Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. apríl 2010 FRÉTTIR Íbúar Kópavogsbæjar þurfa að greiða samtals 1,6 milljarða króna fyrir íþróttaaðstöðu sem Knattspyrnuaka- demía Íslands byggði í Kórahverfinu þar í bæ. Kostnaður bæjarins vegna fjárfestinga Knattspyrnuakademíunn- ar nemur nú á þriðja milljarð króna en átti að vera á bilinu 700 til 800 milljón- ir. Viðskiptablaðið greindi frá málinu á fimmtudaginn. Eiður Smári Guðjohnsen, leik- maður Tottenham, er einn af aðstand- endum Knattspyrnuakademíunnar, auk föður hans Arnórs Guðjohnsen, Guðna Bergssonar, Loga Ólafsson- ar og Ásgeirs Sigurvinssonar. Árið 2005 var undirrituð viljayfirlýsing um samstarf á milli Kópavogsbæjar og Knattspyrnuakademíunnar um upp- byggingu íþróttaaðstöðunnar. Hug- myndin var sú að Knattspyrnuaka- demían myndi eiga þessar eignir og að bærinn myndi leigja þær af henni til 25 ára. Ástæðan fyrir þessari útfærslu var sú að talið var hagstæðara fyr- ir bæinn að leigja eignirnar frekar en að kaupa þær þar sem það hefði þýtt minni fjárútlát fyrir bæinn, samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins. Kaup Kópavogsbæjar á eignunum hafa hins vegar breytt þessari stefnu: Bærinn þarf nú að leggja út í þann kostnað sem reynt var að losna við með því að leigja eignirnar. Kópavogs- búar bera því á endanum kostnaðinn af þessum fasteignaframkvæmdum akademíunnar. Aðstandendurnir eiga ekki pening Ástæðan fyrir því að Kópavogsbær þarf að kaupa eignir Knattspyrnuaka- demíunnar eru þær að Eiður og fé- lagar eiga ekki fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar út af bygg- ingu íþróttaaðstöðunnar. Niðurstað- an er því sú að Kópavogsbær yfirtek- ur þessar skuldbindingar og eignast þær eignir sem um ræðir. Heimild- ir DV herma að Glitnir hafi lánað fyr- ir framkvæmdunum á sínum tíma og má því reikna með að skuldirnar séu nú við Íslandsbanka. Ef Eiður og við- skiptafélagar hans hefðu átt fjármuni til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart bankanum vegna verkefnis- ins hefði Kópavogsbær ekki þurft að kaupa eignirnar af þeim. Guðríður Arnardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að ekkert annað sé í stöðunni fyrir bæinn en að kaupa eignirnar. „Það sem okk- ur ber að gera er að verja hagsmuni íbúa Kópavogsbæjar og verja þá fjár- muni sem bærinn hefur nú þegar lagt í verkefnið. Og það er ekki hægt að gera það nema svona. Auðvitað svíður það alltaf þegar þarf að leggja svona mikla peninga í eina fjárfestingu en við verðum að gera þetta. Ég hugsa þetta svona: Hvernig getur þetta hús nýst okkur sem best? Það mun nýtast okkur best ef það verður eign Kópavogsbæj- ar,“ segir Guðríður og bætir því við að- spurð að vitanlega hefði bærinn ekki þurft að kaupa íþróttaaðstöðuna ef aðstandendur Knattspyrnuakademí- unnar hefðu getað staðið í skilum. Styður umfjöllun DV um Eið Frétt Viðskiptablaðsins um málefni Knattspyrnuakademíunnar styð- ur umfjöllun sem DV birti í lok síð- asta árs um fjárhagsstöðu Eiðs Smára Guðjohnsen. Þá sagði DV frá því að Eiður Smári skuldaði um 1.200 millj- ónir króna á móti eignum sem metnar voru á 750 milljónir króna. Fyrirsögn fréttar DV var: „Eiður Smári í krögg- um.“ Í fréttinni kom fram að Eiður hefði samið við lánardrottna sína, Kaupþing í Lúxemborg, nú Banque Havilland, og Íslandsbanka, um endurgreiðslu skuldanna á næstu þremur árum. Laun Eiðs Smára hjá knattspyrnufélaginu AS Monaco rétt duga fyrir mismuninum á skuld- um hans og eignum. Ástæðan fyrir því að Eiður Smári skuldsetti sig er meðal annars sú að hann fjárfesti í fasteignaverkefnum Askar Capital í Hong Kong og Tyrklandi með lánum frá Kaupþingi í Lúxemborg og Glitni, auk fasteigna Knattspyrnuakademí- unnar. Eiður lagði 130 milljónir í verkefnið Hluti af þeim eignum Eiðs Smára sem taldar voru geta farið upp í skuldir hans var viðskiptakrafa á hendur Íþróttaakademíunni vegna láns upp á 700 þúsund evrur, um 130 milljónir íslenskra króna. Fjár- munirnir höfðu runnið í fasteigna- verkefni Íþróttaakademíunnar. Samkvæmt heimildum DV reyndi Eiður Smári að selja viðskiptakröf- una á síðasta ári en án árangurs: Enginn vildi kaupa kröfuna. Ástæð- an fyrir því að Eiður vildi selja kröf- una var sú að hann vantaði peninga til að grynnka á skuldum sínum við Kaupþing í Lúxemborg og Glitni. Ein af ástæðunum fyrir því að erfiðlega gekk að selja viðskiptakröfuna var sú að enginn lánasamningur var gerð- ur á milli Knattspyrnuakademíunn- ar og Eiðs Smára og ekkert veð var fyrir láninu frá honum. Því verður að segjast að hæpið er að kalla fjárfest- ingu Eiðs Smára í Knattspyrnuaka- demíunni lán, jafnvel þó að hann og fjárhaldsmenn hans hafi lagt þann skilning í málið eftir efnahagshrun- ið þegar Eiður var kominn í fjárhags- erfiðleika. Fullyrða má að þessar 130 milljónir sem Eiður lagði í verkefnið séu nú tapaðar. Þetta þýðir að Eiður á ekki eins miklar eignir og talið var í fyrra þegar hann leitaði eftir sam- komulagi við lánardrottna sína un endurgreiðslu þeirra lána sem hann fékk frá þeim. Eiður Smári Guðjohnsen lánaði 130 milljónir króna til Knatt- spyrnuakademíunnar sem nú eru tapaðar. Viðskiptablaðið greindi frá því að Kópavogsbær hefði keypt eignir akademíunn- ar fyrir 1,6 milljarða. Fjárhagsvandræði eigendanna eru ástæð- an. Bæjarfulltrúi Samfylkingar segir að svo há fjárfesting svíði. EIÐUR TAPAR 130 MILLJÓNUM INGI F. VILHJÁLMSSON blaðamaður skrifar ingi@dv.is Auðvitað svíður það alltaf þeg- ar þarf að leggja svona mikla peninga í eina fjárfestingu en við verðum að gera þetta. Í kröggum Kópavogsbær þurfti að kaupa íþróttaaðstöðuna af Knatt- spyrnuakademíu Eiðs og félaga þar sem þeir gátu ekki staðið við skuld- bindingar sínar. Ef þeir hefðu staðið betur fjárhagslega hefði bærinn ekki þurft að kaupa aðstöðuna af þeim. Eiður sést hér í leik með Tottenham. Guðni Bergsson, einn af aðstand- endum Knattspyrnuakademí- unnar, segir að Kópavogsbær hafi keypt eignirnar vegna þess að hagstæðara hafi verið fyrir bæj- arfélagið að gera það en að leigja þær áfram. Hann segir ástæðuna ekki vera þá að hann og viðskipta- félagar hans hafi ekki getað stað- ið við skuldbindingar sínar gagn- vart lánardrottnum sínum. „Þetta er ekki þannig að við höfum ekki getað staðið í skilum heldur er þetta spurning um hvaða upp- hæð Kópavogsbær borgar fyrir þetta, annars vegar í leigu og hins vegar með því að kaupa þetta. Að athuguðu máli var komist að því að hagstæðara væri fyrir bæinn að eiga íþróttaaðstöðuna,“ segir Guðni. Hann segir að ýmsar utanað- komandi ástæður hafi valdið því að leigan á íþróttaaðstöðunni hafi hækkað og að Kópavogsbær hefði því átt að greiða töluvert hærri leigu til Knattspyrnuakademíunn- ar. Hann segir að kveðið hafi verið á um þessa hækkun í leigusamn- ingnum á milli akademíunnar og Kópavogsbæjar. „Við hefðum alveg getað haldið áfram að eiga þetta og leigt þetta til Kópavogsbæjar en þá hefði leigan líka þurft að hækka. Við vorum með skotheldan samn- ing en við þurftum að fá leigu- greiðslur þar sem tekið hefði verið tillit til þess hversu hár byggingar- kostnaðurinn var orðinn þar sem við þurftum líka að standa í skilum við okkar lánardrottna. Þessi upp- hæð var orðin verulega há þar sem þetta var stórt og mikið húsnæði,“ segir Guðni. Hann segir að lendingin í mál- inu hafi því verið sú að besta lausn- in fyrir Kópavogsbæ og aðstand- endur Knattspyrnuakademíunnar hafi verið sú að Kópavogur yfirtæki skuldbindingar akademíunnar út af íþróttaaðstöðunni og eignaðist hana. „Þetta voru bara tveir aðil- ar sem komust að heppilegri nið- urstöðu með tilliti til hagsmuna beggja.“ Guðni vill ekki gefa það upp hvernig aðstandendur Knatt- spyrnuakademíunnar koma fjár- hagslega út úr fjárfestingunni í Kópavoginum þar sem hann geti ekki talað fyrir hönd viðskiptafé- laga sinna. Segist hafa getað staðið í skilum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.