Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Page 22
EGGIN KOMIN
Í FRAMLEIÐSLU
Fyrir milljón árum síðan, árið 1986 eftir Krist, höfðu manneskjur miklu stærri heila en í dag.“ Á þessum orðum hefst skáldsagan Galápagos eftir Kurt heitinn Vonnegut. Í bókinni segir frá
litlum hópi ólíkra einstaklinga sem verður strandaglópur
á eyju í Galápagos-eyjaklasanum úti fyrir ströndum
Ekvador árið 1986. Á sama tíma lendir Ekva dor
í ölduróti skelfilegrar fjármálakreppu sem á
rætur að rekja til skuldasöfnunaráráttu mann-
veranna með stóru heilana. Allur heimurinn
logar í illdeilum og þriðja heimsstyrjöldin
virðist vera á næstu grösum. Til að bæta
gráu ofan á svart sýkist mannkynið af sjúk-
dómi sem gerir sjúklinginn ófrjóan.
Allir menn á jörðinni – nema strandaglóparn-ir á Santa Rosalíu-eyju í Galá pagos – verða ófrjóir.
Á endanum eru strandaglóparnir því einu eftirlifandi mennirnir á jörð-
inni. Á milljón árum þróast afkomendur þeirra í tegund sem líkist selum.
Þeir hafa trýni og
hvassar tennur sem
henta vel til að veiða
fisk í hafinu. Höfuðið
er straumlínulaga
og heilinn smár.
Hendurnar hafa þró-
ast í einhvers konar
bægsli með pínu-
litlum stúfum í stað
fingranna. Maðurinn
þróaðist í hálfgerð-
an sel.
Sögumaðurinn er draugurinn Leon Trout og er sonur vísindaskáld-söguhöfundarins Kilgores Trout sem aðdáendur Vonneguts þekkja vel. Hann segir lesandanum söguna frá árinu 1.001.984 eftir Krist. Hann segir okkur frá rót allra vandamála mannkynsins á tuttug-
ustu öld – heilinn var allt of stór. Draugurinn staðhæfir að það hafi verið
Homo sapiens fyrir bestu að þróast - svo hann mætti hreinlega lifa af.
Okkur var bjargað frá sjálfum okkur og urðum að kvikindum með smærri
heila, hreifum og
trýni. „Jafnvel þótt
mannverurnar, eft-
ir milljón ár, fyndu
handsprengju eða
vélbyssu, hníf eða
hvað annað sem
fortíðin skyldi eftir,
hvernig í veröldinni
ættu þær að nota
þetta með hreifun-
um og munninum
einum saman?“ Leon
Trout bætir við: „Það
er erfitt að ímynda sér
einstakling að pynta einhvern annan nú á dögum. Hvernig í veröldinni
geturðu handsamað einstakling, sem þig langar til að pynta, með hreifun-
um og munninum einum saman?“
Þetta er vissulega furðuleg skáldsaga eins og við mátti búast af meistara Kurt Vonnegut. En af hverju er ég að tala um þessa bók? Jú, ég hef verið að hugsa um þessi mál í samhenginu við náttúru-lega umhverfið mitt. Ég væri til í öfuga þróun.
Ég var niðursokkinn í þessar bollaleggingar á meðan ég lá eins og fiskur í heita pottinum á svölum Sundhallarinnar við Barónsstíg. Þar skröfuðu gamlir hrúðukarlar um alla óhamingjuna í lífinu, efna-hagshrunið, mannanafnanefnd, spillinguna, græðgina, frekjuna,
sjávarútveginn, Sigmund Davíð og svo framvegis. Ég stóðst ekki freist-
inguna og ímyndaði mér þessa rosknu karla með selstrýni og hreifa. Ég
ímyndaði mér þá
áhyggjulausa á kafi
eftir milljón ár í sak-
lausri leit að sjávar-
kvikindum. Það voru
mjög freistandi bolla-
leggingar eins og gef-
ur að skilja.
Hvað sem Kurt Vonnegut og framtíð-arspá hans
líður, þá er nokkuð
víst að mannveran
mun þróast eins og önnur dýr. Það er mjög líklegt að móðir náttúra þurfi
„að bjarga okkur frá okkur sjálfum“. Og þá er spurningin, hvort er sniðugra
fyrir okkur, að verða klárari eða heimskari? Stórt og flókið heilabú rúmar
meiri illkvittni og óeðli en lítið. Væri ekki hollast fyrir okkur að snúa okk-
ur inn á þá braut núna um leið. Þetta er kannski milljón ára ferli. En það
borgar sig á endanum. Íslendingar með hreifa í stað handa myndu ekki
valda bankahruni.
Hvernig í veröldinni ættu Íslendingarnir að framkvæma skuldsetta yfirtöku með hreifunum og munninum einum saman?
VILTU SELSHREIFA
Í STAÐ HANDA?
„Það er stundum erfitt að
vera allan daginn í kring-
um súkkulaði. Áður en mað-
ur veit af er maður búinn að
gúffa í sig hellingi af nammi,“
segir Gunnar Stígsson, verk-
stjóri yfir súkkulaði hjá Nóa
Síríus. Gunnar hefur unnið
hjá Nóa í 24 ár og kann afar
vel við sig enn þann dag í dag
í sínu starfi.
Gunnar byrjaði hjá Nóa
þegar fyrirtækið var á Bar-
ónsstíg í miðbæ Reykjavík-
ur og segir að margt hafi
breyst bæði í framleiðslunni
og tæknimálum. Gunnar er
lærður bakari og kann vel við
sig innan um allt súkkulaðið
sem flæðir um hólf og gólf í
Nóa Síríus.
Minna ferðast til
útlanda – meira borðað
af súkkulaði
„Það er ekkert minna borð-
að af súkkulaði í kreppunni
– meira ef eitthvað er. Það
er minna ferðast til útlanda
og það voru fleiri að þvæl-
ast um Ísland og þá er allt-
af keypt í bílinn. Síðasta ár
var með því besta sem hef-
ur gerst hjá okkur,“ seg-
ir Gunnar um leið og hann
opnar stórar dyr þar sem
framleiðsla á páskaeggjum
fer fram. Nói Síríus fram-
leiðir rúmlega eitt tonn af
páskaeggjum á dag. „Nú
eru páskarnir á þannig tíma
að þeir eru bara allt í einu
komnir. Þannig að það er
um að gera að byrja nógu
snemma að framleiða. Við
framleiðum nánast eitt tonn
á dag. Svo eru hinir nam-
miframleiðendurnir að gera
einhvern slatta. Það er því
nóg framboð af páskaeggj-
um í búðum,“ segir Gunnar
og bætir við að framleiðslan
á eggjunum hafi verið svipuð
í mörg ár. „Fólk vill ekki sjá
breytingu – ekki í páskaeggj-
unum. Það yrði væntanlega
allt vitlaust ef við myndum bjóða upp á nýjungar,“ segir
hann og hlær.
Jólunum bjargað
Eins og fyrr segir stend-
ur Nói ágætlega þrátt fyr-
ir efnahagsþrengingar
og hækkandi vöruverð.
Gunnar segir samt að litlu
hafi mátt muna fyrir þessi
jól. „Allt sem við erum að
kaupa inn hefur marg-
faldast í verði og það má
ekkert klikka því þá get-
um við verið í vondum
málum. Erlendu birgj-
arnir halda sumir að Ís-
land sé að fara á haus-
inn á morgun. Þó að við
séum búnir að versla
við sumt af þessu fólki
í mörg ár og aldrei hafi
neitt klikkað eru sumir
erfiðir við okkur.
Sumir eru samt betri
og láta vita að við séum
enn þá í uppáhaldi,“ segir
hann og brosir.
„Kakó- og kakósmjörs-
birgjarnir voru erfiðir
núna yfir jólin til dæm-
is. Það klikkaði eitthvað
hérna og þeir voru með
vandræði og vesen. Við
vorum heppnir að tapa
ekki parti af jólunum. Við
vorum bara heppnir því
félagar okkar í Kólus áttu
kakó sem þeir lánuðu okk-
ur. Þeir lánuðu okkur heil-
an gám og björguðu jólun-
um.“
Gott og gaman að
vinna hjá Nóa
Gunnar er mættur til vinnu
klukkan 7 og hefst handa
við að blanda súkkulaðið
sem á að nota í framleiðsl-
una þann daginn. Hann er
lærður bakari og segir að
það sé góður grunnur. „Það
eru læti hérna fyrst á meðan
það er verið að koma öllu í
gagn. Svo er kýlt á þetta.
Íslendingar stelast allt-
af í súkkulaði. Það hefur
ekkert breyst,“ segir hann
og hendir kakómassa á sjóðheita grillgrind sem bræðir
kakóið. „Hér er gönguklúbbur og margt við að vera. Það
eru fjölmargir starfsmenn sem hafa unnið hér í tugi ára og
hér er gott og gaman að vinna.“ benni@dv.is
Gunnar Stígsson, verkstjóri yfir súkku-
laði hjá Nóa Síríus, hefur unnið hjá Nóa
í 24 ár. Hann er lærður bakari og segir
starf sitt afar skemmtilegt. Það komi fyr-
ir að hann stelist í súkkulaðið í vinnunni.
22 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 UMRÆÐA
súkkulaðiverks
tjóra
Páskaeggin í framleiðslu
Nói Síríus framleiðir eitt tonn
á dag af páskaeggjum.
Nýi tíminn Gunnar fyrir framan
nýju vélina sem meðal annars
Nissa-súkkulaði er búið til í.
Framleiðslan skoðuð Gunnar
kíkir á framleiðsluna – klassískt
mjólkursúkkulaði frá Nóa.
MYNDIR KARL PETERSSON
Nammi namm Gunnar
fær sér bita af dýrindis
Konsúm-súkkulaði.HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON skrifar
HELGARPISTILL