Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2010, Page 17
FRÉTTIR 9. apríl 2010 FÖSTUDAGUR 17
FLÚÐU VEGNA
MYGLUSVEPPA
Að minnsta kosti tíu fjölskyldur
hafa þurft að yfirgefa húsnæði sitt
vegna myglusveppa og raka síð-
ustu ár. Umræða um myglusveppi
í híbýlum fólks hefur aukist mikið
síðustu ár. Það má segja að Sylgja
Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur
og starfsmaður Húss og heilsu hafi
lyft umræðunni upp hér á landi.
Fjölskylda hennar missti allar sín-
ar eigur vegna myglusveppa í hús-
næði sínu fyrir nokkrum árum og
upp frá því fór hún að vinna við
rannsóknir og sýnatökur.
Raki skaðlegur heilsu
Almennt er talað um að raki í íbúð-
arhúsnæði sé skaðlegur heilsu
fólks. Kjöraðstæður til vaxtar
sveppa er einmitt raki og þar sem
raki er mikill í húsum þá finnast þar
hinar ýmsu sveppategundir. Þær
sveppategundir sem finnast helst á
Íslandi gefa frá sér mjög mismun-
andi eitruð efni. Myglusveppir gefa
frá sér gró sem berast út í loftið.
Gróin geta innihaldið sveppaeit-
urefni sem geta borist inn í líkam-
ann við öndun, með snertingu eða
í gegnum húð. Einkenni af völd-
um eiturefna sveppanna geta tekið
langan tíma að koma fram.
Aukning á málum
Gífurleg fjölgun varð á húsnæði á
höfuðborgarsvæðinu þegar fast-
eignabólan reis sem hæst. Nú þeg-
ar hafa mál komið upp þar sem
galla er að finna í húsnæði sem
byggt var upp á miklum hraða.
Björn Marteinsson verkfræðing-
ur hjá byggingadeild Nýsköpun-
armiðstöðvar Íslands hefur í starfi
sínu hjá stofnuninni í gegnum árin
orðið var við myglusveppi í íbúð-
arhúsnæði. Hann segir að það hafi
orðið aukning á þessum málum
síðustu ár. „Sú aukning var byrjuð
áður en byggingasprengjan byrj-
aði hér fyrir nokkrum árum. Það
er ekki bara hægt að kenna síðustu
fimm árum um þetta því þetta er
eitthvað sem heldur virðist vera að
færast í aukana. Ég óttast að það
dragi ekki úr því nema menn finni
orsökina fyrir vandanum,“ segir
Björn.
Öndunarfærasjúkdómar
líklegri
Í júlí á síðasta ári viðurkenndi Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnun-
in heilsufarsvandamál fólks sem
tengjast myglusveppum og gaf út í
kjölfarið leiðbeiningar um eðlileg
loftgæði innanhúss til að varna raka
og myndun myglusveppa. Niður-
stöðurnar eru byggðar á tveggja ára
rannsóknum þrjátíu og sex vísinda-
manna um allan heim sem stofn-
unin stýrði. Meginniðurstaða rann-
sóknarinnar var sú að íbúar sem
búa við mikinn raka í húsnæði séu
75 prósent líklegri til að fá öndun-
arfærasjúkdóma en fólk sem býr í
húsnæði við eðlilegt rakastig.
Börn með astma
Í rannsókninni kemur einnig fram
að rakavandamál sé í 20 til 30 pró-
sent íbúðarhúsnæðis í löndum
Evrópusambandsins. Sterkar vís-
bendingar séu um að rakinn sé
hættulegur heilsunni, því í rak-
anum þrífast hundruð tegunda af
bakteríum og myglusveppum, en
frá þeim streyma ýmis eiturefni út
í loftrými íbúðarinnar. Afleiðing-
arnar séu þær að fólk fái öndunar-
færasýkingar, ofnæmi, astma og að
ónæmiskerfi líkamans veikist. Börn
séu í mestri hætti og samkvæmt ný-
legum rannsóknum sé í 13 prósent-
um tilvika hægt að tengja astma í
börnum til raka í íbúðarhúsnæði.
Vantar rannsóknir
Ýmsir sérfræðingar sem DV hef-
ur rætt við segja að það vanti rann-
sóknir til að greina hin heilsufars-
legu vandamál sem geta hlotist af
myglusveppum. Á hinum Norður-
löndunum eru heilsufarsvanda-
mál tengd myglusveppum viður-
kennd og þykir ekkert tiltökumál
að fá sérfræðinga til að gera úttekt
á húsnæði ef grunur vaknar um
myglusveppi. Þar hafa læknar sér-
hæft sig í sjúkdómum sem tengjast
myglusveppum og raka og sérstakar
rannsóknarstofur hafa verið settar á
laggirnar.
Ekki tryggt
Það hefur reynst mörgum fjölskyld-
um erfitt að fá bætur frá trygging-
arfélögum vegna tjóna þar sem
myglusveppir koma við sögu. Þor-
steinn Þorsteinsson deildarstjóri
hjá VÍS segir að tjón vegna myglu-
sveppa séu almennt ekki bótaskyld.
Ástæðan sé sú að það taki svepp-
inn yfirleitt nokkuð langan tíma að
verða gróbæran og algengast sé að
hann vaxi vegna langvarandi þró-
unar vegna raka í húsum. Slíkt get-
ur gerst í húsum sem halda ekki
vatni eða vegna ónógrar loftræst-
ingar. „Það er hins vegar mögulegt
að sveppurinn nái að verða gróbær
á mjög skömmum tíma eftir óvænt
og skyndilegt atvik. Þá gæti til dæm-
is verið um að ræða að fráveitulögn
gæfi sig og vatn rynni inn í gifsvegg.
Ef það er hægt að sýna fram á að
myglan hafi myndast vegna beinna
og órjúfanlegra tengsla við óvænt
og skyndilegt tilvik er það bótaskylt
samkvæmt vátryggingarskilmál-
um,“ segir Þorsteinn og hann segir
mikilvægt fyrir fólk að lofta vel út í
húsum sínum. „Loftraki getur orð-
ið mjög mikill ef fólk loftar ekki vel
út hjá sér. Þá getur rakinn myndast
tiltölulega fljótt og farið að döggva á
útveggjum og gluggum og þá getur
líf farið að blómstra þar.“
Reglugerðarklúður
Í reglugerð um hollustuhætti segir í
24. grein að ekki megi leigja út íbúð-
arhúsnæði eða herbergi ef heilsu
manna er stefnt í hættu: „M.a. vegna
hita og raka, hávaða, fráveitu skólps,
meindýra, reyks, fasts eða fljótandi
úrgangs, mengunar í lofti, jarðvegi
eða vatni, gasleka eða geislunar.“
Þetta ákvæði í reglugerðinni á ein-
ungis við um leighúsnæði og hægt
er að banna afnot af húsnæðinu. Sá
galli er á reglugerðinni að ekki er
heimilt að banna afnot af húsnæði
í einkaeigu sem eigendur einir hafa
afnot af. Sem dæmi þá gæti heil-
brigðisnefnd bannað afnot af leigu-
húsnæði sem væri illa farið af raka
og myglusveppum og rekið leigj-
endur úr húsnæðinu. Ef fjölskylda
byggi í sams konar húsnæði sem
væri þeirra eigin gæti heilbrigðis-
nefnd ekki bannað afnot af því.
Skýr skilaboð
Þær fjölskyldur sem hafa þurft að
berjast við raka og myglusveppi í
húsnæði sínu hafa átt í mikilli bar-
áttu við kerfið og rekist á margar
lokaðar dyr. Baráttan er kostnað-
arsöm, getur tekið langan tíma og
eru mörg dæmi þess að fólk hafi
misst aleiguna. Miðað við það sem
fram kemur í samtölum við þá sem
koma helst að þessum málum er
ljóst að talsverður skilningur er nú á
þessum málum hér á landi. Þó ekki
nægur að flestra mati en það kann
að breytast nú þegar Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin hefur sent
svo skýr skilaboð.
inn í íbúðina sem við leigðum og
stuttu síðar fórum við og krakkarn-
ir að fá sömu útbrotin aftur. Við los-
uðum okkur því við þau húsgögn,“
segir Hanna en í dag hafa þau feng-
ið húsgögn gefins þar sem þau geta
ekki notað neitt af þeim húsgögn-
um sem voru í íbúðinni í Reykja-
nesbæ.
Betra ef það hefði kviknað í
Hanna og Rúnar búa nú í leighús-
næði í Kópavogi. Þau segjast orð-
in þreytt á tæplega tveggja ára bar-
áttu við að fá mál sín leiðrétt. „Við
erum búin að tapa aleigunni. And-
lega heilsan fór alveg í þrot. Við
höfum verið á vergangi með börn-
in í 13 mánuði. Við teljum okkur
vera með það mikið í höndunum
að geta fengið þessum kaupsamn-
ingi rift – en það gerist ekkert. Allt-
af bíðum við og hendum peningum
í lögmenn og matsgerðir en ekk-
ert gerist,“ segir Rúnar og bætir við:
„Ef það hefði kviknað í húsinu og
öllu innbúinu þá hefðum við fengið
það strax bætt. Við þurfum að klára
þetta – íbúðin er enn á sínum stað
með öllum sínum göllum og myglu-
sveppum – og húsgögnunum okkar.“
MEIRA UM
MÁLIÐ Á
NÆSTU SÍÐU
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Myglusveppir í
lofti Kjöraðstæður
fyrir myglusveppi til að
myndast er í raka. Gróin
sem myglusveppirnir
gefa frá sér geta valdið
öndunarfærasjúkdómum
og ýmsum líkamlegum
einkennum sem verða til
þess að fólki líður illa.
Illa farinn veggur Myglusveppir
hreiðra oft um sig á milli þilja. Oft getur
komið fúkkalykt vegna myglusveppa.
Myglusveppur í nýbyggingu
Þarna má sjá sveppamyndun í þaki á
nýbyggingu.
Þeir sem búa í húsnæði þar sem raki er mikill í lofti eru 75 prósent líklegri til að
fá öndunarfærasjúkdóma en fólk sem býr í húsnæði við eðlilegt rakastig. Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin hefur viðurkennt vandann. Íslensk yfirvöld eru að átta
sig á vandamálum sem tengjast raka og myglusveppum í íbúðarhúsnæði.
RAKI Á HEIMILUM
HEILSUSPILLANDI