Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 17 FLÚÐU VEGNA MYGLUSVEPPA Að minnsta kosti tíu fjölskyldur hafa þurft að yfirgefa húsnæði sitt vegna myglusveppa og raka síð- ustu ár. Umræða um myglusveppi í híbýlum fólks hefur aukist mikið síðustu ár. Það má segja að Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur og starfsmaður Húss og heilsu hafi lyft umræðunni upp hér á landi. Fjölskylda hennar missti allar sín- ar eigur vegna myglusveppa í hús- næði sínu fyrir nokkrum árum og upp frá því fór hún að vinna við rannsóknir og sýnatökur. Raki skaðlegur heilsu Almennt er talað um að raki í íbúð- arhúsnæði sé skaðlegur heilsu fólks. Kjöraðstæður til vaxtar sveppa er einmitt raki og þar sem raki er mikill í húsum þá finnast þar hinar ýmsu sveppategundir. Þær sveppategundir sem finnast helst á Íslandi gefa frá sér mjög mismun- andi eitruð efni. Myglusveppir gefa frá sér gró sem berast út í loftið. Gróin geta innihaldið sveppaeit- urefni sem geta borist inn í líkam- ann við öndun, með snertingu eða í gegnum húð. Einkenni af völd- um eiturefna sveppanna geta tekið langan tíma að koma fram. Aukning á málum Gífurleg fjölgun varð á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu þegar fast- eignabólan reis sem hæst. Nú þeg- ar hafa mál komið upp þar sem galla er að finna í húsnæði sem byggt var upp á miklum hraða. Björn Marteinsson verkfræðing- ur hjá byggingadeild Nýsköpun- armiðstöðvar Íslands hefur í starfi sínu hjá stofnuninni í gegnum árin orðið var við myglusveppi í íbúð- arhúsnæði. Hann segir að það hafi orðið aukning á þessum málum síðustu ár. „Sú aukning var byrjuð áður en byggingasprengjan byrj- aði hér fyrir nokkrum árum. Það er ekki bara hægt að kenna síðustu fimm árum um þetta því þetta er eitthvað sem heldur virðist vera að færast í aukana. Ég óttast að það dragi ekki úr því nema menn finni orsökina fyrir vandanum,“ segir Björn. Öndunarfærasjúkdómar líklegri Í júlí á síðasta ári viðurkenndi Al- þjóðaheilbrigðismálastofnun- in heilsufarsvandamál fólks sem tengjast myglusveppum og gaf út í kjölfarið leiðbeiningar um eðlileg loftgæði innanhúss til að varna raka og myndun myglusveppa. Niður- stöðurnar eru byggðar á tveggja ára rannsóknum þrjátíu og sex vísinda- manna um allan heim sem stofn- unin stýrði. Meginniðurstaða rann- sóknarinnar var sú að íbúar sem búa við mikinn raka í húsnæði séu 75 prósent líklegri til að fá öndun- arfærasjúkdóma en fólk sem býr í húsnæði við eðlilegt rakastig. Börn með astma Í rannsókninni kemur einnig fram að rakavandamál sé í 20 til 30 pró- sent íbúðarhúsnæðis í löndum Evrópusambandsins. Sterkar vís- bendingar séu um að rakinn sé hættulegur heilsunni, því í rak- anum þrífast hundruð tegunda af bakteríum og myglusveppum, en frá þeim streyma ýmis eiturefni út í loftrými íbúðarinnar. Afleiðing- arnar séu þær að fólk fái öndunar- færasýkingar, ofnæmi, astma og að ónæmiskerfi líkamans veikist. Börn séu í mestri hætti og samkvæmt ný- legum rannsóknum sé í 13 prósent- um tilvika hægt að tengja astma í börnum til raka í íbúðarhúsnæði. Vantar rannsóknir Ýmsir sérfræðingar sem DV hef- ur rætt við segja að það vanti rann- sóknir til að greina hin heilsufars- legu vandamál sem geta hlotist af myglusveppum. Á hinum Norður- löndunum eru heilsufarsvanda- mál tengd myglusveppum viður- kennd og þykir ekkert tiltökumál að fá sérfræðinga til að gera úttekt á húsnæði ef grunur vaknar um myglusveppi. Þar hafa læknar sér- hæft sig í sjúkdómum sem tengjast myglusveppum og raka og sérstakar rannsóknarstofur hafa verið settar á laggirnar. Ekki tryggt Það hefur reynst mörgum fjölskyld- um erfitt að fá bætur frá trygging- arfélögum vegna tjóna þar sem myglusveppir koma við sögu. Þor- steinn Þorsteinsson deildarstjóri hjá VÍS segir að tjón vegna myglu- sveppa séu almennt ekki bótaskyld. Ástæðan sé sú að það taki svepp- inn yfirleitt nokkuð langan tíma að verða gróbæran og algengast sé að hann vaxi vegna langvarandi þró- unar vegna raka í húsum. Slíkt get- ur gerst í húsum sem halda ekki vatni eða vegna ónógrar loftræst- ingar. „Það er hins vegar mögulegt að sveppurinn nái að verða gróbær á mjög skömmum tíma eftir óvænt og skyndilegt atvik. Þá gæti til dæm- is verið um að ræða að fráveitulögn gæfi sig og vatn rynni inn í gifsvegg. Ef það er hægt að sýna fram á að myglan hafi myndast vegna beinna og órjúfanlegra tengsla við óvænt og skyndilegt tilvik er það bótaskylt samkvæmt vátryggingarskilmál- um,“ segir Þorsteinn og hann segir mikilvægt fyrir fólk að lofta vel út í húsum sínum. „Loftraki getur orð- ið mjög mikill ef fólk loftar ekki vel út hjá sér. Þá getur rakinn myndast tiltölulega fljótt og farið að döggva á útveggjum og gluggum og þá getur líf farið að blómstra þar.“ Reglugerðarklúður Í reglugerð um hollustuhætti segir í 24. grein að ekki megi leigja út íbúð- arhúsnæði eða herbergi ef heilsu manna er stefnt í hættu: „M.a. vegna hita og raka, hávaða, fráveitu skólps, meindýra, reyks, fasts eða fljótandi úrgangs, mengunar í lofti, jarðvegi eða vatni, gasleka eða geislunar.“ Þetta ákvæði í reglugerðinni á ein- ungis við um leighúsnæði og hægt er að banna afnot af húsnæðinu. Sá galli er á reglugerðinni að ekki er heimilt að banna afnot af húsnæði í einkaeigu sem eigendur einir hafa afnot af. Sem dæmi þá gæti heil- brigðisnefnd bannað afnot af leigu- húsnæði sem væri illa farið af raka og myglusveppum og rekið leigj- endur úr húsnæðinu. Ef fjölskylda byggi í sams konar húsnæði sem væri þeirra eigin gæti heilbrigðis- nefnd ekki bannað afnot af því. Skýr skilaboð Þær fjölskyldur sem hafa þurft að berjast við raka og myglusveppi í húsnæði sínu hafa átt í mikilli bar- áttu við kerfið og rekist á margar lokaðar dyr. Baráttan er kostnað- arsöm, getur tekið langan tíma og eru mörg dæmi þess að fólk hafi misst aleiguna. Miðað við það sem fram kemur í samtölum við þá sem koma helst að þessum málum er ljóst að talsverður skilningur er nú á þessum málum hér á landi. Þó ekki nægur að flestra mati en það kann að breytast nú þegar Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hefur sent svo skýr skilaboð. inn í íbúðina sem við leigðum og stuttu síðar fórum við og krakkarn- ir að fá sömu útbrotin aftur. Við los- uðum okkur því við þau húsgögn,“ segir Hanna en í dag hafa þau feng- ið húsgögn gefins þar sem þau geta ekki notað neitt af þeim húsgögn- um sem voru í íbúðinni í Reykja- nesbæ. Betra ef það hefði kviknað í Hanna og Rúnar búa nú í leighús- næði í Kópavogi. Þau segjast orð- in þreytt á tæplega tveggja ára bar- áttu við að fá mál sín leiðrétt. „Við erum búin að tapa aleigunni. And- lega heilsan fór alveg í þrot. Við höfum verið á vergangi með börn- in í 13 mánuði. Við teljum okkur vera með það mikið í höndunum að geta fengið þessum kaupsamn- ingi rift – en það gerist ekkert. Allt- af bíðum við og hendum peningum í lögmenn og matsgerðir en ekk- ert gerist,“ segir Rúnar og bætir við: „Ef það hefði kviknað í húsinu og öllu innbúinu þá hefðum við fengið það strax bætt. Við þurfum að klára þetta – íbúðin er enn á sínum stað með öllum sínum göllum og myglu- sveppum – og húsgögnunum okkar.“ MEIRA UM MÁLIÐ Á NÆSTU SÍÐU JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Myglusveppir í lofti Kjöraðstæður fyrir myglusveppi til að myndast er í raka. Gróin sem myglusveppirnir gefa frá sér geta valdið öndunarfærasjúkdómum og ýmsum líkamlegum einkennum sem verða til þess að fólki líður illa. Illa farinn veggur Myglusveppir hreiðra oft um sig á milli þilja. Oft getur komið fúkkalykt vegna myglusveppa. Myglusveppur í nýbyggingu Þarna má sjá sveppamyndun í þaki á nýbyggingu. Þeir sem búa í húsnæði þar sem raki er mikill í lofti eru 75 prósent líklegri til að fá öndunarfærasjúkdóma en fólk sem býr í húsnæði við eðlilegt rakastig. Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin hefur viðurkennt vandann. Íslensk yfirvöld eru að átta sig á vandamálum sem tengjast raka og myglusveppum í íbúðarhúsnæði. RAKI Á HEIMILUM HEILSUSPILLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.