Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 15 VEÐSETTU BÓTASJÓÐ SJÓVÁR FYRIR VAFNING lánveitingarnar hafi öðrum þræði verið byggðar á trausti innan Mile- stone-samstæðunnar og að eiginleg veð hafi því ekki þurft. Öfugt við Karl Wernersson mun Þór hins vegar hafa sagt að þegar hann liti til baka hefði sennilega ekki verið nægilega varfærið af trygg- ingafélaginu að lána svo mikla fjár- muni á einum og sama deginum líkt og gert var þann 29. febrúar 2009. Þór vill ekki tjá sig DV hafði samband við Þór Sigfús- son á miðvikudaginn. Blaðið vildi einkum vita hvort hann teldi að hann hefði átt að treysta Guðmundi Ólasyni og Jóhannesi Sigurðssyni í eins mikilli blindni og hann gerði. Þór sagði hins vegar að hann hefði ákveðið að tjá sig ekki um Mile- stone-málið vegna rannsóknar- hagsmuna. Hann hefði réttarstöðu sakbornings í því og að það væri ekki heppilegt að hann væri að tjá sig um það. Hann sagðist þó hafa lesið yfir vitnisburði Steingríms og Karls Wernerssona í málinu. Óvíst með endurheimtur ríkisins Sú mynd sem inntakið í yfirheyrsl- unum yfir Karli og Þór dregur upp er að Sjóvá og bótasjóður félagsins hafi verið notuð sem lánveitandi inn í Milestone-samstæðuna þegar er- lendir lánardrottnar félagsins vildu ekki fjármagna samstæðuna lengur og hún gat ekki fengið fyrirgreiðslu annars staðar. Þá leitaði Milestone í sjóði Sjóvár, og Glitnis reyndar líka, og tók veð í lélegum eignum í út- löndum sem sett höfðu verið inn í Vafning til að búa til veðhæft félag. Sjóvá og bótasjóður félagsins fengu Milestone því í fangið rétt eins og íslensku bankarnir fengu mörg fjárfestingafélög í fangið á þessum tíma þegar fokið var í flest skjól fyr- ir íslensk eignarhaldsfélög um fjár- mögnun frá erlendum bönkum. Með lánveitingum til eignarhaldsfé- laganna gátu íslensku félögin keypt sér nokkurra mánaða gálgafrest áður en til efnahagshrunsins kom. Áhrifin sem þessar björgunarað- gerðir bankanna – og Sjóvár – höfðu á þessi fyrirtæki voru hins vegar gríðarleg. Svo fór með Sjóvá, líkt og Morg- unblaðið greindi frá í maí í fyrra, að þegar skilanefnd Glitnis tók trygg- ingafélagið yfir vantaði 10 milljarða króna í eignasafn Sjóvár til að eigið fé þess teldist vera jákvætt. Rúmir 23 milljarðar höfðu verið í bótasjóði félagsins í árslok 2007 en þessi upp- hæð var komin niður í um 13 millj- arða þegar þarna var komið sögu. Sjóvá átti því ekki nægilegar eignir til að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum sín- um því eigendur Milestone höfðu gengið svo á eignir félagsins með fjárfestingum sínum. Sjóvá uppfyllti því ekki þær kröfur um gjaldþol sem lög kveða á um að félag þurfi að gera til að geta starfað sem trygginga- félag. Af þessum sökum þurftu kröfuhafar Sjóvár og íslenska ríkið að leggja félaginu til 16 milljarða króna í formi láns síð- asta sum- ar. Tæpir 12 milljarð- ar af þessari upphæð komu frá íslenska ríkinu. Á þessari stundu er óvíst hversu mikið rík- ið fær til baka af þessu fjárframlagi sem nauðsyn- legt var að setja inn í félagið til að bjarga því frá þroti og vernda þannig hags- muni viðskipta- vina Sjóvár. ÞÓR Í GÓÐRI TRÚ Yfirheyrslan yfir Þór Sigfússyni bendir til þess að hann hafi lítið sem ekkert vitað upp á hvað hann var að skrifa þegar hann kvittaði upp á fjárfestingar og lánveitingar fyrir hönd Sjóvár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.