Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FRÉTTIR Baldvin Valtýsson er framkvæmda- stjóri í útibúi skilanefndar Lands- bankans í London. Hann er kvæntur Laufeyju Ásu Njálsdóttur og eiga þau hjónin þrjár dætur. Baldvin er Sigl- firðingur og ólst upp þar nyrðra. Að loknu námi í viðskiptafræði var hann bæjarritari um hríð á Siglufirði. Hann á feril innan bankakerfisins síðan 1998, byrjaði hjá Búnaðarbankanum en hvarf á braut með stórum hópi manna til Landsbankans árið 2003 eftir einkavæðingu bankanna. Baldvin stýrir nú eignum á vegum skilanefndar Landsbankans í Lond- on sem virtar eru samtals á 430 millj- arða króna. Sumar þeirra eru bókað- ar hér á landi, aðrar úti í Bretlandi. Þar af eru stórir eignahlutar í fyrir- tækjum sem Landsbankinn tók yfir af Baugi. Hjá þessum fyrirtækjum starfa 36 þúsund manns þannig að mikið er í húfi, einnig fyrir Breta. Nú þegar á Skilanefndin um 100 milljarða króna handbæra í London til útgreiðslu upp í forgangskröfur eins og Icesave innstæðurnar. Engum blöðum er um það að fletta að eining skilanefndar Lands- bankans í London er bæði stór og mikilvæg í viðleitninni við að há- marka heimtur upp í þær kröfur sem hvíla á búi gamla bankans. Eftir er að innheimta 330 milljarða króna þar ytra. Allt hrynur! Baldvin var í London þegar bankarn- ir féllu en hann hefur verið búsettur í þessari risavöxnu fjármálamiðstöð heimsviðskiptanna síðustu þrjú árin. Eftir bankahrunið ríkti upplausn- arástand. Gripið var til margvís- legra neyðaraðgerða. Bresk stjórn- völd frystu eignir bankans og beittu hryðjuverkalögum gegn Landsbank- anum og í raun allri íslenskri banka- starfsemi í landinu um hríð. Breska fjármálaeftirlitið hringdi heim til Baldvins á þriðja degi frá hruni og tilkynnti honum að nú bæri útibúið ábyrgð á framhaldi og úr- lausn Icesave-innstæðanna. Bresk stjórnvöld vantreystu á þessum tímapunkti útibúi Lands- bankans til þess að standa við skuld- bindingar sínar og kröfðust þess að það seldi lánasafn fyrir um 800 millj- ónir punda, jafnvirði 160 milljarða króna. Kröfuhafar og íslenska þjóð- in hefðu tapað allt að 90 milljörðum króna ef Baldvin og starfsfólk hans hefðu ekki staðið fast í ístaðinu. Gefum Baldvini orðið: Skaðabótamálin vofðu yfir „Á þessum tíma var allt í rjúkandi rúst. Bretar voru búnir að beita hryðjuverkalögunum gegn okkur, í fyrstu gegn Íslandi en síðar gegn Landsbankanum eingöngu. Við fall- ið hrundi allur daglegur rekstur og við gátum til dæmis ekki opnað ný bankaviðskipti við neinn vegna þess að Landsbankinn skuldaði stóru bönkunum og aðrir bankar vildu ekki snerta okkur vegna frysting- ar stjórnvalda á eignum bankans og óvissu um hvað nýju lögin á Íslandi þýddu. Við gátum heldur ekki selt eignir vegna frystingarinnar. Við vorum jafnframt í þeirri stöðu að fyrirtæki vildu draga á umsamin lán. Við vorum ekki með neina pen- inga og gátum ekki orðið við þess- um beiðnum viðskiptavina okkar. Um er að ræða lán sem grundvallast á margvíslegum eignum fyrirtækj- anna (asset based lending), þar sem bankinn átti viðskiptakröfur og allt fjárstreymi til fyrirtækisins fór í gegn- um reikninga bankans. Þessi fyrir- tæki stóðu frammi fyrir því að eiga ekki fyrir daglegum rekstri svo sem leigu, launum og greiðslum til birgja. Á sama tíma voru fyrirtækin að biðja um meiri peninga til að tryggja sig fyrir skaða með því að eiga örlítinn varasjóð enda óvissan algjör. Marg- ir sem voru í viðskiptum við okkur og væntanlega aðra íslenska banka lentu í vandræðum með lánatrygg- ingafyrirtækin (Credit Insurance) sem gerir það að verkum að birgj- ar krefjast staðgreiðslu eða þrengja lánakjör mjög. Með því að tengjast föllnum íslenskum bönkum lentu fyrirtækin ósjálfrátt í vandræðum þrátt fyrir að rekstur þeirra hefði ekk- ert með Ísland að gera. Ef við hefðum ekki getað uppfyllt okkar skyldur hefðu fyrirtækin höfð- að skaðabótamál gegn okkur. Við hefðum getað tapað öllum þessum lánum. Það var sem sagt gríðarlega mikið í húfi því þetta lánasafn var um 800 milljónir punda á þessum tíma, um fjórðungur af þeim 430 milljörð- um sem við stýrum.“ Einstæður samningur við Bank of England Baldvin getur þess að hjá umrædd- um fyrirtækjum, sem verið höfðu í viðskiptum við Landsbankann í Bretlandi, störfuðu á þessum tíma milli 15 og 20 þúsund manns. Ef svo miklum fjölda starfa hefði verið stefnt í hættu hefði það getað orðið stórmál í Bretlandi. „Embættismenn innan kerfisins, meðal annars þeir hjá SFO, efna- hagsbrotadeildinni sem fæst við al- varleg efnahagsbrot, bentu okkur á að tala við breska fjármálaráðuneyt- ið. Þeir settu sig í samband við ráðu- neytið. Yfir eina helgi lánaðist okkur að fá 100 milljónir punda, jafnvirði 20 milljarða íslenskra króna, að láni hjá breska seðlabankanum, Bank of England. Ég veit ekki til þess að Bank of England hafi áður lánað erlend- um banka í mörg hundruð ára sögu hans. Þetta lán gerði það að verkum að við gátum staðið við að lána þeim fyrirtækjum sem óskað höfðu eft- ir því að draga á lán sín. En þetta var ekki án skilyrða af hálfu Bank of England. Þeir tóku veð í öllum eign- unum hér í útibúinu og settu menn frá endurskoðunarfyrirtæki hing- að inn til þess að fylgjast með okkur. Þeir lögðu þær skyldur á okkar herð- ar að á lánstímanum, sem voru tveir mánuðir, yrðum við að selja eign- ir Landsbankans. Ég vissi að á þess- um tíma voru eignirnar langt undir verði. Þeir eru margir sem vilja gera góð viðskipti við slíkar aðstæður sem þarna voru. Þetta hefði getað endað í brunaútsölu.“ Þvinguð sala hefði þýtt stórfellt tap Við þessar aðstæður hófst Baldvin og starfsfólk hans handa við að inn- heimta af mikilli hörku allt sem hægt var að innheimta auk þess sem seld voru hlutabréf sem kostaði mjög mikla vinnu að losa vegna þeirrar flækju sem bæði veðið í eignum og frystingin olli. „Með þessari innheimtu og sölu tókst okkur að greiða upp 100 millj- óna punda lánið frá Bank of England. Auk þess tókst okkur að byggja upp nægan varasjóð til að sýna Bank of England fram á að við gætum hald- ið áfram að þjóna okkar fyrirtækjum. Engu að síður settum við upp söluferli fyrir hluta eignasafnsins í útibúinu. Það er ekkert launungar- mál að besta tilboð í safnið nam að- eins um 40 prósenum af matsverði. Þær hefðu sem sagt selst með 60 pró- senta afslætti. Ég vissi hins vegar að þetta voru góðar eignir og tryggar. Þetta eru lán sem vel hefur gengið að innheimta. Mér sýnist nú að að- eins 2 prósent af þessum 800 millj- ón punda safni gætu tapast. Það þarf eitthvað mikið að koma upp á til að sú tala færi upp í 5 prósent. Þetta eignasafn er um helmingur af eign- um útibúsins.“ Höfðu ekkert af Icesave að segja „Þessir fyrstu mánuðir eftir hrunið voru erfiðir. Starfsfókið vissi ekkert hvort það var að koma eða fara. Við sem stýrðum starfseminni vissum ekkert hvað var að gerast. Það var búið að skipa skilanefndir og óvissa ríkti meðan hún var að hefja störf og móta sína starfsferla og samskipti, enda um stórt bú að ræða með mjög viðamikla starfsemi. Þetta voru erfið- ir tímar. Við tókum einn dag í einu og starfsfólkið stóð sig mjög vel. Meiri- hlutinn eru Bretar en hér eru einnig Íslendingar. Það er rík ástæða til að þakka fyrir frammistöðu starfsfólks- ins á þessum dögum og vikum eftir hrunið í október 2008. Á þessum tíma vorum við með 193 starfsmenn í útibúi Landsbank- ans í London. Aðalstarfsemin var út- lán til fyrirtækja, skuldabréfamiðlun en auk þess vorum við með talsvert umfangsmikla starfsemi í tengslum við hlutabréf, afleiður og þess hátt- ar. Á efnahagsreikningi okkar voru líka innlán. Þessi innlán voru útvist- uð til Heritable-banka, dótturfélags Landsbankans. Þar var dagleg stjórn- un og umsýsla. Enginn af 193 starfs- mönnum Landsbankaútibúsins hér vann við Icesave-innlánin. Það fé sem safnaðist í krafti Icesave-innlán- anna fór beint í miðstýrða fjárstýr- ingu hjá höfuðstöðvunum í Reykja- vík. Það er því misskilningur að ég hafi stýrt Icesave með einhverjum hætti. Hins vegar gerðist það tveim- ur dögum eftir hrun að bresk yfir- völd tóku yfir Heritable-bankann og framkvæmdastjórarnir yfir Icesave þar innan veggja sögðu af sér. Í fram- haldi af því fékk ég upphringingu heim til mín frá breska fjármálaeft- irlitinu þar sem mér var tjáð að ég væri nú ábyrgur gagnvart Icesave. Á þessum tíma var ekki búið að greiða út tryggingarnar gagnvart innstæðu- eigendunum. Þetta bættist ofan á allt annað þannig að menn geta ímynd- að sér hvernig ástandið var.“ Iceland Food er peningamaskína Það sem Baldvin fæst við nú er í raun beint framhald af því sem að fram- an greinir. Annars vegar fæst Skila- nefndin í London við innheimtu, hins vegar rekstur eigna sem féllu þrotabúi Landsbankans í skaut í Bretlandi. Allt snýst um að hámarka verðmætin. Hvernig er það gert? „Flestar okkar eignir eru lán og þá er besta leiðin að fá endurgreidd- an fullan höfuðstól, sem er almennt stefnan, en auðvitað koma upp margvísleg mál hjá hverju fyrirtæki sem þarf að greiða úr. Ef fyrirtæki lenda í erfiðleikum reynum við allt til að tryggja stöðu bankans og hvert tilvik er tekið fyrir sig og leyst á þann hátt sem við teljum skapa mest verð- mæti fyrir kröfuhafa. Síðan eru það eignahlutir í þeim fyrirtækum sem gjarnan er vísað til, svo sem Baugs- eigna, og eru það eignir sem bókað- ar voru á Íslandi. Það var ákveðið að færa umsýslu í kringum þær hingað til London enda er starfsemi fyrir- tækjanna hér. Við erum með eignar- hluta í fjórum fyrirtækjum sem áður voru í eigu Baugs; Iceland Food, House of Fraser, Hamleys og í skart- gripakeðjunni Aurum. Við sjáum helst fyrir okkur að þessar eignir verði seldar í fyllingu tímans en sú stund er ekki runn- in upp. Þetta stafar af því að frá falli bankanna hafa fjármálamarkaðir verið meira eða minna lokaðir. Sér- staklega til að fjármagna yfirtökur á fyrirtækjum. Það þýðir að verð fyrir- tækjanna gæti orðið mjög lágt. Þar fyrir utan getur maður séð fyrir sér að hagnaður í fyrirtækjum eins og Aur- um, House of Fraser og Hamleys eigi eftir að aukast með meiri velsæld. Iceland Food gengur mjög vel sem er okkar langstærsta og verðmæt- asta eign. Þrátt fyrir viss vonbrigði með jólaverslunina er fyrirtækið svo gríðarlega sterkt og verðmikið að því má eiginlega líkja við stóra peninga- maskínu.“ Betri horfur með Ólympíuleikum í London Herfræði okkar er sú að selja þessi fyrirtæki árin 2012 og 2013. Við ger- um ekki ráð fyrir að fjármálamark- aðir taki mikið við sér á þessu ári þótt jákvæð teikn séu á lofti. Við höf- um ráðgert að það taki fjögur ár að ná hámarksverðmæti út úr þessum fyrirtækjum. Það er sem sagt stefna okkar að bíða eftir að landið rísi Ég veit ekki til þess að Bank of England hafi áður lánað erlendum banka í mörg hundruð ára sögu hans. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Starfsmenn útibús Landsbankans í London stóðu agndofa eftir að Bretar frystu starf- semina og beittu hryðjuverkalögum gegn honum. Á öðrum degi eftir bankahrunið hringdi breska fjármálaeftirlitið heim til Baldvins Valtýssonar, yfirmanns útibúsins í London, og tilkynnti honum að frá og með þeim sama degi bæri hann ábyrgð á fram- vindu Icesave-málsins. Baldvin segir Jóhanni Haukssyni frá björgunarstarfseminni. Bankahrun Skilanefnd Landsbankans er undir smásjá skattgreiðenda varðandi heimtur upp í Icesave-skuldina. Sem stendur má ætla að 600 milljarðar heimtist upp í 700 milljarða króna Icesave-skuld. „ÉG BER MÍNA ÁBYRGГ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.