Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 2
Verðbréfaeftirlit Ontario-fylkis hefur gefið út ákæru á hendur Otto Spork, dóttur hans Natalie, mági hans Dino Ekonomidis og Robert Levack. Fjór- menningarnir eru sakaðir um stór- felld fjársvik árin 2007 og 2008 þeg- ar þeir notuðu fjárfestingarfélagið Sextant Capital Management Inc. og vogunarsjóði í Kanada og á Cayman- eyjum til þess að skrúfa upp hluta- bréfaverð í fyrirtæki Ottos Spork, Ice- landic Glacier Products. Þannig sátu Spork og samverkamenn hans beggja vegna borðs á meðan fjöldi Kanada- manna og annarra fjárfesta lagði fé í sjóðina, en talið er að samanlagt hafi fjárhæðirnar numið 80 milljónum Kanadadollara. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir að samkvæmt nýjustu upplýsingum muni Icelandic Glacier Products hefja framkvæmd- ir við átöppunarverksmiðju á Rifi á næstu dögum, eða þegar lægir. „Þeir ætluðu að byrja að reisa húsið í dag [þriðjudag, innskot blaðamanns] eða á morgun.“ Kristinn segir að sömu menn séu í forsvari fyrir fyrirtækið og áður. „Við höfum þá reglu að vera ekkert að skipta okkur af innri málum fyrirtæk- isins. Það borgar sig ekki og kemur okkur ekkert við.“ Aflaði engra tekna Samkvæmt ákærum verðbréfaeftirlits Ontario brutu fjórmenningarnir „all- ar stjórnunarskyldur sínur á kostnað fjárfestanna“. Í skýrslu verðbréfaeft- irlitsins segir enn fremur: „Verðgildi hlutanna í Icelandic Glacier Products var ekki réttlætanlegt. Þrátt fyrir að Icelandic Glacier Products væri ekki starfandi og aflaði engra tekna, hækk- aði Otto Spork (beint eða óbeint) verð hlutabréfanna í Icelandic Glacier Products án þess að verðmeta hlut- ina.“ Dómari í Ontario setti Sextant Capital Management og vogunar- sjóði þess í skiptameðferð í júlí 2009 og sér PricewaterhouseCoopers í Kanada um hana. Svara ekki í símann Fyrrnefndur Dino Ekonomidis, sem nú liggur undir grun um umfangs- mikla fjársvikastarfsemi, er í fréttatil- kynningu Icelandic Glacier Products frá í nóvember 2009 titlaður sem ein- hvers konar fjölmiðlafulltrúi (e. con- tact person) fyrirtækisins. Þegar hringt er í síma fyrirtækis- ins á Íslandi svarar enginn, hringing- arsónn heyrist ekki og svo virðist sem lokað hafi verið fyrir númerin. Þegar blaðamaður hringdi í gemsanúmer Ekonomidis, sem fylgir fréttatilkynn- ingunni, svaraði rafvirki hér í bæ sem segist hafa notað sama símanúmer í mörg ár. Þá liggur heimasíða fyrirtæk- isins, iwater.is, niðri. Þá bentu bæjar- yfirvöld á íslenskan útsendara fyrir- tækisins í Ólafsvík sem svaraði heldur ekki símtölum í uppgefið símanúmer og leit út fyrir að síminn væri lokaður. Vatnið rennur út í sjó Eins og áður hefur komið fram gerði Icelandic Glacier Products 95 ára einkaréttarsamning á vatnsréttind- um við Snæfellsbæ. Í tilkynningu Icelandic Glacier Products í nóvember er kynnt ný vatnsvara, SNO™, sem fullyrt er að unnin sé úr 20.000 ára gömlum vatnslindum Snæfellsjökuls þar sem vatn hafi verið síað með hrauni eld- fjallsins í þúsundir ára. Fram kemur í tölum um skipaflutninga að Dino Ekonomidis hafi sent átján flöskur af SNO™-vatni frá Reykjavík til Boston í ágúst 2009. En átöppun vatnsins er ekki haf- in og ekki enn búið að reisa verk- smiðjuhúsið, eins og bæjarstjórinn greinir frá. „Ég hef ekkert séð neina menn við störf í dag [þriðjudag, inn- skot blaðamanns]. Þeir sögðu að það vantaði fjóra gáma frá Þýska- landi með byggingarefni sem kæmu núna. Það er það sem ég frétti síð- ast. Fyrsta skrefið er að reisa húsið og næsta að fá vélasamstæðu. En vatnið rennur nú bara í sjóinn hjá okkur núna í pípu sem liggur við lóðina, engum til gagns,“ segir Krist- inn. Hann segist ekki vita neitt sér- staklega um afdrif forsvarsmanna Icelandic Glacier Products en það séu hagsmunir sveitarfélagsins að fyrirtækjum gangi vel. „Maður hef- ur alltaf áhyggjur af því ef eitthvert fyrirtæki í sveitarfélaginu leggur upp laupana. En það eru fleiri fiskar í sjónum. Við fáum alveg gífurlega margar fyrirspurnir í hverri viku frá aðilum sem vilja eiga í viðskiptum með vatn,“ segir Kristinn. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, segir að Icelandic Glacier Products ætli að hefja byggingu verksmiðju á næstu dögum. Enginn svarar í síma fyrirtækisins á Íslandi og heimasíðan liggur niðri. HITT MÁLIÐ ÞETTA HELST - ÞESSAR FRÉTTIR BAR HÆST Í VIKUNNI GLITNISMENN ÁTU GULL Í ferð Glitnis til Sjanghæ í Kína í nóvember árið 2007 var gest- unum meðal annars boðið að borða gull. DV hef- ur undir höndum myndir frá ferðinni til Sjanghæ þar sem gullflögur sjást ofan á trufflusvepp sem hvílir á fiskstykki. Fiskurinn er líkast til þorskur eða ýsa. Með gullinu og sjávarfanginu var borið fram gulleitt soð og kínverskt pak choi-kál. Ferðin til Kína var farin í tengslum við ráðstefnu um sjávarútveg sem Glitnir hélt í Sjanghæ en Glitnir hafði opnað útibú þar í borg árið áður. Gullát Glitnismanna í Kína er annað tilfellið sem þekkt er þar sem íslensk fjármálafyrirtæki buðu upp á gull til átu í útlöndum. Fyrra þekkta dæmið um slíkt gullát var í Mílanóferð Landsbankans í september þetta sama ár, líkt og greint var frá í tímaritinu Mannlífi síðast- liðið sumar. Þá lögðu um 300 gestir Landsbankans risotto með gullflög- um í sér til munns og sagði einn þeirra í samtali við tímaritið að gull væri ekkert sérstaklega ljúffengt á bragðið. NÝIR EIGENDUR DV Á miðvikudag var tilkynnt um nýja eigendur DV og DV.is. Miðlarnir munu héðan í frá vera gefnir út undir dreifðri eignaraðild, því tæplega 20 manns mynda hluthafa- hópinn sem keypti blaðið og vefmiðilinn af Birtíngi útgáfu- félagi. Nýir eigendur blaðsins hafa stofnað einka- hlutafélagið DV ehf. utan um rekst- urinn. Stærsti einstaki hluthafinn í nýja fé- laginu er Reynir Traustason, ritstjóri DV, með 33,57 pró- senta hlut. Lilja Skaftadóttir er annar stærsti hluthafinn í félaginu með 31,97 prósenta hlut. Hún hefur jafnframt verið kjörin formaður stjórnar hins nýja félags. Óstofnað félag í eigu Boga Emilssonar framkvæmdastjóra og Halldórs Jörgenssonar er þriðji stærsti hluthafinn með 15,99 prósenta hlut. Aðrir hluthafar telja á annan tug. SKILANEFNDIN STEFNIR LYKILFÓLKI Skilanefnd Glitnis og slitastjórn hafa gefið út stefnu á hendur sex eigendum og stjórnend- um gamla Glitnis og verða þær þingfestar síðar í mánuðinum. Samkvæmt heimildum DV er þess krafist að þeir greiði þrotabúi Glitnis um sex milljarða króna í skaðabætur. Tveir þeirra sem stefnt hefur verið hafa staðfest við DV að þeim hafi borist stefna á meira en 30 blaðsíðum. Kröfur eru gerðar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni hjá Baugi og Pálma Haralds- syni í Fons. Þeir áttu ásamt fleirum saman- lagt um 30 prósenta hlut í Glitni í krafti FL Group. Þá er fjórum starfsmönnum Glitnis stefnt, þar af þremur sem enn starfa hjá Ís- landsbanka. Sá fjórði er Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, en hann starfar ekki lengur við bankann. Auk Lárusar er Magnúsi A. Arn- grímssyni, Rósant Má Torfasyni og Guðnýju Sigurðardóttur stefnt vegna málsins. 2 3 1 DV fer Í DreIfT eIGNArHALD fréTTIrBrJÁLAÐIr DAGAr Í BAGDAD ÚTTeKT KÚLULÁNÞeGAr VILJA TrAUST ALMeNNINGS MIÐVIKUDAGUr og fIMMTUDAGUr 7. – 8. APRÍL 2010 dagblaðið vísir 39. tbl. 100. árg. – verð kr. 395 SKILANEFND STEFNIR JÓNI, PÁLMA OG LÁRUSI: n LISTI yfIr HLUTHAfA Í BLAÐINU Í DAG GERRARD VERÐUR AÐ FARA fréTTIr ÓHUGUR Á HÚSAVÍK fréTTIr SporT GLITNIS- fÓLK ÁT GULL n NeKTArMyNDIr TeKNAr Af fÓT- BoLTASTÚLKUM ÍSLeNSKUr MATUr VArA- SAMUr NeyTeNDUr DREGNIR FYRIR n ÞeIr BorGI SeX MILLJArÐA SKAÐABÆTUr fyrIr AÐ STÝrA BANKANUM Í ÞroT n ÞrÍr KÆrÐIr STArfSMeNN eNN VIÐ STÖrf n SKÝrSLA TALIN BeNDA TIL SAKNÆMS ATHÆfIS fréTTIr BIRGITTA BERST FYRIR BLAÐA- MENNSKU D M 2 MIÐVIKUAGUR 7. apríl 2010 fRéttIR Í ferð Glitnis til Sjanghæ í Kína í nóvember árið 2007 var gestunum meðal annars boðið að borða gull. DV hefur undir höndum myndir frá ferðinni til Sjanghæ þar sem gullflög- ur sjást ofan á trufflusvepp sem hvíl- ir á fiskstykki. Fiskurinn er líkast til þorskur eða ýsa. Með gullinu og sjáv- arfanginu var borið fram gulleitt soð og kínverskt pak choi-kál. Ferðin til Kína var farin í tengsl- um við ráðstefnu um sjávarútveg sem Glitnir hélt í Sjanghæ í nóvem- ber það ár en Glitnir hafði opnað úti- bú þar í borg árið áður. Gullát vinsælt í bönkunum Gullát Glitnis í Kína er annað tilfell- ið sem þekkt er þar sem íslensk fjár- málafyrirtæki buðu upp á gull til átu í útlöndum. Fyrra þekkta dæmið um slíkt gullát var í Mílanóferð Landsbankans í sept- ember þetta sama ár, líkt og greint var frá í tímaritinu Mannlífi síðastliðið sumar. Þá lögðu um 300 gestir Lands- bankans risotto með gullflögum í sér til munns og sagði einn þeirra í sam- tali við tímaritið að gull væri ekki sér- staklega ljúffengt á bragðið. „Það var bara málmbragð af því,“ sagði boðs- gesturinn en tímaritið hafði ekki, líkt og DV hefur nú, myndir af gullfæð- unni undir höndum. Nokkuð viðeigandi hefur því þótt að bera gull á borð fyrir gesti bank- anna í utanlandsferðum þeirra á ár- unum fyrir hrunið. Heimildarmenn DV sem borðað hafa gull segja þó all- ir að það sé alls ekki borið fyrir fólk vegna þess að það sé herramanns- matur. Ástæðan sé einfaldlega sú að það þyki fínt og flott að leggja sér þennan eðalmálm til munns og sýni svo ekki verður um villst að menn eigi mikið undir sér. Öfugt við það sem flestir gætu haldið hefur gullát tíðkast í marg- ar aldir og notuðu eðalbornir menn í Evrópu það til dæmis til að skreyta risotto, sætindi og ávexti á 16. öld. Sömuleiðis kannast margir mat- reiðslumenn við slíkt átgull og nota það til skreytingar. Flest fólk hefur hins vegar aldrei heyrt að hægt sé að borða gull og kom það til dæmis flatt upp á gestinn í Mílanóveislu Lands- Sögur af gulláti Íslendinga í ferðum á vegum íslensku bankanna fyrir hrun- ið kalla óhjákvæmilega fram í hugann grísku goðsögnina um Mídas kon- ung. Mídas bað guðinn Díonýsos að uppfylla þá ósk sína að allt sem hann snerti yrði að gulli. Díonýsos varð við þessari ósk Mídasar. Fyrst um sinn var hann himinlifandi yfir hæfileik- anum en síðar meir áttaði hann sig á því að honum fylgdu ákveðnir erfið- leikar: Dóttir hans unga varð að gulli þegar Mídas snerti hana og maturinn sem hann ætlaði að borða sömuleið- is. Mídas áttaði sig á því að hann hefði verið blindaður af græðgi þegar hann bað Dínýsos um að uppfylla þessa ósk sína og bað guðinn því um að taka hæfileikann aftur ef hann gæti. Guðinn varð við þessari ósk Mídasar og losnaði hann þar með við þá bölv- un sem fylgdi því að breyta öllu í gull við minnstu snertingu. Sagan af Mídasi er oft tekin sem dæmi um hvernig farið getur fyrir mönnum þegar þeir verða blindaðir af græðgi og má líta svipuðum aug- um á sögurnar af gulláti Íslendinga á útrásarárunum. GULLÁT GLITNIS Í KÍNA ÁRIÐ 2007 InGI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Myndir sem teknar voru í Sjanghæ 2007 sýna að Glitnir bauð einnig upp á átgull í út-landaferðum sínum líkt og Landsbankinn. Ferðin til Sjanghæ var farin í tengslum við sjávarútvegsráðstefnu og sjást lárus Welding og magnús Bjarnason meðal annars á myndunum. Allt varð að gulli Mídas sést hér í öngum sínum eftir að hafa breytt dóttur sinni í gull en sagan af honum er oft tekin sem dæmi um hvernig menn geta látið græðgina hlaupa með sig í gönur. bankans þegar gullið var borið fram fyrir hann. starfsmenn Glitnis Á myndunum sem DV hefur undir höndum sést Lárusi Welding, þáver- andi forstjóra Glitnis, oft bregða fyr- ir ásamt konu sinni Ágústu Margréti Ólafsdóttur. Þar eru einnig myndir af öðrum starfsmönnum Glitnis eins og þeim Magnúsi Bjarnasyni og Hafliða Sævarssyni en Glitnir opnaði útibú í Útrásin og Mídas með konunni Lárus sést hér á veitingastað með konu sinni, Ágústu Margréti Ólafsdóttur, en nokkrar myndir eru til af þeim saman í ferðinni til Sjanghæ. Útrás Glitnis Lárus Welding sést hér með yfirmanni útibús Glitnis í Sjanghæ, Jiang Zhu. hópmynd Lárus Welding sést hér fyrir miðri mynd. Á bak við hann eru tveir aðrir starfsmenn Glitnis, þeir Magnús Bjarnason, yfirmaður alþjóðasviðs bankans, og Hafliði Sævarsson, einn af íslenskum starfsmönnum útibúsins. Með þeim á myndinni eru aðrir starfsmenn útibús Glitnis í Sjanghæ. Sjanghæ árið 2006 og vann það meðal annars að málefnum tengdum sjávar- útvegi. Útrás bankans snerist fyrst og fremst um að nota þekkingu Íslend- inga á sjávarútvegi og jarðvarma til verðmætasköpunar í útlöndum. Þar eru sömuleiðis nokkrar myndir af úti- bússtjóra Glitnis í Sjanghæ, Jiang Zhu. Afar líklegt er að Lárus hafi ver- ið staddur í borginni vegna sjávar- útvegsráðstefnunnar sem bar yfir- skriftina „Hafsjór tækifæra 2007“. Ráðstefna Glitnis í Sjanghæ var sú fimmta sem bankinn hélt á sviði sjáv- arútvegs. Á ráðstefnunni, sem hald- in var fyrir stærstu fyrirtæki heims í vinnslu sjávarafurða, komu saman sérfræðingar í sjávartúvegi hvaða- næva úr heiminum. Ein af niðurstöð- um Glitnis, sem kynnt var á ráðstefn- unni, var sú að hagstætt gæti verið fyrir Kínverja að einbeita sér enn frek- ar að framleiðslu á rækjum en einnig var boðið upp á rækjur í ferðinni líkt og myndirnar sem DV hefur undir höndum sýna. fréttir 7. apríl 2010 Miðvikudagur 3 Gull á borðum Gullflögurnar voru ofan á trufflusvepp sem hvíldi á fallegu fiskstykki. Með fiskmetinu, sveppnum og gullinu var borið fram kínverskt kál. Það var bara málmbragð af því. Frosti Reyr Rúnarsson og Hannes Frí- mann Hrólfsson sem áður störfuðu sem yfirmenn hjá Kaupþingi fengu nýverið leyfi hjá Fjármálaeftirlitinu til að reka verðbréfafyrirtækið Tinda verðbréf. Þeir fluttu báðir glæsihús sín yfir á maka sína í október 2008 þegar Kaupþing var yfirtekið af Fjár- málaeftirlitinu. Þeir fengu nærri 500 milljóna króna kúlulán hvor til hluta- bréfakaupa í Kaupþingi árið 2006. Frosti er forstöðumaður hjá Tindum og Hannes framkvæmdastjóri. Tók langan tíma að fá starfsleyfi Tindar fengu starfsleyfi hjá Fjármála- eftirlitinu, FME, í lok febrúar. Tók það félagið langan tíma að fá starfsleyfið en þeir Hannes og Frosti yfirtóku fé- lagið í apríl í fyrra. Samkvæmt heim- ildum DV er talið að óuppgerð kúlu- lán þeirra Hannesar og Frosta hjá Kaupþingi hafi tafið fyrir samþykki FME á starfsleyfi Tinda verðbréfa. Í samtali við DV vill Gunnar Þ. And- ersen, forstjóri FME, ekki staðfesta að fjárhagsleg staða Hannesar og Frosta hafi haft áhrif á umsókn þeirra um starfsleyfi. Þess skal getið að enn hefur ekki verið ákveðið hvernig gera eigi upp kúlulán fyrrverandi starfs- manna Kaupþings. Eins og frægt er voru persónulegar ábyrgðir starfs- manna felldar niður í lok september 2008, stuttu fyrir fall Kaupþings. Fengu milljarð í kúlulán Í lánabók Kaupþings frá sumrinu 2006 kemur fram að 22 af stjórnend- um og lykilstarfsmönnum bankans fengu samtals um 23,5 milljarða að láni frá bankanum til að kaupa hluta- bréf í honum. Persónulegar ábyrgðir þessara starfsmanna fyrir lánunum voru felldar niður á stjórnarfundi hjá Kaupþingi í lok september árið 2008. Frosti Reyr Rúnarsson starfaði sem forstöðumaður verðbréfamiðlunar Kaupþings. Hann fékk 472 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í bankanum. Hann færði hús sitt að Faxahvarfi 12 í Kópavogi yfir á Guð- mundu Ósk Kristjánsdóttur þann 13. október 2008. Hannes Frímann Hrólfsson starf- aði sem aðstoðarframkvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta. Hann fékk 405 milljóna króna kúlu- lán til hlutabréfakaupa í Kaupþingi. Hann færði hús sitt að Kvistalandi 5 í Reykjavík yfir á Hörpu Guðjónsdótt- ur þann 13. október 2008, sama dag og Frosti. Tengsl við LSR Róbert Aron Róbertsson situr í stjórn Tinda verðbréfa. Hann starfaði sem forstöðumaður eignastýringar Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins, LSR, áður en hann réð sig til Kjalars, fé- lags Ólafs Ólafssonar, árið 2006. Ró- bert starfar enn fyrir Ólaf en hann er sem dæmi stjórnarformaður félags- ins Alta Food Holding sem er stærsti eigandi Kjalar Invest B.V. sem fer með 40 prósenta hlut í Alfesca. Róbert hafði milligöngu um það á sínum tíma að Baldur Þór Vilhjálms- son var ráðinn til LSR frá Kaupþingi. Baldur tók við starfi forstöðumanns eignastýringar LSR þegar Róbert fór til Kjalars. Baldur er sonur Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrrverandi borg- arstjóra. Baldur hafði síðan milli- göngu um það að Björn Hjaltested Gunnarsson var ráðinn í eignastýr- ingu LSR. Þeir Baldur og Björn störf- uðu báðir hjá Kaupþingi áður en þeir hófu störf hjá LSR og unnu þar með þeim Hannesi og Frosta. Baldur sit- ur í stjórn Framtakssjóðs Íslands sem 16 lífeyrissjóðir stofnuðu en hlut- verk hans er að móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks at- vinnulífs í kjölfar falls fjármálakerf- isins. Samkvæmt heimildum DV er talið að þeir Hannes og Frosti vilji gjarnan að Tindar verðbréf nái samningum við LSR um að sjá um eignastýringu fyrir lífeyrissjóðinn þar sem fyrr- verandi samstarfsmenn þeirra hjá Kaupþingi sjá um eignastýringuna. LSR er stærsti lífeyrissjóður lands- ins og námu eignir hans rúmlega 300 milljörðum króna í lok árs 2008. Með samningi við LSR væri rekstrar- grundvöllur Tinda verðbréfa tryggð- ur. Í samtali við DV vildi Haukur Haf- steinsson, framkvæmdastjóri LSR, ekki kannast við að LSR ætti í viðræð- um við Tinda verðbréf um samstarf. Orðsporið helsta eignin Á heimasíðu Tinda verðbréfa segir að helsta eign fyrirtækja eins og Tinda sé starfsfólkið, eigið fé og orðsporið. Fé- lagið muni beita sér fyrir heiðarleg- um starfsháttum og góðu viðskipta- siðferði. „Tindar munu ekki skorast undan þeirri ábyrgð að byggja upp íslenskan fjármálamarkað á trygg- um undirstöðum.  Annað af tveimur meginverkefnum íslenskra fjármála- fyrirtækja er að endurvinna traust al- mennings á fjármálakerfinu og hitt er að endurvinna traust íslensks fjár- málamarkaðar gagnvart erlendum aðilum.  Við munum byggja Tinda upp á heilbrigðan og skynsaman hátt,“ segir á heimasíðu félagsins.  Þeir Frosti Reyr Rúnarsson og Hannes Frímann Hrólfsson fengu nýverið leyfi til að reka verðbréfafyrirtækið Tinda verðbréf. Frosti fékk 470 milljóna króna kúlulán til hlutabréfakaupa í Kaupþingi og Hannes um 400 milljónir króna en þeir störfuðu þar áður sem yfirmenn. Þeir vilja endurvinna traust almennings. KÚLULÁNÞEGAR VILJA TRAUST annaS SiGmundSSOn blaðamaður skrifar: as@dv.is n Fyrirtækið Tindar verðbréf er að stærstum hluta í eigu félaganna Teton og Títon. Félagið Teton er í eigu þeirra Gunnlaugs M. Sigmundssonar, Vilhjálms Þorsteins-sonar og Arnar Karlssonar en Örn er stjórnarformaður Tinda verðbréfa. Athygli vekur að félagið Teton er í eigu þriggja félaga þeirra Gunnlaugs, Vilhjálms og Arnar og eru þau öll skráð með heimili í Lúxemborg. Gunnlaugur á félagið GSSG holding, Vilhjálmur Meson holding og Örn K 13 holding. Félagið Títon er síðan í eigu Skúla Mogensen, sem oftast er kenndur við hugbúnaðarfyrirtækið Oz. Talið er að Helgi S. Guðmundsson, einn af forkólfum S-hópsins og fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans og Seðlabankans, sé líka einn af fjárfestunum sem eiga í Tindum verðbréfum. Tindar hét áður NordVest verðbréf og var í eigu Sparisjóðs Mýrasýslu, SPM. Í samtali við DV árið 2009 neitaði Bernhard Þór Bernharðsson, úti-bússtjóri Arion banka og fyrrverandi útibússtjóri SPM, að annað en viðskiptaleg sjónarmið hefðu ráðið því að forystumenn Tinda hefðu fengið að kaupa NordVest. Félagið hefði verið selt hæstbjóðanda. tengsl við Lúxemborg Stórskuldugur Frosti Reyr Rúnarsson lét ekki nærri 500 milljóna króna ógreitt kúlulán hjá Kaupþingi koma í veg fyrir að hann stofnaði verðbréfafyrirtækið Tinda verðbréf. Kúlulánakóngur Hannes Frímann Hrólfsson starfaði áður sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri fjárstýringar og markaðsviðskipta Kaupþings og fékk 405 milljóna króna kúlulán hjá Kaupþingi. Kvistaland 5 Hannes Frímann Hrólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri markaðsvið-skipta Kaupþings, færði eignarhlut sinn í húseigninni í Kvistalandi 5 á eiginkonu sína. Faxahvarf 12 Frosti Reyr Rúnarsson, forstöðumaður hlutabréfamiðlunar Kaupþings, gerði kaupmála við eiginkonu sína um að hún ætti ein hús þeirra í Faxahvarfi 12. 8 miðvikudagur 7. apríl 2010 fréttir Horfur versna Alþjóðalega matsfyrirtækið Moody‘s breytti í gær horfum fyrir lánshæf- iseinkunnir Ríkissjóðs Íslands í nei- kvæðar úr stöðugum, vegna þeirrar óvissu sem ríkir um erlenda lausa- fjárstöðu þjóðarbúsins. Í tilkynningu Moody’s segir Kenneth Orcard, einn af yfirmönnum fyrirtækisins, að tafir á afgreiðslu Icesave-málsins geri það að verkum að erfitt verði fyrir ríkis- sjóð að endurfjármagna erlend lán. Icesave fryst Engir fundir eru fyrirhugaðir milli annars vegar Íslands og hins vegar Bretlands og Hollands til lausnar Icesave-deilunni. Yfirvofandi kosn- ingar bæði í Bretlandi og Hollandi eru taldar koma í veg fyrir að við- ræður hefjist að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneyt- inu eru enn samskipti á milli land- anna um málið, en þó hafi engar ákvarðanir verið teknar. Ber boðflenna mundi ekkert Lögreglan á Selfossi handtók að morgni miðvikudags í síðustu viku ölvaðan mann sem ruddist hálfn- akinn og óboðinn inn í íbúðarhús í bænum. Maðurinn, sem var mjög ölvaður, var færður í fangageymslu þar sem víman rann af honum en hann mundi ekkert eftir atvikinu daginn eftir. Brynjólfur á Mannlíf Brynjólfur Þór Guðmundsson hef- ur látið af störfum sem fréttastjóri DV. Hann hefur verið aðstoðar- ritstjóri Mann- lífs og mun nú stýra tímaritinu. Brynjólfur á að baki langan feril í blaðamennsku. Hann hafði verið fréttastjóri DV síðan blaðið var endurreist sem dagblað árið 2007. Áður var hann fréttastjóri á Blaðinu en þar á undan á Fréttablaðinu. Brynjólfi eru þökk- uð góð störf á DV og honum óskað velfarnaðar. Nýr hluthafahópur hefur keypt út- gáfuréttinn á dagblaðinu DV og vef- miðlinum DV.is, af útgáfufélaginu Birtíngi. DV mun héðan í frá vera gefið út undir dreifðri eignaraðild, því tæplega 20 manns mynda hlut- hafahópinn sem keypti blaðið og vefmiðilinn af Birtíngi útgáfufélagi. Nýir eigendur blaðsins hafa stofnað einkahlutafélagið DV ehf. utan um reksturinn á DV og DV.is. Stærsti einstaki hluthafinn í hinu nýja félagi er Reynir Traustason, rit- stjóri DV, með 33,57 prósenta hlut. Lilja Skaftadóttir er annar stærsti hluthafinn í félaginu með 31,97 pró- senta hlut. Hún hefur jafnframt ver- ið kjörin formaður stjórnar hins nýja félags. Óstofnað félag í eigu Boga Emils- sonar og Halldórs Jörgenssonar er þriðji stærsti hluthafinn með 15,99 prósenta hlut. Aðrir hluthafar, sem telja á annan tug, fara hver um sig með á bilinu 0,32 til 3,20 prósent hlutafjár. Þeirra á meðal er Arev verðbréfafyrirtæki sem hafði milli- göngu um viðskiptin. Arev, sem er í eigu Jóns Scheving Thorsteinsson, á 2,40 prósenta hlut í DV ehf. Breiður hluthafahópur Fyrir páska var upplýst að breiður eigendahópur kæmi að útgáfu DV í framtíðinni. Ákveðið hefur verið að allir fjárfestar og eignarhlutar þeirra verði gefnir upp og verða þessar upplýsingar aðgengilegar á DV.is á næstunni. Meðal smærri hluthafa í DV ehf. má nefna hjónin Sigríði Samsonar- dóttur og Steingrím Stefnisson kráar- eigendur sem eiga 3,20 prósenta hlut í DV ehf. í gegnum félagið Catalina ehf. í Kópavogi. Nokkrir starfsmenn á ritstjórn DV eru einnig meðal nýrra hluthafa, þeirra á meðal er Jón Trausti Reynisson ritstjóri, með 2,16 prósenta hlut. Ingi F. Vilhjálmsson, blaðamaður DV, á 1,60 prósenta hlut og Kolbeinn Þorsteinsson, blaða- maður DV, á 0,80 prósenta hlut. Séra Þórir Jökull Þorsteinsson á 1,60 pró- senta hlut. Þá er félagið Meiriháttar ehf. í eigu Sigurdórs Sigurðssonar og Þóris Garðarssonar einnig með 1,60 prósenta hlut. Víkurós ehf., sem feðgarnir Hjörtur Erlendsson og Er- lendur Hjartarson eiga, fer með 0,80 prósenta hlut. Nákvæmar upplýsing- ar um eignarhlut hvers hluthafa má sjá á meðfylgjandi lista. Í samþykktum hins nýstofnaða félags segir að hluthafaskrá skuli vera aðgengileg á vef félagsins. Þar segir enn fremur að enginn einn hluthafi geti farið með atkvæðisrétt fyrir meira en 26 prósentum heild- aratkvæða í félaginu, þrátt fyrir að hlutafjáreign hluthafa í félaginu veiti honum fleiri atkvæði en sem nemur því hlutfalli. Vill styrkja frjálsa fjölmiðla Félagið DV ehf. tók við útgáfunni um mánaðamótin. Bogi Örn Em- ilsson hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri. Bogi hefur rekið þýð- ingastofuna Skjal frá árinu 2000, en þar áður starfaði hann meðal ann- ars við auglýsingasölu hjá Iceland Re view. Hann er í sambúð, á tvo stjúp syni og eina dóttur. Á síðasta ári var Bogi í forsvari fyrir hóp sem vildi stofna almenningshlutafélag til þess að kaupa Morgunblaðið og tryggja dreifða eignaraðild að blað- inu. Meðal annarra sem tóku þátt í því verkefni með Boga var Vilhjálm- ur Bjarnason, fjárfestir og lektor við Háskóla Íslands. Bogi er meðal hluthafa í nýja fé- laginu og segir hann ástæðuna fyr- ir aðkomu sinni að fjölmiðlarekstri vera að hann sé áhugamaður um að efla frjálsa fjölmiðlun á Íslandi. „Ég var upphafsmaður að þeirri hug- mynd að almenningur myndi kaupa Morgunblaðið. Við náðum ekki Nýtt hlutafélag hefur keypt rekstur DV og DV.is. Vel á annan tug fjárfesta k oma að kaup- unum á blaðinu sem héðan í frá verður gefið út undir dreifðri eignaraðild. D V birtir í dag lista yfir hluthafa í nýja félaginu og hversu stóran hlut þeir fara með. Bogi Örn Emilsson , framkvæmdastjóri DV ehf., segist vilja styrkja frjálsa fjölmiðlun í landinu. DV Í DREIFÐA EIGNARAÐILD Ég var upphafs-maður að þeirri hugmynd að almenn- ingur myndi kaupa Morgunblaðið. ValgEir Örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is lilja skaftadóttir Hefur verið kjörin stjórnarformaður DV ehf. Lilja flutti ung frá Íslandi og hefur verið búsett í Frakklandi til margra ára. Bogi Örn Emilsson, framkvæmda- stjóri DV Bogi var upphafsmaður hugmyndarinnar um að koma Morgun- blaðinu í eign almennings. blaðinu, því við vorum ekki tilbúnir til þess að greiða það verð sem aðrir voru tilbúnir til að greiða,“ segir Bogi. Svar við því hver má eiga fjölmiðla Hann segist þó hafa horft á málið í víð- ara samhengi þó að honum hafi ekki tekist að kaupa Morgunblaðið. „Hug- myndin snérist ekki bara um Mogg- ann. Hún snérist um að styrkja frjálsa fjölmiðlun í landinu og að það kæmi eitthvert svar við spurningunni: Hver má eiga fjölmiðla? Það hafði enginn svarað þeirri spurningu fyrr en raun- verulega fyrir helgi,“ segir Bogi og vísar til eigendaskiptanna á DV. Hann segir að jafnvel þó að til- raunin til að koma Morgunblaðinu í almenningseign hafi ekki gengið upp hafi hugmyndin samt enn lifað. „Þegar fréttir bárust af því að menn væru að kaupa DV fórum við Reyn- ir Traustason að spjalla saman,“ segir Bogi. Eignarhald fjölmiðla óljóst DV var áður í eigu Birtíngs sem er að langstærstum hluta í eigu Hreins Loftssonar, lögmanns og fyrrverandi stjórnarformanns Baugs. Birtíngur mun í framtíðinni einbeita sér að út- gáfu tímarita. Meðal tímarita sem fé- lagið gefur út má nefna Mannlíf, Nýtt Líf, Séð og Heyrt, Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Eftir að nýjir eig- endur keyptu DV út úr Birtíngi er DV orðinn sá fjölmiðill, með útbreiðslu á landsvísu, sem hefur dreifðasta eign- arhaldið. Eignarhald annarra fjölmiðla er að mörgu leyti óljóst. Fjölmiðlafyrirtækið 365, á Fréttablaðið, fréttavefinn Vísi, Stöð 2, Bylgjuna og fjölmargar aðrar útvarpsstöðvar, er að stærstum hluta í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eftir hlutafjáraukningu sem nýlega var lok- ið. Hún ræður nú um 75 prósentum hlutafjár í 365. Lilja er eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem áður var stærsti hluthafinn í félaginu. Stjórn- endur 365, þeir Stefán Hilmarsson og Ari Edwald, fara með 8 prósenta hlut í félaginu en hvorki Jón Ásgeir né Ingi- björg Pálmadóttir vilja upplýsa um hver á þann hlut í félaginu sem upp á vantar. Í samtali við Viðskiptablaðið á dögunum svaraði Jón Ásgeir spurn- ingu blaðamanns um eignarhlutinn í 365 með þeim orðum að það kæmi honum ekki við hvaðan nýtt hlutafé kæmi. Þröngir eigendahópar Útgáfufélagið Árvakur sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti vef- miðlinum mbl.is er í eigu Þórsmerk- ur ehf., sem Guðbjörg Matthíasdótt- ir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum, á langstærstan hluta í. Aðrir hluthaf- ar eru meðal annarra Samherji, Bolli Kristinsson og Óskar Magnússon. Við kaupin fengu nýir hluthafar felldar niður milljarðaskuldir Árvakurs. Eignarhald á Myllusetri ehf., út- gáfufélagi Viðskiptablaðsins, hefur verið haldið leyndu frá því snemma á síðasta ári, þegar blaðið skipti um eig- endur. Allt hlutafé í Myllusetri ehf. er skráð á Harald Johannessen, fyrrver- andi ritstjóra Viðskiptablaðsins og nú- verandi ritstjóra Morgunblaðsins. Nú er Myllusetur að tveimur þriðju hlut- um í eigu Péturs Árna Jónssonar og að þriðjungi í eigu Sveins Biering Jóns- sonar. Pétur Árni hefur meðal annars gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og boðið sig fram til Alþingis fyrir Sjálf- stæðisflokk. Sveinn sat í stjórn Heim- dallar á sama tíma og Björgvin Guð- mundsson, nýráðinn ritstjóri blaðsins, var formaður félagsins. fréttir 7. apríl 2010 miðvikudagur 9 www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur 2 dálkar = 9,9 *10 nýjar vörur vorbæklingurinn kominn Opið: má-fö. 12-18 Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is í bústaðinn - á heimilið OXYTARM Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama OXYTARM Í boði eru 60-150 töflu skammtar DETOX 30days& Betri apótekin og Maður lifandi www.sologheilsa.is. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman -120 töflu skammtur - smaar@dv. is Í EIF EI IL EIGNARHALD Á ÍSLENSKUM FJÖLMIÐLUM n amX/Straumröst ehf. Eigendur: Óli Björn Kárason, Jónas Haraldsson, Friðbjörn Orri Ketilsson og Arthúr Ólafsson eiga 25 prósenta hlut hver. n Birtíngur ehf. Eigendur: Austursel ehf., í eigu Hreins Loftssonar. n Eyjan Eigendur: Birgir Erlendsson, Invis ehf., Object ehf. og Pétur Gunnarsson. n fréttablaðið, Stöð 2/ 365 miðlar Eigendur: Ingibjörg Pálmadóttir með langstærsta hluta, Ari Edwald og Stefán Hilmarsson. Leynd um aðra hluthafa. n miðjan Eigendur: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir, Julia M. Staples, Árni Rúnar Hlöðversson, Torfi Frans Ólafsson og Bergur Ebbi Benediktsson. n morgunblaðið/Árvakur Eigandi: Þórsmörk ehf. Stærstu eigendur eru Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Dungal, Samherji, Óskar Magnússon, Bolli Kristinsson. n Pressan/vefpressan ehf. Eigendur: Salt Investments í eigu Róberts Wessmann, aðrir hluthafar Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson. n rÚv ohf. Eigendi: Íslenska ríkið. n Skjárinn/Skipti ehf. Eigendi: Exista á Skipti.BBR ehf. sem er í eigu Lýðs og Ágústs Guðmundssona. n Smugan Eigendur: Vinstrihreyfingin - grænt framboð 36%, Lilja Skaftadóttir 22%, Björg Eva Erlendsdóttir 4,5%, Steingrímur J. Sigfússon 4,5%. 48 litlir eigendur. n viðskiptablaðið/myllusetur ehf. Eigendur: Pétur Árni Jónsson og Sveinn Biering Jónsson. n Reynir Traustason 33,04% n Lilja Skaftadóttir Hjartar 31,47% n Óstofnað félag í eigu Boga Emils- sonar og Halldórs Jörgenssonar 15,74% n Catalina ehf. 3,15% n Arev verðbréfafyrirtæki hf. 2,36% n Jón Trausti Reynisson 2,12% n Ingi F. Vilhjálmsson 1,57% n Hildur Helga Sigurðardóttir 1,57% n Dagmar Una Ólafsdóttir 1,57% n Meiriháttar ehf. 1,57% n Þórir Jökull Þorsteinsson 1,57% n Gísli Jónsson 1,57% n Kolbeinn Þorsteinsson 0,79% n Víkurós ehf. 0,79% n Hrafn Margeirsson 0,79% n Sigríður Sigursteinsdóttir 0,31% Hluthafar í dv ehf. Hluthafafundur Fyrsti hluthafafundur DV ehf. var haldin í höfuðstöðvum Arev á dögunum. Mynd RóbERt REyniSSon n Á hluthafafundi í DV ehf. var félaginu skipuð fimm manna stjórn. Lilja Skaftadóttir var kjörin formaður. Með henni í stjórn sitja Hildur Helga Sigurðardóttir fjölmiðlamaður, Halldór Jörgensson, framkvæmda- stjóri Microsoft á Íslandi, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri DV, og séra Þórir Jökull Þorsteinsson. Varamenn eru Steingrímur Stefnisson veitinga- maður og Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og bloggari. Stjórn dv ehf. 2 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 FRÉTTIR VATNSVERKSMIÐJA FJÁRSVIKARA RÍS Við höfum þá reglu að vera ekkert að skipta okkur af innri mál- um fyrirtækisins. Spork, forsetinn og bæjarstjórinn Þegar samið var um einkarétt á vatni. Frá vinstri: Ásbjörn Óttarsson, Krist- inn Jónasson, Otto Spork og Ólafur Ragnar Grímsson. Tilkynningin í Ontario Verðbréfaeftirlitið í Ontario tilkynnti 1. apríl 2010 um ákæru rnar á hendur Otto Spork, Dino Ekonomidis og fleirum. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.