Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 36
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is
Samúel D. E. Valberg
MÁLARAMEISTARI Í REYKJAVÍK
Samúel fædd-
ist í Reykja-
vík en ólst
upp í Kópa-
vogi. Hann var
í Hjallaskóla,
lauk stúdents-
prófi frá MK,
lauk sveins-
prófi í málara-
iðn 2005 og varð málarameistari
2008.
Samúel hóf málarastörf hjá
Þorsteini Viðari Sigurðssyni mál-
arameistara 2002 og hefur starfað-
hjá honum síðan.
Samúel æfði og keppti í knatt-
spyrnu með HK í flestum aldurs-
hópum.
Fjölskylda
Eiginkona Samúels er Oddný J.
Hinriksdóttir, f. 24.5. 1983, að
ljúka MA-prófi í hagfræði frá HÍ.
Dætur Samúels og Oddnýjar
eru Eva Natalía Samúelsdóttir, f.
11.9. 2005; Tanja Lind Samúels-
dóttir, f. 15.12. 2008.
Systkini Samúels eru Andri
Örn Erlingsson, f. 17.6. 1984, há-
skólanemi; Einar Logi Erlings-
son, f. 10.3. 1988, starfsmaður
hjá Símanum; Jóhanna Björg Er-
lingsdóttir, f. 7.4. 1990, mennta-
skólanemi.
Foreldrar Samúels eru Erling-
ur Einarsson, f. 27.3. 1950, bókari í
Reykjavík, og Ingibjörg Valberg, f.
9.6. 1958, verslunarmaður.
30 ÁRA Á LAUGARDAG 30 ÁRA Á SUNNUDAG
Jón Trausti Reynisson
RITSTJÓRI DV
Jón Trausti ólst upp á Flateyri. Hann
var í Grunnskóla Flateyrar, Grunn-
skóla Þorlákshafnar og Vogaskóla,
lauk stúdentsprófi frá MS 2000 og
BA-prófi í heimspeki frá HÍ 2003.
Jón Trausti stundaði sjómennsku
á sumrin á árunum 1995-99, var
blaðamaður á DV 1998-2002, blaða-
maður á Fréttablaðinu 2003, blaða-
maður og vaktstjóri á DV 2003-2005,
aðstoðarritstjóri Mannlífs 2005-
2006, ritstjóri Ísafoldar 2006-2007 og
hefur verið ritstjóri á DV frá 2007.
Fjölskylda
Kona Jóns Trausta er Snædís Bald-
ursdóttir, f. 25.10. 1979, sérfræðingur
á viðskiptabankasviði Landsbanka
Íslands.
Sonur Jóns Trausta og Snædísar
er Sólon Snær Traustason, f. 25.12.
2005.
Systkini Jóns Trausta eru Ró-
bert, f. 26.7. 1974, ljósmyndari á
DV; Hrefna Sigríður, f. 27.9. 1977,
húsmóðir á Eskifirði; Símon Örn,
f. 6.4. 1988, nemi í heimspeki við
HÍ og barþjónn á Prikinu; Harpa
Mjöll, f. 31.10. 1996, grunnskóla-
nemi.
Foreldrar Jóns Trausta eru Reyn-
ir Traustason, f. 18.11. 1953, ritstjóri
DV, og Halldóra Jónsdóttir, f. 18.2.
1956, félagsliði.
Ætt
Foreldrar Reynis: Jón Trausti Sigur-
jónsson, f. á Húsavík 14.10. 1932, d.
16.7. 1978, verslunarmaður á Flat-
eyri, og Sigríður Sigursteinsdóttir,
f. 3.3. 1936, fyrrv. umboðsmaður Ís-
landsflugs á Flateyri.
Foreldrar Halldóru: Jón Kristján
Símonarson, f. 6.11. 1930, fyrrv. skip-
stjóri á Ísafirði, nú búsettur í Hafnar-
firði, og Hrefna Margrét Hallgríms-
dóttir, f. 24.4. 1934, d. 17.7. 1992,
húsmóðir í Reykjavík.
Helgi fæddist í Reykjavík en ólst
upp á Hvolsvelli. Hann var í Hvols-
skóla, stundaði nám við Mennta-
skólann á Laugarvatni og stundaði
síðan nám í rafvirkjun við Iðnskól-
ann í Reykjavík.
Helgi var í unglingavinnunni á
Hvolsvelli, vann við kjötvinnslu hjá
Sláturfélagi Suðurlands á Hvols-
velli, hefur verið barþjónn á ýmsum
börum í Reykjavík og hefur starfað
við rafvirkjun með námi frá 2004 og
starfar nú hjá Haraldi og Sigurði.
Helgi æfði og keppti í knatt-
spyrnu, körfubolta, blaki
og frjálsum íþrótt á veg-
um ungmennafélags-
ins Baldurs á Hvolsvelli.
Hann keppir nú í blaki
með Fylki og er 2. deildar
meistari með félaginu.
Helgi er formaður Fé-
lags nema í rafiðnum frá
2006, var formaður Iðn-
nemasambands Íslands 2004-2005,
var formaður Skólafélags Iðnskól-
anns í Reykjavík 2002-2004.
Fjölskylda
Sonur Helga er Mika-
el Hrafn Helgason, f. 7.2.
2001.
Bróðir Helga er Þor-
gils Bjarni Einarsson, f.
10.12. 1983, rafvirkja-
nemi, búsettur í Reykja-
vík.
Foreldrar Helga eru
Einar Helgason, f. 27.11.
1954, múrarameistari í Reykjavík,
og Guðrún Þorgilsdóttir, f. 24.4.
1959, hárgreiðslukona og verslun-
armaður í IKEA.
KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
30 ÁRA Á LAUGARDAG
Helgi Einarsson
NEMI Í RAFVIRKJUN Í REYKJAVÍK
Árni Vigfús Magnússon
KJÖTIÐNAÐARNEMI Í REYKJAVÍK
Árni fæddist í Reykjavík en ólst upp
í Garðabænum. Hann var í Hofs-
staðaskóla, Flataskóla og Garða-
skóla, stundaði nám við FS og er nú
í verklegu námi í kjötiðn.
Árni var vaktstjóri á Hróa hetti
í Kópavogi í þrjú ár, verslunarstjóri
við söluturn á Egilsstöðum, lyft-
arastjóri og flutningabílstjóri hjá
Haustaki á Egilsstöðum og tækni-
maður á tölvuverkstæði en er nú
kominn á samning hjá Ferskum
kjötvörum í Reykjavík.
Fjölskylda
Kona Árna er María Björk Einars-
dóttir, f. 15.10. 1989, nemi í rekstr-
arverkfræði við Háskólann í Reykja-
vík.
Systur Árna
eru Sesselja
Magnúsdótt-
ir, f. 5.11. 1968,
bókhaldari hjá
Kynnisferð-
um, búsett
í Reykjavík;
Guðrún Magn-
úsdóttir, f. 19.2. 1978, útstillinga-
stjóri hjá Top Shop og fleiri verslun-
um, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Árna eru Magnús
Árnason, f. 23.5. 1947, kjötiðnað-
armeistari og verslunarmaður, og
Þórgunnur Þórólfsdóttir, f. 2.1. 1950,
leikskólakennari og húsmóðir.
30 ÁRA Á FÖSTUDAG
Þóra K. Magnúsdóttir
HÚSMÓÐIR Í REYKJAVÍK
Þóra fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp í Breiðholtinu. Hún var í Selja-
skóla og Hamraskóla.
Þóra stundaði skrifstofustörf
hjá DM í Reykjavík á árunum 2004-
2009.
Fjölskylda
Eiginmaður Þóru Kolbrúnar er
Aron Björn Arason, f. 24.1. 1978,
skrúðgarðyrkjufræðingur.
Börn Þóru Kolbrúnar og Arons
Björns eru Bjarki Már Aronsson, f.
10.10. 2002; Smári Björn Aronsson,
f. 14.2. 2007; Embla Dís Aronsdótt-
ir, f. 14.10. 2009.
Systur
Þóru Kol-
brúnar eru
Jóhanna Ás-
dís Magnús-
dóttir, f. 10.6.
1973, búsett
í Reykjavík;
Linda Rós
Magnúsdóttir,
f. 3.3. 1976, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Þóru Kolbrúnar eru
Magnús Smári Þorvaldsson, f.
4.1. 1950, bakari, og Þóra Ólöf
Þorgeirsdóttir, f. 11.3. 1954, mat-
reiðslukona.
30 ÁRA Á LAUGARDAG
36 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 ÆTTFRÆÐI
Ingi Þór Einarsson
ÞJÓNN Á CAFÉ PARÍS
Ingi Þór fædd-
ist í Reykjavík
en ólst upp í
Hafnarfirði.
Hann var í
Víðistaðaskóla
og stundaði
nám við IR.
Ingi Þór
var barþjónn á
Gauki á Stöng í þrjú ár, á Kaffi Sól-
on en hefur verið þjónn á Café París
frá 2007.
Fjölskylda
Kona Inga Þórs er Auður Karlsdótt-
ir, f. 26.11. 1982, klippari.
Systkini Inga Þórs eru Halldóra
María Einarsdóttir, f. 17.8. 1978,
dagskrárgerðamaður hjá Skjá ein-
um; Sóley Stefánsdóttir, f. 20.10.
1986, tónlistarnemi og hljómlist-
armaður í Hafnarfirði; Eiríkur Rafn
Stefánsson, f. 7.2. 1988, tónlistar-
nemi og hlómlistarmaður; Tinna
Húnbjörg Einarsdóttir, f. 29.12.
1993, framhaldsskólanemi; Bryn-
hildur María Ragnarsdóttir, f. 15.6.
1999, grunnskólanemi.
Foreldrar Inga Þórs eru Einar
Þór Garðarsson, f. 26.11. 1958, verk-
taki í Reykjavík, og Ingveldur Thor-
arensen, f. 25.11. 1958, húsmóðir í
Hafnarfirði.
30 ÁRA Á LAUGARDAG
60 ÁRA Á LAUGARDAG
Þorkell Björnsson
FULLTRÚI HEILBRIGÐISEFTIRLITS NORÐURLANDS EYSTRA
Þorkell fæddist á Húsavík og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Hann hóf
nám í mjólkurfræði 1968, stundaði
nám á Ladelund Mejeriskole í Dan-
mörku 1970-71, og á Dalum Tekn-
iske skole í Danmörku 1976-77.
Þá sótti fjölda námskeiða á vegum
Hollustuverndar ríkisins og öðlað-
ist réttindi sem heilbrigðisfulltrúi,
og námskeið á vegum Heilbrigðis-
eftirlitsins.
Þorkell hóf störf hjá Mjólkursam-
lagi Kaupfélags Þingeyinga 1970 og
starfaði þar sem mjólkurfræðingur
að mestu leyti til 1996 en var eitt ár
heilbrigðisfulltrúi á Húsavík.
Þorkell hóf síðan störf hjá Heil-
brigðiseftirlitinu og hefur verið
heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigð-
iseftirliti Norðurlands eystra frá
1996.
Þorkell hefur starfað með Leik-
félagi Húsavíkur um árabil, leikið
með félaginu og sat í stjórn félags-
ins um skeið. Þá starfaði hann mikið
með Alþýðubandalaginu á Húsavík
og hefur starfað með Lionsklúbbi
Húsavíkur um árabil.
Fjölskylda
Þorkell kvæntist 7.7. 1973 Regínu
Sigurðardóttur, f. 2.10. 1953, fjár-
málastjóra
Heilbrigðisstofnunar Þingey-
inga. Hún er dóttir Sigurðar Jóns-
sonar frá Ystafelli, og Kolbrúnar
Bjarnadóttur húsmóður. Þorkell og
Regína skildu.
Börn Þorkels og Regínu eru
Leifur, f. 28.5. 1972, sjávarútvegs-
fræðingur og heilbrigðisfulltrúi hjá
Heilbrigðiseftirliti Austurlands;
Kolbrún, f. 8.11. 1975, nemi í lög-
fræði í Kaupmannahöfn en sambýl-
ismaður hennar er Björn Hreiðar
Björnsson, f. 18.6. 1975, frá Flúð-
um, tölvunarfræðingur og eru dæt-
ur þeirra Regína Margrét, f. 9.1. 2008
og tvíburasysturnar Anna og Ellen
sem fæddust í gær, f. 8.4. 2010.
Eiginkona Þorkels er Hulda
Guðrún Agnarsdóttir, f. 26.4. 1954,
starfsmaður við sýslumannsemb-
ættið á Húsavík. Foreldrar hennar
eru Agnar Tómasson, fyrrv. klæð-
skeri á Akureyri, og Sigurlaug Ósk-
arsdóttir, húsmóðir á Húsavík.
Bræður Þorkels eru Þórhallur
Björnsson, f. 1948, fasteignasali í
Reykjavík; Arnar Björnsson, f. 1958,
íþróttafréttamaður á Stöð 2 í Reykja-
vík.
Foreldrar Þorkels: Björn Friðgeir
Þorkelsson, f. 1914, d. 1981, sjómað-
ur á Húsavík, og k.h., Kristjana Þór-
hallsdóttir, f. 1925, húsmóðir, búsett
á Húsavík.
Þorkell verður að heiman á af-
mælisdaginn.