Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 25
„Ég hef bara ekki skímu, ekki hugleitt það.“ JÓHANNES JÓHANNESSON, 70 ÁRA LÍFEYRISÞEGI „Djöfullinn gengur aftur.“ ARNAR ANDERSEN, 25 ÁRA ATVINNULAUS „Ég bara veit það ekki.“ ÁSTRÓS BIRTA ARADÓTTIR, 14 ÁRA NEMI „Finnst það ekki skipta máli.“ SÓLVEIG DRÖFN SÍMONARDÓTTIR, 14 ÁRA NEMI „Fimmvörðuhálsfjall.“ GUÐJÓN GUÐJÓNSSON, ELDRI BORGARI HVAÐ FINNST ÞÉR AÐ NÝJU GOSSTÖÐVARNAR EIGI AÐ HEITA HÖRÐUR GUNNAR BJARNASON, fyrirliði Selfoss í handbolta, lyfti 1. deildar bikarnum á miðvikudags- kvöldið eftir æsilegan úrslitaleik við Aftureldingu um sæti í úrvalsdeild. Selfoss leikur því á meðal þeirra bestu á næsta tímabili eftir að hafa fallið úr efstu deild 2006 og ákveðið að byggja á ungu liði. KUNNUM ÖLL KERFIN ÞEIRRA Karl. Reyndu að segja þetta orð án þess að gretta þig. Svonefnt „rebrand- ing“ er algengt í viðskiptaheimin- um, þar sem gömlum vörum sem enginn vill lengur er gefið nýtt nafn til þess að gera þær eftirsóknarverð- ari. Undanfarið hefur það sama átt sér stað í íslenskri kynjapólitík. Á almenningsklósettum landsmanna stendur ekki lengur „menn“ og „konur,“ heldur „karlar“ og „kon- ur“. Ástæðan fyrir þessu er augljós. Ég sat tíma í þjóðfræði um daginn þar sem klár kennari (eða kennslu- kona, ef þú vilt) talaði um hvað henni þætti óþægilegt þegar talað væri um „menn“ sem ákveðið kyn. Þetta veldur því að starfstitlar eins og „flugmenn“ eða „sjómenn“ verða kynbundnir. Því hefur verið ákveðið að „menn“ nái yfir bæði kynin. Allt gott og blessað með það, en það er verra sem kemur í staðinn. Hver vill eiga karl? Karl. Hver vill vera karl? Það að vera „kvenleg“ telst almennt hrós fyrir konur, en það að vera „karlalegur“ er ekki beint fallegt. Þá er betra að vera „mannlegur“, þó slíkt gefi einn- ig breyskleika til kynna. Karl er ekki hliðstæða við konu. Þá er réttara að segja „karl“ og „kerling“, en hver vill vera „kerlingarleg“? Menn og kon- ur ganga upp saman, en það er eitt- hvað ógeðfellt við að sjá allar þess- ar frábæru konur með einhverjum körlum. Karlmenn eru skárri en karlar. En það er óþjált, alveg eins og það væri óheppilegt að þurfa alltaf að tala um „kven-menn“. Þar að auki hljómar það eins og maður sé að grínast ef maður segir að eitthvað sé „karlmannlegt“. Það er erfitt að taka hinu karlmannlega alvarlega. Þetta rebranding, úr mönnum í karla, hef- ur því leitt til ákveðinnar gengisfell- ingar vörunnar. Þessi ágæti kennari talaði í öðrum tíma um „manninn“ sinn, því hver vill vera gift karli? Ef hún hefði talað um „karlinn minn“ hefði það verið honum, og þar með henni sjálfri, til minnkunar. Hlutlausir menn Nei, karlar viljum við ekki vera. Hvað þá? Helst þyrfti að finna nýtt orð sem er hlutlaust, enda hefur allt sem er „karllægt“ á sér fremur nei- kvætt yfirbragð. Ef við viljum losna undan slíku hljótum við að vilja losna undan stimplinum. Þetta er því verðugt verkefni fyrir málfræð- inga, en ég kem hér með mína auð- mjúku tillögu: Þar sem slíkt er stundað er tal- að um „fjölveri“ sem hliðstæðu við „fjölkvæni“, enda er „fjölmenni“ hálfafkáralegt í þessu samhengi og „fjölkarlmenni“ hefur ekki notið brautargengis. Því væri málfræði- lega réttast að tala um „ver“ og „konur“. Þetta gæti þó stundum leitt til ruglings, „vermaður“ yrði þá „ver- ver“, en í raun ekki, því maður er ekki lengur stytting á „karl-maður“. Ver er þó óheppilegt vegna tenging- arinnar við önnur ver, þannig gæti „orkuver“ misskilist sem „orkumað- ur“, og við viljum jú varast slíka. Af sama stofni og „ver“ er „var“, saman- ber varúlfur sem merkir mannúlf- ur. Var er skemmtileg afleysing fyr- ir karl. Þannig gæti maður til dæmis sagt: „Ég var karl en er var.“ Að tala um þá í þátíð er kannski ágætis lýs- ing á þessu fyrirbæri sem hinn ís- lenski karlmaður er (eða var), en er þó óheppilegt af sömu ástæðum, það er að segja ef við teljum okkur enn eitthvað gagn af þeim hafa. Nátengt orðinu „var“ er orð- ið „vargur“, sem notað hefur ver- ið bæði um úlfa og útlaga. Vargur hefur vissulega yfir sér neikvæð- an blæ, en er þó meira töff en að vera karl. Hver myndi ekki frekar vilja fara í vargapartí en í karlapar- tí? Vera vargslegur frekar en karla- legur? Ef karlar eru ekki lengur menn, þá hljóta þeir að mega vera vargar. Þarf ég að vera karl? UMRÆÐA 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 25 MYNDIN Hver er maðurinn? „Hörður Gunnar Bjarnason.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Skövde í Svíþjóð. Ég flutti til Íslands þegar ég var fjórtán ára.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Spila handbolta og hlusta á tónlist.“ Hvar vildirðu helst búa, ef ekki á Íslandi? „Í Svíþjóð, samt ekkert endilega aftur í Skövde.“ Hvað eldaðirðu síðast? „Kjötbollur og eitthvað dót í fagnaðarlátunum.“ Hvaða bíómynd sástu síðast? „A Prophet. Hún var mjög góð.“ Hvernig var tilfinningin þegar flautan gall og Selfoss var komið í úrvalsdeild? „Þetta var bara ótrúlega ljúft. Ég get eiginlega ekki lýst því. Maður vissi ekkert hvernig maður átti að haga sér þarna.“ Hvað var gert eftir leikinn? „Það var hittingur með stjórnar- og stuðn- ingsmönnum í Hvíta húsinu og svo var partíinu haldið áfram aðeins lengur í heimahúsi. Það var vel tekið á því.“ Varstu stressaður fyrir leikinn? „Nei, við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel, æfðum til dæmis tvisvar sinnum á dag um páskana. Við vorum líka búnir að stúdera Aftureldingu mjög vel og kunnum öll kerfin þeirra. Það kom okkur því ekkert á óvart. Þetta var bara spurning um hvernig við myndum mæta til leiks.“ Hvað hugsaðirðu þegar Afturelding leiddi, 13-8? „Hvort við ætluðum virkilega klúðra þessu. Við höfum samt oft byrjað svona illa og snúið leikjum við eins og við gerðum. Þetta leit samt ekki vel út þarna. Þetta var bara spurning um að við tækjum okkur á og spiluðum eins vel og við gætum.“ Er Selfoss komið þangað þar sem það á heima? „Já, klárlega. Nú er það bara næsta skref.“ MAÐUR DAGSINS DÓMSTÓLL GÖTUNNAR KJALLARI VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar „Karlmenn eru skárri en karlar.“ Yfir götuna Þessir ærslafullu strákar gleymdu líklega umferðarreglunum áður en þeir tóku á rás yfir Sæbrautina á fimmtudaginn. Róbert Reynisson, ljósmyndari DV, náði mynd af strákunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.