Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Side 20
ÓÞOLANDI SMÁGLÆPIR Smáglæpamaður sem stel-ur súpu í matvöruverslun fær fulla athygli lögreglu og dómstóla á meðan sá sem stelur heilu bönkunum sleppur og það meira að segja án áminn- ingar. Það tekur kerfið skamman tíma að kortleggja gjörðir þjófsins í matvörubúðinni og senda hann í afplánun. Og það þarf aðeins eina radarbyssu og tvær löggur til að sanna glæpi þeirra sem aka of hratt um Suðurgötuna. Réttarkerfið er ekki komið á það stig að brenni- merkja smáþjófa eða höggva af þeim hönd, sem auðvitað væri rétt- ast til að fyrirbyggja frekari afbrot. Og kerfið hefur engan tíma til þess að kafa ofan í flækjurnar sem teygja anga sína til Tortóla og Lúxemborg- ar. Þau mál eru of flókin fyrir löggu og dómstóla. Og það er þess vegna sem víkingarnir sem fóru ránshendi um Evrópu verða ekki lögsóttir. Þeir fara úr landi undir heiðursverði og kaupa nýja banka. En þetta er allt saman skiljan-legt. Það er einfalt að sakfella grímubúinn einstakling sem kastar steini í hús. Skýrslu- gerðin er þægileg og réttarhöld einföld. Skítt með það þótt stóru fiskarnir sleppi. Aðalatriðið er að ná þeim litlu og refsa þeim grimmilega. Auðvitað er það skiljanlegt að réttarkerfið vilji sína virkni. Fyrst ekki er hægt að koma böndum á embætt- ismenn, stjórnmálamenn og aðra skúrka bankahrunsins þá er ágætt að loka inni í fangelsi þá sem mótmæltu með þeim tilþrifum að eitthvað lét undan. Það er þá allavega eitthvað að gerast. Og það er af nógu að taka hjá löggunni. Fjöldi mynda er til af atburð-unum á Austurvelli þeg-ar búsáhaldabyltingin átti sér stað. Líklega er hægt að ákæra þúsundir manna fyrir að vera með hávaða á almannafæri. Réttar- kerfið getur eytt í það næstu mánuð- um að fara í gegnum öll þau ósköp. Við þurfum ekkert að velta fyrir okkur sekt eða sakleysi þeirra sem áttu að gæta hagsmuna Íslands en brugðust. Það er mikilvægara að fá mótmælendur dæmda en sómakæra hvítflibba á borð við Árna Mathie- sen, Björgvin G. Sigurðsson, Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, Jónas Fr. Jónsson og Kjartan Gunnarsson. Nei, smáglæpir eru óþolandi og þá verður að uppræta. Skítt með þá sem framkölluðu hrunið. Þeir gerðu það óvart. SANDKORN n Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, er sá einstaklingur sem best hefur dafnað í rústum Íslands. Hann var skip- aður formað- ur bankaráðs Landsbank- ans og lét ráða sjálfan sig sem bankastjóra. Ásmundur gerði betur en þetta því hann skip- aði sjálfan sig sem stjórnar- formann Vestia, eignarhalds- félags Landsbankans, sem fer með forræði fjölda stórfyrir- tækja. Óhætt er að segja að hann kunni að ota sínum tota. n Þögnin sem ríkir um spill- ingu Landsbankans er sláandi. Þetta er sá banki sem kom Icesave á laggirnar með gríðarlegum efnahagsleg- um afleið- ingum. Fjöldi manns sem átti þátt í spill- ingunni er enn við störf í ríkisbankanum eða í fyrirtækjum hans. Þeirra á meðal er Steindór Baldurs- son sem var nánasti aðstoð- armaður Sigurjóns „Icesave“ Árnasonar. Steindór var verð- launaður af bankanum með því að hann var gerður forstjóri Vestia og hefur þannig gríðar- leg völd í viðskiptalífinu. n Ekkjan Guðbjörg Matthías- dóttir í Vestmannaeyjum er umsvifamikil í viðskiptalífinu. Henni virðast standa flestar bankadyr opn- ar þegar lánsfé er annars veg- ar. Þannig fékk hún yfirráð yfir Lýsi hf. án þess að leggja fram krónu úr eigin vasa. Fræg kaup hennar á Árvakri hafa kostað fremur takmörk- uð fjárútlát. Aukið hlutafé sem var skilyrði Íslandsbanka fór inn í félagið Þórsmörk en ekki í Árvakur sem tapar formúu þessa dagana. Nú vill ekkjan fá yfirráð yfir Skeljungi, eflaust til að ná í lausafé. Væntanlega mun einhver bankanna gauka að henni lánsfé svo það megi verða. n Ólafur F. Magnússon borg- arfulltrúi hefur svo sannarlega velgt Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur borgarstjóra undir ugg- um. Hefur borgarstjóri setið undir níðvísum, ásökunum um lygar og jafnvel mút- ur. Mörg- um blöskrar framganga Ólafs Friðriks en hláturinn ískrar í öðrum. Bent er á að það voru Hanna Birna og félagar hennar sem settu borgarstjórakeðjuna um háls Ólafs með eftirminnilegum afleiðingum. Hann er því upp- vakningur Sjálfstæðisflokksins. LYNGHÁLS 5, 110 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Sverrir Arngrímsson RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRAR: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Þetta er enginn ágrein- ingur, þetta er bara mín ákvörðun.“ Þórhallur Gunnarsson um að hann hafi ákveðið að hætta af persónulegum ástæðum en ekki vegna ágreinings. - Vísir „Blekið er varla þornað.“ Gísli Örn Garðarsson um samning þess efnis að uppfærsla Borgarleikhússins og Vesturports hafi verið seld til sýninga í Þýskalandi. - DV „Þetta er einhvers konar ameríkanisering.“ Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir um fjölgun fyrirtækja sem sérhæfa sig í innheimtu slysa- og skaðabóta fyrir fólk. Hann telur þess þróun neikvæða. - DV „Kveð ykkur öll með söknuði.“ Þórhallur Gunnarsson, fráfarandi dagskrárstjóri RÚV, sem sagði óvænt upp starfi sínu. - DV.is „Gírug í ferðir, gráðug í fé.“ Svona hefst níðvísa Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra sem hann flutti á fundi borgarstjórnar. - DV.is BÓKSTAFLEGA Litla, lata Hanna Hanna Birna Kristjánsdóttir var í sviðsljósi og reyndar skotspónn í kvæði, sem nýstirni reykvískrar ljóðaiðju, kastaði fram á fundi borg- arstjórnar í byrjun vikunnar. Þarna var það Ólafur F. Magnússon sem tjáði sig í bundnu máli. Að vísu er kvæðið óttalegt hnoð en merkingin er þó vel læsileg og verður vart ann- að sagt en Hanna Birna hafi nú náð að fela sig í því botnfalli sorans sem Ólafur þekkir af eigin raun, reynd- ar svo vel að hann treystir sér til að setja í rímað kvæði. Jafnvel þótt við- vaningsbragurinn sé mest áberandi í leirburði Ólafs þá leynir sér ekki að Ólafur F. er viss um að Hanna Birna Kristjánsdóttir sé versti borgarstjóri allra tíma. Hann sakar borgarstjór- ann um græðgi, óhóflegt ferðasukk, að þiggja gjafir frá banka, auðmýkt gagnvart auðvaldi, niðurskurð í vel- ferðarkerfi og fleiri ósiðlegar gjörðir. Rím kvæðisins og stuðlar eru yf- irleitt í lagi. En árásin á vorn hlé- dræga borgarstjóra hefði svosem mátt koma frá menni sem státað getur af fleiri kostum en Ólafur F. Magnússon. Hann fer þó ábyggi- lega rétt með allar staðreyndir þegar hann segir að Hanna Birna sé óhæf í starfi borgarstjóra, þar sem hún heldur um stjórnartauma í nefni þess sama íhalds og lagði hér allt í rúst. Hún hefur fengið að vera eins- og viðkvæmt egg í bómullarhnoðra eða glerdúkka í silkipappír. Ég held reyndar að Hanna Birna hafi aldrei sést opinberlega – allavega ekki sem góður borgarstjóri. Núna spáir fólk og spekúlerar hvert verði hugsanlegt meðreiðar- hyski Hönnu Birnu á lista sjálfstæð- ismanna í komandi borgarstjórn- arkosningum. Sjálfur er ég á þeirri skoðun að best hefði verið að fá á listann þá hreinræktuðu, innmúr- uðu menn sem virkilega geta sýnt okkur hverja hagsmuni Sjálfstæð- isflokkurinn virkilega vill verja – menn einsog: Davíð Oddsson, Kjart- an Gunnarsson, Hannes Hólmstein, Árni Johnsen og fleiri eðalmenni. Svo hefði Hanna Birna getað feng- ið á listann Geir Haarde og Árna Mathiesen, þá tvo sem leiddu okkur í gildru Icesave-samninga. Þjóðin getur þó verið sátt við það í dag að borgarstjórnin hefur ekki gert meira af sér en raun ber vitni. Tekist hefur að koma í veg fyrir ýmsa einkavinavæðingu og borgin okkar gæti jafnvel verið verri en hún er. Áður var það gamli, góði Villi, núna er það litla, lata Hanna. Djísús Kræst, hvað gerist næst? Ólafur vill æfur sanna að íhalds-braut sé grýtt og myrk þar eð litla, lata Hanna frá Landsbankanum þáði styrk. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar „En árásin á vorn hlédræga borgarstjóra hefði svosem mátt koma frá menni sem státað getur af fleiri kostum en Ólafur F. Magnússon.“ SKÁLDIÐ SKRIFAR 20 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 UMRÆÐA Spilling borgarfulltrúa LEIÐARI Eitt áþreifanlegasta dæmið um spillingu er þegar stjórnmála-menn finna leiðir til að ráða ná-tengt fólk í stöður á kostnað al- mennings. Borgarfulltrúar í Reykjavík ganga lengra. Þeir skipa sjálfa sig í ótrú- legustu stöður sem þeir hafa enga þekk- ingu eða getu til að sinna. Niðurstaðan er að þeir hækka launin sín, jafnvel um milljónir, en fyrirtækin sem þeir stýra af vanhæfni eru í rúst. Orkuveita Reykjavíkur var ein traust- asta eign borgarbúa. Borgarfulltrú- ar með milljónastyrki frá auðmönnum breyttu því. Meðan þeir fóru með æðsta vald Orkuveitunnar var ákveðið að taka nánast bara erlend lán, þótt tekjurnar væru því sem næst allar í krónum. Svo ákváðu þeir að fara í útrás með pening- ana okkar og lánsféð. Um leið fengu þeir hærri laun en annars væri. Orkuveitan átti meira skylt við FL Group en fyrir- tæki í almannaeigu. Enda þekktu borg- arfulltrúarnir ágætlega til FL Group, sem borgaði þeim milljónir í styrki. Það kem- ur kannski ekki á óvart að borgarfull- trúar, sem bjóða andlega veikum manni borgarstjóratign í skiptum fyrir að kljúfa flokk sinn og slíta borgarstjórnarsam- starfi, skuli líka sýna siðleysi á öðrum sviðum. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi er einn fárra Íslendinga sem hefur komið til smáríkisins Djibútí í Austur-Afríku. Hann fór líka til Eþíópíu, Jemen, Kaliforníu og Slóvakíu. Við borguðum farið. Til við- bótar borgum við honum tvær milljón- ir á ári í laun fyrir framlag hans til orku- útrásarinnar sem stjórnarformanns REI. Menntun hans er stúdentspróf. Reynslan er fyrst og fremst blaðamennska á Morg- unblaðinu og önnur pólitísk störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Við borgum Sigrúnu Elsu Smáradótt- ur, borgarfulltrúa Samfylkingarinn- ar, milljón á ári fyrir hennar framlag til orkuútrásarinnar. Meira munar þó um þrotlaus ferðalög hennar á okkar kostn- að. Hún hefur ferðast til Filippseyja, In- dónesíu, Kaliforníu og Djíbútí, sam- tals fyrir tvær milljónir króna á tveimur árum. Undir pólitískri stjórn hefur Orkuveit- an verið misnotuð af stjórnmálamönn- um og henni stefnt í alls kyns rugl, sem tengist ekki tilgangi hennar; til dæm- is að stunda risarækjueldi og skuldsett- ar yfirtökur í nágrannasveitarfélögum. Orkuveitan okkar er sýkt af borgarfull- trúum sem nærast á henni. Nú er hún að missa máttinn. Það liggur fyrir að bráð- lega þarf að leggja fram aukaframlag af almannafé til Orkuveitunnar og/eða hækka hitareikninga borgarbúa töluvert. Lífskjör borgarbúa versnuðu við það eitt að Orkuveitan var skemmd undir stjórn vanhæfra stjórnmálamanna. En góðu fréttirnar eru þær að nokkr- ir borgarfulltrúar náðu að hækka launin sín verulega og ferðast á framandi staði sem venjulegir Íslendingar munu aldrei sjá. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Orkuveitan okkar er sýkt af borgarfulltrúum sem nærast á henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.