Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 64
n Það er ekki alltaf tekið út með
sældinni að vera útrásarvíking-
ur á Nýja-Íslandi. Áður hafa borist
fregnir um að Sigurjóni Þ. Árna-
syni Icesave-skapara hafi verið hent
út úr veitingasal Perlunnar við lófa-
tak annarra gesta og Pálmi Har-
aldsson, sem oftast er kenndur við
Fons, sagði í viðtali við DV að hann
gæti ekki lengur fengið sér tíu dropa
á kaffihúsum borgarinnar. Nú hefur
annar Bakkavararbróðirinn fengið
að kenna á svipuðu. Vitni að því
þegar öðrum bræðranna var vísað
á dyr í tískuverslun á Laugavegin-
um hafði samband
við DV og sagði frá
atburðinum. Vitn-
ið vissi þó ekki um
hvorn bróðurinn var
að ræða enda birtast
þeir oftast saman á
myndum með yfir-
skriftinni: „Lýður og
Ágúst Guðmunds-
synir.“
Humar og hýðingar!
FRÉTTASKOT 512 70 70
DV BORGAR 2.500 KRÓNUR FYRIR FRÉTTASKOT SEM LEIÐIR TIL FRÉTTAR. FYRIR FRÉTTASKOT SEM VERÐUR
AÐALFRÉTT Á FORSÍÐU GREIÐAST 25.000 KRÓNUR. FYRIR BESTA FRÉTTASKOT VIKUNNAR GREIÐAST ALLT
AÐ 50.000 KRÓNUR. ALLS ERU GREIDDAR 100.000 KRÓNUR FYRIR BESTA FRÉTTASKOT HVERS MÁNAÐAR.
„Þetta er vísir að því sem koma skal,
ha!“ segir Kjartan Halldórsson oftar
en ekki kallaður Sægreifinn, en hann
rekur verslunina og veitingastaðinn
Sægreifann í Geirsgötu. Kjartan hef-
ur smíðað lítinn gapastokk sem hann
segir sýnishorn af því sem er ætlað út-
rásarvíkingum, ráðherrum og öðrum
ráðamönnum sem „sigldu þjóðinni
hálfa leið til helvítis“, eins og hann orð-
ar það sjálfur.
„Þetta er frumsmíð en við vorum
að spá í að smíða stóran stokk svo ein-
ir átta til tíu gosar gætu verið í honum
í einu, ha!“ Gapastokkur er aldagam-
alt pyntingartæki sem var vinsælt á
miðöldum þar sem höndum og höfði
er komið fyrir í tréstokk. „Ég myndi
svo vilja ráða hýðingarmeistara til að
hýða þetta lið. Það er nóg af tuskulók-
um, ráðamönnum og ráðherrum sem
þarf að hýða, ha!“ Kjartan segist meira
að segja vera búinn að finna út hver
væri tilvalinn hýðingarmeistari. „Það
er dóninn hann Eiríkur Stefánsson
sem rífur kjaft á Útvarpi Sögu og fleiri
stöðum.“
Kjartan segir „skítapakkið“ ekki
eiga neitt betra skilið en myndarlega
hýðingu. „Ekki bara útrásarvíkingarnir
heldur líka allt stjórnmálafólkið. Bæði
í þeirri óstjórn sem nú er og í þeirri
sem á undan var. Þá er ég að tala um
Ingibjörgu Sólrúnu, Geir H. Haarde
og hvað hann nú heitir þarna banka-
málaráðherrann.“ asgeir@dv.is
HENT ÚT ÚR
VERSLUN
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 / Strandgata 25 • Akureyri • sími 456 1185 • www.tonastodin.is
Kjartan Halldórsson sægreifi smíðar gapastokk:
VILL HÝÐA ÁBYRGÐARFÓLK
HJÁLPARÞURFI
RÁÐHERRA
n Á næstunni mun Steingrímur J.
Sigfússon fjármálaráðherra ráða til
sín þriðja aðstoðarmanninn. Nýr
upplýsingafulltrúi tekur við störf-
um hjá ráðuneytinu eftir að Elías J.
Guðjónsson, fyrrverandi upplýs-
ingafulltrúi fjármálaráðuneytis-
ins, færði sig yfir til Katrínar Jak-
obsdóttur menntamálaráðherra.
Næsti aðstoðarmaður Steingríms
kemur í stað Indriða H. Þorláks-
sonar. Indriði hættir
þó ekki störfum fyrir
fjármálaráðherra því
hann mun glíma við
sérstök verkefni og er
fastlega búist við að
þau verði á sviði
skattamála.
PERSÓNULEGT BRÉF
n Samskipti Álfheiðar Ingadóttur
heilbrigðisráðherra við undirmann
sinn, Steingrím Ara Arason for-
stjóra Sjúkratrygginga Íslands, hafa
vakið athygli. Ef rýnt er í bréf ráð-
herrans, þar sem Álfheiður tilkynnir
forstjóranum áform um áminningu,
má sjá að það er ritað í nokkuð per-
sónulegri stíl en álitsgjafar DV telja
almennt tíðkast í bréfum ráðherra.
Þannig noti heilbrigðisráðherrann
persónufornafnið „ég“ í stað þess
að tala um sig sem ráðherra en al-
menn regla ráðuneytanna gerir fáð
fyrir að nota ekki fyrstu
persónu fornöfn í
bréfaskriftum. Að
mati álitsgjafa
sem DV leitaði
til er bréfið ekki
skrifað í sömu
hófstillingu og ætl-
ast er til af ráð-
herrum, held-
ur er það í
persónuleg-
um stíl.
Kjartan sægreifi Með sýnishorn af
gapastokknum góða.