Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 26
SKEMMTILEGT Í SVEITINNI Maður er Íslendingur og hefur aldrei séð fokking eldgos með berum augum!“ Þessa setningu sagði vinur minn við mig í vikunni eftir að eldgosið á Fimm- vörðuhálsi hófst. Hún öðru fremur varð kveikjan að því að ég samþykkti að þramma með honum að gosstöðvunum til að breyta þessu sunnu- daginn eftir. „Já, andskotinn hafi það. Beint í þetta!“ Þar sem ég lagðist ekki í rekkju fyrr en um fjögurleytið um nótt-ina sökum brúðkaups annars vinar var ekki lagt í hann frá Skógum fyrr en upp úr hálf fjögur á sunnudeg- inum. Það var þó ekki alslæmt því sá seina- gangur þýddi að við fé- lagarnir værum við gosið um það leyti sem rökkrið breiddi úr sér yfir eldspýjunum. Þar af leiðandi áttum við von á að sjá tryllinginn í sinni fallegustu mynd. Á hinn bóginn þýddi þessi seinkun á brottfarartíma að við myndum vera á gangi eitt- hvað inn í nóttina og hljómaði veðurspáin ekki ýkja kræsilega – allt niður í fimmtán stiga frost og vindhraði upp á tuttugu metra á sekúndu. Að uppgötva þegar nestiskaup í Skeifunni stóðu yfir að dúnhlutinn í útivistarúlpunni minni væri ekki með í för reyndist mikið lán. Konan tók vel í að renna með dúninn úr Vesturbænum og þar með stefndi í að ég myndi klæðast betur en ég hef nokkurn tímann gert – kannski fyrir utan þau skipti sem mamma dúðaði mig upp fyrir vagnblunda fyrir um þrjátíu árum. Ullartreyja innst, flíspeysa næst, svo dúnninn og loks hin vind- og vatnshelda skel North Face-úlpunnar. Að neðan var það föður- land, göngubuxur og svo skíðabuxur. Fyrr frysi í helvíti en að mér yrði kalt í þessum klæðnaði. Þegar við lögðum upp frá Skógum var bjart yfir okkur kumpánum. Svört þyrla stóð úti á túni í grennd við fossinn fallega og önnur hvít lenti þar skömmu síðar. Ég hugsaði hversu gaman það væri að fljúga yfir hraunspýjurnar í slíku farartæki. Sann- færingin um að alvöru Íslendingar færu fótgangandi þegar það væri valkost- ur sefaði þessar vangaveltur mínar. Ég myndi líka frekar labba út í sjoppu til að fá mér pylsu þótt þyrluflug stæði til boða. Bjart var einnig yfir fjórum út- lendingum sem lögðu af stað á sama tíma og við. Þeir virtust ágætlega bún- ir og ekkert sem benti til þess að þeir yrðu sér að voða á íslenska hálendinu, eins og maður les um nánast á hverju ári að erlendir ferðamenn geri. Vá, hvað þessi efnisgrein hljómar þjóðrembingslega. So be it. Í stuttu máli gekk ferðin vel. Við vorum svo til samferða fjórmenningun-um tvo þriðju hluta göngunnar. Eftir það drógust þeir aftur úr. Þjóðern-ið veit ég ekki þar sem samskiptin voru engin, enda litum við félagarnir frekar á þá sem andstæðinga í kappgöngu en ferðafélaga. Á daginn kom að „mótherjarnir“ voru ekki algjörlega með sitt á tæru því daginn eftir var sagt frá því í fjölmiðlum að þeir hefðu gist í Baldvinsskála um nóttina og björgunarsveitarmenn svo ferjað þá til byggða frá gosstöðvunum daginn eftir, kalda og svanga. Þegar fimmtán kílómetra leiðin, með hressilegum mótvindi megnið af leiðinni, var senn að baki sáust fyrstu spýjurnar skjótast upp í kaldan kvöldhimininn. Þeirri sjón gleymi ég aldrei, ekki frekar en upplifun-inni af því að standa steinsnar frá sjónarspilinu ofan á öskuklæddum klakanum þegar við vorum komnir á leiðarenda. Vá, vá, vá! Og vá hvað það var kalt. Ef dúnninn hefði orðið eftir heima væri kalsár hugsanlega það eft- irminnilegasta við páskana sem gengu í garð nokkrum dögum síðar. Mað- ur fékk smjörþefinn af kuldanum þegar bæði vettlingapörin voru tekin af vegna nestisátu og myndatöku. Myndavélin slökkti líka nánast jafnharðan á sér sökum kuldans en einstaka sinnum tókst að smella einni mynd af. Sé tekið mið af vindkælitöflu Veðurstofunnar var kuldinn líklega á bilinu -25 til -27 gráður þetta kvöld. Þegar lagt var í hann til baka um níuleytið var von á enn meiri kulda og vindi samkvæmt veður-spám. Þegar björgunarsveitarmenn buðu okkur reynipétrunum far til byggða eftir um hálftíma labb þáðum við það því með miklum þökkum. Tilfinningin var samt svolítið eins og ég væri að svindla á prófi. Eða kannski frekar í íþróttakeppni. Nokkuð hefur verið rætt um fífldirfsku fólks við að fara svo nálægt eldspúandi gígum og að leggja upp í ferðir í óbyggðum þegar veður eru válynd, umræða sem sannarlega er skiljanleg. Má maður því kannski þakka himnaföðurnum fyrir að sleppa ómeiddur. En til marks um hvað aðstæður sem skora hátt á hættuskalanum eru ekki endilega ávísun á meiðsl fremur en aðstæður sem ekki sýnast jafnhættulegar má geta þess að sléttri viku eftir að ég lagði til móts við náttúruhamfarirnar var ég staddur í Hlíðarfjalli. Ekki gaus í fjallinu þennan fallega páskadag og ekki var kuldanum fyrir að fara. En árekstur við sex ára gamalt barn varð til þess að hér sit ég við lyklaborðið, kvalinn vegna tognunar í öxl, stærandi mig af meintum hetjulegum göngutúr til móts við aðstæður sem líklega jafnast einungis á við forgarð helvítis. Ps. Barnið slapp án meiðsla. FÍFLDIRFSKA Á FIMMVÖRÐUHÁLSI „Það er búið að vera ró- legt að gera undanfar- ið út af veðurfari,“ seg- ir Sverrir Friðriksson, 32 ára bóndi að Brekku í Eyjafjarðarsveit, sem var á leið að stinga út þegar blaðamaður náði tali af honum. Sverr- ir segir þennan tíma ársins oftast rólegan en viðurkennir að um lognið á undan storm- inum sé að ræða. „Í næstu viku er rúning- ur og svo brestur fljót- lega á sauðburður sem samkvæmt áætlun ætti að byrja 1. maí,“ seg- ir Sverrir sem er með rétt um 220 kindur og nokkra ketti. KOSTIR OG GALLAR Sverrir ólst upp í sveit- inni. Eftir framhalds- skólanám skellti hann sér til höfuðborgar- innar og lærði íslensku við Háskóla Íslands. „Ég vissi í rauninni ekkert hvað ég átti að gera næst og ákvað að prófa þetta og sjá hvernig færi,“ seg- ir hann en Sverrir hefur starfað sem bóndi í fullu starfi frá árinu 2000. Hann segir starfið fjölbreytt og skemmtilegt. „Þetta er mögnuð vinna og ég hef mjög gaman af þessu. Á stundum er mjög mikið að gera en svo koma rólegir kaflar líka svo maður drep- ur sig ekkert á þessu,“ segir hann og bætir aðspurður við að það séu bæði kost- ir og gallar við að vera sinn eigin herra. „Kosturinn er sá að geta ráðið sér sjálf- ur en gallinn er sá að það getur orðið erfitt að reka á eftir sjálfum sér svo stundum verður maður á eftir með sum verkin.“ EKKERT EINMANALEGT Sverrir sér einn um bú- skapinn en fær oft hjálp frá vinum og vanda- mönnum. „Elísabet systir mín kíkir vanalega á mig yfir sauðburðinn og svo fæ ég hina og þessa til að létta und- ir bagga með mér ann- að slagið yfir árið,“ seg- ir hann en bætir við að það sé alls ekki ein- manalegt að búa í sveit- inni. „Hér er notalegt að vera og kindurnar veita mér félagsskap. Þær eru hver með sinn persónu- leika og það er svo mik- ill karakter í sumum að maður getur orðið virki- lega leiður þegar þær falla frá,“ segir hann en móðir hans býr einnig að Brekku. SVEFNLEYSI Í SAUÐBURÐI Sverrir segir haustið sinn uppáhaldstíma. „Auðvit- að er líka skemmtilegt á sumrin vegna veðursins en það er meira haust í mér. Haustið er tími uppgjörs. Þegar heyskap og sláturtíð lýkur kemur í ljós afrakst- ur þess sem maður hefur unnið að allt árið,“ segir hann og bætir aðspurður við að bóndastarfið sé lík- amlega erfitt. „Þetta get- ur verið mjög líkamlega erfið vinna og þá sérstak- lega sauðburðurinn því þá sefur maður svo lítið. Ég verð hálfklikkaður af svona litlum svefni og því má segja að þetta tímabil sé líka erfitt andlega. En það er algjörlega þess virði og þreytan hverfur fljótt þegar mesta erfiðið er yfirstaðið.“ MÖRG DRAUMASTÖRF Hann segir búskapinn ekki endilega hafa verið eitt af draumastörfunum í æsku. „En í dag á ég mörg draumastörf og þetta er eitt af þeim. Ég gæti alveg hugsað mér að gera eitthvað annað, en að vera bóndi hent- ar mér ágætlega og ég hlakka til að losna við snjóinn svo ég geti tek- ist á við vorverkin af fullum þunga,“ segir Sverrir bóndi í Brekku að lokum og er rokinn út að moka skít. indiana@dv.is Sverrir Friðriksson bóndi heldur 220 kind- ur og nokkra ketti á bænum Brekku í Eyja- fjarðarsveit. Sverrir segir þennan árstíma rólegan en að fljótlega byrji hasarinn. 26 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 UMRÆÐA BÓNDA Fjárbóndi Sverrir við hóp af kindum en þar sem veðrið hefur verið gott síðustu daga leyfir hann þeim að vera úti. MYNDIR BJARNI EIRÍKSSON Góður kaffisopinn Sverrir klappar kisunni Trýnu við eldhúsborðið en Trýna er kettlingafull. Skógrækt Á landi Sverris er að vaxa upp myndarlegur skógur. Mokar skítinn Sverrir var á leið að stinga út þegar blaðamaður náði tali af honum. Sverrir og Sigurþrúða Ærin Sigurþrúða er dóttir Sigurdrífu sem dó í vetur en hún var, að sögn Sverris, mögnuð skepna. KRISTJÁN HRAFN GUÐMUNDSSON skrifar HELGARPISTILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.