Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 FRÉTTIR ALMENNINGUR BORGAR FYRIR EIÐ n Viðskiptablaðið sagði frá því á fimmtudaginn að Kópavogsbær hefði þurft að kaupa eignir Knattspyrnuaka- demíu Íslands á 1,6 milljarða þar sem akademían hefði ekki getað staðið við skuld- bindingar sínar. Um er að ræða íþróttamannvirki í Kórahverfi sem nokkrir af þekktari knattspyrnumönnum þjóðarinnar réð- ust í að byggja í góðærinu. Einn þessara knattspyrnumanna er Eiður Smári Guðjohnsen en DV hefur greint ítarlega frá misheppnuðum fjárfestingum hans víða um lönd með lánum frá íslenskum bönkum. Eiður Smári stefndi DV fyrir þá umfjöllun sem hann telur vera brot á friðhelgi einkalífsins. Nú verður fróðlegt að sjá hvað Eiður gerir út af frétt Viðskiptablaðsins en hún sannar að íslenskur almenningur þarf að standa straum af mislukkuðum fjárfestingum hans. Hugsanlegt er að Eiður telji þá umfjöllun líka sitt einkamál. MOGGINN OG ÍRAK n Nokkra athygli vakti í vikunni hversu lítið Morgunblaðið fjallaði um myndband Wikileaks frá Írak sem sýnir morð á óbreyttum borgurum í Írak og tveimur starfsmönnum Reuters. Enginn íslenskur miðill fjallaði eins lítið um myndbandið og Morgunblaðið. Einhverjir veltu því fyrir sér að ástæðan fyrir þessu kynni að vera sú að það var Davíð Oddsson, sem nú er ritstjóri Morg- unblaðsins, sem tók ákvörðun um að Ísland styddi innrás Bandaríkjahers í Írak árið 2003. Davíð var þá forsætis- ráðherra Íslands. Bandaríkjaher réðst því inn í Írak með stuðningi Davíðs og hefur vera hersins í landinu kostað marga saklausa borgara lífið, líkt og myndbandið á Wikileaks sýnir fram á með sláandi hætti. DAVÍÐ OG BJÖGGAR n Fyrst nánast engin umfjöllun hefur verið í Morgunblaðinu um Wiki- leaks- myndbandið verður fróðlegt að sjá hvernig Morgunblaðið mun fjalla um skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Davíð Oddsson verður einn af aðalleikurum skýrslunnar sem forsætisráðherra sem nánast handstýrði einkavæðingu bankanna og síðar vegna stöðu sinnar sem seðlabankastjóri í hruninu 2008. Davíð er einn þeirra embættis- og stjórnmálamanna sem fengu að svara fyrir þá umfjöllun sem er um þá í skýrslunni sem fjallar um atburði í íslensku þjóðlífi frá einkavæðingunni 2003 og fram að hruninu. Sennileg ályktun út frá umfjöllun Morgun- blaðsins um Wikileaks-myndbandið er sú að blaðið muni forðast það eins og heitan eldinn að fjalla um þátt Davíðs í skýrslunni, meðal annars þau samskipti sem áttu sér stað á milli hans og Björgólfsfeðga áður en íslenska ríkið seldi þeim Landsbank- ann í árslok 2002. FRAMSÓKNARMAÐUR MEÐ FROSKALAPPIR n Talsverð örvænting er ríkjandi í herbúðum Framsóknarflokksins í Reykjavík eftir að flokkurinn mældist fyrir neðan þau mörk að ná inn fulltrúa. Þótt Einar Skúlason, oddviti framsóknarmanna, bjóði af sér góðan þokka og hafi lagt Óskar Bergsson borgarfulltrúa að velli virðist það ekki duga til. En nú er lausnin fundin. Ein- ar mun í dag synda yfir Fossvoginn. Tilgangurinn er að safna peningum til framboðsins og vekja athygli á sjósundi í leiðinni. Einar verður með froskalappir. SANDKORN „Á meðan verið er að skoða hvað er hægt að gera er þetta niðurstað- an núna,“ segir Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samfoks, sam- taka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Hún hefur meðal ann- arra komið að málefnum ungs nemanda í Langholtsskóla sem útilokaður hefur verið frá daglegu skólastarfi með jafnöldrum sín- um. Ungi nemandinn hefur ver- ið útilokaður frá samskiptum við jafnaldra sína. Hann er af erlendu bergi brotinn og foreldrar bekkj- arsystra hans lögðust gegn áfram- haldandi veru hans í bekknum eftir samskipti hans við stúlkurn- ar. Kvartanir foreldra hafa leitt til þess að nemandinn ungi dvel- ur í sérherbergi yfir skóladaginn, fjarri bekkjarsystkinum, fær hvorki að fara í frímínútur með þeim né að borða með þeim hádegismat í matsal skólans. Þannig hafa síð- ustu vikur verið hjá drengnum í skólanum. „Auðvitað er þetta ekki gott mál en fagfólk vinnur að því að finna lausnir,“ segir Bryndís. Hljómar illa Í fljótu bragði líst Guðrúnu Heiðu Sigurgeirsdóttur, fulltrúa foreldra í skólaráði Langholtsskóla, illa á þá leið sem farin er því einangr- un sé aldrei góð lausn. Hún leggur áherslu á að málið hafi ekki kom- ið inn á borð ráðsins og því hafi hún ekki kynnt sér það sérstak- lega. Aðspurð segist hún ætla að leita svara hjá skólastjórnendum varðandi málið. „Auðvitað hljóm- ar það aldrei vel þegar nemandi er tekinn úr umferð, alveg sama hver á þar í hlut og í hvaða skóla það er. Við höfum ekki fengið að heyra af þessu en ég mun spyrjast fyrir,“ segir Guðrún Heiða. Aðspurð kannast Fjóla Íris Stef- ánsdóttir, formaður foreldrafé- lags Langholtsskóla, heldur ekki við málið enda segir hún félag- ið ekki koma að málefnum ein- stakra nemenda í skólanum. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt en það eru alltaf tvær hliðar á öllum mál- um. Ég hef góða trú á skólanum og treysti því að hann sé að gera það sem er best að gera í málinu,“ segir Fjóla Íris. Óviðunandi lausn Bryndís segist vinna að því með foreldrum barnanna, fagaðilum og skólayfirvöldum að finna aðra lausn. Aðspurð staðfestir hún að einangrun nemandans hafi staðið yfir í nokkrar vikur en leggur jafn- framt áherslu á að viðunandi lausn finnist hið fyrsta. „Útilokun nem- andans hljómar vissulega ekki vel en staðan var einfaldlega þannig að í augnablikinu virtist engin önnur leið fær. Það er vissulega áhyggjuefni,“ segir Bryndís. „Foreldrar töldu hegðun við- komandi nægjanlega alvarlega til þess að fara fram á að nemandinn yrði fjarlægður úr bekknum. Von- andi verður hægt að finna lausn sem allir málsaðilar geta sætt sig við en á meðan var ákveðið að gera þetta svona. Það er ekki auð- velt því þarna á barn í hlut en þetta var þrautalending. Ég fylgist með og treysti því að niðurstaða fáist í málið sem allra fyrst.“ EINA LEIÐIN AÐ ÚTILOKA HANN Hluti foreldra barna í Langholtsskóla krafðist þess að ungur erlendur nemandi yrði settur í einangrun eftir að hafa hegðað sér ósiðlega. Á meðan fagaðilar ynnu í mál- inu töldu skólastjórnendur best að ganga að kröfu foreldranna. Bryndís Jónsdótt- ir, framkvæmdastjóri Samfoks, lýsir yfir vonbrigðum með úrræðaleysi skólanna. Foreldrar töldu hegðun við- komandi nægjanlega alvarlega til þess að fara fram á að nem- andinn yrði fjarlægður úr bekknum. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Útilokaður í bili Einangrun nemandans unga var talin eina færa leiðin að svo stöddu á meðan fagaðilar ynnu að frekari úrlausnum. Reykjavíkurborg og íslenska rík- ið hafa gert með sér samkomulag um að auka framlag til Nýsköpun- arsjóðs námsmanna. Samanlagt munu Reykjavíkurborg og íslenska ríkið leggja fram hundrað og tut- tugu milljónir króna á þessu ári. Þar af koma níutíu milljónir frá mennta- og menningarmálaráðuneytingu og þrjátíu milljónir koma frá Reykjavík- urborg. Hanna Birna Kristjánsdótt- ir borgarstjóri og Katrín Jakobsdótt- ir menntamálaráðherra undirrituðu samkomulagið á fimmtudaginn. Takmarkið með þessu framtaki er að stuðla að aukinni nýsköpun og atvinnuþátttöku meðal ungs fólks í Reykjavík í sumar. Í fyrra sóttu um átta hundruð nemendur um styrk úr Nýsköpunar- jóði námsmanna. Þá höfðu sjóðnum aldrei áður borist jafnmargar um- sóknir. Í tilkynningu segir að með þessari aukafjárveitingu náist fram tvö mikilvæg markmið. Dregið er úr atvinnuleysi meðal háskólanema og jafnframt er sköpuð ný þekking og tækifæri fyrir atvinnulífið en fjárveit- ingin á að gera sjóðnum kleift að veita allt að fjögur hundruð námsmönn- um störf við sjálfstæðar rannsókn- ir í sumar. Þessi verkefni eru mjög fjölbreytt og fer vinnan fram í öllum landshlutum. Áhugasamir námsmenn geta sótt um styrkinn fram á mánudag á vef Rannís. Reykjavíkurborg og íslenska ríkið gera samkomulag um fjárveitingu: Skapa vinnu fyrir námsmenn Reykjavík Ungmenni í borginni geta sótt um styrk til þess að vinna við sjálfstæðar rannsóknir í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.