Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Side 24
UM HELGINA GENGIÐ AÐ VERKI Ljósmyndasýningin Gengið að verki eftir Jakob Jakobsson opnar í Ljósmynda- safni Reykjavíkur laugardaginn 23. janúar. Jakob hefur tekið ljósmyndir í hálfa öld og hafa viðfangsefnin helst verið portrettmyndir, landslagsmyndir og myndir af fólki við byggingastörf. Sýningin hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis. ANNA JÓA MEÐ LEIÐSÖGN Sunnudagsleiðsögn verður um sýn- inguna Carnegie Art Award sunnu- daginn 24. janúar klukkan 14. Það er Anna Jóa, myndlistarmaður og listgagnrýnandi, sem mun ræða sýn- inguna í samhengi málaralistarinnar og hins dýnamíska sambands henn- ar og annarra listmiðla í umfjöllun um einstök listaverk og höfunda þeirra. Sýningin er haldin í Lista- safni Íslands og er aðgangur ókeypis. FJÖLSKYLDU- SMIÐJA Á KJAR- VALSSTÖÐUM Fjölskyldusmiðja Kjarvalsstaða verður haldin á sunnudaginn og er það Steinunn Sigurðardótt- ir hönnuður sem mun þar segja frá eigin upplifun á prjónaskap í tengslum við sýninguna Steins- smiðja ásamt því að leiðbeina. Smiðjan er ætluð stálpuðum börnum og unglingum og þeim sem hafa áhuga á óhefðbundn- um prjónaskap. Koma þarf með grófa prjóna, gróft garn og eitt- hvað til að hlusta á. SÍÐASTI BÆRINN Í DALNUM Í BÆJARBÍÓI Síðasti bærinn í dalnum, fyrsta og þekktasta mynd Óskars Gíslasonar, verður sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði laugardaginn 23. janúar. Myndin er í anda gömlu þjóðsagnanna og fjallar um börn í sveit, góða álfa í hólum og illvíg tröll í fjöllum. Þetta er gömul og skemmtileg mynd sem vert er að sjá. Leikstjóri var Ævar Kvaran. Sýn- ingin hefst klukkan 20.00 og kostar miðinn 500 krónur. Poppaður Sherlock 24 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 FÓKUS „Mér sýnist að fólk sé að taka mynd- inni eins og við vonuðumst til – það vaknar,“ segir Lilja Skaftadóttir, fram- leiðandi myndarinnar Maybe I should have, sem frumsýnd var fyrir helgi og sló í gegn. Myndin segir frá hruninu og segir sögu Gunnars Sigurðssonar, leik- stjóra myndarinnar, sem er einn hinna fjölmörgu, sem varð undir í hruninu og sér fram á gjaldþrot. Myndin er hugmynd Lilju en Gunnar heimsótti hana til Frakklands eftir kosningarnar með þá hugmynd í kollinum að gera leikrit um ástand- ið. „Hann kom og ræddi um leikrit- ið og ég spurði: Af hverju ekki að gera mynd? – Það væri ábyggilega auðveld- ara að ná til fjöldans í gegnum mynd en leikrit. Þetta var í byrjun maí og síð- an höfum við unnið að myndinni – í níu mánuði.“ Átti að vera lítil mynd Myndin átti fyrst að koma út í sept- ember en það frestaðist endalaust þangað til að Lilja og fólkið á bak við myndina ákváðu að setja dagsetn- ingu sem þau réðu við. Myndin fer í al- menna sýningu í byrjun febrúar. „Þetta átti fyrst að vera lítil mynd en svo leiddi eitt af öðru og Gunni fór að ferðast um allan heim. Slíkt tekur náttúrulega tíma.“ Í myndinni fer Gunnar meðal ann- ars til Tortóla sem Íslendingar þekkja nú svo vel en vita lítið um. „Það hafa fáir séð eitthvað frá Tortóla. Það nenn- ir ábyggilega enginn að fara þang- að. Þetta er náttúrlega mikið ferðalag. Mér datt ekki í hug að fara þangað,“ segir hún og hlær. „Ég held að það sé mjög gott fyrir fólk að sjá hvernig allt er þarna. Þarna eru hænur á aðalstræt- inu og það er mjög fyndið. Það búa níu þúsund manns í höfuðborginni - pín- kulítill bær en hefur samt þróast mikið undanfarin ár.“ Fékk samviskubit Lilja segist hafa mætt á borgarafund- ina sem Gunnar hélt og fengið sam- svikubit. Samviskubit yfir því að hafa ekki gert meira. Hún hafi samt hafa kynnst góðu fólki og af því búi hún alla ævi. „Ég var með samviskubit þegar þetta hrun átti sér stað. Ég stóð þarna í horninu á fundunum og spurði eins og Gunni: Hvernig getur þetta gerst? Af hverju erum við í þessum sporum? Ég hefverið að vera að röfla um pól- ítík í 20 ár, í hvert sinn sem ég kem til Íslands. Það var enginn hljómgrunnur fyrir því sem ég var að segja. Kannski má segja að glöggt er gests augað en það voru samt margir hér á Íslandi sem sáu hlutina í því ljósi sem ég sá þá. Ég er náttúrlega vön Frökkum, hvernig þeir bregðast við ef þeim finnst troðið á sér. Þá fara allir út á götu og láta í sér heyra. Svo þegar hrunið kom fékk ég sam- viskubit. Kannski hefði ég getað gert eitthvað meira og ég er eiginlega búin að komast að því að það var ekkert hægt að gera. Við erum búin að lifa í svona lénsveldi í langan tíma.“ Skoski rithöfundurinn Sir Arthur Conan Doyle kynnti meistaraspæj- arann Sherlock Holmes til leiks fyrir rúmlega 120 árum og Holmes hefur látið til sín taka með reglulegu milli- bili bæði í kvikmyndum og sjónvarpi alla síðustu öld og fjöldi leikara hef- ur túlkað þennan ofurglögga og út- sjónarsama glæpamannahrelli. Nú er röðin komin að hinum óhemju sjar- merandi og skemmtilega leikara Ro- bert Downey Jr. sem nálgast Holmes úr allt annarri átt en forverarnir og býður upp á Holmes sem við höfum aldrei séð áður í galsafenginni út- gáfu leikstjórans Guy Ritchie sem er svo fersk og hressileg að fastlega má búast við því að nýjar kynslóðir muni taka Sherlock fagnandi og að hann muni lifa góðu lífi á hvíta tjaldinu á öndverðri 21. öld. Ritchie hristir vel upp í þessu öllu saman og í meðförum Downey er Holmes óttalegur galgopi, kald- hæðinn og snjall en fyrir vikið nokk- uð mannlegri en Sherlock hefur verið hingað til. Leikstjórinn og að- alleikararnir byggja samt á gömlum grunni og öllum helstu og skemmti- legustu persónueinkennum Hol- mes er haldið til haga. Hann er til dæmis enn snillingur í að dulbúast, frábær hnefaleikari og sekkur enn þá í djúpt þunglyndi þegar hann fær ekki krefjandi og flókin mál. Sherlock Holmes er sannköll- uð stórmynd þar sem ekkert er til sparað í tæknibrellum og mögnuð- um hasaratriðum og Ritchie hef- ur í það heila tekist býsna vel að poppa þennan fornfræga einka- spæjara upp. Samt er eitthvert smá tómahljóð í þessu glæsilega sjón- arspili þannig að einhvern herslu- mun vantar upp á að þessi nýi Hol- mes heilli mann upp úr skónum þótt myndin sé spennandi og haldi dampi allt til enda. Þórarinn Þórarinsson SHERLOCK HOLMES Leikstjóri: Guy Ritchie Aðalhlutverk: Robert Downey Jr., Jude Law, Rachel McAdams, Mark Strong  KVIKMYNDIR Sherlock Holmes sannkölluð stórmynd en samt vantar eitthvað smá upp á. Þegar hugmynd VERÐUR TIL ÞÁ FINNST LAUSN Lilja Skaftadóttir sannfærði Gunnar Sigurðsson um að gera kvikmynd um hrunið í staðinn fyrir leikrit. Útkoman er Maybe I should have sem fjallar um leit Gunnars að peningunum sem hurfu og rannsókn hans á því hvað gerðist. Lilja flutti heim árið 2006 eftir að hafa búið í Frakklandi og fór að flytja inn vodka. Hún segir að myndin eigi að vekja fólk af værum blundi. Fékk samviskubit Lilja hefur leng- ið hugsað um pólitík og segist hafa fengið samviskubit yfir hruninu. Hún velti fyrir sér hvort hún hefði getað gert eitthvað meira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.