Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 HELGARBLAÐ „Fólk var meira og minna úti á götum. Eng- inn var inni í húsum þar sem þau voru flest hrunin og margir bílar voru skemmdir. Allir garðar, allar umferðareyjur og öll svæði voru í raun full af fólki,“ segir Ólafur Loftsson, einn af stjórnendum íslensku alþjóðabjörgunar- sveitarinnar, sem nú er nýkomin heim eftir erfiða viku í Port-au-Prince á Haítí. MEÐ STIGA Í FLUGVÉLINNI Íslenska björgunarsveitin var sú fyrsta til að mæta á staðinn eða um tuttugu klukkustund- um eftir að jarðskjálftinn skók landið. Marg- ir þeirra sem fórust í hamförunum var fólk í stjórnkerfi landins, lögreglumenn, flugvallar- starfsmenn og læknar. Því var ekkert björgun- arstarf hafið þegar sveitin kom til Haítí og að- stæður voru erfiðar. „Það var ekkert rafmagn í borginni, samgöngur og öll samskipti lágu niðri. Við vissum alveg að þetta voru miklar hamfarir og þetta var meira en við áttum von á. Það verður að segjast eins og er.“ Þegar björgunarsveitin kom á staðinn var flugvöllurinn ónothæfur. „Við vorum með stiga í flugvélinni sem við notuðum til að bjarga okkur út úr vélinni inn í landið og leggja út í þetta,“ segir hann. Það fyrsta sem sveitin þurfti að gera þegar hún kom á stað- inn var að finna stað til að setja upp tjaldbúðir svo hægt væri að hefja björgunarstarfið. Það var á þessum tímapunkti sem þeir gerðu sér grein fyrir umfangi hörmunganna. UPPLIFÐI ÖRYGGISLEYSI „Við upplifðum talsvert öryggisleysi þegar kom að því að finna staðinn til að setja nið- ur búðirnar inni í borginni,“ segir Ólafur. Þar sem engar aðrar björgunarsveitir voru komn- ar á staðinn þurftu þeir að reyna að finna góð- an stað. Sem og þeir gerðu. „Þegar við kom- um urðum við okkur úti um vörubíla. Við settum farangurinn á pallinn á vörubílunum og sátum svo ofan á honum og keyrðum um borgina. Það var hins vegar svo margt fólk alls staðar og hvergi pláss þannig að við enduð- um á því að fara á flugvöllinn aftur. Við höfð- um enga hugmynd um hve margir björgun- arsveitarmenn frá öðrum löndum myndum koma,“ segir Ólafur. Auk þess að huga að að- stöðu fyrir sig þurftu þeir að finna stað fyrir aðrar björgunarsveitir líka. Það var orðið svo áliðið þegar þeir komu á flugvöllinn aftur eftir ferðina inn í Port-au-Prince að sofið var í flug- stöðinni fyrstu nóttina. Daginn eftir var hafist handa. LÍK INNAN UM FÓLK Aðstæðurnar sem blöstu við björgunarsveit- armönnum, og almenningi á Haítí, voru skelfilegar. „Það voru lík úti um allt, liggjandi á götunum og sums staðar var svo mikið af fólki að þau voru bara innan um það. Búið var að breiða yfir sum líkin og önnur ekki,“ segir Ólafur Á öðrum degi fékk björgunarsveitin fyrsta verkefnið sitt og það var að leita að og grafa upp fólk sem var lifandi og fast í rústunum. „Farið var að leita í byggingum þar sem heyrst hafði í fólki. Verkið við það var ekki flókið. Þú einfaldlega bara grefur og grefur þangað til þú finnur fólk. Þennan dag fundum við þrjá á lífi og vorum við sáttir við það,“ segir hann. Þeir fundu líka látið fólk. „Það er þannig í verkferl- um að ef það er lík í rústunum merkir maður DAUÐINN ER ERFIÐASTUR Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er komin heim til Íslands eftir að hafa dvalið við erfiðar aðstæður í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, sem illa fór í jarð- skjálfta í síðustu viku. Ólafur Loftsson, einn af stjórnendum hjálparsveitar- innar, segir í viðtali við Ásdísi Björgu Jóhannesdóttur að hann hafi átt von á miklum hamförum en þær hafi verið meiri en hann gerði sér grein fyrir. Það hefur allt gengið svo hratt fyrir sig að lítill tími var til að velta fyrir sér hörmungunum og því sem maður sá. Íslensku tjaldbúðirnar Reynt var að gera aðstæður í búðunum þannig úr garði að björgunar- sveitarmenn gætu slappað af eftir erfiðan dag. Ólafur Loftsson, einn af stjórnendum íslensku alþjóðasveitarinnar „Við vissum alveg að þetta voru miklar hamfarir og þetta var meira en við áttum von á. Það verður að segjast eins og er.“ M YN D IR S LY SA VA RN A FÉ LA G IÐ L A N D SB JÖ RG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.