Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Side 12
Sérstakur saksóknari efnahags-
hrunsins, Ólafur Hauksson, rann-
sakar lánveitingar frá tryggingafé-
laginu Sjóvá til eignarhaldsfélagsins
Vafnings og Racon AB sem veitt
voru þann 29. febrúar árið 2008.
Sömuleiðis rannsakar Ólafur tvær
lánveitingar frá Glitni til Vafnings
sem bárust líklega í gegnum eign-
arhaldsfélagið Svartháf.
Lánveitingarnar frá Sjóvá til
Vafnings voru samtals upp á 10,5
milljarða króna. Samtals lánveit-
ingar Sjóvár til félaganna tveggja
numu 15,7 milljörðum þennan
dag og fékk Racon því um 5 millj-
arða króna. Upphæðin nam 150
prósentum af öllu eigin fé Sjóvár á
þessum tíma og nærri 70 prósent-
um af vátryggingaskuld trygginga-
félagsins.
Heimildir DV innan úr stjórn-
kerfinu herma að í yfirheyrslunum
yfir Karli og Steingrími Werners-
sonum og Þór Sigfússyni á seinni
hluta síðasta árs hafi þeir verið
spurðir ítarlega um lánveitingarnar
og tilgang þeirra.
Vafningur var í eigu dótturfélags
Sjóvár, sem aftur var í eigu Mile-
stone, og eignarhaldsfélaganna
Skeggja og Máttar. Karl og Stein-
grímur Wernerssynir áttu Mile-
stone og Skeggi og Máttur voru
sameiginlega í eigu þeirra og Bene-
dikts og Einars Sveinssona. Sjóvá
var því að lána félagi sem það átti
stóran hlut í milljarða króna.
Urðu að endurfjármagna
Lánið frá Glitni var síðan notað
til að greiða skuld annars eignar-
haldsfélags, Þáttar Internation-
al, við bandaríska fjár-
festingabankann
Morgan Stan-
ley. Þannig gat
Þáttur Inter-
national
haldið
hlutabréf-
um sín-
um í Glitni
sem Morg-
an Stanley
hafði hótað
að leysa til
sín með veð-
kalli þar sem
gengi bréfanna
í Glitni var kom-
ið niður fyrir 20 -
ákvæði þess efnis var
í lánasamningi Þáttar
við bankann.
Lánið til Rac-
on Hold-
ing AB var sömuleiðis notað til að
greiða skuld þess félags við Morgan
Stanley en hún hafði myndast þeg-
ar félagið keypti sænska fjármála-
og tryggingafyrirtækið Invik, síðar
Moderna AB, árið 2007.
Þáttur International var í eigu
dótturfélaga Sjóvár og félaga í eigu
Einars og Benedikts Sveinssona,
líkt og DV greindi frá í desember.
Sonur Benedikts, Bjarni Benedikts-
son, veðsetti hlutabréfin í Vafningi
í febrúar 2008 en umboð hans til
þess eru dagsett 8. febrúar 2008.
Veðsetning Bjarna var að öllum lík-
indum til að tryggja lánveitingarnar
frá Glitni sem sérstakur saksóknari
mun hafa spurt Karl og Steingrím
Wernerssyni um í yfirheyrslunum.
Milestone og Einar og Benedikt
áttu nákvæmlega jafnstóra eignar-
hluta í Þætti International og Vafn-
ingi. Bjarni hefur borið því við í við-
tali við DV að hann hafi einungis
veðsett bréfin vegna þess að ætt-
ingjar hans hafi verið í útlöndum
en aðkoma hans að viðskiptunum
hafi ekki verið önnur.
Karl kannaðist ekki
við 15,7 milljarða lán
Í yfirheyrslunum yfir Karli mun
hafa komið fram að hann, sem var
stjórnarformaður Sjóvár og Mile-
stone á þeim tíma sem Sjóvá lán-
aði Vafningi fjármunina, hafi ekki
vitað um 15,7 milljarða lánveitingar
til Vafnings og annarra dótturfélaga
Milestone þennan dag. Karl skrif-
aði reyndar ekki undir lánasamn-
ingana heldur voru það eingöngu
Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, og
Sigríður Inga Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
félagsins. Þór skrifaði undir fjóra
samninga og Sigríður undir einn.
Almennt séð mun Karl hafa ver-
ið sérlega óhjálplegur í yfirheyrsl-
unum og sagt er að
hann hafi lítið vit-
að um það sem
starfsmenn sér-
staks saksókn-
ara spurðu
hann um. Aðr-
ar heimildir
DV herma hins
vegar að Karl
hafi haft tögl
og hagldir í
Milestone-
veldinu.
Glitnir
gat ekki
tekið veð
í Glitni
Karl mun í
stuttu máli
hafa útskýrt
tilkomu
Vafnings með þeim hætti að eig-
endur Þáttar International hafi
orðið að bjarga hlutabréfum Þátt-
ar í Glitni frá veðkalli Morgan Stan-
ley. Glitnir hafi hins vegar ekki ein-
göngu getað tekið veð fyrir láninu
sem nota átti til að greiða Morgan
Stanley í hlutabréfum í bankanum
sjálfum. Þess vegna mun Karl hafa
sagt að þurft hafi að búa til annars
konar eign til að veðsetja. Salan á
lúxusturninum í Makaó og breska
fjárfestingasjóðnum til Vafnings
hafi því verið til þess að búa til þetta
veðhæfi.
Þrátt fyrir að Karl hafi vitað þetta
vissi hann aftur á móti ekki hvernig
fjármunirnir komust frá Vafningi og
yfir í Þátt og þaðan til Morgan Stan-
ley. Ekkert í yfirheyrslunum yfir
Karli mun hafa útskýrt þetta veiga-
mikla atriði sem Vafningsviðskipt-
in voru mótuð í kringum. Hann bar
því við að hann þyrfti að spyrjast
fyrir um það en að hann teldi að Þór
Sigfússon og Guðmundur Ólason,
forstjóri Milestone, hefðu skipulagt
viðskiptin og hugsanlega einhverjir
starfsmenn Glitnis.
Karl vissi því hvorki að pening-
arnir hefðu verið lánaðir til Vafn-
ings né hver það var sem skipulagði
viðskiptin. Samt mun hann hafa
vitað að Vafningur hafi fengið lánin
til að greiða Morgan Stanley vegna
Glitnisbréfanna.
Þess skal einnig getið að Þáttur
International átti enga aðra eign
en bréfin í Glitni og í lánasamn-
ingum félagsins við Morgan Stan-
ley mun hafa verið tekið fram að fé-
lagið mætti ekki taka lán hjá öðrum
fjármálafyrirtækjum eða veðsetja
bréfin í Glitni öðrum en bandaríska
fjárfestingabankanum. Þáttur Int-
ernational gat þar af leiðandi ekki
heldur veðsett bréfin í Glitni hjá
neinum öðrum heldur var Vafning-
ur notaður til veðsetningarinnar.
Bent á Þór
Heimildir DV herma að starfs-
mönnum sérstaks saksóknara
hafi þótt það einkennilegt að
lánveitingarnar frá Sjóvá til
Vafnings hafi ekki farið fyr-
ir stjórn félagsins áður en
tekin var ákvörðun um að
lána fjármun-
ina. Karl
mun
þá hafa borið því við að Þór og Sig-
ríður hafi haft umboð til að ganga
frá slíkum lánveitingum án þess að
leita samþykkis stjórnarinnar. Karl
mun hafa haldið því fram að til-
teknir starfsmenn hafi haft allsherj-
arumboð til sinna verka fyrir trygg-
ingafélagið.
Karl mun oftsinnis hafa minnst á
þetta atriði í yfirheyrslunum og var
það sérstaklega Þór Sigfússon sem
hann benti á í þessu sambandi, líkt
og hann hefði tekið ákvarðanir og
skrifað upp á pappíra um fjárfest-
ingar og lánveitingar út úr trygg-
ingafélaginu án þess að ráðfæra
sig að neinu leyti við Karl. Reynd-
ar benda heimildir DV til þess
að Karl hafi í mörgum til-
fellum talað þannig
að hann hafi lítið
vitað hvað Sjóvá,
undir stjórn Þórs,
var að gera.
Athygli vek-
ur að þessi frá-
sögn Karls er
allt önnur en
sá vitnisburð-
ur sem heim-
ildir DV herma
að Steingrím-
ur bróðir hans
og Þór
hafi gefið hjá saksóknara. Stein-
grímur mun hafa sagt að Þór hafi í
raun bara verið verkfæri í höndum
Karls og Guðmundar Ólasonar, for-
stjóra Milestone, og skrifað upp á
þá gjörninga sem hann var beðinn
um. Þór mun sömuleiðis hafa talað
þannig sjálfur að hann oft lítið vitað
hvað hann var að skrifa upp á.
Lánveitingarnar notaðar í
þágu Milestone
Karl var sömuleiðis ekki viss um að
aðrir stjórnarmenn í Sjóvá hefðu
vitað um lánveitingarnar til Vafn-
ings. Þá var Karl ekki meðvitaður
um hver staðan hefði verið á lán-
unum frá Sjóvá til Vafnings þegar
hann hætti hjá Sjóvá. Fyrir liggur
hins vegar að lánin voru afskrif-
uð og er ólíklegt að Karl, sem var
stærsti eigandi og stjórnarformað-
ur félagsins, hafi ekki vitað þetta.
Þrátt fyrir þekkingarleysi Karls
á lánveitingunum til Vafnings voru
fjármunirnir sem þangað runnu
notaðir til að kaupa eignir sem
voru í eigu Sjóvár sem síðan voru
veðsettar til að bjarga hlutabréfum
sem félag í þeirra eigu, Þáttur Inter-
national, átti ásamt Einari og Bene-
dikt Sveinssonum, auk þess sem
bréfum Racon í Moderna var bjarg-
að frá veðkalli Morgan Stanley.
Einkennilegt að
lána svo mikið
Heimildir DV herma að í yfirheyrsl-
unum hafi verið bent á að óvarfærið
hafi verið að á einum degi hafi Sjó-
vá lánað upphæð sem var 150 pró-
sent af eigin fé tryggingafélagsins
árið 2007, en það mun hafa ver-
ið rúmir 10,5 milljarðar króna, auk
þess sem upphæðin sem lánuð var
var nærri 70 prósent af vátrygginga-
skuld félagsins, eða bótasjóðnum
svokallaða. Inni í bótasjóði Sjóvár
voru 23,5 milljarðar í árslok 2007.
En eins og komið hefur fram í
fjölmiðlum er Sjóvá meðal ann-
ars til rannsóknar vegna þess að
upp komst að tíu milljarða króna
hafi vantað í bótasjóðinn eftir að
skilanefnd Glitnis tók trygginga-
félagið yfir. Íslenska ríkið þurfti að
lána nærri tólf milljarða króna inn
í tryggingafélagið síðasta sumar til
að bjarga því frá þroti þar sem
Sjóvá vantaði 10 milljarða
til að eiga fyrir vátrygg-
ingaskuldinni.
Karl mun aftur
á móti hafa verið á
annarri skoðun þar
sem hann leit svo
á að telja ætti nærri
70 milljarða útlán
með eignum þegar
lánveitingarnar út
úr Sjóvá þennan dag
væru metnar. Þegar til
þessa væri litið væru
lánveitingarn-
ar ekki óvar-
12 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FRÉTTIR
KARL KENNIR ÖÐRUM UM
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Í yfirheyrslum hjá saksóknara í ágúst í fyrra sagðist
Karl Wernersson ekki hafa vitað um 15,7 milljarða
króna lánveitingar frá Sjóvá í lok febrúar 2008. Meðal annars fóru lánin til eign-
arhaldsfélagsins Vafnings sem eigendur Milestone áttu ásamt Benedikt og Einari
Sveinssyni. Karl mun hafa sagt í yfirheyrslunum að hann hafi lítið vitað um fjárfest-
ingar og lánveitingar Sjóvár. Í stað þess benti Karl ítrekað á Þór Sigfússon.
Almennt séð mun Karl hafa
verið sérlega óhjálpleg-
ur í yfirheyrslunum og
sagt er að hann hafi lítið
vitað um það sem starfs-
menn sérstaks saksókn-
ara spurðu hann um.
n Þann 29. febrúar áttu sér stað atburðir hjá Sjóvá sem eru lykilatriði í rann-
sókn sérstaks saksóknara á tryggingafélaginu og eiganda þess, Milestone.
Stór hluti yfirheyrslnanna mun hafa gengið út á að komast að því hvað átti
sér stað þennan dag. Þá lánaði Sjóvá dótturfélögum Milestone samtals 15,7
milljarða króna. Þetta var 150 prósent af eigin fé félagsins. Fjármunirnir voru
á endanum notaðir til að greiða bandaríska fjárfestingabankanum Morgan
Stanley aftur lán sem bankinn hafði veitt félögum í Milestone-samstæðunni
til að kaupa hlutabréf í Glitni og sænska fjármála- og tryggingafyrirtækinu In-
vik. Því má segja að bótasjóður Sjóvár hafi verið notaður til að greiða erlendar
skuldir sem Milestone-menn, og viðskiptafélagar þeirra Einar og Benedikt
Sveinssynir, höfðu stofnað til við Morgan Stanley vegna hlutabréfakaupa.
29. febrúar var lykildagur
MILESTONE
YFIRHEYRSLURNAR 2. HLUTI
UNDRANDI ÓLAFUR Starfsmanni Ólafs Haukssonar,
sérstaks saksóknara, mun hafa þótt einkennilegt að
Karl hafi sagt að hann hafi ekki vitað um lánveitingarnar
út úr Sjóvá á árinu 2008. Karl sagði stjórnendur Sjóvár
hafa tekið ákvarðanir á grundvelli allsherjarumboðs.
BENT Á ÞÓR Karl mun í yfirheyrslunum hafa bent ítrek-
að á Þór Sigfússon, forstjóra Sjóvár, og aðra stjórnendur
tryggingafélagsins sem munu hafa haft allsherjarumboð
til að skuldbinda Sjóvá, meðal annars lána peninga út úr
félaginu. Þór skrifaði einn undir marga lánasamninga.