Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2010, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 22. janúar 2010 VERÖLD JÖFNUÐ VIÐ JÖRÐU 44 SINNUM Belgrad er höfuðborg Serbíu og er ein elsta borg Evrópu en talið er að fyrst hafi menn búið á bæjarstæðinu fyrir um sex þús- und árum. Hún er nú í vaxandi mæli áfangastaður forvitinna ferðamanna, enda hvílir nokk- ur ráðgáta á þessari hlið álfunnar sem löngum hefur legið fyrir utan almannaleið. Ástæðan er að sagan hefur leikið borgina grátt í gegnum aldirnar. 115 sinnum hefur Belgrad verið vígvöllur í stríði og sagt er að borgin hafi í 44 skipti verið jöfnuð við jörðu. Ekki eru nema 11 ár síðan NATO gerði loftárásir á borgina. Í fornöld lá Belgrad innan landamæra Rómaveldis og lenti næstu aldirnar undir stjórn ýmissa velda. Austur-Rómverjar, Frakkar, Búlgarar, Ung- verjar og Ottómanar stjórnuðu borginni á miðöldum. UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON, helgihrafn@dv.is Stjörnufræðivefurinn velur bestu ljósmyndirnar frá yfirborði Mars: Engin reikistjarna hefur haft jafnörvandi áhrif á ímynd-unarafl mannsins og Mars. Þrálátar bollaleggingar um hvort vitsmunaverur finnist á Mars náðu hámarki snemma á  20. öld. Bandaríski stjörnufræðingurinn Percival Lowell túlkaði yfirborðs- merki á Mars sem skurði sem gerðir væru í háþróuðu samfélagi Marsbúa. Þetta var auðvitað rak- in vitleysa, en þótti ekkert ósenni- legri kenning en hver önnur þeg- ar mannkynið bjó ekki yfir öðrum tækjabúnaði en sjónaukum til að skoða Mars. En nú er öldin önnur, við höfum þegar sent útsendara okkar til plánetunnar sem hafa lyft hulunni ofurlítið af öllum leyndar- dómunum. Á Stjörnufræðivefnum (stjornu- skodun.is) birtust á dögunum bestu ljósmyndirnar úr safni Mars Recon- naissance Orbiter en það er  geim- far NASA sem síðan árið 2006 hefur sveimað umhverfis Mars í tæplega 300 kílómetra hæð. „Um borð í geimfarinu er  HiRISE, öflugasta myndavél sem send hefur verið út í sólkerfið. Myndir HiRISE eru í senn stórglæsilegar og stórfurðulegar og líkjast oft og tíðum fegurstu lista- verkum. Hér er að finna tuttugu ljós- myndir sem HiRISE hefur tekið síð- ustu árin af yfirborði Mars. Sumar ljósmyndirnar eru svarthvítar, aðr- ar vísvitandi í fölskum litum til þess að draga fram smáatriði sem ann- ars sæjust illa eða alls ekki,“ segir á Stjörnufræðivefnum. á Mars80 ÞÚSUND ÁRA KLÓN n Pando, eða Skjálfandi risinn, er heitið á skógi nokkrum í Utah-fylki í Bandaríkj- unum. Öll trén í skóginum mynda saman eina lífveru af nöturaspaætt en trén eru, í erfðafræðilegum skilningi, öll afrit hvert af öðru eða klón! Í raun og veru eru um eina gríðarstóra lífveru að ræða með gríðarlega stórar, samtengdar rætur neðanjarðar. Skjálfandi risinn er gerður úr 47.000 trjá- stofnum sem breiða úr sér á 400 fermetra svæði. Talið er að þyngd hins sameiginlega lífmassa í skóginum vegi 6.600 tonn og því er Skjálfandi risinn þyngsta lífveran í heim- inum. Hver trjástofn lifir í um 130 ár en talið er að lífveran í heild sé um 80 þúsund ára gömul! TRÉ GUÐANNA n El Árbol del Tule, Tuletréð, er gríðar- stórt tré af tegundinni Ahuehuete og vex nálægt Oaxaca-borg í Mexíkó. Tu- letréð er um 60 metrar í ummáli. Ekkert tré í heiminum hefur sterkbyggðari bol. Vegna stærðarinnar héldu menn áður fyrr að um mörg tré væri að ræða sem hefðu vafist utan hvert utan um annað. DNA-rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að Tuletréð sé eitt einstakt tré. Ald- ur Tule er nokkuð á reiki, mismunandi kenningar hafa aldursgreint tréð á bil- inu 1.200-6.000 ára. Líklegast þykir að það sé um 1.400 ára gamalt. Goðsagnir herma að Azteka-presturinn Pechocha hafi sett niður græðling á staðnum um 1.400 árum áður. Veðurguðinn Ehecatl hafi svo haldið óveðursskýjum frá trénu og þannig tryggt hinn mikla vöxt. Árið 1994 varð Tuletréð fársjúkt. Laufin fölnuðu og greinarnar fúnuðu. Bæjaryfirvöld í Oaxaca-borg ákvaðu að stórauka vökvun Tule. Síðan þá er ris- inn hressari og da fnar sem aldrei fyrr. STÆRSTA TRÉ Í HEIMI n Risafuran, stærsta trjátegund heims, vex aðeins í Sierra Nevada í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Hún getur orðið allt að 95 metrar á hæð og 15 metrar í þvermál. Til samanburðar má nefna að Hallgrímskirkja er 75 metra há! Stærsta einstaka tréð af tegundinni kalla Kaliforníubúar „Gen- eral Sherman“. Það vegur 6.000 tonn og ummálið er um 30 metrar. Sherman er um 2.200 ára - eykur árlega við sig gríðarmikl- um viði. Náttúrufræðingurinn John Muir var heillaður af trénu og sagði: „Þetta stóra tré er meistaraverk móður náttúru í skóg- inum og, eftir því sem ég best veit, mikil- fenglegasta lífveran í veröldinni.“ LISTAVERK „Viktoríugígurinn á Meridiani-sléttunni, lendingarstað Opportun- ity-jeppans á Mars. Gígurinn er um 800 metra breiður en til þess að glöggva sig betur á stærðinni má benda á að Laugardalsvöllur kæmist í heild sinni fyrir á sandöldusvæðinu á botni gígsins.“ „Víða á Mars eru augljós merki þess að vatn hafi eitt sinn runnið þar um. Á þessari mynd blasa sönnunargögnin við. Þetta eru svonefnd giljadrög þar sem vatn hefur sorfið bergið í hlíðum gígs á Mars. Þú hefur mörgum sinnum séð svona giljadrög en kannski ekki veitt þeim neina sérstaka athygli. Þau er nefnilega að finna í öllum fjöllum Íslands þar sem vatn rennur niður hlíðarnar.“ „Súkkulaðikaka? Sandöldur geta tekið á sig sérkennilegar myndir á Mars. Þessi mynd sýnir sandöldur á botni eins gígs á suðurhvelinu. Myndin er tekin að vetri til og hefur hrím lagst yfir. Hrímið gefur sandöldunum þennan sérkennilega glampa svo þær minna fremur á kremið á gómsætri súkkulaðiköku.“ „Á heimskautum Mars eru pólhettur úr vatnsís. Þegar vetur gengur í garð á pólunum verður svo hrikalega kalt að koldíoxíðið í lofthjúpnum frýs og leggst eins og teppi yfir pólsvæðin. Hér sést þurrís (frosið koldíoxíð) á suð- urpóli Mars. Sléttu svæðin eru nokkurra metra þykkur þurrís. Lægðirnar myndast þegar ísinn þurrgufar.“ „Sunnudaginn 25. maí 2008 lenti Phoenix-geimfarið á Mars. Á sama tíma og Phoe- nix kom inn til lendingar var Mars Reconnaissance Orbiter yfir lendingarstaðnum og tók þessa stórkostlegu mynd af atburðinum. Á myndinni sést geimfarið innan í verndarskelinni þar sem það hangir í fallhlífinni. Á þessu augnabliki er Phoenix í átta til tíu kílómetra hæð yfir Mars og í um 20 kílómetra fjarlægð frá gígnum í bakgrunni, sem heitir Heimdallur!“ „Stór sandalda þakin dökkum rákum í eyðimerk- urlandslagi Mars. Á þessu svæði verða stundum til öflugir sandstrókar sem þyrla upp hinu örfína ryðrauða ryklagi sem þekur Mars. Þegar sandstrókarnir leika um svæðið fýkur rykið burt og við blasir dökkur basaltsandur sem undir er. Myndin var ein af tíu bestu stjörnuljósmyndum ársins 2009, að mati Stjörnufræði- vefsins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.