Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 HELGARBLAÐ Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1951, kennsluprófi í íslensku og Íslandssögu 1955, cand.mag.-prófi í íslenskum fræðum frá HÍ 1964 og prófi í uppeld- is- og kennslufræðum frá HÍ 1973. Jón var kennari við gagnfræða- skólastig í Reykjavík og Kópavogi flest ár frá 1955-66, var kennari við MH 1966-76 og skólameistari Fjölbrauta- skóla Suðurnesja 1976 til ársloka 1984. Hann var ritstjóri Iðnsögu Íslendinga á árunum 1985-1996. Jón kenndi síðan á námskeiðum hjá Mími - Tómstundaskólanum og Endurmenntunarstofnun Háskóla Ís- lands í mörg ár, hélt fjölda námskeiða og fyrirlestra um íslenskar fornsög- ur og stóð fyrir fjölmörgum ferðum á söguslóðir fornsagna bæði hérlendis og erlendis. Hann átti því mikinn þátt í að endurvekja og viðhalda almennum áhuga á íslenskum fornritum. Jón var formaður ÍFRN 1951-52, Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum 1954, Félags róttækra stúd- enta og var fulltrúi þess í stúdenta- ráði HÍ 1954-55, var ritari Taflfélags Reykjavíkur um skeið, starfsmaður Æskulýðsfylkingarinnar og Samein- ingarflokks alþýðu - Sósíalistaflokks- ins 1955-56, forseti Æskulýðsfylking- arinnar 1956-58, formaður Félags gagnfræðaskólakennara í Kópavogi 1960-61, sat í miðstjórn Sósíalista- flokksins 1962-64, var formaður Félags háskólamenntaðra kennara 1966-67, í stjórn Félags íslenskra fræða 1967-69, í landsprófsnefnd 1968-73, formaður Félags menntaskólakennara 1976-77, og ritari Sambands iðnfræðsluskóla og fulltrúi þess í iðnfræðsluráði 1980-82. Jón samdi og gaf út námsefni í ís- lensku og sögu, handbækur og ljóða- bók og skrifaði fjölda blaðagreina um skák, íþróttir, stjórnmál og skólamál. Viðtalsbók Guðrúnar Guðlaugs- dóttur við Jón, Sá á skjöld hvítan, kom út 2009. Jón var fyrsti heiðursfélagi Skóla- meistarafélags Íslands, 1979, fékk verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2002, var Paul Harris-félagi í Rótaryklúbbi Breiðholts 1993 og var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1994 fyr- ir fræðslustörf og þátt í að endurvekja almennan áhuga á íslenskum fornrit- um. Jón fékk heiðursverðlaun við af- hendingu Samfélagsverðlauna Frétta- blaðsins 2010. Fjölskylda Jón kvæntist 26.11.1966 Guðrúnu Erlu Björgvinsdóttur, f. 1.11. 1943 kennara og fyrrv. aðstoðarskólastjóra Engja- skóla í Reykjavík, dóttur Ástu Mar- grétar Guðlaugsdóttur húsmóður og Björgvins K. Grímssonar, fyrrv. for- stjóra heildverslunarinnar H.A. Tul- inius. Þau eru bæði látin. Sonur Jóns og Guðrúnar er Böðvar Jónsson framkvæmdastjóri Bygginga- félags námsmanna og formaður bæj- arráðs í Reykjanesbæ, f. 31.7. 1968. Sambýliskona Böðvars er Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir. Börn Böðvars frá fyrra hjónabandi eru Jón, f. 15.4 1993 og Ása, f. 31.3 1998. Dætur Jóns fyrir hjónaband eru Sigríður, f. 2.5.1963, kennari og rekstr- arfræðingur. Synir hennar eru Jón Halldór, f. 27.10. 1982 og á hann einn son, og Sigmar, f. 18.5. 1987; Ásthild- ur, f. 6.10. 1966, tækniteiknari. Börn hennar eru Hermann Þór, f. 27.6 1988 og Kristrún Ósk, f. 12.2 1994. Sonur Guðrúnar og fóstursonur Jóns er Björgvin Jónsson, f. 17.3.1964, hrl. og alþjóðlegur skákmeistari en kona hans er Sigríður Dóra Magnús- dóttir, f. 13.5. 1959, yfirlæknir og er dóttir þeirra Margrét Erla, f. 23.4 1993. Alsystkini Jóns: Vilhelmína Sigríð- ur, f. 13.6.1932, d. 29.6.2007, húsmóð- ir; Valborg Soffía, f. 18.8. 1933, leik- skólakennari; Bjarni, f. 13.11.1934, trésmíðameistari; Böðvar, f. 23.6. 1936, trésmíðameistari; Sigmundur, f. 29.9.1937, lögfræðingur. Hálfsystur Jóns, samfeðra, eru tviburarnir Alberta Guðrún, f. 19.6. 1942, húsmóðir, og Guðný Þóra, hár- greiðslumeistari. Foreldrar Jóns voru Böðvar Steph- ensen Bjarnason, f. 1.10. 1904, d. 27.10. 1986, húsasmíðameistari í Reykjavík, og k.h., Ragnhildur Dag- björt Jónsdóttir, f. 31.3. 1904, d. 23.7. 1993, húsmóðir. Ætt Böðvar var sonur Bjarna, b. í Gerði Jónssonar, b. í Stórubýlu Jónssonar, og Guðríðar Jónsdóttur, b. á Eystra- Miðfelli Einarssonar, í Skipanesi Ein- arssonar. Móðir Jóns Einarssonar var Hallfríður Þorleifsdóttir, b. í Belgs- holtskoti Símonarsonar, b. á Þyrli Þor- leifssonar, b. á Þorláksstóðum i Kjós Jónssonar. Móðir Símonar var Guðrún Eyj- ólfsdóttir, b. á Ferstiklu Hallgrímsson- ar, pr. og sálmaskálds Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur. Móðir Böðvars húsasmíðameist- ara var Sigríður Jónsdóttir Ólafsson- ar, b. í Galtarvík. Móðir Sigríðar var Sesselja Þórðardóttir, systir Bjarna, b. á Reykhólum, afa Jóns Leifs tón- skálds, Regínu Þórðardóttur leik- konu og Ágústs Böðvarssonar, for- stöðumanns Landmælinga Íslands, en bróðir Ágústs var Bjarni Böðvars- son hljómsveitarstjóri, faðir Ragnars Bjarnasonar söngvara. Bjarni var auk þess langafi Péturs Friðriks myndlist- armanns og Björns Thoroddsen gít- arleikara. Þá var Sesselja systir Gísla, langafa Klemensar Jónssonar leik- stjóra. Sesselja var dóttir Þórðar, b. í Belgsholti í Melasveit Steinþórssonar, og Halldóru Börðvarsdóttur, b. á Hofs- stöðum í Hálsasveit Sigurðssonar og Þuríðar Bjarnadóttur. Ragnhildur var dóttir Jóns Veld- ing, b. á Rein Kristjánssonar Velding, sjómanns í Hafnarfirði Friðrikssonar Velding, sjómanns í Hafnarfirði Frið- rikssonar Velding, sjómanns í Hafn- arfirði, bróður Önnu Katrínar, lang- ömmu Árna, föður Matthíasar Á. Mathiesen, fyrrv. fjármálaráðherra, föður Árna, fyrrv. fjármálaráðherra. Anna Katrín var einnig amma Fred- riku, ömmu Haraldar Á. Sigurðsson- ar leikara, og amma Jóhönnu, lang- ömmu Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur útvarpsþular, móður Eyþórs Gunn- arssonar tónlistarmanns. Friðrik var sonur Kristjáns Velding, steinsmiðs og beykis í Hafnarfirði og ættföður Veld- ingættarinnar. Móðir Jóns var Krist- ín Þórðardóttir, vinnumanns á Vorsa- bæ á Skeiðum Jónssonar, og Þórdísar, systur Aldísar, langömmu Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts. Bróðir Þór- dísar var Þorsteinn, langafi Þorgerð- ar Ingólfsdóttur söngstjóra. Þórdís var dóttir Þorsteins b. á Brúnavallakoti Jörundssonar, b. og smiðs á Laug Ill- ugasonar, Skálholtssmiðs Jónssonar. Móðir Ragnhildar var Soffia Jóns- dóttir, útvegsb. í Vík á Akranesi, bróð- ur Sigurðar, afa Sigurdórs Sigurdórs- sonar blaðamanns. Jón var sonur Sigurðar, b. á Bakka á Kjalarnesi Páls- sonar. Móðir Sigurðar var Solveig Sig- urðardóttir, systir Magnúsar, langafa Guðrúnar, móður Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra, föður Björns, fyrrv. ráðherra og Valgerðar alþm., en bróðir Bjarna var Sveinn, afi Bjarna Benediktssonar, alþm. og formanns Sjálfstæðisflokksins. Annar bróðir Solveigar var Árni, langafi Sæmundar, afa Sighvats Björgvinssonar, forstöðu- manns Þróunarsammvinnustofnun- ar Íslands. Móðir Soffíu var Sigríður, systir Jóns, langafa Matthíasar Ingi- bergssonar, lyfsala í Kópavogi. Sigríð- ur var dóttir Ólafs b. á Litlu-Fellsöxl í Skilamannahreppi Magnússonar, b. í Dagverðarnesi í Skorradal Björnsson- ar, b. og smiðs á Hóli í Lundarreykja- dal Sæmundssonar. Móðir Ólafs var Sigríður Ólafsdóttir, b. á Snartarstöð- um Hermannssonar, bróður Bjarna á Vatnshorni, langafa Guðbjarna, föður Sigmundar, fyrrv. háskólarekt- ors. Móðir Sigríðar var Þóra Kapras- íusdóttir, b. á Snartarstöðum Gísla- sonar. Móðir Kaprasíusar var Þóra Kaprasíusdóttir, systir Ingibjargar, langömmu Kaprasíusar, langafa Ás- laugar, móður Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra. Móðir Sigríðar Ól- afsdóttur var Halldóra Jónsdóttir, b. í Tungufelli Sigurðssonar, og Sesselju Gunnlaugsdóttur, listasmiðs í Voga- tungu Einarssonar. Móðir Sesselju var Guðlaug Þórðardóttir, dóttir syst- ur Sveinbjörns á Hvítárvöllum, föður Þórðar dómsstjóra, föður Sveinbjarn- ar Sveinbjörnssonar tónskálds. Útför Jóns fer fram frá Hallgríms- kirkju mánudaginn 12.4. kl. 13.00. SKÓLAMEISTARI OG SKÁLD f. 10.4. 1919, d. 9.11. 1983 Jóhann fæddist á Siglufirði. Hann lauk MA-prófi í ensku og málvís- indum við University of Californ- ia í Berkley og stundaði þar fram- haldsnám. Jóhann var lektor við HÍ 1948- 50, kennari og bókavörður við The Fiske Icelandic Collect- ion við Cornell University í New York 1952-59, og skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni 1960-70. Jóhann samdi ritin Biblio- graphy of the Eddas, og Sagas of Icelanders, bjó til prentunar stóru ensk-íslensku orðabók Arnar og Örlygs og sendi frá sér ljóðabæk- urnar Ferilorð og Hlymrek á sex- tugu. Jóhann var virtur kennari og skólameistari, agaður fræðimað- ur og yfirvegað skáld. Vinur Jó- hanns og skólabróðir, Kristján Karlsson, segir hann hafa verið frábæran bókmenntarýni en tek- ið málvísindin fram yfir í námi sínu og átt erfitt með að velja. Um val þeirra orti Jóhann eftir- farandi til Kristjáns: Það er vitleysa, sem ég vona þig aldrei dreymi að ég virði ekki það sem skeður i þínum heimi, þó margt sem gerist þar gangi nú þannig til að það gengur í berhögg við allt sem ég veit og skil og í mínum heimi er það yfir- leitt alls ekki til sem ég ekki skil. Jóhann kvæntist Lucy Wins- ton Hannesson en börn þeirra eru Wincie, fyrrv. formaður HÍK og Sigurður skáld. Bróðir Jóhanns var Þorsteinn óperusöngvari, faðir Páls sem var á sínum tíma útvarpsstjóri Bylgj- unnar og síðan auglýsingastjóri DV en hefur starfað mikið við al- mannatengsl á síðari árum. Systir Jóhanns var Hallfríður, móðir Páls Árdal, heimspekipróf- essors í Kanada sem hefur verið í hópi virtustu sérfræðinga og túlk- enda á heimspekiverkum Davids Hume. Jóhann var sonur Hannes- ar Jónassonar, bóksala á Siglu- firði, og Kristínar, systur Þórdísar, ömmu Benedikts Árnasonar leik- stjóra. Kristín var dóttir Þorsteins, b. á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd, bróður Snjólaug- ar, móður Jóhanns Sigurjónsson- ar skálds, og móðir Snjólaugar, ömmu Magnúsar Magnússonar, dagskrárgerðarmanns hjá BBC. MINNING Jón Böðvarsson FYRRV. SKÓLAMEISTARI OG FYRRV. RITSTJÓRI IÐNSÖGU ÍSLENDINGA MERKIR ÍSLENDINGAR Í raun má segja að Jón Bö hafi verið maður andstæðna. Hann var í senn byltingarsinni og íhaldsmaður og það sem merkilegast er – tókst vel að sam- eina þær andstæð- ur. Grjót- harður prinsipp- nagli en samt stöðugt að umbylta og breyta. Fyrir barðinu á þeim eig- inleikum urðu flest þau félög sem hann tengdist, skólar þeir sem hann starfaði við og um síðir skóla- kerfið í heild sinni. Hann lét til sín taka – markaði spor – reisti bauta- steina og þá stóra. Meginvopn hans í þeirri baráttu var tvímælalaust hinn einstæði sannfæringarkraftur. Jón gat sannfært nánast hvern sem var um hvað sem var. Og hópurinn trúði einatt, lét sér segjast og fylgdi meistara sínum. Gilti þá einu hvort um var að ræða nemendur í fram- haldsskóla, skákfólk, Rotaryfélaga, fólk á námskeiðum. Hann seiddi hlustendur sína með sér með inn- lifun sinni og sannfæringu. Jafn- vel þó hann hefði ekki alltaf á réttu að standa – gerðist sjaldan en varð þeim mun skemmtilegra. Í landsprófi bannaði hann okk- ur að nota kúlupenna „af því tikk- ið í pennunum“ truflaði hann. Og komst upp með það. Í menntaskóla rak hann okkur, uppreisnargjarna ´68 kynslóð úr skóm. Og komst upp með það. Á kennarafundi gat hann meinað fólki að taka til máls „af því ég veit hvað þú ætlar að segja“. Og komst upp með það. Færði Njálu og aðrar sögur forfeðranna til slíks lífs að fornkappar stukku fullskap- aðir inn í vitund þjóðarinnar að nýju. Breytti, bætti og sótti fram alla tíð. Skilur eftir skarð en líka stóra bautasteina. Verður sárt saknað en gleymist aldrei. EFTIRMÆLI Í minningu Jóns Böðvarssonar EFTIR HJÁLMAR ÁRNASON FYRRVERANDI NEMANDA OG SAMSTARFSMANN Fæddur 2.5. 1930 - dáinn 4.4. 2010 Jóhann S. Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.