Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Blaðsíða 27
HELGARVIÐTAL 22. janúar 2010 FÖSTUDAGUR 27 ista sem er bestur á sínu sviði og við sköpum eitthvað saman. Ég fæ kjóla og svoleiðis frítt frá hönnuðum en fæ það oftast bara lánað þar sem ég get aldrei verið í sama dressinu tvisv- ar.  Mér finnst mjög gaman að geta stutt íslenska hönnun, enda eigum við marga sterka og upprennandi hönnuði og íslenskar fatalínur eins og Gyðju, E-label, Hörpu Einars- dóttur, M-design, Birnu og fleiri. Það er erfitt fyrir alla listamenn, sama í hvaða geira það er, að koma sér áfram fyrst svo það er gaman að geta komið fram í íslenskri hönnun og látið ljósmynda hana.“ Finnurðu fyrir kröfu um að þú kynnir land og þjóð? „Alls ekki.  Það hefur kannski aldrei þurft að krefjast þess af mér. Ég tala mikið um mitt land og mína þjóð því sama hvar ég bý í heiminum er Ísland svo stór hluti af mínum frum- eindum.  Svo eru fjölmiðlar mjög forvitnir að heyra um þetta fjarlæga land sem á mynd virðist næstum til- heyra annarri plánetu.“ Hefur þú orðið „starstruck“?  „Það kemur alveg fyrir að ég hitti fólk sem ég dáist mikið að. Þá verð ég eiginlega bara spennt og fer að pæla í hvernig ég geti þvingað tiltekna manneskju til að vinna með mér. Ég hitti til dæmis Terrence Howard fyr- ir tæpu ári, við urðum nánir vinir og núna erum við að vinna að þróun tveggja verkefna saman.“ Ertu farin að geta valið og hafnað hlutverkum? „Ég tek alls ekki hvað sem er. Vil frekar taka smá tíma og finna eitt- hvað sem kveikir í mér en að gera það sem ég er bara volg yfir eða verð- ur til þess að ég fari skref aftur á bak.“ Eru papparassarnir byrjaðir að elta þig? „Þeir gera það stundum. Aðallega á kvöldin ef ég fer út að skemmta mér. Ekkert til ama.“ Hvernig heldurðu þér við jörðina? „Uppeldið heldur mér við jörðina. Svo yrði amma Ella svo vonsvikin ef ég breyttist í hræðilega manneskju.“ Hverju þakkar þú velgengnina? „Nægu viti til að fara í góðan skóla, skilningi til að geta aðlag- ast þegar þörf er á, svo sannarlega heppni að hitta stundum rétta fólkið sem sér eitthvað sérstakt í mér, Pétri frænda sem ég er alveg viss um að er að hjálpa mér þarna uppi,  jafn- aðargeðinu til að meiða ekki fólk sem kemur illa fram við mig, ábyggi- lega ekki réttlætiskenndinni því hún þvælist oft bara fyrir en ég treysti á það að hún komi mér inn fyrir hliðið þegar sá tími kemur, þrjóskunni sem leyfir mér aldrei að hætta, mömmu og fjölskyldunni minni sem dæma mig aldrei og hafa að geyma óend- anlegan brunn af ást og stuðningi, forréttindunum að fá að vinna með stórglæsilegu fólki sem kveikir í mér og auðvitað Dean mínum.“ Einhvers staðar talaðir þú um að það hve lágvaxin þú ert væri þitt vopn? Eru allir litlir í Hollywood? „Já, Al Pacino er svo lítill að hann var lengi kallaður The Midget. Það var áður en hann fékk The Godfath- er. Nú er hann bara kallaður Al. Eða Mr. Pacino. Ég hef hlotið viðurnefn- ið The Little Viking. Ætli það sé ekki tengt vopnaáráttu minni….  og hvað ég er smá…. “ Fannst þér ekki flottir kjólarnir í The Tudors?  „Kjólarnir drógu mig næstum til dauða. Konurnar á þessum tíma hafa verið mikið fyrir svona masókisma.“ Draumarnir SMÁM SAMANrætast Anita Briem live í Preservation Hall Dean leikstýrði tónlistar- myndbandi Anítu með Preservation Hall Band. MYND DEAN PARASKEVOPOULOS Anita og Katrín Briem Anita ásamt yngri systur sinni. MYND DEAN PARASKEVOPOULOS Quentin er vinur okkar og það er gaman að koma til hans þótt það séu oft ansi langar næt- ur. Annars finnst okk- ur eiginlega skemmti- legast að fara á litla holubari sem enginn veit af. Fíngerð Anita hefur hlotið viðurnefnið The Little Viking.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.