinn 1956 og stundaði þar öll almenn störf til lands og sjávar, m.a. hjá Gauksstöðum hf., Hrað- frystihúsi Gerðabáta hf. og Fiskverkun Karls Njáls- sonar. Hann starfaði við mötuneyti varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli frá 1980 til 2003. Valur sat í stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Gerðahrepps (Verkalýðs- og sjómannafélags Suður- nesja) í nokkur ár og var formaður björgunarsveitar- innar í Garði (nú Ægir). Fjölskylda Valur kvæntist 25.12. 1956 Jóhönnu Andreu Markús- dóttur, f. 18.8. 1935, húsmóður og verkakonu. Hún er dóttir Markúsar Guðmundssonar og Þórunnar Ingi- mundardóttur í Bjargarsteini í Garði sem bæði eru lát- in. Börn Vals og Jóhönnu Andreu eru Þórunn Ólöf, f. 14.9. 1956, búsett í Keflavík; Kristinn Ingi, f. 25.8. 1958, búsettur í Garði; Markús Karl, f. 17.8. 1962, búsettur í Ytri-Njarðvík; Guðni Stef- án, f. 27.12. 1965, búsettur í Garði; Daníel Þór, f. 28.2. 1973, búsettur í Reykjavík. Systkini Vals eru Sigurður Vilhelm, f. 31.12. 1936, bóndi á Skarði í Breiðdal í Suð- ur-Múlasýslu, kvæntur Ásdísi Gísladóttur og eiga þau tvo syni; Gerður Kristín, f. 3.5. 1941, búsett í Hafnarfirði, var gift Kristjáni B. Sigurðssyni sem er látinn og eign- uðust þau sjö börn en sex þeirra eru á lífi; Sigurbjörg, f. 6.10. 1942, búsett í Hafnarfirði, var gift Guðmundi S. Ill- ugasyni sem er látinn og eru börn þeirra fimm; Svandís, f. 23.9. 1948, búsett á Djúpavogi, gift Baldri Gunnlaugs- syni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Vals voru Kristinn Jóhannsson, f. 3.8. 1904, d. 11.10. 1990, bóndi og verkamaður, og Guðný Sigurborg Sigurðardóttir, f. 1.3. 1906, d. 31.8. 1976, húsmóðir. Valur og Jóhanna halda sameiginlega upp á af- mæli sín á afmælisdegi hennar, þann 18.8. n.k. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 75 ÁRA Á SUNNUDAG Valur Kristinsson MATSVEINN Í GARÐINUM Sveinn Teitur Svanþórsson SÖLUMAÐUR HJÁ BYKO Sveinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, í Breiðholtinu og Árbænum. Hann var í Árbæjarskóla og stund- aði nám við Iðnskólann í Reykjavík og við Fjöl- brautaskólann í Breið- holti. Sveinn vann við garðyrkju hjá Háskóla Íslands á sumrim með skóla en hóf störf hjá BYKO 1997 og hefur starfað þar síðan við timbur- söluna. Sveinn æfði og keppti í knatt- spyrnu með Fylki sem barn og ungl- ingur, með öllum aldursflokkum fé- lagsins, og lék nokkra leiki með meistara- flokki. Fjölskylda Bræður Sveins eru Þor- björn Svanþórsson, f. 3.8. 1977, yfirþjónn hjá Fiskifélaginu, búsettur í Reykjavík; Bjarki Dagur Svanþórsson, f. 10.11. 1990, nemi við MH. Foreldrar Sveins eru Svanþór Þorbjörnsson, f. 22.10. 1957, mál- arameistari og fyrrv. framkvæmda- stjóri, búsettur í Kópavogi, og Halla Sveinsdóttir, f. 10.9. 1959, d. 12.2. 2003, verslunarmaður. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Sigrún Eyþórsdóttir STARFSMAÐUR VIÐ HITT HÚSIÐ Sigrún fæddist í Reykjavík en ólst upp í New York til sjö ára aldurs og síð- an í Reykjavík. Hún var Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og lauk BA- prófi í útivistarfræðum við La Trobe Univer- sity í Ástralíu árið 2006. Sigrún hefur hefur starfað hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur sl. fjórtán ár, á félagsmiðstöð- um, við leikjanámskeið og í leik og starfi með þroskahömluðum ein- staklingum. Hún starfar við Sér- sveitina hjá Hinu húsinu. Sigrún starfaði í björgunar- sveitinni Ársæli á unglingsár- unum og hefur stundað ýmsar íþróttagreinar, s.s. handbolta og knattspyrnu, með ýmsum aldurs- hópum Víkings á æsku- og ungl- ingsárunum en hef- ur í seinni tíð sérhæft sig í klettaklifri og ka- jakróðri. Þá má geta þess að Sigrún var í Argentínu í október sl. að taka þátt í íslenska Wipe-out þættinum. Fjölskylda Maki Sigrúnar er Hild- ur Rut Björnsdóttir, f. 29.6. 1981, MA-nemi í þýðingarfræði við HÍ. Systkini Sigrúnar eru Sigríður Eyþórsdóttir, f. 28.2. 1968, iðjuþjálfi í Reykjavík; Ólafur Hrannar Eyþórs- son, f. 24.4. 1971, húsasmíðameist- ari; Ragnar Eyþórsson, f. 26.10. 1978, kvikmyndagerðarmaður í Reykjavík. Foreldrar Sigrúnar eru Ey- þór Ólafsson, f. 29.6. 1946, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, og Anna Eiður Ragnarsdóttir, f. 19.10. 1948, grunnskólakennari. 30 ÁRA Á LAUGARDAG 34 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 ÆTTFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.