Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 13
2 dálkar = 9,9 *10
nýjar vörur
vorbæklingurinn
kominn
Opið: má-fö. 12-18
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is
í bústaðinn - á heimilið
smaar@dv. is
Steinunn Bernhardsdóttir, konan sem lifði af hrakfarirnar
að Fjallabaki á þriðjudag, varð ekki vör við lík vina sinna á
leið sinni til byggða. Fólkið var um 2 kílómetra frá skálunum
í Hvanngili þegar það yfirgaf bíl sinn.
„Hún varð aldrei vör við líkin,“
segir Sveinn Rúnar Kristinsson,
yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli,
aðspurður hvort Steinunn Bern-
hardsdóttir, 33 ára kona sem
komst lífs af úr hrakförunum að
Fjallabaki á þriðjudag, hafi geng-
ið fram á lík félaga sinna tveggja,
Friðgeirs Fjalars Víðissonar og
Kristínar R. Steingrímsdóttur, á
leið sinni til byggða. Rannsókn-
arlögreglan á Selfossi tók skýrslu
af Steinunni á miðvikudagskvöld-
ið þar sem þetta kom fram. „Hún
var spurð að þessu en hún sá þau
ekki. Hún var ein að villast í vit-
laustu veðri og þau gengu ekki öll
eftir vegarslóðanum sem er þarna
þó að þau hafi gengið í sömu átt,“
segir Sveinn.
Steinunn fannst á þriðjudag
norðan við fjallið Einhyrning.
Hún hafði þá gengið um 14 kíló-
metra leið frá jepplingnum við
Hvanngil. Steinunn fór síðust út
úr Honda-jepplingnum sem þau
fóru á út úr bænum á páskadag til
að skoða eldgosið á Fimmvörðu-
hálsi en skildu hann eftir bens-
ínlausan um 2 kílómetra sunn-
an við Hvanngil. Þau ætluðu að
ganga til byggða en Steinunn var
sú eina sem komst lífs af. Vont
veður var á svæðinu á þriðjudag
og mikil snjókoma.
DV hefur reynt að ná tali af
Steinunni en ekki haft erindi sem
erfiði. Tengsl þremenninganna
voru þau, samkvæmt Sveini, að
þau voru vinir en jepplingurinn
er í eigu fyrrverandi sambýlis-
manns Kristínar.
Ætlaði að ganga til byggða
Sveinn segir aðspurður að við
skýrslutökuna yfir Steinunni
hafi ekki komið fram miklar nýj-
ar upplýsingar sem varpað geti
frekara ljósi á málið. „Þau keyrðu
bara í vitlausa átt. Þau höfðu los-
að bílinn úr festu og eftir að hafa
talað við okkur keyrðu þau bara í
vitlausa átt. Þetta er bottomlænið:
Þau bara villtust,“ segir Sveinn en
fólkið talaði við lögregluna þeg-
ar bíll þeirra festist og afþakkaði
aðstoð hennar þegar því tókst
að losa bílinn af sjálfsdáðum.
Þá taldi lögreglan að fólkið væri
komið á beinu brautina en annað
kom svo á daginn og keyrði fólkið
lengra inn á hálendið.
Þegar bíllinn varð bensínlaus
um tvo kílómetra frá Hvanngili
ákváðu þau að maðurinn, Frið-
geir, myndi reyna að ganga til
byggða til að leita hjálpar, en
Kristín og Steinunn urðu eftir í
bílnum. „Maðurinn fór fyrstur út
úr bílnum til að leita hjálpar. Svo
fór önnur konan út og sú þriðja,
þessi sem lifði af, fór síðust út.
Þau gengu öll í sömu átt og ætl-
uðu að ganga til byggða,“ segir
Sveinn.
Bíða niðurstöðu úr
krufningu
Sveinn segir að málið teljist nokk-
urn veginn upplýst, engir laus-
ir endar séu í því en að beðið sé
eftir niðurstöðu úr réttarkrufn-
ingu á Friðgeiri og Kristínu. „Nei,
það eru engir lausir endar í þessu.
Við erum bara að bíða eftir nið-
urstöðu úr réttarkrufningu til að
komast að því hver dánarorsök-
in var,“ segir Sveinn en nánast ör-
uggt má telja að fólkið hafi dáið úr
kulda.
Hann segir málið liggja nokk-
uð ljóst fyrir: „Þau voru bara föst
uppi á fjöllum í vondu veðri og
þá kom upp panikk. Einn fór út
að leita að aðstoð en hinir héldu
sig í bílnum í ákveðinn tíma. Svo
gáfust þær upp á biðinni og fóru
út sjálfar,“ segir Sveinn.
Sveinn segir að fólkið hafi tek-
ið ákvörðun í skyndi um að fara
að skoða gosið á Fimmvörðuhálsi
á mánudaginn.
Stutt frá Hvanngili
Reynslumikill fjallamaður sem
DV ræddi við um þennan sorg-
lega atburð segir að eitt hið
sorglegasta við málið sé að fólk-
ið hafi einungis verið um tvo
kílómetra frá skálum Ferðafé-
lags Íslands í Hvanngili þegar
það skildi við bíl sinn: „Það nöt-
urlegasta í þessu máli er hversu
stutt fólkið var frá Hvanngili,“
segir fjallamaðurinn og bæt-
ir því við að fólkið hefði getað
komist í skjól í skálunum ef það
hefði áttað sig á því hvar það
var.
Sveinn segir hins vegar að
fólkið hafi verið illa útbúið og
ekki verið með almennilegt
kort af svæðinu auk þess sem
það hafi ekki vitað hvar það
var þegar það skildi við bílinn.
Þremenningarnir hafi því ein-
faldlega ekki vitað að skálarnir
í Hvanngili hafi verið tiltölulega
skammt undan. Þess vegna hafi
fólkið ekki frekar haldið í norð-
ur í átt að skálunum.
Sveinn segist ekki gera ráð
fyrir því að rætt verði aftur við
Steinunni vegna málsins.
INGI F. VILHJÁLMSSON
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
VARÐ EKKI VÖR
VIÐ HIN LÁTNU
Nöturlegt Fjallagarpur sem DV ræddi við segir að nöturlegasta
staðreyndin við málið sé að fólkið hafi einungis verið um tvo kílómetra
sunnan við skálana í Hvanngili þegar bíll þeirra varð bensínlaus. Myndin
sýnir einn af skálum Ferðafélags Íslands í Hvanngili.
Gosið á Fimmvörðuhálsi Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum
en lögregla hefur orðið að vísa mörgum frá vegna lélegs búnaðar. MYND AFP
Það nöturleg-asta í þessu
máli er hversu stutt
fólkið var frá Hvann-
gili.