Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2010, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 22. febrúar 2010 FRÉTTIR „Á næstu dögum ætla ég að taka út alla peninga og loka VISA-korti og þeim viðskiptum sem ég er með í Landsbankanum og flytja þau í sparisjóði sem mér skylst að séu traustsins verðir,“ segir Sigurður Hreinn Sigurðsson, viðskiptavinur Landsbankans til 22 ára. Hann sendi bankastjóra og stjórn Landsbankans formlegan tölvupóst í vikunni þar sem hann tilkynnti þeim að vegna þess hvernig staðið hafi ver- ið að málum bankans, meðal annars í 30 milljarða framlagi til Icelandic Group og afskriftum forstjóra félags- ins, ætlaði hann að fara með sín við- skipti eitthvert annað. Í kveðjubréf- inu til Landsbankans segir Sigurður: „Einnig get ég vísað til fjölda annarra frétta, meðal annars um World Class og eigendur þess en ég geri ráð fyr- ir að ykkur sé fullkunnugt um starf- semi bankans og líklega mun meira en fjölmiðlar og almenningur hafa tök á að kynna sér, enda ríkir banka- leynd um flest það sem þið aðhafist.“ Átakanlegt Sigurður Hreinn segist eiga um það bil milljón í sparifé í Landsbankan- um. „Ég er ekki stór viðskiptavinur en ég ætla að beina mínum viðskipt- um annað. Ég er líka að mótmæla í verki ráðaleysi ráðherranna Jóhönnu Sigurðardóttur og Gylfa Magnús- sonar. Það eru neytendur sem verða að gera eitthvað ef ráðherrar í ríkis- stjórninni gera ekki neitt,“ segir hann í samtali við DV. Hann segir í bréfi sínu að fram- ferði bankanna gegn látakendum sé óverjandi og siðferði einstaklinga í skilanefndum gömlu bankanna og slitastjórnum átakanlegt. Myndbirt- ing fjölmiðla af Elínu Sigfúsdóttur og Sigurjóni Árnasyni í boði fjárglæfra- manna sýni að munurinn fyrir og eft- ir hrun sé nákvæmlega enginn. Byltingu út fyrir bloggið Jafnvel þótt Sigurður Hreinn sé ekki stærsti viðskiptavinur bankans og ef- laust finni bankinn nærri því ekkert fyrir því að einn viðskiptavinur snúi við honum bakinu og taki peninga sína út, þá segir hann það ekki skipta máli. Í þessu gildi að oft velti lítil þúfa þungu hlassi. „Ég vil hvetja fólk til að hugsa sinn gang í staðinn fyrir að vera frústrerað og blogga um það. Það þarf að gera eitthvað í málunum. Það er erfitt að horfa upp á byltingu sem á sér stað bara á internetinu,“ segir Sigurður. Hann segir sýnt að hlutirnir fari ekki að gerast fyrr en fólk taki mót- mælin af internetinu og komi á stað- inn til að mótmæla. Það hafi sýnt sig að hreyfing komst á hlutina þegar mótmælendur fóru að hrópa hástöf- um fyrir utan bankana og þeyta bíl- flautur: „Þá gerist eitthvað!“ Trufla greiðsluflæði bankanna Friðrik Ó. Ómarsson, formaður Hags- munasamtaka heimilanna, bend- ir á að fólk hafi marga möguleika til þess að sýna hug sinn til bankanna í verki. Vandinn sé hins vegar að fólk skorti trú að það geti haft áhrif. Hann segir hins vegar ýmislegt hægt að gera. „Fólk getur flutt sín viðskipti, það getur sagt upp kortaþjónustu og það er verulega stór hluti af því sem bankarnir byggja á. Það kemur með tvöföldum þunga í bakið á neytend- um án þess að þeir geri sér grein fyrir því,“ segir hann. Friðrik bendir á að fólk geti sagt upp þjónustuháttum og að lok- um flutt viðskipti sín yfir til annarra banka. „Það er mjög sterkt því það snertir bankanna mjög alvarlega. Þeir sem eru með lánaviðskipti og í skuld við bankann geta einnig grip- ið til ýmiskonar ráðstafanna. Ef fólk vill mótmæla framferði og ákvörðun- artöku, þá er hægt að færa sig í ann- an banka, en ef fólk er ósátt að auki við viðbragðsleysi eða ófullnægjandi aðgerðir gegn höfuðstólshækkun- um, getur fólk gripið til ýmissa ráð- stafana, það er að tefja greiðslur og greiða jafnvel eftir skilgreind tíma- mörk til þess að tefja greiðsluflæði bankanna. Það hefur veruleg áhrif ef greiðsluflæðið byrjar að hökta.“ Róttækasta úrræðið er svo að vita- skuld að taka þátt í greiðsluverkfalli. „ÆTLA AÐ BEINA MÍNUM VIÐSKIPTUM ANNAГ Sigurður Hreinn Sigurðsson ætlar að sýna hug sinn til Landsbank- ans í verki og taka sparifé sitt út úr bankanum eftir 22 ára viðskipti. Honum ofbjóða afskriftir bankans til auðmanna á meðan ekkert er gert fyrir almenning. Hefur lítil áhrif Innlán í íslenskum bönkum nema hátt í tvö þúsund milljörðum króna. Ef þeirri upphæð er skipt gróflega í þrennt á milli Íslanbanka, Landsbankans og Kaupþings, þá má áætla að innlánin í hverjum banka nemi um það bil 660 milljörðum króna. Það þyrfti því gríðarlega stórar aðgerðir til þess að hafa áhrif á bankana. Ingólfur H. Ingólfsson hjá Spara segir að aðgerð- ir eins og þær sem Sigurður Hreinn fóru í miklu frekar táknrænar en að þær geti haft raunveru- leg áhrif á starfsemi bankanna. „Bankarnir eru stútfullir af peningum og það þarf að taka út ansi mikið sparifé til þess að þetta hafi áhrif. En ef þúsund manns myndu hlaupa í bankann sinn að taka út peningana sína, þá máttu búast við því að restin fylgi á eftir. Það er samt ólíklegt að banka- áhlaup verði á þessum forsendum. Þú þarft að vera skelfingu lostinn sem sparifjáreigandi til að bankaáhlaup eigi sér stað. Þú verður ekki skelfingu lostinn af því að þér mislíkar siðferði bankastjórans,“ segir Ingólfur. 30 prósent heimila Friðrik segir það stóra ákvörðun að hætta að borga af lánunum sínum. „Fólk verður að gera það alvarlega upp við sig hvort það vill taka þátt í greiðsluverkfallsáætlunum. Þeir sem eru róttækastir gera það af því að þeir geta ekki meir eða láta ekki bjóða sér meira. Það verður hver og einn að taka ábyrgð sjálfur.“ Hann segir að samkvæmt könn- un sem Hagsmunasamtök heimil- anna létu gera fyrir sig eru um 30 prósent heimila að taka þátt í slík- um aðgerðum með einum eða öðr- um hætti. Friðrik brýnir fyrir fólki að það geti haft áhrif. „Ef 10 þúsund manns tryðu því að þau hefðu áhrif, myndu þau hafa áhrif. Það er skort- ur á samstöðu og trú. Það dýrmæt- asta sem banki á er viðskiptamaður. Hvernig getur banki án viðskipta- manna unnið? Það sem banki gerir er að haga sér eins og bóndi gagnvart búpeningi. Hann lítur á viðskiptavini sína eins og kýr á bás sem hann getur mjólkað að vild eða slátrað.“ VALGEIR ÖRN RAGNARSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Fólk verður að gera það alvar- lega upp við sig hvort það vill taka þátt í greiðsluverk falls- áætlunum. Friðrik Ó. Ómarsson „Fólk getur flutt sín viðskipti, það getur sagt upp kortaþjónustu og það er verulega stór hluti af því sem bankarnir byggja á.“ Hvetur til aðgerða Sigurður Hreinn Sigurðsson sýnir í verki það sem aðrir blogga um. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.