Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 FRÉTTIR AGNES Í FORSETAVÉLINNI n Mönnum hefur orðið tíðrætt um ferðalög Agnesar Bragadóttur, blaða- manns Moggans, um heimsbyggðina á kostnað auðmanna. Einhverjir héldu að hæst hefði sól ferðalangsins risið við það að Jón Ásgeir Jóhannesson skaut undir hann einkaþotu sinni í tvígang. En svo er ekki. Fyrir margt löngu þegar forseti Bandaríkjanna mætti til leiðtogafundar á Íslandi sló Agnes öll fyrri og síðari met. Þá fékk hún að skjótast með forsetavélinni vestur um haf. Aðrir blaðamenn Moggans blóðöfunduðu hana. Agnes þyrfti að sníkja sér far til tunglsins til að toppa þetta. STEINGRÍMUR ER PATT n Einhverjir höfðu reiknað með því að ráðherrahrókeringar myndu eiga sér stað fyrir páska. Kenningar eru uppi um að ástæða þess að svo varð ekki sé sú að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra nái enn ekki utan um sinn eigin flokk. Órólega deildin stappi niður fótum gegn þeirri hugmynd að setja Jón Bjarnason sjávarút- vegsráðherra út úr stjórninni til að ná fram sameiningu ráðuneyta og hleypa Ögmundi Jónassyni inn úr kuldanum. Því stendur allt fast og Steingrímur er í pattstöðu. VANDRÆÐI JÓHÖNNU n Vandræðagangur Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra eykst eftir því sem tíminn líður án þess að náist að stokka upp stjórnina. Meðal þess sem til stendur er að henda út utanþingsráð- herrunum, Gylfa Magnússyni og Rögnu Árnadótt- ur. Vandinn er að ráðherrarnir eru þeir vinsælustu í stjórninni og vex fylgi þeirra á sama tíma og forsætisráðherrann glímir við vaxandi óvinsældir. Gárungarnir velta fyrir sér hvort ekki væri skyn- samlegt fyrir Jóhönnu að fara sjálf. ÓLÍNA FORMANNSEFNI n Þingmaðurinn Ólína Þorvarðar- dóttir þykir hafa vaxið stöðugt sem stjórnmálamaður. Staða hennar inn- an Samfylkingar- innar er sterk og er talað um hana sem ráðherraefni ef til útskiptinga kemur. Vegsauki Ólínu felst að mestu í þeirri staðfestu sem hún hefur sýnt í kvótamálinu. Hún hefur látlaust barið á útgerðarmönnum og jafnvel hótað að taka af þeim allan kvóta ef þeir láti verða af hótunum um að lama íslenskt atvinnulíf með því að sigla skipum sínum í land. Einhverjir staldra við nafn Ólínu þegar rætt er um arftaka Jóhönnu Sigurðardóttur sem formaður Samfylkingar. FALL HAND- BOLTAKAPPA n Fornir handboltakappar blómstruðu í viðskiptum á útrásartímanum en hafa sumir hverjir fallið eins og flugur til jarðar eftir hrunið. Þar má nefna Þorgils Óttar Mathiesen sem tapaði miklu líkt og Kristján Arason. Einn þeirra starfs- manna Íslandsbanka sem voru sendir í leyfi vegna stefnu skilanefndar gamla Glitnis er Magnús Arnar viðskiptafræð- ingur. Sá er enn einn handboltamaður- inn sem kemst í hann krappan. Magnús var útibússtjóri hjá Íslandsbanka í Vestmannaeyjum og spilaði handbolta með Fram og með ÍBV. SANDKORN „Reiðin er auðvitað mikil og svona mál er sérstaklega sárt í svona litlu bæjarfélagi,“ segir faðir ungr- ar stúlku á Húsavík, sem er ein af fórnarlömbum nektarmyndatöku í búningsherbergjum íþróttafélags- ins Völsungs í bænum. DV birtir ekki nafn föðurins af tillitssemi við fórnarlambið. Faðirinn segir mikinn trún- aðarbrest hafa orðið við það að ein stúlkan var fengin til að taka myndir af liðsfélögum sínum. Samkvæmt heimildum DV út- skýrði hún myndatökurnar með því að leikmaður karlaliðsins hefði ýtt sér út í þær. Þau munu hafa ver- ið kærustupar. „Stelpurnar hafa allar verið miklar vinkonur og því er svona trúnaðarbrestur þeim mikill harmur. Þær hafa tekið þetta mjög nærri sér,“ segir faðirinn. Tveir meistaraflokksleikmenn Völsungs, karl og kona, eru til rannsóknar hjá lögreglu vegna kynferðisbrota gagnvart ungum kvenkyns knattspyrnuiðkendum félagsins. Brotin snúa að ólögmæt- um nektarmyndatökum af stúlk- unum í búningsklefum og eru þær taldar hafa átt sér stað á nokkurra mánaða tímabili. Barnaverndar- yfirvöldum hefur verið tilkynnt um málið og leikmennirnir gerðir brottrækir frá félaginu. Átta fórnarlömb Eftir því sem DV kemst næst eru fórnarlömbin að minnsta kosti átta talsins, allt ungir leikmenn meist- araflokksliðs kvenna í knattspyrnu á Húsavík. Stúlkurnar eru á aldrin- um fimmtán ára til tvítugs. Það var eftir að leikmennirnir, annars veg- ar leikmaður karlaliðs Völsungs og hins vegar kvennaliðsins, voru staðnir að verki sem forsvarsmenn félagsins tilkynntu málið til lög- reglu og fóru fram á rannsókn. Á skírdag og föstudaginn langa voru leikmennirnir tveir yfirheyrðir af lögreglu. Annar aðstandandi ungrar knattspyrnustúlku í bænum, sem tekin var nektarmynd af í bún- ingsherbergi, frétti af málinu um páskahelgina eftir að það hafði verið tilkynnt til lögreglu. „Eðli- lega er okkur öllum brugðið og við aðstandendur erum reiðir. Málið virðist fyrst og fremst mjög sorglegt því þarna eiga ungar stúlkur í hlut,“ segir aðstandandinn. Óttast netið Faðirinn bendir á að reiði stúlknanna beinist einkum að leik- manni karlaliðsins sem talinn er hafa hvatt til myndataknanna. Að- spurður vonast hann til að rann- sókn lögreglu leiði til afleiðinga fyrir viðkomandi. „Auðvitað er okkur foreldrum virkilega brugðið. Ég þekki þessar stelpur mjög vel og eðlilega eru þær mjög sárar. Ég veit að þær hafa talað saman og sú sem tók myndirnar hefur skýrt sitt mál. Reiði okkar snýr meira að drengn- um. Nú bíðum við eftir að málið sé rannsakað því við viljum vita af hverju svona lagað er gert,“ segir faðirinn. „Stelpurnar eru reiðar og hneykslaðar yfir því hvers vegna þetta var gert. Það er best að dæma engan fyrr en hlutirnir eru komn- ir í ljós og enn sem komið er þorir fólk lítið að ræða þetta. Mér skilst að til sé mynd af dóttur minni og að þessar myndir hafi fundist í tölvu. Ég vona að þær hafi ekki far- ið á netið.“ Ungu stúlkurnar á Húsavík sem teknar voru nektarmyndir af eru átta talsins. Stelpurnar í knattspyrnuliði Völsungs taka málið mjög nærri sér enda lítið bæjarfélag og leikmenn- irnir góðir vinir. Bæjarbúar eru slegnir eftir að upp komst að leikmaður meistaraflokks hefði tekið nektarmyndir af félögum sínum í bún- ingsherbergjum. Mér skilst að til sé mynd af dóttur minni og að þess- ar myndir hafi fundist í tölvu. Ég vona að þær hafi ekki farið á netið. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „AUÐVITAÐ ER OKKUR BRUGÐIГ Myndir teknar Það var í búningsher- bergi sem teknar voru nektarmyndir af ungum knattspyrnustúlkum á Húsavík. Stúlknafótbolti Leikmaður meistara- flokks kvenna er grunaður um að hafa tekið nektarmyndir af liðsfélögum sínum í búningsklefanum. Myndin er sviðsett. „Samkvæmt refsiramma lagagrein- anna á að setja okkur í fangelsi – ef við erum fundin sek. Brot á 100. grein varðar við eins árs til lífstíðar fangelsisvistar. En við neitum auð- vitað öll sök og höldum uppi vörn- um,“ segir Snorri Páll Jónsson Úlf- hildarson en hann er einn þeirra níu sem ákærðir hafa verið fyrir að ráð- ast inn á Alþingi 8. desember 2008. Þeir eru ákærðir fyrir brot á 100. grein almennra hegningarlaga, þar sem segir að hver sem ræðst á Al- þingi svo að það eða sjálfræði þess sé í hættu, skuli sæta fangelsi að lág- marki eitt ár. Snorri og tveir aðrir úr hópn- um sendu frá sér fréttatilkynningu á fimmtudag, en fyrirtaka er í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Þar gagnrýna þremenningarn- ir meðal annars umfjöllun fjöl- miðla um ákærurnar á hendur þeim. „Kvöldfréttir RÚV daginn áður en málið var upphaflega þingfest í lok janúar byrjuðu á þessari frétt og það með engum smá hasar. Klippt hafði verið saman allt aksjónefnið sem RÚV átti af atburðinum og þar – eins og síðan í tilviki margra annarra fjöl- miðla – var talað eins og ákærurn- ar væru ekki ákærur heldur réttar lýsingar á atburðunum eins og þeir áttu sér stað,“ segir Snorri í samtali við DV. „Málið er hins vegar auðvit- að þannig að enginn veit hvað átti sér stað þarna inni nema tvær andstæð- ar fylkingar; lögreglan og þingverðir annars vegar – og mótmælendurnir hins vegar,“ segir Snorri. Snorri segir að í raun hafi ekkert breyst í íslensku samfélagi þó nýir valdhafar séu komnir að borðinu. „Það versta er að það virðist sem uppreisnin sem átti sér stað síð- asta vetur – sem ég kýs að kalla bús- áhaldavonbrigðin – hafi heldur litlu skilað þegar kemur að andófsmenn- ingu hér á landi. Göturnar eru tóm- ar og stærsta skrefið sem fólk virðist geta tekið er að nöldra á bloggsíð- um og Facebook. Það er afskaplega sorglegur endir annars ágæts tíma- bils andspyrnu hér á landi,“ segir Snorri. helgihrafn@dv.is Mótmælendur sem ákærðir eru fyrir húsbrot á Alþingi eru ósáttir við fjölmiðla: „Við höldum uppi vörnum“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.