Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 36
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is Samúel D. E. Valberg MÁLARAMEISTARI Í REYKJAVÍK Samúel fædd- ist í Reykja- vík en ólst upp í Kópa- vogi. Hann var í Hjallaskóla, lauk stúdents- prófi frá MK, lauk sveins- prófi í málara- iðn 2005 og varð málarameistari 2008. Samúel hóf málarastörf hjá Þorsteini Viðari Sigurðssyni mál- arameistara 2002 og hefur starfað- hjá honum síðan. Samúel æfði og keppti í knatt- spyrnu með HK í flestum aldurs- hópum. Fjölskylda Eiginkona Samúels er Oddný J. Hinriksdóttir, f. 24.5. 1983, að ljúka MA-prófi í hagfræði frá HÍ. Dætur Samúels og Oddnýjar eru Eva Natalía Samúelsdóttir, f. 11.9. 2005; Tanja Lind Samúels- dóttir, f. 15.12. 2008. Systkini Samúels eru Andri Örn Erlingsson, f. 17.6. 1984, há- skólanemi; Einar Logi Erlings- son, f. 10.3. 1988, starfsmaður hjá Símanum; Jóhanna Björg Er- lingsdóttir, f. 7.4. 1990, mennta- skólanemi. Foreldrar Samúels eru Erling- ur Einarsson, f. 27.3. 1950, bókari í Reykjavík, og Ingibjörg Valberg, f. 9.6. 1958, verslunarmaður. 30 ÁRA Á LAUGARDAG 30 ÁRA Á SUNNUDAG Jón Trausti Reynisson RITSTJÓRI DV Jón Trausti ólst upp á Flateyri. Hann var í Grunnskóla Flateyrar, Grunn- skóla Þorlákshafnar og Vogaskóla, lauk stúdentsprófi frá MS 2000 og BA-prófi í heimspeki frá HÍ 2003. Jón Trausti stundaði sjómennsku á sumrin á árunum 1995-99, var blaðamaður á DV 1998-2002, blaða- maður á Fréttablaðinu 2003, blaða- maður og vaktstjóri á DV 2003-2005, aðstoðarritstjóri Mannlífs 2005- 2006, ritstjóri Ísafoldar 2006-2007 og hefur verið ritstjóri á DV frá 2007. Fjölskylda Kona Jóns Trausta er Snædís Bald- ursdóttir, f. 25.10. 1979, sérfræðingur á viðskiptabankasviði Landsbanka Íslands. Sonur Jóns Trausta og Snædísar er Sólon Snær Traustason, f. 25.12. 2005. Systkini Jóns Trausta eru Ró- bert, f. 26.7. 1974, ljósmyndari á DV; Hrefna Sigríður, f. 27.9. 1977, húsmóðir á Eskifirði; Símon Örn, f. 6.4. 1988, nemi í heimspeki við HÍ og barþjónn á Prikinu; Harpa Mjöll, f. 31.10. 1996, grunnskóla- nemi. Foreldrar Jóns Trausta eru Reyn- ir Traustason, f. 18.11. 1953, ritstjóri DV, og Halldóra Jónsdóttir, f. 18.2. 1956, félagsliði. Ætt Foreldrar Reynis: Jón Trausti Sigur- jónsson, f. á Húsavík 14.10. 1932, d. 16.7. 1978, verslunarmaður á Flat- eyri, og Sigríður Sigursteinsdóttir, f. 3.3. 1936, fyrrv. umboðsmaður Ís- landsflugs á Flateyri. Foreldrar Halldóru: Jón Kristján Símonarson, f. 6.11. 1930, fyrrv. skip- stjóri á Ísafirði, nú búsettur í Hafnar- firði, og Hrefna Margrét Hallgríms- dóttir, f. 24.4. 1934, d. 17.7. 1992, húsmóðir í Reykjavík. Helgi fæddist í Reykjavík en ólst upp á Hvolsvelli. Hann var í Hvols- skóla, stundaði nám við Mennta- skólann á Laugarvatni og stundaði síðan nám í rafvirkjun við Iðnskól- ann í Reykjavík. Helgi var í unglingavinnunni á Hvolsvelli, vann við kjötvinnslu hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvols- velli, hefur verið barþjónn á ýmsum börum í Reykjavík og hefur starfað við rafvirkjun með námi frá 2004 og starfar nú hjá Haraldi og Sigurði. Helgi æfði og keppti í knatt- spyrnu, körfubolta, blaki og frjálsum íþrótt á veg- um ungmennafélags- ins Baldurs á Hvolsvelli. Hann keppir nú í blaki með Fylki og er 2. deildar meistari með félaginu. Helgi er formaður Fé- lags nema í rafiðnum frá 2006, var formaður Iðn- nemasambands Íslands 2004-2005, var formaður Skólafélags Iðnskól- anns í Reykjavík 2002-2004. Fjölskylda Sonur Helga er Mika- el Hrafn Helgason, f. 7.2. 2001. Bróðir Helga er Þor- gils Bjarni Einarsson, f. 10.12. 1983, rafvirkja- nemi, búsettur í Reykja- vík. Foreldrar Helga eru Einar Helgason, f. 27.11. 1954, múrarameistari í Reykjavík, og Guðrún Þorgilsdóttir, f. 24.4. 1959, hárgreiðslukona og verslun- armaður í IKEA. KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ÁRA Á LAUGARDAG Helgi Einarsson NEMI Í RAFVIRKJUN Í REYKJAVÍK Árni Vigfús Magnússon KJÖTIÐNAÐARNEMI Í REYKJAVÍK Árni fæddist í Reykjavík en ólst upp í Garðabænum. Hann var í Hofs- staðaskóla, Flataskóla og Garða- skóla, stundaði nám við FS og er nú í verklegu námi í kjötiðn. Árni var vaktstjóri á Hróa hetti í Kópavogi í þrjú ár, verslunarstjóri við söluturn á Egilsstöðum, lyft- arastjóri og flutningabílstjóri hjá Haustaki á Egilsstöðum og tækni- maður á tölvuverkstæði en er nú kominn á samning hjá Ferskum kjötvörum í Reykjavík. Fjölskylda Kona Árna er María Björk Einars- dóttir, f. 15.10. 1989, nemi í rekstr- arverkfræði við Háskólann í Reykja- vík. Systur Árna eru Sesselja Magnúsdótt- ir, f. 5.11. 1968, bókhaldari hjá Kynnisferð- um, búsett í Reykjavík; Guðrún Magn- úsdóttir, f. 19.2. 1978, útstillinga- stjóri hjá Top Shop og fleiri verslun- um, búsett í Reykjavík. Foreldrar Árna eru Magnús Árnason, f. 23.5. 1947, kjötiðnað- armeistari og verslunarmaður, og Þórgunnur Þórólfsdóttir, f. 2.1. 1950, leikskólakennari og húsmóðir. 30 ÁRA Á FÖSTUDAG Þóra K. Magnúsdóttir HÚSMÓÐIR Í REYKJAVÍK Þóra fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hún var í Selja- skóla og Hamraskóla. Þóra stundaði skrifstofustörf hjá DM í Reykjavík á árunum 2004- 2009. Fjölskylda Eiginmaður Þóru Kolbrúnar er Aron Björn Arason, f. 24.1. 1978, skrúðgarðyrkjufræðingur. Börn Þóru Kolbrúnar og Arons Björns eru Bjarki Már Aronsson, f. 10.10. 2002; Smári Björn Aronsson, f. 14.2. 2007; Embla Dís Aronsdótt- ir, f. 14.10. 2009. Systur Þóru Kol- brúnar eru Jóhanna Ás- dís Magnús- dóttir, f. 10.6. 1973, búsett í Reykjavík; Linda Rós Magnúsdóttir, f. 3.3. 1976, búsett í Reykjavík. Foreldrar Þóru Kolbrúnar eru Magnús Smári Þorvaldsson, f. 4.1. 1950, bakari, og Þóra Ólöf Þorgeirsdóttir, f. 11.3. 1954, mat- reiðslukona. 30 ÁRA Á LAUGARDAG 36 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 ÆTTFRÆÐI Ingi Þór Einarsson ÞJÓNN Á CAFÉ PARÍS Ingi Þór fædd- ist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hann var í Víðistaðaskóla og stundaði nám við IR. Ingi Þór var barþjónn á Gauki á Stöng í þrjú ár, á Kaffi Sól- on en hefur verið þjónn á Café París frá 2007. Fjölskylda Kona Inga Þórs er Auður Karlsdótt- ir, f. 26.11. 1982, klippari. Systkini Inga Þórs eru Halldóra María Einarsdóttir, f. 17.8. 1978, dagskrárgerðamaður hjá Skjá ein- um; Sóley Stefánsdóttir, f. 20.10. 1986, tónlistarnemi og hljómlist- armaður í Hafnarfirði; Eiríkur Rafn Stefánsson, f. 7.2. 1988, tónlistar- nemi og hlómlistarmaður; Tinna Húnbjörg Einarsdóttir, f. 29.12. 1993, framhaldsskólanemi; Bryn- hildur María Ragnarsdóttir, f. 15.6. 1999, grunnskólanemi. Foreldrar Inga Þórs eru Einar Þór Garðarsson, f. 26.11. 1958, verk- taki í Reykjavík, og Ingveldur Thor- arensen, f. 25.11. 1958, húsmóðir í Hafnarfirði. 30 ÁRA Á LAUGARDAG 60 ÁRA Á LAUGARDAG Þorkell Björnsson FULLTRÚI HEILBRIGÐISEFTIRLITS NORÐURLANDS EYSTRA Þorkell fæddist á Húsavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann hóf nám í mjólkurfræði 1968, stundaði nám á Ladelund Mejeriskole í Dan- mörku 1970-71, og á Dalum Tekn- iske skole í Danmörku 1976-77. Þá sótti fjölda námskeiða á vegum Hollustuverndar ríkisins og öðlað- ist réttindi sem heilbrigðisfulltrúi, og námskeið á vegum Heilbrigðis- eftirlitsins. Þorkell hóf störf hjá Mjólkursam- lagi Kaupfélags Þingeyinga 1970 og starfaði þar sem mjólkurfræðingur að mestu leyti til 1996 en var eitt ár heilbrigðisfulltrúi á Húsavík. Þorkell hóf síðan störf hjá Heil- brigðiseftirlitinu og hefur verið heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigð- iseftirliti Norðurlands eystra frá 1996. Þorkell hefur starfað með Leik- félagi Húsavíkur um árabil, leikið með félaginu og sat í stjórn félags- ins um skeið. Þá starfaði hann mikið með Alþýðubandalaginu á Húsavík og hefur starfað með Lionsklúbbi Húsavíkur um árabil. Fjölskylda Þorkell kvæntist 7.7. 1973 Regínu Sigurðardóttur, f. 2.10. 1953, fjár- málastjóra Heilbrigðisstofnunar Þingey- inga. Hún er dóttir Sigurðar Jóns- sonar frá Ystafelli, og Kolbrúnar Bjarnadóttur húsmóður. Þorkell og Regína skildu. Börn Þorkels og Regínu eru Leifur, f. 28.5. 1972, sjávarútvegs- fræðingur og heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Austurlands; Kolbrún, f. 8.11. 1975, nemi í lög- fræði í Kaupmannahöfn en sambýl- ismaður hennar er Björn Hreiðar Björnsson, f. 18.6. 1975, frá Flúð- um, tölvunarfræðingur og eru dæt- ur þeirra Regína Margrét, f. 9.1. 2008 og tvíburasysturnar Anna og Ellen sem fæddust í gær, f. 8.4. 2010. Eiginkona Þorkels er Hulda Guðrún Agnarsdóttir, f. 26.4. 1954, starfsmaður við sýslumannsemb- ættið á Húsavík. Foreldrar hennar eru Agnar Tómasson, fyrrv. klæð- skeri á Akureyri, og Sigurlaug Ósk- arsdóttir, húsmóðir á Húsavík. Bræður Þorkels eru Þórhallur Björnsson, f. 1948, fasteignasali í Reykjavík; Arnar Björnsson, f. 1958, íþróttafréttamaður á Stöð 2 í Reykja- vík. Foreldrar Þorkels: Björn Friðgeir Þorkelsson, f. 1914, d. 1981, sjómað- ur á Húsavík, og k.h., Kristjana Þór- hallsdóttir, f. 1925, húsmóðir, búsett á Húsavík. Þorkell verður að heiman á af- mælisdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.