Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 17 meira. Árið 2012 verða til dæmis Ól- ympíuleikarnir haldnir hér í London. Í tengslum við þá má búast við aukn- um umsvifum í verslun og vonandi hafa fjármálamarkaðir opnast það mikið þá að menn geti fjármagnað kaup. Ef menn eiga greiða leið til fjár- mögnunar þýðir það yfirleitt hærra verð fyrir seljandann. Á meðan við bíðum þá erum við í nánu sambandi við stjórnendum þessara fyrirtækja og fylgjumst vel með rekstrinum. Heima á Íslandi verða menn ekki varir við ýmislegt sem gengur á í stórviðskiptum. Það er fjöldi kaup- sýslumanna sem fæst við að leita uppi eignir sem þeir reyna að kaupa á lágu verði, nýta sér að þær aðstæð- ur þegar fyrirtæki þurfa nauðsyn- lega á fjármagni að halda. Þeir gera oft góð kaup. Við höfum sem betur fer ekki þurft að selja lánin okkar eða hluti í fyrirtækjunum þvingaðri sölu.“ 88 prósenta heimtur, kannski meiri Einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú Landsbankans gamla er og verður Tryggingarsjóður innstæðueigenda sem ætlunin er að geri á endanum upp við Breta og Hollendinga vegna hluta Icesaves-kuldbindinganna. TIF, eins og sjóðurinn er skammstaf- aður, verður þá í hópi forgangskröfu- hafa. „Þeir sem hafa þennan forgang gera kröfur sem nema 1.400 millj- örðum króna í Landsbanka Íslands hf. Þegar gengið hefur verið frá Icesave-samningum verður íslenska ríkið ábyrgt fyrir um helmingi þess- ara krafna eða sem nemur 700 millj- örðum króna og það gleymist oft að eignir Landsbankans standa á móti þessum kröfum. Haldnir eru reglu- legir fundir með kröfuhöfum um þessi mál í Skilanefndinni. Áætlan- ir nú gera ráð fyrir að heimtur upp í ofangreindar kröfur verði um 88 prósent. Þessi tala getur rokkað eitt- hvað upp og niður með gengissveifl- um. Áætlunin ætti engu að síður að vera raunhæf. Við áætlum verðmæti eins og það er nú með því að miða við að eignir séu ekki seldar held- ur almennt séð séu lán innheimt á gjalddaga. Þó er ljóst að stór hluti eigna er líka háður sölu og við betri skilyrði gætu heimtur orðið meiri ef vel gengur í framtíðinni.“ Laun um eða undir gangverði í London Baldvin gat þess, að þegar allt lék í lyndi hefðu starfsmenn í útibúi Landsbankans í London verið 193. Þeir eru nú 64. Hann áætlar að starfsmannaþörfin í lok ársins verði 45 til 50 manns. Úr þessu greiðist með tímanum. En vill Baldvin svara því hvað hann hefur í laun á mánuði? „Ég vil halda því fyrir mig. Það er stefnan hjá okkur að gefa ekki upp launin. Það hefur með samanburð að gera milli starfsmanna. En ég get sagt að ég er með há laun á íslensk- an mælikvarða. En þá er einnig á að líta að London er ein dýrasta borg í heimi. Í lok ársins 2008 lækkuðu laun mín um 30 prósent. Ég held að laun mín nú séu í samræmi við það sem gerist í sambærilegum störf- um hér í London, ef eitthvað er eru þau nokkuð lægri. Ég held raunar að laun mín væru ekki til umræðu ef ég væri Breti. Þetta er nú reynd- ar eitt af því sem ég tek inn á mig, að sumir heima telji að við eigum að skammast okkar fyrir að vera Ís- lendingar og þá sérstaklega allir ís- lenskir bankamenn. Ég verð aldrei var við neina fordóma af þessu tagi hér. Ég held að allir þeir sem hafa kynnt sér hvað við erum að gera hér í útibúinu séu mjög jákvæðir gagn- vart störfum okkar og telji að við höfum staðið okkur vel. Þá á ég við breskar endurskoðunarskrifstofur og þá sem hafa fylgst kerfisbundið með störfum okkar.“ Grandalaus en ekki óheiðarlegur „En auðvitað er ég íslenskur banka- maður og var þátttakandi í útþenslu bankanna. Ég er búinn að vera hér í þrjú ár og ég sé að einkum eldri lán, sem ég kom að áður en ég kom hingað, hafa nú tapast að einhverju leyti, fyrst með falli krónunnar og síðar vegna bankahrunsins. Ég er kannski eins og svo margir að ég uggði ekkert að mér í þessari þenslu og ber mína ábyrgð. Þetta var aldrei gert af neinum óheiðarleika og ég held að það hafi engin áhrif á mín störf núna því þetta er reynsla sem ég held að hafi nýst mjög vel frá falli bankanna. Svo er þetta þannig vax- ið að því lengra sem líður frá falli bankanna því minna máli skipta störf mín hér. Þá fer ég heim, það er ekkert öðruvísi,“ segir Baldvin. Fyrirtækið er svo gríðarlega stórt og verðmikið að því má eiginlega líkja við stóra peningamaskínu. Baldvin Valtýsson „Ég held að laun mín nú séu í samræmi við það sem gerist í sambærilegum störfum hér í London, ef eitthvað er eru þau nokkuð lægri.“ „ÉG BER MÍNA ÁBYRGГ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.