Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2010, Blaðsíða 28
UM HELGINA STYRKTARTÓNLEIKAR KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA Enn er hægt að fá miða á stórtónleika Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna sem verða haldnir í Háskólabíói á laugardag. Fram koma Sálin hans Jóns míns, Ingó og Veðurguðirnir, Buff, Hvanndalsbræður, Hafdís Huld, Friðrik Ómar og Jógvan, Jóhanna Guðrún, Skítamórall, Dikta, Íslenska sveitin, Ragnheiður Gröndal, Bollywoodshow Yesmine og sérstakur gestur er Geir Ólafs . UMBÚÐALAUS SÝNING Leiksýningin Umbúðalaust verður frumsýnd hjá Leikfélagi Kópavogs í Leikhúsinu næsta sunnudag. Leikfé- lagið setur árlega upp hópvinnusýn- ingu og hefur iðulega heppnast vel. Óræðar persónur á óræðum stað eru knúnar til að taka málin í sínar hendur þegar óvænt atvik gerist. Leikritið er í leikstjórn Vigdísar Jak- obsdóttir. Miðapantanir er á mida- sala@kopleik.is eða í síma 554 1985. MUNIR ÚR MÓT- MÆLUNUM Sýningin Fyrir ári verður opnuð á Torginu í Þjóðminjasafninu næsta laugardag en þar verða sýndir munir sem komu við sögu í mótmælunum í kjölfar efna- hagshrunsins 2008. Þar á meðal eru mótmælaspjöld, ílát, dreifi- bréf, gashylki og fleira sem safn- aðist á vettvangi. Einnig verða sýndar ljósmyndir frá vettvangi mótmælanna. MIKADO Í GALLERÍ RÁÐHÚSI Listakonan Anna Gunnarsdóttir opnar sýningu sína Mikado í Gallerí Ráðhúsi á Akureyri í dag, föstudag. Verkin eru unnin út frá japanska spilinu Mikado og eru unnin með svokallaðri shibori-tækni og indi- go-litum. Anna hefur lært textíl- hönnun og er annar eigandi gallerís Svartfugls og Hvítspóa í miðbæ Ak- ureyrar. Einning var hún valin bæj- arlistamaður Akureyrar árið 2008. Sýningin hefst klukkan 12 og er öll- um opin. 28 FÖSTUDAGUR 15. janúar 2009 FÓKUS Bók Hauks heitir Andlitsdrættir sam- tíðarinnar en skáldsögur Halldórs Laxness sem hann rýnir þar í eru Kristnihald undir Jökli, Innansveitar- kronika og Guðsgjafaþula sem komu út á árunum 1968 til 1972. Þótt viða- miklar rannsóknir hafi verið gerðar á höfundarverki og ævi Halldórs hafa þessar síðustu skáldsögur hans, eink- um tvær þær síðarnefndu, notið tak- markaðrar athygli meðal fræðimanna. Haukur, sem einhverjir kannast eflaust við sem einn umsjónarmanna Víðsjár á Rás 1, auk þess sem hann hefur gert fjölda útvarpsþátta um bókmenntir og menningarsögu, fjallar um viðtöku- sögu þessara sagna og sýnir meðal annars fram á hvernig hver ritdómari hefur búið sér til eigin mynd af Hall- dóri og dæmt nýja bók eftir hann út frá henni. Með greiningu sinni á skáld- sögunum þykir Haukur einnig varpa ljósi á þær nýju og merkilegu tilraun- ir með skáldsagnaformið sem þær fela í sér og stöðu þeirra meðal annarra verka Halldórs. Tengt þessu er endur- mat á endurminningabókinni Skálda- tíma, sem kom út árið 1963, þar sem Haukur færir rök fyrir því að Halldór geri í þeirri bók einnig upp við sína pó- etísku fortíð, en ekki eingöngu þá pól- itísku eins og flestir hafa túlkað hana. Eiginlegt upphaf þess að Haukur fór að skoða umræddar bækur Hall- dórs má rekja til fyrirlestra í Háskóla- bíói árið 2002 þegar öld var liðin frá fæðingu Nóbelsverðlaunaskáldsins. „Ég sótti fyrirlestrana og fylgdist með af miklum áhuga,“ segir Haukur. „Ég hjó eftir því hversu lítið síðustu tvær skáldsögur Halldórs, Innansveitar- kronika og Guðsgjafaþula, komu við sögu. Eftir fyrirlestrana gekk ég frá Há- skólabíói yfir í Árnagarð, ásamt Ár- manni Jakobssyni [dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands]. Við ræddum Kristnihaldið, Innan- sveitarkroniku og Guðsgjafaþulu og Ármann varpaði fram þeirri kenningu að Auður Laxness væri höfundur þess- ara bóka – það gæti bara ekki annað verið því þær væru svo gjörólíkar öll- um hinum bókum Halldórs. Kenning Ármanns var sett fram í gríni og það má hlæja að henni ein- mitt vegna þess að þessar bækur eru svo ólíkar til dæmis Sjálfstæðu fólki, Íslandsklukkunni eða Brekkukots- annál. Þær brjóta í bága við hugmynd- ir margra um það hvernig Halldór Laxness skrifaði og þess vegna get- ur maður gert sér í hugarlund að þær séu eftir annan höfund. Ég hélt áfram að brjóta heilann um þessar bækur og ræða um þær við hina og þessa. Þá rak ég mig á það að mjög margir höfðu ekki lesið Guðgjafaþulu eða höfðu lesið hana þegar hún kom út og ekki fundist neitt til hennar koma – jafn- vel fólk sem kunni verk Halldórs aft- ur á bak og áfram að öðru leyti,“ segir Haukur og bætir við að áhugi hans hafi glæðst enn frekar við þetta. Vondar eða góðar bækur? „Spurningar vöknuðu til dæmis um það hvernig síðustu skáldsögum Hall- dórs hefði verið tekið af af ritdómur- um þegar þær komu út. Þegar ég fór að kanna það mál kom mér á óvart hversu blendnir dómarnir um Kristnihald- ið voru en margir jákvæðir um Inn- ansveitarkroniku og Guðsgjafaþulu. Í þessu sambandi mætti nefna dóma áhrifamikilla gagnrýnenda eins og Ól- afs Jónssonar og Jóhanns Hjálmars- sonar sem skrifuðu um allar bækurn- ar þrjár. Skrif þeirra benda jafnvel til þess að Innansveitarkronika og Guðs- gjafaþula hafi átt þátt í að opna augu þeirra fyrir frumleika Kristnihaldsins. Ólafur og Jóhann sáu augljós tengsl á milli bókanna en smám saman varð sú hugmynd ríkjandi að Kristnihaldið nyti mikillar sérstöðu og væri einstakt formbyltingarverk á ferli Halldórs. Þessi hugmynd var meðal annars sett fram á afmælismálþinginu 2002. Frekari athuganir á efninu vöktu enn fleiri spurningar. Hvers vegna féllu Innansveitarkronika og Guðs- gjafaþula í skugga og í skugga hvers stóðu þær? Voru þetta „vondar“ bæk- ur? Eða kannski „góðar“ bækur sem biðu þess að verða uppgötvaðar af les- endum? Það voru spurningar af þess- um toga sem leituðu mjög á mig og síðustu skáldsögur Halldórs Laxness voru sjálfvalið efni þegar kom að því að skrifa meistaraprófsritgerðina í ís- lenskum bókmenntum.“ Haukur segir að ein skýringin á sér- stöðu Kristnihaldsins í hugum fólks sé sú að Halldór hafi tekið til við að skrifa endurminningabækur á áttunda ára- tugnum og þær hafi togað Innansveit- arkroniku og Guðsgjafaþulu til sín. Og það gerist þrátt fyrir að sögumenn beggja bóka séu nafnlausir. „Innansveitarkronika gerist á heimaslóðum Halldórs í Mosfellsveit og það er í alla staði auðvelt að gera sér í hugarlund að hann sé sögumaður. Guðsgjafaþula hefst á því að fundum sögumannsins og útgerðarmannsins Íslandsbersa ber saman í Kaupmanna- höfn í kringum 1920. Eftir útkomu bókarinnar sýndi Matthías Johanness- en fram á það í grein að Halldór hefði hitt Óskar Halldórsson útgerðarmann, sem einnig var nefndur Íslandsbersi, í Kaupmannahöfn um líkt leyti og sag- an segir. Þar með skapaðist sú hefð að lesa bókina sem dulbúna ævisögu, annaðhvort Halldórs eða Óskars. Ég spurði mig hvort þetta væri botninn í bókunum, það er að finna fyrirmynd- ir, og fannst eins og aðeins hálf sagan væri sögð því í bókunum er glímt við þann vanda að segja sögu hvort sem hún er skálduð eða sönn. Hvað þarf að vera til staðar í frásögn svo hún teljist ævisaga? Hvað þarf að vera til staðar til þess að frásögn sé skáldsaga? Viðtök- ur Innansveitarkroniku og Guðsgjafa- þulu sýna hvað samhengi ræður miklu um það hvernig við túlkum hluti, ekki aðeins þegar bókmenntaverk eru ann- ars vegar heldur yfirleitt. Það sem vak- ir fyrir mér í bókinni er að setja þess- ar bækur í samhengi sem gerir þær áhugaverðar og opnar augu lesenda fyrir kostum þeirra.“ Svipað og samband Sæma rokk og Fischers Kristnihald undir Jökli, Innansveit- arkronika og Guðsgjafaþula eru hver með sínum hætti heimspekilegar hugleiðingar, segir Haukur, um það hvernig maður segir sögu af eigin ævi eða atburðum sem maður hefur orð- ið vitni að. „Þær fjalla um það hvernig atburðir breyta lífi sjónarvotta. Hvern- ig ætli líf fjárhirðanna í haganum hafi til dæmis verið eftir að skarar himn- eskra hersveita birtust þeim? Vissir at- burðir geta yfirtekið ævi manns, örlög annarra geta orðið að örlögum manns sjálfs eftir því sem tímar líða, svo vitn- að sé óbeint í sögumann Guðsgjafa- þulu. Ég hef stundum reynt að skýra þetta með því að segja að sögumað- ur Guðsgjafaþulu eigi í svipuðu sam- bandi við Íslandsbersa og Sæmi rokk átti við Bobby Fischer. Í lífi okkar og minni verða atburðir mjög mispláss- frekir, sumir þenjast út, aðrir dragast saman. Þessi heimspekilegu umfjöll- unarefni bókanna má svo aftur skoða með hliðsjón af ævisögu Halldórs sjálfs eins og hann segir hana til dæm- is í Skáldatíma. Frásögn Halldórs þar af handtöku Veru Hertzsch í Moskvu, sem hann varð sjónarvottur að, um- turnar ævisögu hans eins og hún hafði verið sögð fram að því. Alda Björk Valdimarsdóttir bókmenntafræðing- ur skrifaði mjög áhugaverða grein um þetta efni í Skírni árið 2007 en eins og þekkt er hafði Halldór þagað um handtökuna um áratuga skeið. Þessi uppljóstrun Halldórs snerti líf margra sem töldu að hann hefði leynt „sann- leikanum“ um Sovétríkin frá lokum fjórða áratugarins.“ Áhorfendur emjuðu af kvölum Á Hauki er að heyra að þeir sem lesi bók hans með þær væntingar að hann kveði upp úr með hvort Innansveit- arkronika og Guðsgjafaþula séu ævi- sögur, skáldsögur, skáldævisögur eða eitthvað enn annað, geti ekki gert sér vonir um afdráttarlaust svar við því. Það sé enda ekki markmið hans með verkinu. „Ég reyni að sýna fram á að Halldór hafi viljað losna undan ákveðnu leið- sögumannshlutverki sem hann var í. Þetta kemur raunar fram í bréfum sem hann sendi Peter Hallberg á sjö- unda áratugnum um leikritin. Þar lýs- ir hann því hvernig áhorfendur fengu hlutverk í sköpun verkanna, hlutverk sem margir kærðu sig ekki um að gegna. Í bréfinu segir hann þeir emj- uðu „af líkamlegum kvölum“ yfir öllu því sem þeim þótti vanta: „á sama hátt og t.d. ákaflega þyrstur maður mundi gera ef honum væri borinn harðfiskur að drekka.“ Ég held að það sama hafi vakað fyrir Halldóri þegar hann rit- ar skáldsögurnar þrjár. Hann plantar í þær alls konar frásagnarformúlum sem við þekkjum en snýr upp á þær þannig að við getum ekki dregið hef- bundnar ályktanir eins og við gerum alla jafna. Vaninn er mjög sterkur og ef við horfum til dæmis á Sjónvarpið þá búumst við til dæmis ekki við því að heyra dósahlátur í CSI-þætti, en ef það gerðist myndi það örugglega rugla okkur í ríminu. Stundum koma svo fram verk sem endurskilgreina leik- reglurnar, til að mynda Twin Peaks- þættir Davids Lynch þar sem spennu, gamni og sápu er hrært saman. Leikur Halldórs í þessum þremur skáldsög- um felst meðal annars í því að blanda saman bókmenntagreinum og það gerir hann til að fá lesendur til þess að hugsa sjálfa. Ég held að það sé það sem hann vill helst af öllu.“ Haukur segir Halldór ekki endilega vera að predika fyrir kórinn heldur vilji hann að fólk sé virkari þátttakendur í skáldskap. Það finnst Hauki líka mega yfirfæra á hið pólitíska eða samfélags- lega svið. „Þegar þarna er komið sögu held ég að hann hafi viljað að lesendur tækju afstöðu út frá eigin forsendum. Þetta finnst mér hafa gleymst í umræðu um þessar bækur því þótt þær séu ekki pól- itískar í sama skilningi og bækur Hall- dórs frá fjórða áratugnum eru í þeim siðferðileg, samfélagsleg og heim- spekileg álitaefni sem lesendur verða að glíma við og leiða til lykta. Í bókun- um er ítrekað varpað fram grundvall- arspurningum sem hreyfa við lesend- DV1001048042 DV1001141960 Fræðirit um síðustu skáldsögur Halldórs Laxness var ein þeirra fjölmörgu bóka sem gefnar voru út fyrir jólin sem nýverið runnu sitt skeið. Bókin er byggð á meistaraprófs- ritgerð Hauks Ingvarssonar og þykir varpa afar áhugaverðu og nýstárlegu ljósi á þróun skáldsins á sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar. Ein kveikja þess að Haukur fór að skoða síðustu skáldsögur Halldórs var sú kenning sem hann heyrði frá einum fræði- manni, þó á léttum nótum væri, að Auður Laxness hefði í raun skrifað þessar bækur. Vildi að lesendur HUGSUÐU Andlitsdrættir samtíðarinnar Í bókinni rannsakar Haukur síðustu skáldsögur Halldórs Laxness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.